Feykir - 17.06.1982, Qupperneq 2
Arni Ragnarsson:
Ársskýrsla stjómar
Húsnæði aldraðra
Sýning á uppdráttum dagana 7. til 16. maí 1982
Seinni hluti
Vonir standa til þess, að þegar
Myndprent fer að prenta Feyki,
undirbúi prentsmiðjan blaðið fyrir
dreifingu og komi því á pósthús.
Dreifingin fer þannig fram núna,
að Feykir er borinn til áskrifenda á
Sauðárkróki á föstudegi og þegar
áætlun stenst, fer hann á pósthús
fyrir kl. átta á föstudagsmorgni og
þaðan áleiðis á sveitabæina sam-
dægurs og kemur þangað strax eftir
helgina. 1 öðrum þéttbýlum er
blaðinu dreift á laugardegi, en yfir
veturinn er ýmis gangur á þessu.
Áskrifendur sunnanlands fá blaðið
um miðja næstu viku eftir útgáfu-
dag. Tölvumenn Kaupfélags Skag-
firðinga hafa verið Feyki mjög
gagnlegir við prentun límmiða,
gíróseðla og áskrifendalista, en
dreifikerfið sjálft þarf að bæta að
mun. Þar bíður okkar verkefni.
Ritstjórnin stefnir að því, að koma
blaðinu til allra þéttbýlisstaða
kjördæmisins á föstudegi, þannig
að það sé borið áskrifendum þá eða
á laugardegi, og að blaðið sé sem
allra mest selt í áskrift, en fáist í
lausasölu á sjoppum.
Með því að selja blaðið að mestu
leyti íáskrift, minnkar hlaupavinna
ritstjórnarmanna og meiri stöðug-
leiki fæst í útgáfuna. I byrjun ákvað
ritstjóm að senda blaðið á hvert
sveitaheimili á Norðvesturlandi og
hefur það verið gert síðan. Ætlunin
var sú, að þeir sem greiddu áskrift-
argjald, yrðu fastir áskrifendur, en
hinir ekki.
Leitað hefur verið samstarfs við
átthagafélögin í höfuðborginni og
góður árangur náðst með félög
Skagfirðinga og Húnvetninga.
Félagsskrá Húnvetningafélagsins
hefur þó ekki legið fyrir í nógu
góðu lagi, en ætlunin var að end-
urskoða hana þannig að hún lægi
ljós fyrir nú í maí eða júní. Ritstjóm
hefur lagt mikla áherslu á og vinnu
í að fjölga áskrifendum, en þar er
mikill akur óplægður, bæði í þétt-
býlum kjördæmisins og á meðal
brottfluttra á höfuðborgarsvæðinu.
Á höfuðborgarsvæðinu hefur fen-
gist inni fyrir lausasölu á blaðinu og
standa vonir til þess að þarna verði
alltaf nýr Feykir til sölu. Ritstjórn
hefur aflað margra áskrifenda á
Sauðárkróki með símhringingum,
en ekki talið gerlegt að bera sig eins
að í öðrum þéttbýlum, heldur að
ritnefndirnar tækju þetta að sér,
hver á sínum stað. Áskrifendur á
Sauðárkróki em nú 475. f sveitimar
á Norðvesturlandi fara 812 blöð og
þannig em áskrifendur alls 1985
talsins nú sem stendur.
Það verður að telja sennilegt, að
áskrifendum fækki þegar inn-
heimtuseðlar verða sendir út 1
næsta mánuði, einkum i sveitum
hér norðvestanlands, þrátt fyrir það
að við teljum okkur eiga þar mjög
marga trygga áskrifendur.
Innheimtu áskriftargjalds hefur
ritstjóm viljað haga þannig, að
gíróseðlar yrðu sendir út á hálfs árs
fresti til áskrifenda og þá beðið um
greiðslu þrjá mánuði aftur og þrjá
mánuði fram í tímann. Síðast var
áskriftargjald innheimt í febrúar
fyrir tímabilið september — febrú-
ar, sem kostaði 60 krónur. Ætlunin
er að senda út gíróseðla aftur í
næsta mánuði og innheimta þá
áskriftargjald fyrir tímabilið mars
— ágúst. Á Sauðárkróki var gengið
í hús til þess að innheimta fyrir
tímabilið september —febrúar ’82.
Innheimtukerfið er það sem
þarfnast mestra endurbóta hjá
okkur, því þar koma fram þeir
gallar, sem fylgja þvl, að hinir ýmsu
þættir útgáfunnar, sem ritstjóm
hefur skipt með sér eru ekki nægi-
lega samhæfðir.
2 . Eeykir
Vinnan með spjaldskrá, inn-
heimtu og bókhald Feykis hefur
verið mikil. Við hana höfum við
notið ómetanlegrar aðstoðar og
aðstöðu hjá Loðskinni h.f., sem
hefur léð okkur þetta og góða
starfskrafta Margeirs Friðriks-
sonar. Þetta vil ég þakka. Enn hefur
hlutafé samkvæmt hlutafjárlof-
orðum ekki verið innheimt að
fullu, en því þarf að ljúka. Hlutaféð
hefur verið tekið til rekstrarins, en
blaðið hefur enn ekki komið sér
upp aðstöðu.
Svo virðist sem greinar, áskrift og
auglýsingar þurfi að fylgjast að
þannig, að til þess að fjölga áskrif-
endum á einhverjum stað, þurfi
blaðið að hafa bæði greinar og
auglýsingar frá þessum sama stað
— og eins ef fjölga á auglýsingum
frá stað þurfi hitt að vera í blaðinu.
Auglýsingar í Feyki hafa aðaliega
verið frá Sauðárkróki, fyrirtækjum
og kaupstaðnum. Þrátt fyrir góðan
vilja stjómenda kaupstaðarins hef-
ur einhver misrekstur verið á
auglýsingaherferðum hans og hinir
ýmsu fulltrúar virðast fara eigin
leiðir. Sýslumenn og bæjarfulltrúar
hafa auglýst nokkuð, en geta mun
meir. Leitað hefur verið inn á
auglýsingastofur höfuðborgar-
innar, sem stór fyrirtæki á lands-
vísu hafa gefið allt vald í auglýs-
ingamálum sínum og gerum við
okkur vonir um að þær muni
viðurkenna Feyki sem auglýsinga-
tæki smám saman. Rétt er hér að
nefna þátt bílaumboðsmanna hér á
Sauðárkróki einmitt í þessum slag.
Kaupfélögin á Norðvesturlandi
hafa auglýst í vaxandi mæli í Feyki.
Þau eru svo stór í kjördæminu, að
ritstjórn leitaði sérstakra leiða fyrir
kaupfélögin og fékk til liðs við sig
Helga Rafn Traustason, heitinn,
sem hvarf frá leiknum fyrirvara-
laust og stendur þakkarskuld okkar
við hann vangoldin. Hugmynd
Helga Rafns var sú, að kaupfélögin
og SÍS hefðu eina síðu í hverju
blaði til auglýsinga og fylgdi hann
hugmyndinni eftir inn á kaupfé-
lagsstjórafundi og auglýsingastofu
SÍS. Við álitum að þetta mál væri
komið vel á veg, en hefur ekki
tekist að rekja slóð þess til enda.
Við stefnum að því að finna það og
vonum að enn séu starfandi hlið-
hollir og framsýnir atorkumenn hjá
kaupfélögunum.
Auglýsingar ráða úrslitum um
fjárhagslegan viðgang Feykis og
ritstjóm taldi 1 upphafi nauðsynlegt
að hafa sérstakan mann starfandi
við að selja þær og innheimta.
Framan af var Björn Magnús
Björgvinsson ráðinn til þess starfa,
en frá áramótum hefur Margeir
Friðriksson haft þetta með hönd-
um og sækjum við greinilega fram á
þessum velli.
Fjárhagur Feykis er ekki öflug-
ur. Nauðsynlegt er að launa rit-
stjóra og auglýsingastjóra og
prentunarkostnaður og annar
reksturskostnaður er — eins og
annars staðar — mikill, þrátt fyrir
að honum sé haldið í lágmarki og
hugsjónamannavinnan sé töluverð.
Blaðið hefur t.d. ekki húsnæði né
útbúnað s.s. síma og ritvél. Rit-
stjóm hefur rætt það, hvort leita
ætti stuðnings sveitar- og sýslufé-
laga og telur að þessir aðilar gætu
stutt blaðið mun betur, t.d. með
auglýsingum, en nú er gert, án þess
að til komi beinn styrkur. Ríki
styrkir útgáfuna eins og kunnugt er
óbeint með söluskattseftirgjöf.
Vænlegast teljum við að efla sókn á
mið auglýsinga og áskrifta og láta á
það reyna með áskriftargjaldi, sem
nægir til að ná endum saman, hvort
fólk vill hafa Feyki. Annars má láta
sér detta í hug einn fjárstyrk sveit-
arfélags — ekki stöðugan — sem
t.d. gæti verið helmingur af fram-
lagi þess til Fjórðungssambands
Norðurlands á þessu ári. Við teljum
biýnt að virkja betur ritnefndimar
til þess að afla auglýsinga og áskr-
ifta og stilla betur krafta okkar
allra, líka í dreifingu blaðs ins.
í þessum tilgangi og til þess að
ræða blaðaskrifin og samhæfingu
við efnisöflun, höfum við efnt til
ársþings Feykis, sem fram fer hér i
kvöld. Til þess koma fulltrúar rit-
nefnda og bindum við miklar vonir
við þetta ársþing, sem skref í átt til
betri samvinnu. Þetta fyrsta starfsár
Feykis hefur hann lotið ritstjóm
Baldurs Hafstað. Það var mikið lán.
Næmi Baldurs við ritstjórnarstörf-
in, ósérhlífni hans og ljúfmennska
hefur verið með eindæmum og það
er þessum kostum hans að þakka,
að Feykir er það sem hann er —
lflca í hugum fólksins sem kaupir
hann. Það má segja, að Feykir eigi
Baldri líf að launa. — Baldur lætur
nú af ritstjórn eftir næsta blað og
finnst okkur í ritstjóm að við miss-
um mikið með honum, þótt það sé
huggun, að Baldur stendur með
okkur hér næsta árið. Eg þakka
Baldri ómetanleg störf fyrir hönd
Feykis.
Upphafið með byrjunarörðug-
leikum trúi ég að sé erfiðast öllum
fyrirtækjum og lflca Feyki. Rit-
stjóm, ritstjóri, ritnefndir og
auglýsingastjóri hafa þurft að læra
til verka. Að mínu mati hefur
starfsandinn í ritstjóminni verið
góður og smám saman hefur
mönnum lærst hvernig þeir nýttust
best hver og einn. Ég tel að vel hafi
tekist til þetta fyrsta ár og uppsker-
an ekki verið lakari heldur en til var
sáð. Raunar tel ég, að útgáfan hafi
tekist framar björtustu vonum og
að við getum öll verið ánægð með
og þakkað okkur sjálfum fyrir —
auk fólksins sem greinilega hefur
gefið Feyki meðbyr.
Ritstjórnarmenn eru allir reiðu-
búnir til þess að fylgja Feyki í rit-
stjóm enn um sinn. Þótt fram-
undan sé ekki sá — ef svo má segja
— vandamálaskógur, sem í upp-
hafi var, eru þó framundan nógu
stór vandamál til þess að sæmandi
sé að fást við þau og leysa. Þar má
nefna prentmálið, innheimtu- og
dreifikerfið, áskrifta- og auglýs-
ingaöflun auk ráðningar ritstjóra
og að útvega húsnæði fyrir Feyki
með viðunandi útbúnaði.
Ritstjóm er einhuga um að vinna
þessi mál — fái hún til þess umboð
— og efla Feyki enn og koma
styrkari fótum undir útgáfuna. Til-
vist Feykis þetta ár finnst mér
sanna, að Norðvesturland þarfnast
Feykis ogég tel, að komandi mán-
uðir muni sanna þetta enn frekar.
Ég vil hverja hvern þann, sem lætur
sig málefni Norðvesturlands varða,
til liðsinnis við Feyki eftir því sem
hann megnar. Galdurinn er — eins
og alltaf — fólginn í vinnunni
sjálfri.
Tannlæknir
á Hvammstanga
Nú er tekinn til starfa tannlæknir
á Hvammstanga. Heitir hann Eng-
ilbert Snorrason og er frá Skógum
undir Eyjafjöllum. Tannlækn-
aþjónusta á Hvannstanga hefur
verið með minnsta móti. Þó hafa
tannlæknar komið hér reglulega
og litið upp í menn og gert við það
sem þurfti. Um leið og Engilbert
er boðinn velkominn til starfa er
hinum þökkuð sú þjónusta sem
þeir hafaveitt.
Tannlæknastofan hefur verið
flutt frá Hvannstangabraut og í
hús Sigurðar Pálmasonar við
Höfðabraut.
Húsnæðisstofnun rflcisins, Sam-
band íslenzkra sveitarfélaga og
öldrunarráð Islands efndu til sýn-
ingar á teikningum af húsnæði fyrir
aldraða í Byggingaþjónustunni að
Hallveigarstíg 1, dagana 7. til 16.
maí 1982.
Ýmsum samtökum hönnuða
húsnæðis var boðið að taka þátt í
sýningunni. Því boði tóku alls 16
arkitektastofur og tæknideild Hús-
næðisstofnunar rflcisins. Sýndar
voru alls teikningar og ljósmyndir
af 30 mannvirkjum. Skrá yfir sýn-
endur fylgir hér með. Sýndar voru
fjölbreytilegar byggingar, allt frá
litlu einbýli til stórra dvalarheimila
með margvíslegri þjónustu fyrir
aldraða.
Sýningin var opnuð föstudaginn
7. maí af Páli Sigurðssyni, ráðu-
neytisstjóra, í forföllum Svavars
Gestssonar heilbrigðis— og trygg-
ingamálaráðherra. Auk þess fluttu
ávörp Sigurður E. Guðmundsson
framkvæmdastjóri Húsnæðisstofn-
unar rflcisins, Jón G. Tómasson
formaður Sambands íslenzkra
sveitarfélaga, Pétur Sigurðsson,
varaformaður öldrunarráðs Isl-
Þann 15. ágúst n.k. verða 100 ár
liðin frá fæðingu Jóns Þ. Bjöms-
sonar frá Veðramóti, fyrsta heið-
ursborgara Sauðárkróks. Jón var í
forustusveit Sauðkrækinga um
áratuga skeið, og störf hans á opin-
berum vettvangi meiri, en nokkurs
annars manns á Sauðárkróki, um
hans daga.
Skólastjóri Bamaskóla Sauðár-
króks var hann 1908-1952 og
Unglingaskólans á Sauðárkróki
1908-1946. Jón var talinn í hópi
merkustu skólamanna landsins á
sinni tíð, afburða fjölhæfur kennari
svo fágætt var. Hann var oddviti
Sauðárkrókshrepps 1913-1934, og
hafði auk þess margvisleg afskipti
af félagsmálum, hreifst snemma af
hugsjónum ungmennafélaganna
og lét íþrótta- og æskulýðsmál
mjög til sin taka.
Bindindishreyfingin átti ötulan
baráttumann þar sem Jón var, og
málefni kirkju og kristni voru hon-
um mjög hjartfólgin.
Starfssaga Jóns Þ. Bjömssonar á
Sauðárkróki var óvenju fjölþætt.
Spor hans lágu víðaa, þótt ekki
verði þau rakin hér frekar. Störf
slfkra manna verða seint metin né
þökkuð að verðleikum.
En til að sýna þó örlítinn vott
virðingar hafa nokkrir gamlir
nemendur og vinir Jóns ákveðið að
beita sér fyrir þvi, að Barnaskóla
Sauðárkróks verði gefin brjóst-
mynd af honum, sem afhjúpuð yrði
á afmælisdegi hans 15. ágúst n.k.
Þegar Jón var hniginn á efri ald-
ur gerði Guðmundur Elíasson,
myndhöggvari, brjóstmynd af
ands og Haraldur Helgason for-
maður Arkitektafélags Islands.
Miðvikudaginn 12. maí milli kl.
17.00 og 18.00 skýrðu hönnuðir
húsanna verk sín fyrir
sýningargestum.
Föstudaginn 14. maíkl. 15.00var
haldinn umræðufundur um sýn-
inguna og húsnæði aldraðra.
Frummælendur voru Ingibjörg R.
Magnúsdóttir deildarstjóri í heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytisins
og Gylfi Guðjónsson arkitekt. Auk
þeirra tóku þátt í pallborðsum-
ræðum Sigriður Jónsdóttir for-
stöðukona DAS i Hafnarfirði og
Sveinn Ragnarsson félagsmála-
stjóri Reykjavöcurborgar. Um-
ræður vom fjörlegar og komu fram
margar athyglisverðar hugmyndir.
Fundinum stýrði Unnar Stefánsson
ritstjóri Sveitarstjórnarmála.
Aðsókn að sýningunni var mjög
góð.
Það kom bæði fram á umræðu-
fundinum og meðal sýningargesta
að nauðsynlegt væri að safna öllum
uppdráttum sýningarinnar saman á
einn stað til varðveizlu þar sem sí-
ðar gæfist tækifæri til að skoða þá.
honum, sem steypt verður í varan-
legt efni. Kostnaður við þetta verk
er að sjálfsögðu all nokkur, þótt
ekki sé vitað, á þessu stigi, hve
mikill hann verður.
Vafalaust eru þeir margir, sem
vilja heiðra minningu sins gamla
skólastjóra og samferðamanns með
því að leggja þessu máli lið. Nem-
endur og vinir Jóns eru dreifðir um
allt land og ógerningur að ná til
þeirra allra. En þeim, sem þessar
línur lesa er góðfúslega bent á, að
opnaður hefur verið reikningur í
útibúi Búnaðarbankans á Sauðár-
króki og geta þeir, sem þess óska,
greitt framlög sín inn á hann. Þau
má senda með gíróseðli frá hvaða
banka, sparisjóði eða pósthúsi sem
er, einnig í póstávísun eða ábyrgð-
arbréfi. Reikningurinn nefnist Af-
mælissjóður Jóns Þ. Bjömssonar
og er nr. 11145 í Búnaðarbankan-
um á Sauðárkróki, sem fyrr segir.
Auk þess veita eftirtald irr mmeenn
fjárframlögum viðtöku og gefa
frekari upplýsingar ef óskað er:
ÁAmi M. Jónsson verslunarmaður,
Grundarstíg 1, Bjöm Bjömsson
skólastjóri, öldustíg 4, Stefán
Guðmundsson alþingismaður,
Suðurgötu 8 og undirritaður, allir
búsettir á Sauðárkróki. Safnist
meira fé en þarf til að greiða
kostnað við gerð og uppsetningu
brjóstmyndarinnar, verður því var-
ið til kaupa á bókum eða kennslu-
tækjum handa Bamaskóla
Sauðárkróks.
Sauðárkróki í júní 1982.
Kári Jónsson,
Smáragrund 16.
Orðsending
til gamalla nemenda og vina Jóns Þ. Bjömssonar
f.v. skólastjóra á Sauðárkróki