Feykir


Feykir - 26.03.1982, Page 3

Feykir - 26.03.1982, Page 3
Úr borðkróknum Það glaðnaði heldur betur yfir mér, þegar ég sá Lóu renna heim af- leggjarann. Það er nú kosturinn við að búa í þjóðbraut að oft rekur fólk inn nefið, sem er að fara í Krókinn. Ekkert er þó eins hressandi og að fá Lóu. Hún býr lengst frammi í sveit en fylgist vel með og veit bókstaf- lega allt sem gerist í okkar fagra og sögufræga héraði. Ég á aftur á móti erfiðara með að fara af bæ þar sem bóndinn er á vörubílnum einhversstaðar og alls- staðar og búskapurinn hvílir að mestu á mér. Svo hef ég ekki bíl- próf. Lóa er nú búin að láta mig heyra það oftar en einu sinni að þetta sé mesti roluskapur, að taka ekki bOpróf, en Geiri minn fer með mig einu sinni í mánuði á Krókinn eftir helstu nauðsynjum og það er mér nóg. „Jæja Lóa mín,“ segi ég, þegar við erum setsar í borðkrókinn og kaffið er komið í bollana. „Hvað er nú títt úr framhéraðinu?“ „0,“ segir Lóa, „allt við það sama. Menn rífast um Blöndu- virkjun í tíma og ótíma. Þetta þvarg ætlar mann lifandi að drepa. Hvað ertu að gera með allar þessar kökur manneskja,“ heldur hún áfram. „Heldurðu að ég éti af öllum þess- um sortum?" „Almáttugur,“ segi ég. „Ég er einmitt svo fátæk af bakkesli, hef bara alls ekki gefið mér tíma til að baka einsog ég þyrfti. Ertu að hæðast að mér?“ „Æ, láttu ekki svona," segir hún. „Þú veist að þessar sætu kökur sýnkt og heilagt geta hreinlega drepið mann. Ekki færðu svona hjá mér þegar þú lætur þig muna um að heimsækja mig.“ Hún fær sér nú samt hálfmána og nartar í hann. Ég get nú ekki að mér gert að hugsa til þess að hún mætti nú gefa sér tíma til þess að baka svolítið við og við. Mér heyrist á nágrannakonum hennar að Grímur þurfi stundum að hella á könnuna sjálfur þegar fólk rekur inn nefið hjá þeim hjónakornun- um, þegar hún er á bak og burt í einhverjum útréttingum fyrir kvenfélagið eða sjálfa sig. Það þýddi nú ekki að bjóða honum Geira mínum upp á slíkt. „Þú veist nú,“ segi ég, „að mér þykir afskaplega gaman að því að fá þig í heimsókn, og því skyldi ég ekki reyna að gera þér gott, þegar þú rekur inn nefið?“ „En elskan mín,“ segir Lóa. „Þú ert alls ekki að gera mér gott með þessu linnulausa kaffi og endalausa sætabrauði. Kaffið eyðileggur í manni magann og kransæðamar og sætindin setjast bara utan á mann. Sjáðu á þér magann og lærin. Hvað finnst Geira um vaxtarlagið á þér? Sjáðu nú til, ef þú vildir mér vel, þá byðir þú mér eitthvað annað en kaffi. Sástu ekki þáttinn í sjón- varpinu um daginn þegar fjallað var um snertinguna. Það skapar vellíðan og afslöppun að vera klappað hlýlega. Ekki sest það á lærin á manni eða eyðileggur í manni hjartað." „Viltu að ég klappi þér frekar en að gefa þér kaffi?“ segi ég alveg forviða. „Þú þarft ekki endilega að klappa mér,“ segir hún hin hress- asta. „Þú gætir alveg eins greitt mér, eða nuddað á mér axlirnar, sem eru alveg að drepa mig um þessar mundir. Vertu nú svolítið I andrúmsloftinu eru alls kyns óhrelnlndl, sem fara inn um loftinntakið á dráttarvélinni, og valda því að hún vinnur ekki nógu vel. Viðhaldskostnaðurinn eykst, eldsneytiseyðslan verður meiri og það þarf að skipta oftar um loftsíur. Vélin þolir nefnilega ekki mengun! Lausnin er TURBO II lofthreinsitæki. TURBO II lofthreinsitæki vinnur á sama hátt og skil- vinda. Loftið sogast inn, og spaðarnir (loftknúnir — í því er galdurinn fólginn) snúast og skilja ryk, vætu, snjó og önnur óhreinindi frá loftinu sem dráttarvélin þarfnast. TURBO II er sjálfhreinsandi. DRÁTTARVÉLIN ÞÍN ÞARF HREINTLOFT, EIGI HENNI ADUDA VEL TURBO II hentar öllum (þeir ætla aö tá sér TURBO II i Járnblendiverksmiöjunni á Grundártanga. Þart trekar vitnanna viö? ?) Yækjasalan hf .......tæki i takt viðtimann. Pósthólf 21 202 Kópavogi S91-78210 raunsæ," bætir hún við. „Þú veist að kaffi er óhollt og ef ég á að segja þér eins og er, ætla ég að taka það fyrir á næsta kvenfélagsfundi að konur vendi sínu kvæði í kross og taki upp aðra siði í gestamóttöku. Þú veist að fólk er ekki að hittast til þess að éta. Er einhver hungurs- neyð á Islandi, ha? Ég er búin að fá ráðunaut úr Reykjavík til að halda fyrirlestur á fundinum um skað- semi kaffidrykkju. Við erum ennþá rígnegld í þessar gömlu venjur, frá því að fólk var marga klukkutíma í áfangastað, ríðandi eða gangandi og glorsoltið þegar það loksins komst á leiðarenda. Núna t.d. var ég að enda við hádegismatinn og var um það bil 15 mínútur að aka hingað. Heldurðu að ég sé svöng?" Ég læt hugann reika smá stund og segi svo: „Ég sé ekki í fljótu bragði hvernig ég ætti að taka á móti bflstjórafélaginu, þegar þeir eru á fundi hérna hjá Geira mín- um, ef ég byði þeim að setjast í kjöltuna mína hverjum á fætur öðrum og byði þeim upp á strokur þegar liði að þeim tíma sem þeir væru vanir að fá kaffið." „Þú getur þá spurt þá, hvort þeir séu svangir, og ef þeir eru það get- urðu gefið þeim slátur eða súr- mjólk, sem er þjóðlegur matur og lítil fyrirhöfn við. Hugsaðu þér bara að geta sleppt öllum þessum bakstri, manneskja,“ segir Lóa um leið og hún bryður það sem eftir er af hálfmánanum. Ég er fegin að Geiri er ekki heima. Satt að segja er ég oft fegin að Geiri er ekki heima, þegar Lóa kemur, því þeim kemur alveg und- arlega illa saman. Lóa lýkur úr bollanum og rís upp úr stólnum. „Jæja, góða mín,“ segir hún. „Nú er ég búin að fá magaverk, en þakka þér samt fyrir. Ég kíki til þín bráðum aftur, en nú verð ég að hraða mér.“ Hún klappar mér á kinnina í kveðjuskyni og brosir undarlega út í annað munnvikið og ég er allt í einu orðin ein aftur. Ég er svolítið ráðvillt og hugsa með skelfingu hvað Geiri myndi segja, ef hann fengi ekkert kvöldkaffi, heldur strok og klapp á belginn, hann sem er svo lítið gafinn fyrir svoleiðis. ^« Hagkaup Á bæjarstjórnarfundi á Sauðár- króki 2. mars sl. var samþykkt að Hagkaup mættu setja upp verslun í húsnæði Skarphéðins h/f að Borgarflöt 5. Leyfið gildir frá næstu áramótum. Bjarni Jóhannesson á Reykjum í Hjaltadal, ,,Hesta-Bjarni“, var einn kunnasti hesta- og tamninga- maður í Skagafirði á sinni tíð. Sér- staklega var á orði haft hve ótrú- lega góðum árangri hann náði við þrjóska fola og baldna. Lifa enn margar sögur um aðferðir Bjarna við þennan þátt tamninganna og lýsa þær vel þrautseigju hans og óvenju rólyndu skapferli. Vissu menn þess dæmi að Bjarni hefði setið næturlangt á hesti til þess að þreyta hann til hlýðni, en sögur um það verða ekki raktar hér. Bjarni var gáfumaður, hlédrægur og hæg- látur; enginn sundurgerðarmaður um klæðaburð né ytri búnað. Það var eitt sinn er Bjarni kom ríðandi til Sauðárkróks að maður nokkur var nærstaddur þar sem Bjarni gekk frá reiðtygjum sínum. Varð manninum all starsýnt á bún- að þennan og þó einkum svipuna, sem var klút trépískur. Fór svo að maðurinn gat ekki orða bundist og spurði Bjarna hverju það sætti að hann, landsþekktur hestamaður, léti sér sæma að fara í kaupstað með þvílíkt ræskni fyrir svipu. „O, það er kostur við hana,“ svaraði Bjarni með hægðinni. „Hún er kyrr þar sem hún er látin.“ En Bjarni var við fleira laginn en að meðhöndla baldin tryppi. Hann stundaði lengi barna- kennslu á vetrum og þótti takast betur en öðrum að komast til ráðs við óþæga og þrjóska nemendur. Eitt sinn var komið til hans strák, sem engu tauti varð komið við sakir stífni og leti. Ekki hafði piltur verið lengi í dvölinni hjá Bjarna er góður kunningsskapur tókst með þeim og sótti piltur námið fljótlega af meiri kostgæfni en björtustu vonir aðstandenda höfðu ráð fyrir gert, enda skorti ekki annað á af hálfu drengs en áhuga fyrir náminu. Ein var þó sú grein fræðslunnar, sem strákur lagði með öllu fyrir róða, en það var reikningur. Dugðu þar engar for- tölur sálfræðingsins Bjarna, sem brá nú á annað ráð. Hann hafði af kynnum sínum við drenginn kom- ist að því meðal annars að hann bjó yfir óvenju sterkri hneigð til að fén- ast. Eitt sinn í góðu tómi dró Bjarni fram spil og bauð pilti upp á að taka slag. Þetta fannst honum góð til- laga og ólíkt skárri afþreying en bölvað reikningsstaglið. Bjarni taldi ekki bragð að, nema spilað væri upp á peninga og varð það að ráði, en Bjarni hélt að sjálf- sögðu reikninginn. Ekki höfðu þeir kumpánar lengi spilað er drengur fór að ókyrrast, enda græddist Bjarna drjúgum féð. Og þar kom að hinn ungi fjárhættu- spilari spratt upp ævareiður og lét lærimeistara sinn hafa það óþveg- ið. Kvað hann sig lengi hafa grunað að ekki væri allt með felldu í reikningshaldinu og núna síðast hefði hann hlunnfarið sig stórlega. Bjarni tók öllu með stillingu og kvaðst alls ekki þora að synja fyrir þetta, skyldu þeir nú athuga reikninginn nánar og komast að hinu sanna í maíinu. Gerðu þeir það og kom þá auðvitað í Ijós að drengur hafði rétt fyrir sér. Tóku þeir svo aftur til við spilin og var nú strákur vel á verði, enda lét Bjarni einskis ófreistað við fjárdráttinn. Er skemmst frá að segja að reikningsáhugi drengsins fór nú ört að glæðast og leið ekki á löngu uns hann náði eðlilegum þroska í þeirri grein námsinssem öðrum. Ekki mun Bjarni hafa auðgast á spilamennskunni við nemandann — enda ekki ætlunin —, en aðferð- in bartilætlaðan árangur. Árni Gunnarsson frá Reykjum. Tveir góðir Hannes Pétursson skáld og Björn Egilsson frá Sveinsstöðum fyrir framan æskuheimili skáldsins. Feykir . 3

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.