Feykir


Feykir - 02.07.1982, Side 7

Feykir - 02.07.1982, Side 7
Samband skagfirskra kvenna Undirbúningsnefnd aö stofnun menningarsamtaka Noröurlands. Teikn. Ragnar Lár. Stofnun Menningarsamtaka norðlendinga Menningarsamtök Norðlendinga voru stofnuð föstudaginn 18. júní s.l. í Stórutjarnaskóla í Suður-Þingeyjarsýslu. Til stofn- fundarins var boðað af sérstakri undirbúningsnefnd sem skipuð var af frumkvæði Fjórðungssambands Norðlendinga en unnið hefur verið að því að hrinda þessu máli í fram- kvæmd nokkur síðustu árin af hálfu félags- og menningarmála- nefndar sambandsins. Menningarsamtök Norðlend- inga eru heildarsamtök einstaklinga og félaga sem vinna að menningarmálum á Norðurlandi. Tilgangur þeirra er að efla menn- ingarlíf og menningarsamskipti á Norðurlandi. Til að ná tilgangi sínum hyggjast samtökin m.a.: a) safna og miðla upplýsingum um listastarfsemi og menn- ingarlíf í Norðlendingafjórð- ungi svo og annars staðar, b) liðsinna við ráðningu leið- beinenda, c) stuðla að bættri umfjöllun um listir í fjölmiðlum, d) beita sér fyrir bættri aðstöðu og betra skipulagi listkynn- ingar, e) halda árlega ráðstefnu um lista- og menningarlíf í fjórð- ungnum. Á fundinum var ákveðið að undirbúningsnefndin gegndi störf- um bráðabirgðastjórnar fram að reglulegum aðalfundi samtakanna sem haldinn verður eigi síðar en 15. september n.k. Stjórnin skipa Kristinn G., Jóhannsson, Einar Njálsson, Öm Ingi Gíslason og Jón Hlöðver Áskelsson. Á stofnfundinum gerðust 40 einstaklingar og félög á norður- landi stofnendur Menningarsam- takanna en samkvæmt tillögu sem samþykkt var teljast þeir stofn- endur samtakanna sem ganga í þau í síðasta lagi á fyrsta aðalfundi þeirra í haust. Þeir sem hafa áhuga á því að gerast stofnendur geta snúið sér til einhvers í stjórninni eða skrifstofu Fjórðungssambands Norðlendinga. Afmælishátíð Framhald af bls. 8. Gamlir nemendur og aðrir velunnarar Bændaskólans og Hólastaðar eru hjartanlega vel- komnir. Dagskrá: Kl. 11.00 Vígsla sundlaugar. Kl. 13.30 Hátíðadagskrá 1. Helgistund í Hóladómkirkju. Biskup íslands, Pétur Sigur- geirsson annast. 2. Gengið úr kirkju á úti- hátíðarsvæði. 3. Hátíðin sett. Ræða: Jón Bjarnason, skólastjóri. 4. Ávörp: Landbúnaðarráðherra, Pálmi Jónsson Búnaðarmálastjóri, Jónas Jónsson. Stéttarsamband bænda, Ingi Tryggvason. Oddviti sýslunefndar Skaga- fjarðarsýslu, Jóhann Salberg. Fulltrúi eldri nemenda, Ásgeir Bjarnason. Skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, Magnús Jónsson Fyrrverandi skólastjóri, Guðmundur Jónsson. 5. Afhending sundlaugarinnar. Formaður skólanefndar og formaður sundlauganefndar, Gísli Pálsson, Hofi. 6. Kaffiveitingar. öllum gestum verður boðið kaffi. Milli atriða á dagskrá syngur karlakórinn heimir. Enn- fremur verður stutt sýn- ing á nokkrum hrossum bús- Jón Bjarnason. Prestar Framhald af bls. /. ræðu alla stjórnmálaflokka lands- ins svo og aðrar þjóðmálahreyfing- ar og samtök. Þar með sýnir kirkjan samstöðu sína með því almenn- ingsáliti sem nú er að skapast f heiminum gegn vígbúnaði stór- veldanna. Hún styður þannig hið þriðja afl þennan þriðja valkost sem er hvorki austur eða vestur og neitar að láta negla sig niður í flokkspói- tíska bása. Því friðarmálin eru ofar öllum flokkspólitískum sjónarmið- um. Við eigum einfaldlega um tvo kosti að velja að hverfa frá því lífi sem markast af jafnvægi óttans milli stórveldanna eða farast. Ef að kirkjan tekur forystu í friðarumræðunni losar hún um þá kreppu sem þær eru í. Því að hing- að til hafa það mest verið vinstri- sinnaðir hópar sem hafa fjallað um þessi mál og menn hafa óspart ver- ið stimplaðir í þá veru ef þeir haf tjáð sig um þessi mál af opnum huga. Það er hryggilegt að þeir sem telja sig til hægri ístjórnmálum hafa varla treyst sér til að taka þátt í þessari lífsnauðsynlegu umræðu. Ég get tilfært dæmi um þetta frá samtalsdögum Kirkjuritsins í Skál- holti þar sem stjómmálamenn og guðfræðingar fjölluðu um sama efni og prestastefnan, frið á jörðu. Þar kom kirkjan beinlínis inn með nýja vídd í þessa umræðu stjóm- málamannanna þannig að úr varð að lokum samtal en ekki þetta venjulega pex. Hvað áttu við með nýrri vidd? 1 þessari vídd felst friðarhugtak kirkjunnar þar sem guð grípur inn í líf mannsins þannig að maðurinn nýtur sín og er í jafnvægi. I garg- andi fuglabjargi er friður sam- kvæmt biblíunni því að þar ríkir jafnvægi og fuglarnir eru í sátt við sjálfa sig og skapara sinn. Gróskumikið S.S.K. hélt aðalfund sinn 1. maí s.l. í Bifröst á Sauðárkróki í hríðar- veðri og lá við ófærð á vegum þann dag. Sem betur fór hömluðu þær aðstæður þó eigi fundarsókn nema að hluta til úr Fljótum en æfinlega erfitt að breyta fundardegi þar sem andlegt og líkamlegt fóður er þegar undirbúið. Kvenfélagið Framför í Skarðshreppi og Kvenfélag Skefilsstaðahrepps höfðu umsjá fundarins á hendi og voru móttök- ur þeirra með miklum myndarbrag og gestrisni rómuð en formenn fé- laganna eru þær Elísabet Andrés- dóttir, Tungu, Og Árný Ragnars- dóttir, Mallandi. Skemmtiatriði annaðist Kvenfélag Lýtingsstaða- hrepps og fengu fundarkonur að líta inn á framboðsfund hjá ímynduðu kvennaframboði og var hin besta skemmtun að. Sýningu á námskeiðsmunum nokkurra félaga hafði verið komið fyrir í græna sal og gat þar að líta forníslenskan saum úr Skarðs- hreppi, sokkablóm frá Sauðár- króki, útskorna muni og fl. trémuni frá Staðarhreppi, prjónavörur úr Akrahreppi og bótasaum og flos frá Seyluhreppi. — Auk þessa var sýning Textilfélags lslands í Safna- húsinu en hana hafði S.S.K. fengið senda frá Samb. a-hunv. kvenna og tók Kvenfélag Sauðárkróks að sér að koma henni upp með aðstoð Guðrúnar Auðunsdóttur frá Textilfélaginu og sjá um vörzlu dagana sem hún var opin. Voru þar til sýnis hinir ólíkustu munir úr alls kyns vefnaði og taui. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var á dagskrá fundarins erindi Maríu Pétursdóttur formanns K.í. sem kom síðdegis frá aðalfundi Samb. eyf. kvenna og ræddi hún margt fróðlegt um störf Kven- félagasambands íslands og stofn- anir sem það á aðild að, svo sem Bréfaskólann, Skálholtsskólann, Leiðbeiningastöð um ísl. þjóðbún- inga og Öldrunarráð Islands. Urðu nokkrar umræður um málefni al- draðra og var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Aðalfundur S.S.K. tel- ur brýna þörf á að vinna þannig að málum aldraðra að starfsfúsar hendur þurfi ekki að hætta vinnu vegna aldurs ef geta leyfir annað og skorar á öldrunarráð og aðra þá sem að málefnum aldraðra starfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leggja þessu máli lið.“ Þá var fjallað um afmæli S.S.K. sem verður fertugt að ári. Var kjörin afmælisnefnd og komu fram ýmsar uppástungur til nefndar- innar m.a. var ákveðið að leita eftir tillögum um fána fyrir sambandið. - í S.S.K. eru 14 félög, sem starfa í öllum hreppum sýslunnar og á Sauðárkróki og er meðal þeirra elzta kvenfélag á landinu, Kven- félag Rípurhrepps, og eitt hið yngsta, Kvenfélagið Framför. Eru félagskonur um 350 auk margra heiðursfélaga og starfa þær ötul- lega að hinum ýmsu baráttumálum sem er nú einkum bygging íbúða fyrir eldri Skagfirðinga. 4. júní s.l. hélt sambandið basar á Sauðárkróki til ágóða fyrir þannig íbúðir á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. Seldust þar kökur upp á svipstundu, garðplöntur fóru mjög gljótt en pottablóm voru seld lengi enda skiptu þau hundruðum. Varð ágætur hagnaður af basarn- um og þakkar stjórn S.S.K. öllum sem lögðu hönd á plóginn þennan skemmtilega dag. Félögin þrjú á Hofsósi og nágrannasveitunum halda slíkan basar einmitt þessa dagana, er þetta er ritað, þar á Hofsósi. — í haust mun Kvenfé- lagasamband íslands gangast fyrir starfsvöku um helgina, sem dag S.Þ. 24. okt. ber upp á, og mun S.S.K. væntanlega taka þátt í henni og kvenfélagskonur vaka þá við vinnu sína á löngumýri og kannski víðar í héraðinu. En allir munir sem verða framleiddir þessa helgi ætir og óætir, verða seldir til fjár- öflunar fyrir ellimál á hverjum stað. Samband norðl. kvenna hélt ársfund sinn í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði 8-9. júní s.l. Voru þar mörg þörf málefni rædd sem of langt yrði hér upp að telja hvað þá gera nokkur skil en stjórn S.S.K. vill koma því á framfæri hér að hið vinsæla garðyrkjunámskeið í Hveragerði hefst 6. september og þarf að tilkynna þátttöku til for- manns sambandsins fyrir 15. ágúst. Verður námskeiðið með mjög líku sniði og undanfarin ár. — Nú er i ráði að stofna Menningarsamtök Norðlendinga og mun S.S.K. eiga fulltrúa á stofnfundinum enda tóku stjórnarkonur þátt í undirbúnings- fundum þar að lútandi s.l. ár. Nýlega var á ferð hér í Skagafirði bandarisk kona, frú Emily Shirem- an, en hún dvelur hérlendis í boði kvenfélagasambands síns í Indiana og K.I. Dvaldi hún hér á vegum S.S.K. á Mælifelli og í Útvík og Framhald af bls. 1. að velja og hafna þegai ijarmagni er skift. Óhjákvæmilegt hefur verið að láta endurbætur og uppbygg- ingu vegarins um Laugadal, Bændahátíð í Húnaþingi Hin árlega bændahátíð B.S.A.H. var haldin á Blönduósi 19. júní s.l. Indriði G. Þorsteinsson, rithöf- undur, spjallaði við samkomugesti. Kristín Bjarnadóttir leikkona, (frá Haga í Sveinsst.hr.), og Jón Júlíus- son leikari sáu um hið andlega fóður en kvenfélagskonur á Blönduósi framreiddu hinar ágæt- ustu kaffiveitingar. Hljómsveitin „öldin okkar“ frá Siglufirði spilaði fyrir dansi og er það mál manna að sjaldan hafi dans verið stiginn af jafnmiklu og samfelldu fjöri í Félagsheimilinu á Blönduósi og gert var þessa sólbjörtu júnínótt. E.S. starf kynntist ýmsu sem varðar störf og menningu okkar Skagfirðinga. Hún er bóndakona og vel að sér um venjuleg sveitastörf og var mjög áhugasamur og þægilegur gestur. Kvenfélag Sauðárkróks efndi til kvöldvöku til að fagna Emily og fékk hún þar að sjá fagrar litsk- yggnur Ingólfs Nikódemussonar frá stöðum utan alfaraleiða í Skagafirði. Einnig sýndi Emily hinn ólíka heim sléttlendis og mik- illar ræktunar í Indíana. Voru margar konur klæddar upphlut þetta kvöld og varð samveran afar ánæguleg, og kunni gesturinn vel að meta létt og glatt andrúmsloftið og veglegar veitingar kvenfélags- kvenna á Sauðárkróki. Biður Emily fvrir kveðjur til þeirra mörgu sem hún kynntist á ferðum sínum hérog þakkar fjölmargar gjafir. N.K. sunnudag 20. júní er svo dagur eldra fólksins í Skagafirði með dagskrá í Miðgarði í umsjá stjórnar S.S.K. og öldrunarnefndar Kvenfél. Sauðárkróks en þangað bjóða kvenfélagskonur eldra fólki hver á sínum stað og auk þess kemur dvalarhópurinn á Löngu- mýri sem Norðlendingar eru að meiri hluta í að þessu sinni. Er það ósk okkar og von að sem flestir geti átt þar saman notalega stund á ári aldraðra. F.h. stjórnar S.S.K. Vatnsskarð og Sauðárkróksbraut ganga þarna fyrir. Um það hafa þingmenn kjördæmisins verið sammála. Þótt enn sé mikið óunnið á þessari þjóðleið eru framkvæmd- ir komnar vel á veg og verða vænt- anlega hraðstígar næstu árin. Ég tel því tímabært að gera nýjar áætlanir um Þverárfjallsveg sem greina kostnað við mismunandi gerð veg- ar allt frá endurbótum á sumarvegi til uppbyggðs vegar sem ætla má að unnt yrði að halda greiðfærum allt árið. Þessa kosti er nauðsynlegt að hafa fyrir framan sig þegar ákvarðanir eru teknar um fjár- magn. Augljóst er mikilvægi þess að stytta samgönguleiðina milli þétt- býlisstaðanna um miðbik kjör- dæmisins sem kæmi fram í auknum samskiptum á sviði atvinnu- og menntamála einnig félags- og menningarmála. Vegurinn verður því tvímælalaust bættur á næst- unni, spurning er aðeins hvemig og hvenær. Stjórnarkonur S.S.K. eftir móttöku vinabæjarfulltrúa f Árgarði. Guðrún L. Ásgeirsdóttir, formaður ---—1 i Þverárfjall Feykir . 7

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.