Feykir


Feykir - 26.03.1982, Síða 1

Feykir - 26.03.1982, Síða 1
FOSTUDGUR 26. FEBRUAR 1982 Á opnu er sagt frá menningarlífi Hvammstangabúa. Á bls. 9 er sagt frá óhugnanlegri lífs- reynslu „Hjartað hamaðist eins og hríðskotabyssa" Sjábls. 9. Framboðsmálin á Hvammstanga: I skjóli myrkurs er skotist á milli húsa. Það mun vera nokkuð langt síðan kosið var um lista í hreppsnefndarkosningum á Hvammstanga. Nú er ljóst að um listakosningu verður að ræða. Skömmu eftir áramót voru Alþýðu- bandalag og Framsókn með þreifingar sín á milli, en þær viðræður sigldu í strand. Eftir skipbrot þeirra viðræðna komu Alþýðu- bandalagsmenn saman og ákváðu að bjóða fram lista ásamt óflokksbundnu fólki. Efstu menn þess lista eru: 1. Matthías Hall-| dórsson, læknir. 2. Guðmundur Sigurðsson, brúarsmiður. 3. Sig- urósk Garðarsdóttir, starfsstúlka. 4. Flemming Jessen, kennari. Enn er óljóst um aðra lista en eftir því sem fréttaritari Feykis kemst næst, þá hafa ýmsir andstæðingar Alþýðubandalagsins rætt um lista sín á milli. Hafa þeir skotist á milli húsa í skjóli myrkurs og farið mjög leynt með áform sín. Óstaðfestar fregnir herma að þar eigi hlut að máli nokkrir núverandi hreppsnefndarmenn auk flokksbundinna framsóknarmanna og sjálfstæðismanna. Heimildarmaður fréttaritara taldi að þessar viðræður væru komnar á það stig að listinn yrði birtur fyrir mánaðamót. Hann sagði fram- sóknarmenn eiga mestan þátt í að þessar viðræður fóru af stað, en hélt þó að enginn framsóknarmaður væri í fyrstu sætunum. Hann taldi ekki ósennilegt að aðeins yrðu tveir listar í kjöri, listi Alþýðu- bandalagsins og óháðra og listi andstæðinga þess lista. Hann vildi þó ekki fullyrða neitt um það en taldi að línumar skýrðust fljótlega. Lesendur Feykis verða látnir vita jafnskjótt og málin eru komin á hreint. H.K. Framboðsmál undir Spákonufelli óljós Ekki liggur enn Ijóst fyrir hvem- ig framboðslistar til bæjar- stjómar á Skagaströnd verða skipaðir. Feyki heyrist að efstu menn gætu orðið þessir: Hjá Sjálfstæðisflokki Adolf Bernd- sen; hjá Framsóknarflokki Magnús B. Jónsson; hjá Al- þýðubandalagi Guðmundur Haukur Sigurðsson; hjá Al- þýðuflokki Elin Njálsdóttir. SIGLUFJÖRÐUR: Sjálfstæðismenn hafa stillt upp Lengingin samþykkt Á fundi sínum í mars samþykkti bæjarstjóm Siglufjarðar tillögu Flugmálastjórnar um lengingu flugvallarins í Siglufirði. Eins og áður hefur komið fram í Feyki voru skiptar skoðanir um hvemig heppilegast væri að standa að þessum framkvæmdum. Tvær hugmyndir höfðu komið fram. önnur var sú að flytja Skútuá til norðurs með því að stífla hana og leiða í skurði til norðurs í fornum farvegi hennar. Þessar fram- kvæmdir hefðu haft í för með sér töluverð landspjöll og mættu and- spyrnu heimamanna. Einnig hafði verið rætt um að setja Skútuá i stokk undir flugbrautina. Sú til- högun þótti of dýr og var hafnað á þeirri forsendu. Flugmálastjórn tók því málið til nýrrar skoðunar og lagði fram tillögu, sem bæjarstjórn samþykkti einróma. Sú tillaga gerir ráð fyrir því að Skútuá verði áfram í farvegi sínum en skurður verði grafinn til norðurs austan væntan- legrar flugbrautar og til sjávar norðan við Ráeyri. Framkvæmdir munu hefjast í vor. GRS. Feykir hefur hlerað að bráðum verði stungið sykurmola upp í alla sunnlendinga og að þeir molar verði framleiddir í Hveragerði. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Siglufirði við sveitastjórnarkosn- ingarnar í maí n.k. 1. Bjöm Jónasson, sparisjóðsstjóri. 2. Birgir Steindórsson, kaupmaður. 3. Axel Axelsson, aðalbókari. 4. Guðmundur Skarphéðinsson, vélvirkjameistari. 5. Konráð Baldvinsson, byggingameistari. 6. Óli J. Blöndal, bókavörður. 7. Kristrún Halldórsdóttir, húsmóðir. 8. Gunnar Ásgeirsson, vélstjóri. 9. Valbjörn Steingrímsson, iðnnemi. 10. Kari E. Pálsson, kaupmaður. 11. Haukur Jónsson, skipstjóri. 12. Sig. Ómar Hauksson, framkv.stj. 13. Soffía Andersen, húsmóðir. 14. Runólfur Birgisson, bankafulltrúi. 15. Matthías Jóhannsson, kaupmaður. 16. Margrét Árnadóttir, húsmóðir. 17. Hreinn Júlíusson, bæjarverkstjóri. 18. Knútur Jónsson, skrifstofustjóri. Framboðslisti þessi var sam- þykktur á fjölmennum fundi sjálf- stæðisfélaganna Eins og dyggilega hefur verið skýrt frá í fjölmiðlum voru samningar um virkjunartilhögun eitt við Blöndu undirritaðir í síðastliðinni viku af iðnaðarráðherra og fulltrúum fimm hreppa af sex sem hagsmuna eiga að gæta. Það virðist því blasa við að Blönduvirkjun verði næsta stórvirkjun hér á landi, enda er lagaheimild fyrir hendi þarum. Ennþá eru ýmsir lausir endar í máli þessu eins og alþjóð veit. Bólstaðarhlíðarhreppur hefur ekki skrifað undir og hlýtur það að flækja hlutina nokkuð. Þá hafa Náttúruvemdarmenn brotist um fast að undanfömu og virðast langt frá því að vera af baki dottnir. í þessu blaði Feykis eru sendingar frá bæði andstæðingum Blönduvirkjunar og meðmælendum, í óbundnu og bundnu máli. Vegna fréttar í Feyki 12. þ.m. um erindi Björns Pálssonar á Ytri-Löngumýrí til Búnaðarþings hafði blaðið samband við Þorstein H. Gunnarsson á Syðri-Löngumýri og spurði hann álits á þvL Þorsteinn sagði að um þetta bænaskjal til Búnaðarþings værí ýmislegt hægt að segja. Hann hefði frétt að Búnaðarþingsfulltrúar hefðu bara hlegið að þessu, og i heimabyggð værí þetta almennt aðhlátursefni. M.a. væri erindið lesið upp orðrétt sem skemmtiatriði á árshátíðum félagasamtaka. Björn hefði getað sparað sér þessa píslar- göngu suður, því aðLbúfjárræktarlögum er lausaganga stóðhesta leyfð ef menn koma sér saman um hana, og þarf samþykki Búnaðarfélags vankunnáttu sína arlögum, og u| hvað annað að að fylgjast I. Björn opinberar leyti á búf járrækt- >ann hafi verið eitt- en þar gerðist. Jafn- framt staðfestir hann það opinberlega að hann hafi tapað þessu máli, þegar hann lýsir því yfir að ástandið sé óþolandi.“ „Leiðinglegast finnst steinn, „ef tryppin eru svo .—-j--------- að hann álíti þau ekki geta fyljað fyrr en þau eru orðin fjögurra til fimm vetra gömul.“ Feykir sjþurði Þorstein að lokunt hvort það væri erfitt að eiga Bjöm sem nágranna. „Það venst,“ sagði Þorsteinn.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.