Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1991, Page 1
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ 1.TBL. 17. ÁRG. 5. JANÚAR 1991
Patreksfjörður.
Jákvætt svar frá ráðuneyti og ekkert að vanbúnaði:
••
Oldungadeild tekur til
starfa á Patreksfirði
✓
— útibú frá Menntaskólanum á Isafirði
— Erna Sveinbjarnardóttir verður útibússtjóri
— sjötíu manns innritaðir
Menntamálaráðuneytið gaf
nú á miðvikudaginn grænt Ijós
á stofnun öldungadeildar á
Patreksfirði. Deildin verður
útibú frá Menntaskólanum á
Isafirði, en ætlunin er að hinn
fyrirhugaði Framhaldsskóli
Vestfjarða taki við hlutverki
Menntaskúlans áður en langt
um líður. Stofnun öldunga-
deildarinnar á Flateyri í haust
og á Patreksfirði nú eru skref
í þá átt, svo og fyrirhugað vél-
stjórnarnám (vélavarðanám)
á Þingeyri.
Ekkert er því að vanbúnaði
að hefjast handa nú þegar við
kennsluna á Patreksfirði, því
að undirbúningur hefur staðið
yfir síðan í haust; aðeins hefur
staðið á svari Menntamála-
ráðuneytisins, í byrjun októ-
ber fóru þeir Smári Haralds-
son skólameistari og Pétur
Bjarnason fræðslustjóri til
Patreksfjarðar að frumkvæði
Ernu Sveinbjarnardóttur
skólastjóra Grunnskólans á
Patrcksfiröi og ræddu við
sveitarstjórnarmenn og vænt-
anlega nemendur og kennara,
og var greint frá þeim ráða-
gerðum hér í Vestfirska frétta-
blaðinu á sínum tíma.
Nú liggur fyrir að um sjötíu
manns (!) hafa látið innrita sig
og mun starfið byrja strax 9.
janúar. Utibússtjóri verður
Erna Sveinbjarnardóttir og
mun hún jafnframt kenna
dönsku; enskukennari verður
Frances Taylor, áströlsk kona
sem búsett er á Patreksfirði;
íslensku kennir Helga Gísla-
dóttir kennari við Grunnskól-
ann; Hilmar Arnason yfir-
kennari mun kenna stærð-
fræði; og Rannveig Haralds-
dóttir kennari við Grunnsícól-
ann mun kenna vélritun. ;■
Alltaf má búast við íein-
hverjum afföllum af þeim sem
byrja í öldungadeildarnámi,
en að sögn Smára skólameist-
ara og Ernu útibússtjóra er
mikill hugur í fólkinu og þátt-
takan miklu meiri en búist var
við. Nemendurnir eru alls ekki
einskorðaðir við Patreksfjörð,
heldur koma þeir víðs vegar af
vestursvæðinu (suðursvæðinu
eins og sagt er á ísafirði), bæði
frá Tálknafirði og af Barða-
ströndinni, og ætla að leggja á
sig að brjótast í skólann þrjú
kvöld í viku í vetur.
Sóknarnefnd Isafjarðar:
Stefnt að ofantöku gömlu
kirkjunnar á næstu mánuðum
Á fundi sínum á miðviku-
dag fól Sóknarnefnd ísafjarð-
ar þeim Gunnlaugi Jónassyni
og Gunnari Steinþórssyni „að
leita álits sérfróðra manna um
það, hvernig haga skuli ofan-
töku gömlu kirkjunnar á
næstu mánuðum". Sömu
mönnum var jafnframt falið
að leita heimildar hjá bygg-
ingarnefnd ísafjarðarkaup-
staðar til að „taka niður Isa-
fjarðarkirkju, gömlu prent-
smiðjuna við Sólgötu svo og
bílskúr, en þar kæmi að-
komuleið að kirkjunni".
—
Yorönn ad hefjast í MÍ:
Bryndís Schram
snýr aftur
— fjölmargir
nýir stundakennarar
Kennsla hefst nú senn á vorönn í Menntaskólanum á
ísafirði. Töluverðar breytingar verða á kennaraliði. Þar
má nefna að Ragnar G. Þórðarson sem kenndi viðskipta-
greinar er hættur og vantar tilfinnanlega mann í hans stað.
Lárus Valdimarsson er einnig hættur við skólann, en
hann kenndi eðlisfræði og stærðfræði. Það er ekki eins
bagalegt að missa Lárus, vegna þess að kennsla í þess-
um greinum er mun minni eftir áramótin en var á haustönn-
inni. Þá hefur Kristinn D. Grétarsson látið af kennslu í
skíðagreinum, en Hafsteinn Sigurðsson tekur við af
honum.
Meðal nýrra stundakennara við M( á vorönn má nefna
Bryndísi Schram, sem kemur á fornar slóðir og kennir
leiklist sem valgrein (í gamla daga var hún skólameista-
rafrú á ísafirði í mörg ár og sjálf skólameistari í eitt ár).
Bryndís mun setja upp leikrit með nemendum og verður
það flutt á Sólrisu í vor.
Af öðrum nýjum stundakennurum má nefna Finnboga
Hermannsson sem kennirdönsku, Helgu Friðriksdóttur
sem kennir líffræði, Kristján Bjarna Guðmundsson sem
kennir raflagnatækni, Þóri Þrastarson sem kennir blikk-
smíði, Einar Garðar Hjaltason sem kennir verkstjórn,
Björn Jóhannesson sem kennir lögfræði, Gunnar Jóns-
son sem kennirtryggingafræði, og Þóru Karlsdóttur sem
kennir íslensku.
Öldungadeildin á Flateyri:
Fjórtán luku prófum
fyrir jólin
Fjórtán nemendur luku fyrir jólin haustannarprófum á
Flateyri í öldungadeildinni sem stofnuð var þar í haust
sem útibú frá Menntaskólanum á ísafirði. Það er ágætur
árangur þó svo að ekki hafi allir gengið undir próf sem
byrjuðu í haust, því að reynslan er alltaf sú að afföllin
verða mest fyrst.
Reglubundnar ferðir
frá Reykjavík 6-7 sinnum í
mánuði til Vestfjarða
Mikil og góð reynsla í hönnun merkja
og eyðublaða fyrir opinberar stofnanir,
fyrirtæki og einstaklinga.
ÍSPRENTHF.
PRENTSMIÐJA S 94-3223
Óskum öllum viðskiptavinum okkar
og öðrum Vestfirðingum velfarnaðar
á nýju ári.
Þökkum viðskiptin og önnur samskipti
á liðnu ári.
PÓLLINN HF.
Verslun S 3092