Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1991, Qupperneq 2

Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1991, Qupperneq 2
Vestflrska fréttablaðið kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blaðið er ókeypis og sent áskrifendum hvar sem er á landinu og erlendis og þá einungis gegn greiðslu á sendingarkostnaði. Ritstjórn og auglýs- ingar: Aðalstræti 35, ísafirði, símar 94-4011. Póstfaxsími: 94-4423. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon. Útgefandi: Grafíktækni h.f. Prentvinnsla: fsprent h.f. Aðalstræti 35, ísafiröi, 94-3223. Vestfirska fréttablaðið er í Samtökum bæjar- og héraðs- fréttablaða. Vestfirska fréttablaðið er aðili að upplagseftirliti Verslun- arráðs fslands. ... og friður á jörðu með þeim mönnum sem hann hefur velþóknun á Það varð sannarlega ekki fátt um kveðjur um þessi jól og áramót fremur en endranær, sama hvort var í blöðum, útvarpi eða sjónvarpi. Sum stórfyrirtæki sendu meira að segja öllum lands- mönnum bestu jóla- og nýársóskir, svo sem Búnaðarbankinn og Coca Cola á íslandi. En stærsta fyrirtækið á fslandi, sem auk þess er sameign allrar þjóðarinnar, sendi bara einum tilteknum hópi landsmanna óskir um farsæld á komandi ári. Það var sjálfur Ríkissjóður íslands. Frá honum birtist aftur og aftur auglýs- ing í Sjónvarpinu þarsem einungis kaupendum og áskrifendum spariskírteina var óskað árs og friðar. Þeir landsmenn sem hafa annað við peningana sína að gera en safna spariskírtein- um ellegar eiga enga peninga fengu ekki neinar hátíðakveðjur frá Stóra Bróður. Sjómenn smábátaeigendur Siglingamálastofnun ríkisins vill minna á lög nr. 112/1984 um atvinnuréttindi skipstjórnar- manna á íslenskum skipum. Þar eru ákvæði um að skipstjórnar- réttindi þarf á öll skip 6 m og lengri. Siglingamálastofnun ríkisins. Þakkir til skólabarna Þau börn sem glöddu mig með jólagjöfum og kortum yfir jólin hafi hjartans þakkirfyrir. Með bestu óskum um gleðilegt nýtt ár. Sjáumst! Kœr kveðja, Geiri. Athuga- semd frá Oskari Eggerts- syni varðandi kirkju- mál ✓ á Isa- firði Óskar Eggertsson bað Vest- firska fréttablaðið að koma þeirri áréttingu á framfæri vegna frétta af fundi sóknar- nefndar ísafjarðar sl. mið- vikudag, að hann hefði „ekki setið umræddan fund, né heldur Gunnar Jónsson, sem verið hefur sóknarnefndar- formaður í vetrarleyfi Björns Teitssonar. Helga Sigurðardóttir íþróttamaður ísafjarðar í þriðja sinn Helga Sigurðardóttir ásamt Albert prins af Monaco. Myndin er tekin á Smáþjóða- leikunum ■ Monaco árið 1987. Helga Sigurðardóttir sund- kona í Vestra hlaut titilinn fþróttamaður ísafjarðar 1990. Þetta er í þriðja sinn sem Helga hlýtur þessa útnefn- ingu; hún var einnig íþrótta- maður ísafjarðar 1986 og 1989. Helga byrjaði að æfa sund árið 1982 og setti sitt fyrsta ís- landsmet árið 1984. Árið 1985 var hún í fyrsta sinn valin í landslið til að keppa á Kalott og hefur verið einn af burðar- ásum landsliðsins síðan. Hún hefur hlotið ótal íslandsmeist- aratitla. Sóknarnefnd Isafjarðar hafnar tillögum Húsafriðunarnefndar um endurbyggingu og stækkun Isafjarðarkirkju Vestfirska fréttablaðinu hefur borist bréf það og ályktun, sem birtast hér að neðan. Mergurinn málsins er sá, að á fundi Sóknarnefndar ísafjarðar sl. miðvikudag var algerlega hafnað tillögum Húsafriðunarnefndar ríkisins um endurbyggingu og stækkun ísafjarðar- kirkju og byggingu safnaðarheimilis, en þær tillögur voru kynntar á ísafirði og hér í blaðinu fyrr í vetur. Fréttatílkynning frá sóknarnefnd isaf jaröarsóknar. Vinsamlegast birtiö meöfylgjandi samþykkt og látiö þess getiö aö hún var gerö í sóknarnefnd ísafjaröarsóknar þann 2. janúar 1991 meö fimm samhljóöa atkvæöum. Einn aöalmaöur var fjarverandí og greiddi varamaöur hans atkvæöi. Viöstaddír voru tveir aörir varamenn í sóknarnefnd, sóknarprestur og kirkjuvöröur og lýstu allir stuöningi viö tillöguna. Viröingarfyllst. / ti — Björn Teitsson, formaöur sóknarnefndar. fsafiröl, 2, Jan 1991. Ályktun frá Sóknarnefnd ísaf jaröarsóknar, þann 2. jan. 1991. Vegna bréfa frá Húsafriöunarnefnd ríklslns á árinu 1990, tillðgu aö stækkun Isafjaröarkirkju og byggingu safnaðarheimilis frá I. nóv. 1990 og þeirrar umræöu sem orðið hefur um kirkjubyggingarmálið á ísafiröi frá því i októbermánuöi s.1. ályktar sóknarnefnd eftirfarandi: 1 Tillaga Húsafriðunarnefndar um stækkun Isafnaröarkirkju og byggingu safnaðarheimilis frá I. nóv. s.l. fullnægir ekki þeim skilmálum sem fram komu í byggingarforsögn sókharnefndar frá 9. júli 1990. Því skal halda fast viö fyrri samþykktir sóknarnefndar frá 9. júli 1990 og 15. nóv. 1990 um að byggö veröi ný kirkja og safnaðarheimili á lóöunum á horni Hafnarstrætis og Sólgötu. 2. I bréfi frá formanni Húsafriðunarnefndar, dagsettu 28. sept. 1990 er fallist á flutning gömlu kirkjunnar. Þá hefur bæjarstjórn Isafjaröar meö bréfi dagsettu 15. okt.1990 heitið liðsinni sínu viö aö rýma lóð gömlu kirkjunnar. I framhaldi af bréfum þessum áréttar sóknarnefnd samþykkt sína frá 15. nóv. 1990 um aö gamla kirkjan skuli tekin ofan í hlutum og komið fyrir í vörslu til síðari tíma ráðstöfunnar. Sóknarnefnd mun hiö fyrsta ráöa sérfræðing til aö hafa umsjón meö ofantöku kirkjunnar. J. I bréfi Húsafriðunarnefndar frá 28. nóv. 1990 er taliö að koma þurfi bein umsókn frá sóknarnefnd hyggist hún taka gömlu kirkjuna ofan eöa flytja hana. Af þessu tilefni vill sóknarnefnd taka fram aö hún er sömu skoöunar og áður sbr. bréf sóknarnefndar til Húsafriöunarnefndar, dagsett 6. april 1990 um rétt ísafjaröarsafnaöar til að rífa gömlu kirkjuna og að ekki sé hægt aö krefja söfnuðinn um aö kosta endurbyggingu hennar og varöveíslu. 4. Stefna skal að því aö halda aöalsafnaöarfund snemma sumars, eða um þaö bil ári eftir aö síðasti aöalsafnaöarfundur var haldinn.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.