Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992 2. TBL. 18. ÁRG. SÍMl 94-4011 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fimmtíu ára: Víðtæk afmælisveisla og fímmþúsund og fímmhundruð gjafír — komið í heimsókn í Hraðfrystihúsið Norðurtanga hf. á ísafirði Á þriðjudaginn, þann 25. febrúar, var haldið upp á fimmtíu ára afmæli Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Raunar var þetta með stærri og víðtækari afmælisveislum íslenskum sem sögur fara af, því samtímis var haldið upp á daginn hjá starfsfólki SH í þrem heimsálfum, Evrópu, Ameríku og Asíu. Það var í síðdegiskaffinu sem tíðindamaður Vestfirska kom í kaffisal Norðurtangans á Isafirði þar sem búið var að slá upp afmælisveislu með heljarstórum stríðstertum. Þar vísaði Jón Páll Halldórs- son gestinum til sætis með Gromsurum og öðru góðu fólki og lýsti fyrir viðstöddum ástæðu veisluhaldsins. Og hún er sú að það er hvorki meira né minna en hálf öld síðan fulltrúar fimmtán hraðfrystihúsa komu saman (miðvikudaginn 25. febrúar 1942 kl. 8 1/2e.h. einsogskrif- að er í fundargerð), og undir- rituðu stofnfundargerð Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsana. Meðal þessara fyrirtækja voru íshúsfélag ísfirðinga hf., ís- húsfélag Bolungarvíkur og Hraðfrystihús Flateyrar hf. Fljótlega bættust svo átta frystihús til viðbótar í hópinn og gerðust stofnendur SH. Þrátt fyrir allt umrótið í sjávarútveginum á fslandi kemur í ljós, að nokkur þess- ara fyrirtækja eru enn í fisk- vinnslu, þar af eru fjögur enn framleiðendur hjá SH með fulla félagsaðild, en það eru íshúsfélag ísfirðinga, Miðnes í Sandgerði, Hraðfrystihús Ólafsfjarðar og íshúsfélag Bolungarvíkur sem nú heitir reyndar Einar Guðfinnsson hf. Ekki leið á löngu áður en fleiri frystihús bættust í hóp SH-fyrirtækjanna og þar á meðal Hraðfrystihúsið í Hnífsdal og Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. á ísafirði, en einn af starfsmönnum Norður- tangans, Guðmundur M. Jónsson, á einmitt álíka starfs- aldur að baki í þessari grein og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. í dag er Sölumiðstöðin stærsta útflutningsfyrirtæki landsins með um fjórðung alls útflutnings og um 70 framleið- endur á sínum snærum. Verð- mæti afurðanna nam tæpum 20 milljörðum króna árið 1991. Jón Páll Halldórsson framkvæmdastjóri mátar svuntu á Finnboga Hermannsson útvarpsstjóra Svæðisútvarps Vestfjarða. í tilefni afmælisins var starfsfólki boðið til veislu í frystihúsum SH um land allt. Veislan var að því leyti óvenjuleg að afmælisbarnið færði gjafirnar. Um 5.500 af- mælispakkar voru sendir til starfsfólks 70 frystihúsa og annarra framleiðenda víð- svegar um land. Starfsfólk SH í Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi, alls um 700, fengu einnig gjafir sendar. Innihald pakkanna er hugsað sem tákn- ræn gjöf, eða eins og segir í skilaboðum SH á öskjunum: „Samstarf okkar er mikilvægt og það viljum við þakka. Öll erum við hlekkir í keðju, sem gerir fiskinn okkar að verð- mætri vöru. Störfin eru mörg og heima bíða eldhúsverkin að kvöldi dags. Þau verða auð- veldari, þegar rétt er að staðið. Til þess er smágjöfin ætluð. Hún er tákn um verks- vit okkar beggja, passar á flesta heima og gerir samstarf- ið í eldhúsinu virkara". Þegar starfsfólkið í kaffi- salnum í Norðurtanganum opnaði sína pakka kom í ljós forláta eldhússvunta og spil. Og til að sannreyna það sem stóðu utan á, að þetta passaði á flesta, þá stóð Jón Páll Hall- dórsson upp og hnýtti svuntu á Finnboga Hermannsson út- varpsstjóra Svæðisútvarps Vestfjarða \tið góðar undir- tektir viðstaddra. HK Guðmundur M. Jónsson fyrir miðri mynd ásamt starfsmanni og framkvæmdastjóra Norðurtangans. Starfsstúlkur Norðurtangans með afmælispakkana sína. Gönguhrólfar í Holta- hverfí á laugardag GÖNGUHRÓLFAR hinir isfirsku verða enn á ferðinni á laugardaginn (hlaupársdag) — ef veður leyfir, vel að merkja. Nú verður gengið um Holtahverfið og ef til vill eitthvað fram Dagverðardalinn, undir leiðsögn Guðmund- ar Einarssonar vélstjóra frá Fagrahvammi, sem er flestum kunnugri á þessum slóðum hinna yngri manna. Lagt verður af stað frá Ljóninu kl. 13.30. Allir eru vel- komnir að slást í förina. Jón Þór Jóhannsson sýnir teikningar í Slunkaríki Á LAUGARDAGINN, hlaupársdaginn 29. febrúar kl. 16.00, verður opnuð í Slunkaríki á ísafirði sýning á teikn- ingum Jóns Þórs Jóhannssonar. Á þessari fyrstu einka- sýningu Jóns Þórs verða um 40 smáteikningar, gerðar undanfarin tvö ár. Teikningarnar eru gerðar að mestu með tússi. Ýmist eru þær stakar eða þeim raðað saman í myndasögur og þemaraðir. Slunkaríki er opið í viku hverri frá fimmtudegi til sunnu- dags kl. 16-18. Sýningu Jóns Þórs lýkur sunnudaginn 15. mars. Kúttmagakvöld í Félags- heimilinu í Hnífsdal Árlegt kúttmagakvöld Lionsklúbbs ísafjarðar verður haldið í Félagsheimilinu í Hnífsdal laugardaginn 29. febrúar. Húsið verður opnað kl. 19.00. Rútuferðir verða til og frá Félagsheimilinu og verður ekið hefðbundna strætisvagnaleið. Lagt verður af stað úr Stórholti kl. 18.45. Þeim sem ekki hafa þegar skráð sig er bent á að hafa samband: Ernir Ingason, s. 3696, vs. 3744. HeiðarGuðmundsson, s. 3277, vs. 3211. Kristinn Haraldsson, s. 4740, vs. 4758. Magnús Guðmundsson, s. 4046, vs. 3611. Öllum fullveðja karlmönnum er heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir. Lionsklúbbur ísafjarðar. Rafþjónusta Raftækjasala Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki SALA & ÞJONUSTA © PÓLLINN HF. Verslun 3092

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.