Feykir - 30.04.1982, Blaðsíða 1
Opnan í dag er til-
einkuð Hvammstanga
og er rætt við forustu-
menn listanna sem
bjóða fram í vor til
sveitarstjórnar.
Gleðilegt sumar!
Fljót:
Tvö fiskiræktarfyrir -
tæki hefja göngu sína
100 þúsund gönguseiðum sleppt í vor.
Hlutafélag hefur verið stofnað
um rekstur hafbeitarstöðvar í
Fljótum. Hluthafar eru SÍS
(35%), K.S., (15%), veiðifélagið
Flóki (25%), Guðmundur Jóns-
son í Bykó (15%) og Teitur Arn-
laugsson fiskifræðingur (10%).
Formaður vefðifélagsins
Flóka, Örn Þórarinsson á Ök-
rum f Fljótum tjáði Feyki að um
100 þúsund gönguseiðum yrði
sleppt f vor. Þetta er með stærri
tilraunum af þessu tagi sem hér á
landi hafa verið gerðar. Flestar
jarðir f Haganeshreppi eiga land
á vatnasvæði Flókadalsár. Binda
bændur miklar vonir við til-
raunirnar og fyrirtækið, enda
gefur ástand landbúnaðar nú til-
efni til að reyndar séu nýjar leiðir.
leiðir.
Þá er þess að geta að annað
fyrirtæki er f uppsigtingu á
Reykjarhóli f Haganeshreppi.
Þar hafa þeir Guðmundur Jóns-
son og Teitur Arnlaugsson í
hyggju að koma upp klakstöð
með strandkvíaeldi, og hugsan-
lega einnig hafbeit. Samspil verð-
ur væntanlega milli hinna
tveggja fiskiræktarstöðva. Vonir
standa til að Teitúr fiskifræðing-
ur flytji norður fljótlega. Sagði
Örn á Ökrum að ekki væri
farandi út í svona nokkuð nema
hafa fagmann með í leiknum.
Nánar verður skýrt frá hinum
miklu áformum Fljótamanna við
fyrstu hentugleika.
Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra:
Hvorki er ég dauður
né á förum úr héraði
Svar til Helga Baldurssonar og fleiri andstæðinga Blönduvirkjunar
Væntanleg virkjun Blöndu raskar
manna f rfkara mæli en margan
grunaði. 1 umræðum kennir ýmissa
grasa.
Ágætur kunningi minn úr
Varmahlfð, Helgi Bldursson, gefur í
skyn f Þjóðviijanum 3. febrúar s.I.,
að Blönduvirkjun sé ætluð fyrir ál-
ver f Eyjafirði og bætir við: „Til
hvers höfðu þeir ort Davíð og
Matthfas og allir hinir?“
í stuttum pistli f Feyki 26. febrúar
s.l. er honum enn þyngra niðri fyrir
og kveður mig með miklum virkt-
um:
„ —Vertu sæll Ragnar.“
Þar sem ég er nú hvorki dauður
enn né neinar sérstakar breytingar
fyrirhugaðar á mfnum högum, verð
ég að draga þá ályktun, að Helgi sé
sjálfur á förum, og þykir mér það
leitt. En hvert hann er að fara, veit
ég ekki og fæst það vafalaust upp-
lýst sfðar.
En áður en hann hverfur alfarinn
á braut, þyrftum við nauðsynlega að
gefa okkur tfma til að ræða það,
sem okkur ber f millum f þessu við-
kvæma deiiumáli. Eða hvar skiptast
skoðanir okkar helst?
Næsta stórvirkjun eða
ekki
Við Helgi erum sammála um, að
álver í Eyjafirði höfum við ekkert
með að gera. Og meira en það. Við
munum greinilega berjast hlið við
hlið gegn hvers konar erlendu stó-
iðjubrölti í Eyjafirði. Hins vegar
verð ég að játa, að mér er alls ekki
ljóst af skrifum Helga, hvort hann
vill alls enga Blönduvirkjun eða
fyrst og fremst svonefnda leið II.
Ýmsir sem eru á móti Blöndu-
virkjun hafa valið sér opinberlega þá
afstöðu að berjast fyrir leið II, þótt
þeir ýmist viti eða ættu að vita, að
sú leið verður hvorki samþykkt af
hreppunum austan við Blöndu né
af stjórnvöldum syðra.
Leið II með stíflu við Sandár-
höfða ýtir lóninu í miklum mæli
austur yfir ána og útilokar alla
möguleika til landverndar á Glat-
ársvæðinu.
Hreppsnefndir í Seylu-, Lýt-
ingsstaða- og Bólstaðarhlíðar-
hreppi hafa verið andvígar leið II
og var það sjónarmið staðfest nú
seinast á sameiginlegum fundi
hreppsnefndanna í Húnaveri laug-
ardaginn fyrir seinustu páska.
Einnig hefur margoft komið
fram, að forsvarsmenn Rafmagns-
veitna ríkisins, Orkustofnunar og
Landsvirkjunar telja útilokað, að
næsta stórvirkjun landsmanna
Framhald á bls. 15
Kynning á norrænum bókum
I lestrarsal bókasafnsins á Sauðárkróki stendur nú yfir kynning á
norrænum bókum.
Bækumar eru fengnar að láni hjá bókasafni Norræna hússins og
eru hingað komnar fyrir milligöngu Norræna félagsins á Sauðár-
króki.
Allar eru bækur þessar nýútgefnar og eru því gott sýnishom af
því sem er að gerast í bókaútgáfu annars staðar á Norðurlöndum.
Kynning þessi mun standa út maímánuð, og hægt er með sam-
komulagi við bókavörð að fá lánuð heim eintök í skamman tima.
Frá einni tiirauninni.
Ekki hægt að sökkva bátnum
Hinn 19. apríl sjósetti skipasmíða-
stöð Guðmundar Lárussonar h/f
fyrstu 14 feta trefjaplastskektuna
sem fyrirtækið framleiðir.
Bátur þessi er hannaður sem
fiski- og björgunarbátur og er við-
urkenndur af Siglingamáklastofn-
un fyrir 5 manns með búnaði. Er
hann með innbyggðum loftrúmum
svo hann á ekki að geta sokkið. En
þar sem það var líka sagt um Tit-
anic þótti vissara að láta virkilega
reyna á sjóhæfnjna. Var því skekt-
an mönnuð þrem ungum sjó-
mönnum sem eru óhræddir við
„smá pus“. Fóru þeir á bátnum
fram fyrir höfnina á Skagaströnd í
suðvestan stinningskalda og tölu-
verðum sjó. Var hreinasta undur að
horfa á hvemig báturinn hreinlega
sveif yfir öldutoppana án þess að
taka á sig svo mikið sem skvettu, þó
óvægilega væri keyrt í ölduna. Má
það sennilega þakka stefnislagi
bátsins sem er mjög líkt og á gömlu
íslensku og færeysku árabátunum.
Þegar sjóhæfnin hafði verið reynd,
var farið með bátinn inn í höfnina,
utanborðsvélinni hent í land og
gerð tilraun til að sökkva bátnum.
Má segja að það hafi mistekist því
þrátt fyrir að bátnum væri hvolft og
hann fylltur af sjó, flaut hann samt
með fjóra menn, og þegar þeir fóru
allir aftur í skutinn skaust báturinn
undan þeim eins og korktappi.
Einnig gerðu þeir tilraun með að
hvolfa bátnum og kom í ljós að
einn maður getur velt honum á
réttan kjöl enda eru sérstök hand-
föng á botni bátsins til þess ama.
Bátur sem þessi mun kosta á bilinu
12-15 þúsund krónur.
Ólma.