Feykir


Feykir - 26.03.1982, Síða 2

Feykir - 26.03.1982, Síða 2
65. þing USAH 65. Þing USAH var haldið i Félagsheimilinu á Blönduósi laug- ardaginn 6. mars. I þingsetningar- ávarpi minntist formaður USAH, Björn Sigurbjörnsson skólastjóri á Blönduósi þess að 70 ár eru frá stofnun sambandsins. Gestir þingsins voru Pálmi Gíslason for- maður UMFÍ, Guðjón Ingi- mundarson Sauðárkróki vara- formaður UMFl, Sveinn Bjöms- son forseti ÍSÍ og Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri ISÍ. Fluttu þeir stutt ávörp og færðu USAH gjafir í tilefni afmæl- isins. Á þinginu var lýst kjöri „íþróttamanns ársins 1981“, en Helgi Þór Helgason umf. Geislum hlaut það sæmdar heiti. Þeir Lárus Ægir Guðmundsson Skagaströnd og Kristófer Kristjánsson Köldu- kinn voru sæmdir starfsmerki UMFl fyrir langt og gott starf inn- an ungmennafélagshreyfingarinn- ar. í skýrslum stjómar og nefnda kom fram að mikið starf var hjá USAH sl. starfsár og víða komið við, þó að íþróttir væru þar efst á blaði. Margar mótandi tillögur voru samþykktar á þinginu, og kallar það á enn meira starf innan USAH ínáinni framtíð. Úr stjórn gengu Þorsteinn Sigurðsson Blönduósi og Jón Torfason Torfalæk. I þeirra stað voru kosnir Stefán Haraldsson Blönduósi og Valdimar Guð- mannsson Bakkakoti. Þingfulltrúar snæddu hádegis- verð í boði Blönduóshrepps sem kvenfélagskonur á Blönduósi framreiddu. Þingforsetar voru Valdimar Guðmannsson Bakkakoti og Karl Lúðvíksson kennari Húnavöllum. öflug og afkastamikil Ijósritunarvél Hverfisgötu 33 — Simi 20560 — Pósthólt 377 Reykjavik Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita allar frekari upp- lýsingar. Staka Gæti átt við bónda sem hélst illa á veikara kyninu. Eldishesta, ær og kýr ekki brestur manninn. Eitt þó verst er að ’onum snýr: enginn festarsvanninn. Hvaða ár fór Landsmót ungmennafé- laganna fram á Sauðárkróki? Tveir fræknir íþróttamenn úr liði UMSS. Þeir heita? Myndagetraun UMSS 1982 Stjórn UMSS hefur ákveðið að hrinda af stað myndagetraun. Getraunin verður við alira hæfi 4. mynd 5. mynd SKRIFTIR Dagar vonbrigða eru alla jafna erfiðir dagar. í gær gengu fulltrúar hrepps- nefnda Seylu- og Lýtingsstaða- hrepps á fund iðnaðarráðherra og undirrituðu samning þann sem boðið var upp á um virkjun Blöndu. Það verður að segjast eins og er að sumir hreppsnefndarmanna höfðu móast nokkuð við undan- farna mánuði og einsaka sýnt jafnvel skemmtilegar leikfléttur og dirfsku — en þó fór sem fór. Því leitar á hugann óljós minning af lestri fornsagna: „Flýjum nú, ekki er við menn að eiga.“ (Ann- ars er ljótt að gera mönnum upp orð). Ég harma allt mannfall í heimahéraði. Sumir hinna föllnu komu að vísu til leiks með feigð- ampa í augum og um þá gerði ég mér aldrei neinar vonir. Hinir veittu viðnám og féllu með sæmd. Skylt er og að geta þeirra sem stóðu af sér þessa lotu líka. Tveir á móti, einn sat hjá. í dag svíður mér það mest hve gagnslítill stuðningur minn og minna líka hefur verið þessum mönnum. Ég heiti þeim þó fulltingi mínu enn um sinn til að þoka þessu vand- ræðamáli á vitrænar brautir. Það sem eftir stendur af heimavarnarliðinu er Ártúna- kempan okkar með sínu liði og tveir fjötraðir fullhugar með góð- an flokk manna í Svínavatns- hreppi. Megi þeim farnast sem landinu sjálfu að brjóta af sér böndin með vorinu. Það fer vel á því. Landverndarsamtök á vatna- svæðum Blöndu og Héraðsvatna voru stofnuð um hugsjón þess- arra manna af þeim mönnum öðrum sem virtu hana og vildu gera að sinni. Hverjar sem lyktir Blöndudeilunnar verða vona ég að þau standa hana af sér og margar fleiri og vaxi við hverja raun. Þau munu líka geyma sögu þessa máls — trausta heimild sem seinnitíma menn meiga draga lærdóm af og hafa sér til viðvör- unar. Það munu þeir líka gera en ég er vondaufur um að samtíma- menn okkar hér á landi og ann- arsstaðar beri gæfu til þess. Það þyngir harm minn þennan dag að aðkomumaður sem mér hefur fundist falla svo vel inn í umhverfið okkar hér í sveitinni virðist nú leita upphafs síns. En æskuástir eru þó alltaf fallegar þó þær reynist tál — vertu sæll Ragnar. Um hinn ræði ég ekki. Þekki ekki bónda —jú einu sinni handtak sem að reyndar vakti vonir um ærlegheit en þær eru sem sagt brostnar. En nöturlegt er það hlutskipti landbúnaðarráð- herra að ráðast gegn landvernd ogskynsamlegri nýtingu landsins. En burt með sút. Aftur kemur vor í dal. Við eigum fleiri þing- menn bæði hér í kjördæmi og um land allt. Nú fer að reyna á þá. Meigi þeir reynast sem bestir vormenn Island I víðasta skilningi þeirra orða. Helgi Baldursson. Þetta er fjáröflunarleið UMSS og vonast stjórnin eftir góðum stuðningi frá Skagfirðingum. Stjórn UMSS hefur látið útbúa sérstök spjöld til aó rita svörin á og fást þau hjá formönnum ung- mennafélaganna. Spjaldið kostar 40,- kr. Vinningar eru ferðaútvarps- og kassettutæki (sjá mynd) og tölvuúr frá Casio. Sveitungum mínum og öllum sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum þann 14. mars s.l., sendi ég hjartanlegt þakklœti. Lifið heil. VALBERG HANNESSON. U-bix 100 er Ijósritunarvél sem sér- staklega er hönnuð til þess að þola mikið og stöðugt álag. Hún er því mjög heppileg Ijósrítunarvél fyrirstofnanirog fyrirtæki sem stöðugt þurfa að fjölfalda mikið efnismagn t.d. skýrslur og álits- gerðireða kennslugögn og próf. U-bix 100 hefur reynst ein staklegavel tilslíkra verka endaerhún nú mestselda Ijósritunarvélin í sínum stærðarflokki. U-bix 100 skilar allt að 15 Ijósritum á mínútu í stærðunum A5 - A3 á venjulegan pappír, bréfsefni eða löggiltan skjalapappír. w SKRIFSTOFUVELAR H.F. W U-BIXI00 2 . Feykir

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.