Feykir - 22.05.1981, Síða 6

Feykir - 22.05.1981, Síða 6
Fréttir frá RARIK Hér verður reynt að gefa yfirlit yfir helstu framkvæmdir Rafmagns- veitna ríkisins á Norðurlandi vestra, sem unnið er að og fram- undan eru á þessu ári. Einnig verður skýrt frá nokkrum úrbótum sem á döfinni eru í hljóð- varps- og sjónvarpsþjónustu í Húnavatnssýslu. Það er að bera í bakkafullan lækinn að rifja upp gang mála í orkuöflun kjördæmisins, svo mikið hefur verið skrifað og skrafað unl virkjun Blöndu að undanförnu. Ég mun því ekki rekja þau mál hér en minni á hve gífurlegt hagsmuna- mál það er. Mikið hefur verið rætt um hagkvæmni virkjunarinnar, þau áhrif sem slík framkvæmd hefði á atvinnulifið í héraðinu, ágæti virkjunarinnar fyrir lands- kerfið, og síðast en ekki síst, öryggi í orkuafhendingu. Margir eru hræddir við þá sveiflu sem myndast í atvinnumál- um með tilkomu slíkra fram- kvæmda og þá félagslegu röskun sem kann að verða. Þann ótta tel ég ástæðulausann, vegna þess að menn eru það vel meðvitandi um þessi vandamál í dag, munu því búa sig undir að halda þeim í lág- marki. Ég spyr: „Er það ekki ákveðin röskun og félagslegt vandamál þegar atvinnutækifæri vantar og öll fjölgun á svæðinu stöðvast, þ.e.a.s. jafn margir flytjast úr héraðinu og fjölguninni nem- ur?“ Það öryggisleysi sem við búum við í dag er nánast óþolandi. Af þeim ástæðum ber einnig að leggja mikla áherslu á virkjun hér norð- Sigurður Eymundsson. anlands. Undanfarin ár hafa trufl- anir og straumleysi hér á Norður- landi vestra verið 10-20 sinnum á ári, vegna bilana á Suður- og Vest- urlandi, sem engin áhrif hefðu haft hér ef nægjanlegt afl hefði verið á svæðinu. Þetta eru allt truflanir sem bætast við truflanir af völdum bilana á dreifikerfunum. öll atvinnuuppbygging krefst Norrænafélagið, Sauðárkróki: Aukin samskipti 15. apríl s.l. var haldinn aðaliundur deildar Norræna félagsins á Sauð- árkróki. Gestur fundarins var for- maður Norræna félagsins á íslandi, Hjálmar Ólafsson og flutti hann fróðlegt og skemmtilegt erindi um Grænland og Grænlendinga. Þá fór fram stjórnarkjör og hlutu eftirtaldir menn kosningu: Sigurð- ur Ágústsson formaður, Aðalheið- ur Arnórsdóttir varaformaður, Sveinn Friðvinsson gjaldkeri, Árni Ragnarsson ritari, Ingibjörg Haf- stað meðstjórnandi. Til vara voru kosnir: Jón Ás- bergsson, Jón Karlsson, Óskar Jónsson. í deild norræna félagsins á Sauðárkróki eru um 80 félagar. Norrænu félögin bjóða félögum sínum uppá hagstæð flugfargjöld til hinna norðurlandanna, auk mjög ódýrra hópferða, og hafa fjölmargir félagar notfært sér það á undanförnum árum. Að frumkvæði bæjarstjórnar Sauðárkróks var á s.l. ári stofnað til vinabæjatengsla við bæina Esbo í Finnlandi, Kristianstad í Svíþjóð, Kongsberg í Noregi og Köge í Danmörku. Fulltrúar frá þessum bæjarfélögum eru væntanlegir til Sigurður Ágústsson. Sauðárkróks í sumar, til þess að efla tengsl milli bæjanna. Stjóm deildarinnar hyggst taka upp samskipti við norrænu félögin í vinabæjunum með það fyrir aug- um að koma á gagnkvæmum tengslum milli hinna ýmsu félaga og samtaka, íþróttahópa og skóla- nemenda. Til þess að vel megi til takast, þarf deildin á fleiri áhugasömum félögum að halda og hvetur stjórn- in því sem flesta til að ganga í félagið. Efling Hólastaðar Sem kunnugt er af fréttum hefur Jón Bjamason frá Bjamarhöfn verið skipaður skólastjóri Bænda- skólans á Hólum. Jón varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965. Þá hóf hann búnaðarnám, varð búfræðingur frá Hvahneyri 1965 og kandidat frá Búnaðarhá- skólanum í Ási í Noregi 1970. Þá var hann kennari við Bændaskól- ann á Hvanneyri til ársins 1974. Jón var á ferð hér fyrir norðan fyrir páskana, að kynna sér að- stæður og leggja á ráðin um nauð- synlegar framkvæmdir og endur- bætur, sem gera þarf á Hólum áður en skóli hefst þar næsta haust. Blaðamaður Feykis hitti hann að máli og innti hann eftir því hvernig honum litist á aðstæðurnar heima á Hólum, og fer svar hans hér á eftir: „Á Hólum býður mikið upp- byggingarstarf, sem vinna verður í 6 . Feykír áföngum. í sumar er stefnt að því, að gera nauðsynlegar endurbætur á húsnæði skólans. Við munum kappkosta, að búa sem best að nemendum með bættri heimavist- ar- og félagsaðstöðu. Skólahald hefst í haust og mjög bráðlega verður tilkynnt hvemig náminu verður hagað næsta vetur og jafn- framt opnum við umsóknarfrest um skólavist. Þá munum við huga að leiðum til aukinnar fjölbreytni í búnaðarnáminu. Staðurinn býður nú þegar upp á möguleika, sem nýta má í því skyni. Hinar hefð- bundnu greinar landbúnaðarins verða þó að sjálfsögðu undirstaða skólastarfsins. Þá væntum við þess einnig, að saga og helgi staðarins stuðli að þeirri reisn, sem honum ber og gefi honum ákveðið að- dráttarafl“, sagði Jón að lokum. Blaðið þakkar viðtalið og óskar Hólaskóla alls góðs. mikillar orku, en einnig öryggis í afhendingu hennar, og sú krafa eykst ár frá ári. Ýmsir barnasjúkdómar hafa komið fram í Byggðalínunni. Nú er unnið að ýtarlegri rannsókn á allri línunni og lagfæringar þegar hafn- ar. Áætlað er að viðgerð ljúki í sumar. Það er að sjálfsögðu mjög mikil- vægt að Byggðalínan sé sem traustust, þar sem við eigum bókstaflega allt okkar undir því að hún rofni ekki, á meðan aflgjafa vantar hér á svæðinu. í Skagafirði er áformað að byggja nýja 11 kw línu frá aðveitustöðinni í Varmahlíð, sem tengjast mun dreifilínunni ofan við Varmahlíð, þannig að það svæði í Skagafirðin- um sem nú er tengt beint við að- vitustöðina í Varmahlíð, skiptist á tvo rofa í stað eins. Með því móti verður umfang truflana og straum- leysis minna þegar um bilun á dreifilínunum er að ræða. Byggja á nýja 11 kw línu Varmahlíð-Reykir og bæta þannig til muna flutningsgetuna í Lýtings- staðahreppi. Hafist verður handa við að skipta um vír á gömlu línunni milli Sauðárkróks og Varmahlíðar, og teknir 5 km í ár. Auk ýmissa smærri lagfæringa, endurnýjun heimtauga og stækkun spennistöðva. Haldið verður áfram endurbót- um á inntaksmannvirkjum Gönguskarðsárvirkjunar sem hafnar voru á síðasta ári. Töluvert átak á að gera í innan- bæjarkerfi Hofsóss í ár. Áætlað er að vinna fyrir 1,4 Mkr. á Hofsósi og í Varmahlíð samanlagt. I Húnavatnssýslum er unnið að styrkingu Langadalslínu með því að þrífasa hana. Reiknað er með að fara að Ártúnum. Þetta verk hófst á síðasta ári. Þá var tekinn kaflinn Laxárvatnsvirkjun-Kagaðarhóll. . Einnig er hafin bygging nýrrar 11 kw háspennulínu frá Laxár- vatnsvirkjun að Blönduós. Flutningsgeta gömlu línunnar er að verða of lítil fyrir Blönduós, og vír og einangrar orðnir mjög lélegir, enda línan byggð árið 1933. Ýmsar smærri lagfæringar, breyting heimtauga og stækkun spenna verða framkvæmdar á ár- inu. Töluverð aukning og endurnýj- un verður gerð á innanbæjarkerf- um Skagastrandar, Blönduóss, Laugarbakka og Hvammstanga, eða samtals fyrir 2,4 Mkr. Hafin verður bygging svæðis- miðstöðvar á Blönduósi í ár, þ.e.a.s. svæðisskrifstofu og lagers fyrir Norðurland vestra. Nú virðist hilla í nokkrar úrbæt- ur í hljóðvarps- og sjónvarpsþjón- ustu í Húnavatnssýslum, því vonir standa til að F.M. sendar fyrir hljóðvarp verði settir upp í þessum Ljósm: IJnnur Agnarsson. mánuði á Hnjúkum við Blönduós, og á Hvítabjarnarhól við Hrúta- fjörð. Einnig verður varasjón- varpssendir á Hnjúkum stækkaður til muna í þessum mánuði. Nýr og stærri sjónvarpssendir er væntan- legur í ágúst fyrir Vatnsdal, svo vænta má þess að hann komi í gagnið í haust, og tvo nýja sjónvarpssenda á að setja upp á Vatnsnesi í ár, og munu þá allir bæir þar ná sjónvarpssendingum. Hér hefur verið stiklað á stóru, en það ætti þó að gefa nokkra inn- sýn í hvað á döfinni er. Blönduósi 15. maí ’81, Sigurður Eymundsson. Nýsamræmd námsskrá í haust hefst annað námsár við 11 skóla á Norðurlandi, sem starfa eftir nýrri samræmdri námsskrá fyrir framhaldsnám. Skólarnir eru: Dalvíkurskóli, Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki, Gagnfræðaskóli Ak- ureyrar, Gagnfræðaskóli Húsavík- ur, Gagnfræðaskólinn Ólafsfirði, Grunnskólinn Blönduósi, Grunn- skólinn Siglufirði, Héraðsskólinn að Reykjum, Iðnskólinn á Akur- eyri, Laugaskóli, Menntaskólinn á Akureyri. Allir skólarnir starfa eftir þrí- þættu námskerfi: Einingakerfi, annakerfi og áfangakerfi. I einingakerfinu felst að nemendur fá námseiningar fyrir hvert próf sem þeir taka. Skólaárinu er skipt í tvær jafnlangar námsannir, haust- önn og vorönn, og lýkur hvorri með prófi. í áfangakerfinu er námsefni í hverri grein skipt í skilgreinda námsáfanga sem hver tekur eina önn. Við framhaldsskólana 11 er unnt að stunda nám á um 20 mismun- andi námsbrautum, svo sem eðlis- fræðibraut, heilsugæslubraut, iðn- náms- og verknámsbrautum málmiðnaðargreina, rafiðnaðar- greina og tréiðnaðargreina, íþróttabraut, málabraut, myndlist- arbraut, náttúrufræðibraut, sam- félagsbraut, skipstjórnarbraut, tónlistarbraut, uppeldisbraut, vél- stjórnarbraut og viðskiptabraut. Auk þess er unnt að stunda að- faranám að ýmsum sérskólum og meistaranám. Sama námsefni verður kennt í skólunum öllum á sömu náms- brautum og sömu reglur gilda um próf og einkunnir. Nemendur fá því nám sitt metið að fullu hvar sem það er stundað við skóla á Norðurlandi. Til þess að tryggja samvinnu skólanna um hina nýju námsskrá starfar sérstök nefnd, Samstarfs- nefnd framhaldsskóla á Norður- landi og eiga sæti í henni skóla- stjórar skólanna 11. Hægt er að leita frekari upplýsinga um fram- haldsnámið í skólunum eða í fræðsluskrifstofunum á Blönduósi og Akureyri. Bréf til blaðsins Við lestur á 1. tölubl. Feykis rakst ég á tvö atriði, sem ég vildi gera athugasemdir við. í grein á 2. síðu um Fjölbrautar- skólann á Sauðárkróki segir m.a.: „Af bóknámshúsinu er það að segja, að til stendur að teikna það á næstu mánuðum, það er því i mörg horn að lita i byggingamálum, ekki sízt þegar bygging nýs íþróttahúss bætist ofan á aðrar framkvæmdir. Það verður ekki erfitt að koma i lóg þeim 179.0 millj. gkr., sem ríkið leggur til framkvæmda við skólann á þessu ári.“ Til þess að koma í veg fyrir mis- skiining, tel ég rétt að það komi fram, að til byggingar iþróttahúss er varið nú i ár 40.0 millj. gkr. til framkvæmda við Fjölbrautarskól- ann er varið 179.7 millj. gkr. Á fjár- lögum þessa árs er því varið 219.7 millj. gkr. til þessara framkvæmda, þá er ótalið mótframlag heimaaðila. Um það hvort „íþróttahús bætist ofan á þessar framkvæmdir", eins og segir í umræddri grein, sé ég ekki ástæðu til að ræða hér. Á sömu síðu er grein sem nefnist Hafnarframkvæmdir. Þar segir að við afgreiðslu fjárlaga hafi fjárveit- ing til Sauðárkrókshafnar verið skorin niður í 40.0 millj. gkr. Það rétta er: Sauðárkrókshöfn v/sandfangara 47.0 millj. gkr. v/ sjóvarnargarðs 1.0 millj. gkr. Ég get vissulega tekið undir með greinarhöfundi að hér er um litla fjárveitingu að ræða. Ég sé ástæðu að þakka þeim mönnum er að útgáfu Feykis standa, og vona að vel takist, þannig að blaðið njóti skilnings og velvilja svo lífdagar þess verði sem best tryggðir. Stefán Guðmundsson, Suðurgötu 8, Sauðárkróki.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.