Feykir


Feykir - 26.03.1982, Side 5

Feykir - 26.03.1982, Side 5
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúö og hlýhug við fráfall og jaröarför ÞÓRUNNAR SIGRfÐAR JÓHANNESDÓTTUR frá Daufá Guð blessi ykkur öll Aðstandendur. £3 ATVINNA w Sauðárkrókur Laus eru til umsókna störf við nýja leikskólann í Hlíðarhverfi. Störf þau sem um er að ræða eru: Forstöðukona, fullt starf. Fóstra, fullt starf. Aðstoðarstúlka íhálft starf. Umsóknum sé skilað inn til undirritaðs fyrir 25. mars, sem einnig veitir nánari upplýsingar um störfin. FÉLAGSMÁLASTJÓRI Bæjarskrifstofan, Sauðárkróki. WORLD CARPET amerísku silkimjúku gólfteppin. Nýkomið mikið úrval lita og mynstra. Þau eru úr heatset ultra bright nylon. Teppin eru fáanleg með poleuretanbotni er hleypur ekki í vatni, ekki morknar og molnar og ekki festist við gólfið. + Heatset enska ultrabright er nýtt gerfiefni, er valdið hefur byltingu.. . Það gefur mýkt ullarinnar og styrkleika og endingu er varir. . + Hin silkimjúka skýjaða áferð gefur teppunum sérstaklega aðlaðandi útlit. + Scotchgard meðferðis efnisins gefur mótstöðu gegn ótrúlegustu óhreinindum og eykur um leið lífdaga þess. Þrif eru sem leikur einn. Heatset ultrabright gólfteppin eru öll algerlega afrafmögnuð. ga Frá innheimtu w Sauðárkróksbæjar öll fasteignagjöld 1982 til Sauðárkróksbæjar eru fallin ígjalddaga. Eftir 15. apríl n.k. verða send út lögverðbréf til allra þeirra, sem þá skulda fasteignagjöld. Forðist óþarfa innheimtukostnað, og greiðið gjald- fallin gjöld nú þegar. INNHEIMTA SAUÐÁRKRÓKSBÆJAR. Söfnun undirskrifta í héraðinu bitnar á verklegum framkvæmdum Skagfirðingar hafa löngum þótt óráðþægir og vilja ekki vera undir aðra menn gefnir. Lesa þeir gjam- an Islendingasögurnar og eru manna fróðastir um tilsvör og hegðan ófriðarseggja þeirra er gerðu garðinn hvað frægastan í héraðinu og eru ekki í rónni nema þeirgeti mótmælt harðlega ráðslagi annarra en sjálfra sín. Hafa þeir löngum haft í frammi óspektir á almannafæri og hávaða- raus á fundum og þykjast menn að meiri og engir ættlerar. „Enginn friðarhöfðingi vil ek vera,“ sagði einn af framámönnum héraðsins á fundi, þegar fjallað var um að banna skyldi refarækt og hiti kominn í umræðurnar. Þá þykir og manndómsmerki að strunsa út af fundum og skella hurðum. Þá þykir og brýnt að mótmæla með undir- skriftarlistum og eru þeir milli 25 og 30 í gangi í héraðinu um þessar mundir. Menn skyldu ætla að sú orka og karlmennska sem lýsir sér í svodd- an hegðað hlyti að vera heppileg til að drífa áfram ýmis bústörf og starfsemi aðra, en rannsóknir hafa sýnt að lægstu meðaltekjur á mann á öllu landinu eru hér í Skagafirði og obbinn af bændum langt á eftir í uppbyggingu miðað við önnur héruð. Þykir það furðu sæta af þeim mönnum sem mál þetta hafa rannsakað. Leikir grunur á að tími sá, sem fer í að keyra á milli manna, bæði á Sauðárkróki og úti í héraði til undirskriftasöfnunar sé helsti dragbíturinn á allar framkvæmdir. Hefur mér verið falið að finna lausn á þessu og koma afkomu- málum Skagfirðinga í betra horf. Hygg ég að farsælast sé fyrir alla aðila málsins að ég taki að mér að aka á milli bæja með mótmælalista þá, sem ófriðarseggir vilja koma á framfæri, svo viðkomandi geti ver- ið heima og mjólkað kýrnar. Það tilkynnist hér með, að ég tek að mér undirskriftarlista af öllu tagi í þeirri von að það bæti af- komuleysi héraðsbúa. Geta mót- mælendur mótmælt hverju sem er og fá þeir sjálfir að ráða formála þeim sem prentaður verður efst á hvert blað. Þótti það hyggilegt til að menn fengju útrás fyrir geðvonsku sína og tylldu í fjósunum og á öðr- um vinnustöðum. Hægt mun verða að mótmæla flestu milli himins og jarðar, svo sem leikritavali leikfélaganna, peningaspilaboxum. grillstöðum, harðhentum tannlæknum, sýslu- mönnum og prestum. Ennfremur lögreglunni, er hún hirðir drukkna ökumenn, Blönduvirkjun og ekki Blönduvirkjun, rexandi verk- stjórum, troglausum þorrablótum, ráðríkum eiginkonum, norðanátt og snjókomu, verðlagi, náttúru- lausum graðhestum og refarækt, lélegri sjónvarpsdagskrá á fimmtu- dögum, aflaleysi, atvinnuleysi og rafmagnsleysi, karlakórum, and- fúlum kennurum svo og verðbólgu. Eins og sjá má, er hægt að mót- mæla hverju sem er fyrirhafnar- laust. í guðanna bænum verið ekki að vasast í þessu sjálf, stuðlið held- ur að uppbyggingu héraðsins og látið mig sjá um skítverkin. Ykkar einlægur Grandvar Þrasars. Verð frá kr. 190,00 pr. m2. Verið velkomin ívöruskemmurnar á Eyri og sjáið iagerinn með eigin augum. Kynnið yður greiðsluskilmála okkar um ieið. Sauðárkróksbúar Sorphaugarnir í Skarðslandi eru opnir sem hér segir: Mánudaga kl. 8.00-12.00 Miðvikudaga kl. 13.00-16.30 Föstudaga kl. 13.00-16.30 Laugardaga kl. 13.00-16.00 í annan tíma eru haugarnir lokaðir. Ath. að bannað er að skilja eftir sorp við hliðið að haugunum. Sauðárkrók 15. 03. ’82 BÆJARSTTJ ÖRII. Brot úr eftirmælum um Helga Magnússon í Tungu Ágætur nágranni okkar er horfinn ómælisveginn, við þekkjum ei mörkin, annar þar stjórnar svo ekkert stoðar angurnétregi þófalli björkin. Lokið að fullu er leiðinni allri, læðist nú að okkur minningin hljóða, það er á Tungunni enginn eftir sem ætlað er sama og honum að bjóða. Farðu nú vel til friðarins landa faðmi þig blærinn á hlýju vori útsýn þú hlýtur til ystu sanda allt er fullkomnað, — vel þér líði. J.B. Haustkvöld Hnígur nú við Ránarrönd röðull unaðsfagur, enn samt gyllir lög og lönd ljóssins geisli hagur. Unaðsblítt í loftsins lind ljómar stjarnan skæra, þessi gullna glæsimynd gleði mun oss færa. Fagurlega heilög hönd himins prýðir boga, norðurljósa breiðu bönd björt á honum loga. Máninn dátt í heiði hlær, hýrir geislar streyma; ljúfi karlinn skýr og skær skreytir jarðarheima. Finnbogi Kristjánsson. Feykir . 5

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.