Feykir - 22.05.1981, Page 8
Blaðið gerir mönnum fœrt
að kallast á yfir fjöll og vötn
Ibúðir fyrir aldraða
Árið 1977 samþykkti bæjar- að tillögu sinni, að hjúkrunar- Á Sauðárkróki var valinn
stjórn Sauðárkróks að leita eftir
samstarfi við sýslunefnd Skaga-
fjarðar um að byggja hjúkrun-
heimili yrði reist í tengslum við
sjúkrahúsið á Sauðárkróki en
íbúðir fyrir aldraða yrðu
staður fyrir hjúkrunarheimili og
dvalaríbúðir í tengslum við
sjúkrahúsið, á Hofsósi var stað-
arheimili og dvalaríbúðir fyrir
aldraða.
Á vegum þessara aðila auk
Húsnæðismálastofnunar og
Heilbrigðismálaráðuneytisins
könnuðu Gylfi Guðjónsson
arkitekt og Ásdís Skúladóttir
félagsfræðingur þörfina fyrir
þjónustu við gamalt fólk og
ferðuðust víða um héraðið og
skiluðu síðan tillögum í desem-
ber 1978. Þau komust meðal
annars að þeirri niðurstöðu að
dreifa bæri íbúðum fyrir al-
draða um héraðið. Gerðu þau
byggðar 1 Varmahlíð, á Hofsósi
og á Sauðárkróki.
Sýsla og bær kusu áer bygg-
ingarnefnd til þess að sjá um
hönnun og smíði þessara bygg-
inga og hafði hún tillögur Gylfa
og Ásdísar til grundvallar.
Nefndin réði Hilmar Þór
Björnsson arkitkt til þess að
teikna hjúkrunarheimili og
íbúðir fyrir aldraða á Sauðár-
króki en Húsnæðismálastonun
sér um hönnun íbúðanna í
Varmahlíð og á Hofsósi og fékk
hún Kalus Holm arkitekt á
stofnuninni það verkefni.
AFL ÞEIRRA HLUTA
Fjárhagsáætlun Sauðárkrókskaup- Þetta eru stærstu póstarnir af gjalda-
staðar hefur nú farið eina ferð í liðum:
gegnum bæjarstjórn. Seinni um- Eiginfærð fjárfesting:
ræða verður vonandi 19. maí, en þá Leikskóli í Hlíðarhv. kr. 560.000,00
koma samkvæmt venju fram Fé'agsheimiH . - 200000,00
, ..... J Dvalarhetm. aldraðra - 200.000,00
breytingatil ogur. Heilsugæslustöð. 215.000,00
Helstu tölur áætlunarmnar . nu- Ti, skólabygg..... . 2.542.000,00
verandi mynd eru þessar.
Tekjur.......... kr. 13.100.000,00 Gjaldfærð fjárfesting:
þar af útsvör.. - 6.800.000,00 Gatnagerð....... kr. 845.000,00
Kostnaður v/fræðslum . i 599 000 00
Æskulýðs-og íþr.mál - 761.0003)0 Þetta er fjarri því tæmandi upp-
Fjármagnskostn. ... - 1.345.000,00 talning, en vonandi gefst seinna
Yfirstjórn bæjarins .. - 1.565.000,00 tækifæri til að gera fjárhagsáætlun
Alm. tr. og fél. hjálp - 2.357.000,00 betri skil.
Náttúruhamfarir?
Landsfeðrum
skrifað
Þegar þorskanet voru dregin upp 8.
maí, var búin að vera ördeyða
lengi.
Nokkrir útgerðarmenn skrifuðu
sjávarútvegsráðherra og báðu um
að fá veiðileyfi fram til 20. maí, eða
þann tíma sem netaveiði er bönnuð
Umgengnin
til fyrirmyndar
Mikið hefur verið um að vera við
höfnina undanfarið. Frá 15. apríl
til 15. maí hafa komið 16
flutningaskip. Fjögur skip tóku
freðfisk og eitt tók skreið, uppskip-
að hefur verið byggingarefni, fóð-
urvörum og áburði, ásamt mörgu
öðru.
Saltlítið er orðið á Krók, en von
að úr rætist næstu daga.
Nýja hafnarhúsið hefur verið í
notkun um nokkurn tíma og bætir
það mjög aðstöðu allra sem við
höfnina vinna. Eyrarkallar kunna
vel að meta þetta og er öll umgengi
þeirra um húsið til fyrirmyndar.
ur valinn á horni Suðurgötu og
Túngötu 1 tngslum viðlæknis-
bústaðinn. Lóð í Varmahílð er
til athugunar.
Byggingarnefndin hefur
samþykkt drög að íbúðum fyrir
aldraða á Hofsósi og hjúkrun-
arheimili og dvalaríbúðir á
Sauðárkróki og er nú unnið að
nánari útfærslu og byggingar-
nefndarteikningar eru væntan-
legar næstu daga. Þessum
framkvæmdum hefur verið vel
tekið af Skagfirðingum og er
mikill áhugi meðal fólks um
þetta mál og almenn fjársöfnun,
sem byggingarnefndin setti í
gang hefur gengið vel. Einkum
hefur eldra fólk látið fjármuni
af hendi rakna.
Húsnæðismálastofnunin hef-
ur heitið fyrirgreiðslu með
framkvæmdalánum auk lífeyr-
issjóðanna í Skagafirði. Þannig
ríkir bjartsýni um að þetta þarfa
verkefni komist í höfn við góð-
an byr.
Lognmollunni og
hvíslinu Ijúki
Er ekki tímabært að lognmollunni
og hvíslinu ljúki. Þegar ritstjóri
Feykis hringdi til mín og spurði
hvort'^ég vildi skrifa um eitthvert
hugðarefni í næsta blað, svarðaði
ég strax játandi, án þess að hafa
hugmynd um hvað ég ætlaði að
segja.
Fyrsta tölublað fyrsta árgangs
hafði ég séð og glaðst yfir því, ekki
síst nafninu: Feykir.
Þýðir það ekki hörku vindsveip-
ur eða hávaðarok? Og er ekki
tímabært að lognmollunni og
hvíslinu ljúki. Eitthvað ætti að vera
hægt að skrifa í blað sem svona
kröftuglega kunngerði tilgang sinn,
vitnaði í leiðinni til Guðbrands
biskups og bauð mönnum að
skiptast á skoðunum umbúðalaust.
Því vil ég og vonandi fjöldi manna
með ólíkar skoðanir og þó um
margt sameiginleg áhugamál í það
skrifa. Fyrst hljótum við að hug-
leiða með hvaða hætti megi efla
byggðirnar á starfssvæði Feykis,
Norðurlandi vestra. Og hlýtur
fyrsta skrefið ekki að vera einmitt
að leitast við að efla samstarfið
milli héraða. Þegar ný kjördæma-
skipan var upp tekin vonuðu menn
að hún myndi leiða til þess, en þvi
miður hefur raunin orðið öll önnur,
bæði hér um slóðir og annars stað-
ar. Héraðarígur hefur fremur auk-
ist og orðið með ógeðfelldrai hætti,
keppni á milli kaupstaða, þorpa,
sveita og héraða getur verið af hinu
góða, en „kapp er best með forsjá".
Því miður háttar nú þannig til í
norðlenskum byggðum flestum
eins og víða annars staðar að
stöðnun er komin í stað hins öra
framfaraskeiðs sem hófst á Við-
reisnarárunum, einkum með öfl-
ugum aðgerðum á árunum 1968 til
’70 þegar þjóðin var að hefja sig
upp úr erfiðleikum vegna afla-
brests og verðfalls. Þá hófst skeið
Eyjólfur Konráó Jónsson.
bjartsýni og uppbyggingar sem
haldið hefur áfram þar til á allra
síðustu ofstjórnarárum. Framtals-
menn voru hvarvetna að verki þótt
ekki væri þeim alltaf búin hin
æskilegustu skilyrði. Grettistaki var
lyft hér um slóðir og allir treystu
því að sókninni yrði haldið áfram.
En þá sögu verður að segja eins og
hún er að dáðlaus stjórnvöld eru að
drepa þetta framtak í dróma.
Ekki vegna þess að stjórnarherr-
arnir allir vilji minni framfarir,
heldur vegna hins, að þeir halda að
stefna stjórnlyndis leiði til meiri
hagsældar en frjálslyndisstefna.
Varnarstríð er nú háð i atvinnu-
(Framhald á bls. 7).
og röskstuddu beiðni sína með því
að bæði tíðarfar og ástand sjávar
hefði verið þannig í vetur að vel
mætti flokka undir náttúruhamfar-
ir.
Ráðuneytið hefur ekki svarað
ennþá, en nú er mikið að gera hjá
landsfeðrunum við Austurvöll,
vakað og unnið nótt með degi, sú
vertíð er löng og ströng og aflinn
ekki smár.
Mokveiði hefur verið á togarana,
bæði á þroskveiðum og skrapi og
góður fiskur. Skafti hefur verið í
slipp, en fer væntanlega úr 15. maí.
Grásleppa hefur aldrei verið
meiri segja elstu menn, fimm bátar
stunda hana alveg, en nokkrir eru
líka á „sunnudagssleppu".
Fengist hefur allt upp í hálft
annað til tvö tonn í vitjun í þrjár —
fjórar trossur, sem eru að vísu
þriggja til fjögurra nátta. Mun hafa
orðið að hætta að draga vegna þess
að allar tunnur voru- fullar.
Sleppuvertíð líkur um næstu
mánaðamót.
STEINULLIN
— Talað við Þorstein Þorsteinsson, bæjarstjóra
Feykir ræddi við Þorstein Þor-
steinsson um steinullarverk-
smiðju á Sauðárkróki.
Árið 1975 kom fyrst fram
hugmynd um að resa hér stein-
ullarverksmiðju sem nýtti inn-
lent hráefni og innlenda orku.
Síðan hefur mikil vinna verið
lögð í þetta verkefni og hafa
bæjarstjórar Sauðárkróks, fyrst
Þórir Hilmarsson, og síðan Þor-
steinn Þorsteinsson haft mest
með það að gera.
Ástæðulaust er að tíunda hér
þátt jarðefnaiðnaðar h.f. suður-
landi, svo kunnugt sem öllum
mun vera um hann.
Nú standa mál þannig að
sunnlendingar vilja reisa stóra
verksmiðju sem framleiddi að
mestu leyti til útflutnings, en
Steinullarfélagið h.f. — miðar
við innanlandsmarkað og hefur
ekki trú á hagkvæmni út-
flutnings, að svo stöddu. Þó
þeim möguleika hafi aldrei
verið neitað.
Verksmiðja sem framleiðir
5000 tonn og okkur sýnist væn-
legast að reisa, kostar kr.
70.000.000,00 — sjötíu milljónir
—. Áætlað hlutafé þar af er
tuttugu millj.
Rætt hefur verið um að stærri
aðilar, þar með talið Sauðár-
Þorsteinn Þorsteinsson.
króksbær og ríkissjóður, eigi um
75% af hlutafé, en 25%, eða kr.
fimm milljónum verði safnað á
almennum markaði.
Stofnlán að öðru leyti liggja
fyrir og munu erlendir lána-
sjóðir ábyrgjast megin hluta
þeirra.
Innlendur markaður er val
tryggður, vegna hins háa
flutningskostnaðar á innfluttum
vörum. Reiknað er með að
verksmiðjan bjóði vöru sína á
17-40% lægra verði en þær vör-
ur sem eru á markaðnum í dag
kosta.
Verðmunur er mismunandi
eftir vörutegundum.
Vélabúnaður sá sem Stein-
ullarfélagið h.f. ætlar að festa
kaup á er mjög fjölhæfur, og
hægt að framleiða með honum
allar þær tegundir einangrunar
sem þörf er fyrir á innlendum
markaði. Aflþörf slíkrar verk-
smiðju er 1,8 MW og við hana
starfa um 60 manns.
Steinullarfélagið h.f. mun
hefja hlutafjársöfnun innan tíð-
ar, en ákvörðun um staðsetn-
ingu steinullarverksmiðju verð-
ur væntanlega tekin, af hálfu
ríkisvaldsins, á hausti komanda.
Þorsteinn Þorsteinsson er
sannfærður um að sú ákvörðun
verði á þá leið, að verksmiðjan
rísi hér á Sauðárkróki, einfald-
lega vegna þess að viðskipta-
legur og fjárhagslegur undir-
búningur þeirra sunnlendinga
er svo slakur, að ekki er von til
að hugsanlegir hluthafar gangi
til samstarfs við þá.
„Ég get heldur ekki komið
auga á þá aðila erlenda, sem
tilbúnir eru til að fjármagna
verksmiðju sem byggð yrði eftir
hugmyndum þeirra sunnlend-
inga“ — sagði Þorsteinn Þor-
steinsson að lokum.