Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 2
lVESTFIRSKA! 2 } Fimmtudagur 9. apríl 1992 lVESTFIRSKA' Vestfirska fréttablaðið kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blað- inu er dreift án endurgjalds. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, (safirði, simi (94)-4011, fax (94)-4423. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, (safirði, heimasimi (94)-4446. Blaðamaður: Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, Isafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: (sprent hf. Aðal- stræti 35, Isafirði, 94-3223. Leiðari: Leynimakk bæjaryfírvalda Bæjaryfirvöld á Ísafíröi hafa verið seinheppin i samskiptum sínum viö fjölmiðla að undanförnu, og reyndar oft áður á umliðnum'árum og áratugum. Það virðist ekki bundið við persónur þær sem nú eru þar í forsvari, heldur virðist það öllu fremur loða við staðinn. Þegar eitthvað fréttnæmt hefur verið á seyði hafa menn ákveðið að gera jafnvel hin ómerkilegusíu mái að „trúnaðarmálum" og neitað að gefa upplýsirtgar. Slíkt skapar ekki trúnað og góðvilja fjölmiðla eða ann- arra, heldur þvert á móti. Þetta hefur áhrif á fréttaflutning, þar sem fréttamenn reyna að geta í eyðurnar. Þetta veldur tortryggni fjölmiðla og almennings gagnvart kjörnum fulitrúum og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum I þágu bæjarbúa. Bæjarstjórn og starfsmenn kaupstaðarins eru þjónar umbjóðenda sinna. Eigendur fyrirtækisins eru bæjarbúar sjálfir. Þeir eiga heimt- ingu á upplýsingum og fréttum af gangi mála. Hins vegar er svo alls konar klúbbastarfsemi í gangi út um allan bæ og einkafyrírtæki og félög sem engan varðar um nema klúbbfélaga og eigendur. Menn verða að greina á milli einkamála, klúbba og einkafyrirtækja annars vegar og opinberrar starfsemi bæjarfélagsins sem þeim er trúað fyrir hins vegar. Fyrir skömmu var auglýst laust til umsóknar opinbert starf aðal- bókara ísafjarðarkaupstaðar. Ellefu sóttu um og greindi bæjaryfir- völd á um ráðningu. Ákveðið var að nöfn umsækjenda væru „trúnað- armál“ sem innvígðír fengju einirað vita. Jafnvel þeir bæjarfulltrúar, sem ekki eiga setu í bæjarráði, fengu ekki að vita nöfnin. Þó er það hlutverk þeirra að ráða í starfið. Vestfirska fréttablaðið bað um nöfn umsækjenda, en fékk þau svör að nöfnin væru „trúnaðarmál" sem kæmu engum við nema umsækjendum sjálfum og fáeinum útvöldum. Blaðið varð sér samt úti um nötnin eftir öðrum leiðum og birti þau, og þar sáu bæjarfulltrú- ar, sem um málið áttu að fjalla, nöfnin í fyrsta sinn. Stundum, þegar fólk sækir um stöður, þá óskar það nafnleyndar, sem oftast er virt, þó ekki sé það nein skylda. Vestfirska birti öll ellefu nöfn umsækjendanna, þrátt fyrir að munnmæli hermdu að einhverjir hefðu ef til vill óskað nafnleyndar. Það gerði blaðið vegna þess að ekki lá fyrir með vissu hvort eða hverjir hefðu óskað hennar. Það gerði blaðið vegna þess að ekki fengust upplýsingar frá. réttum aðilum. Við nefnum þetta tiltekna atvik sem dæmi um fjölda venjulegra mála sem eru, og hafa verið, til afgreiðslu hjá bæjarstjórn í safjarðar. Flestar ef ekki allar opinberar stofnanir sem fjölmiðlar hafa sam- band við í hliðstæðum dæmum gefa þær upplýsingar sem óskað er eftir. Enda eru undantekningar ekki margar frá þeirri venju, nema um sé að ræða viðkvæm mál sem snertaeinstaklinga, t.d. niðurfell- ingu opinberra gjalda á öryrkjum, ellilífeyrisþegum eða málefni ógæfufólks. Einnig er viðhöfð leynd þegar um misferli manna I opinberum stöðum er um að ræða og rannsókn á viðkvæmu stigi. En þegar niðurstaða fæst, er hun opinber. Bæjaryfirvöld á ísafirði ættu að endurskoða hug sinn til fjölmiðla og upplýsi ngaskyldu til þeirra og almennings. Það er skylda þessara manna að greina á milli klúbbastarfsemi sinnar og félagslífs úti um allan bæ og trúnaðarstarfa sinna fyrir okkur bæjarbúa. Það er mál til komið að leynimakki þeirra linni og þeir taki störf sín alvarlega. Annars verður þeim ekki treyst. -GHj./HÞM. Grafík í Slunkaríki Á laugardaginn, 11. hann þátt í samsýningum í apríl kl. 16, verður opnuð þeim félagsskap á sínum sýning á grafíkmyndum tíma. Hann hefur síðan eftir Pieter Holstein í verið í nánu sambandi við Siunkaríki á fsafirði. íslenska myndlistarmcnn í Myndirnar eru fengnar að Amsterdam og hér heima. láni úr safni Péturs Arason- Verk Piéters vega ar í Faco. þyngra en margur hyggur, Pieter Holstein er Hol- þegar þróun íslenskrar lendingur, fæddur árið myndlistar á síðustu tveim- 1934. Tengsl hans við ís- ur áratugum er skoðuð. lenska myndlist hófust á Slunkaríki er opið kl. sjöunda áratugnum í gegn- 16.00-18.00 fimmtudaga til um SÚM-hópinn, og tók sunnudags. Fagranesið leigt til Færeyja? Djúpferjan Fagranes mun að öllum líkindum hefja ferju- siglingar í Færeyjum fljótlega. Leigusamningur hefur verið gerður við færeysku land- stjórnina og verður lagður fyrir hana í dag, fimmtudag. Ef hann verður staðfestur heldur skipið til Færeyja ann- an páskadag og kemur aftur til ísafjarðar kl 10 19. júní n.k. og fer í fyrstu Hornstranda- ferðina kl. 14 sama dag. Að sögn Kristjáns K. Jónas- sonar, kraftaverkamanns og framkvæmdastjóra Hf. Djúp- bátsins, mun skipið leysa af færeyskar bílaferjur, sem eru að fara í klössun. Skipið mun þjóna Færeyingum í tvo mán- uði og sigla milli Þórshafnar og Skálafjarðar, þar eru þrír viðkomustaðir. „Á skipinu verður færeysk áhöfn að öðru leyti en skipstjóri og vélstjóri Hjalti M. Hjaltason skipstjóri. munu vera á skipinu. Ég tek upp á að leigan sé góð og samningarnir góðir fyrir okkur ef af verður. Þetta verður endanlega Ijóst í dag. Við bíð- um eftir samþykki Lands- tjórnarinnar. Gamli báturinn er tilbúinn í Djúpferðirnar. Hann er búinn að þjóna Djúp- inu í 28 ár. Hann fór síðustu ferð í Djúpið í október. Það eru ekki komnar neinar bíla- bryggjur og við höfum ekki getað nýtt nýja skipið í bíla- flutninga vegna þess og fyrir- sjánlegt er að skipið verður komið frá Færeyjum áður en bryggjurnar verða komnar" sagði Kristján í viðtali við Vestfirska. Kristján sagði að áhugi væri hjá erlendum aðilum að kaupa nýja skipið fyrir mjög gott verð. „En okkar stefna er að selja þetta skip alls ekki, því við gerum ekki ráð fyrir að fá nokkurs staðar jafn gott skip á svipuðu verði og við fengum þetta“, sagði Kristján að lokum. -GHj. Börn Halldóru til London í boði Flugleiða Flugleiðir hafa boðið börnum Halldóru Ingólfsdóttur til London þar sem þau munu dvelja hjá móður sinni um páskana. Halldóra er sem kunnugt er Isfirðingur og hefur beðið í London eftir læknisaðgerð þar sem skipt verður um hjarta og lungu í henni. Mun það vissulega veita fjölskyld- unni gleði og ánægju að geta verið saman um páskana. í gær fóru fimm barnanna til Reykjavíkur frá ísafirði með Flugleiðavél, en eitt þeirra ók suður í fyrradag. Arnór Jónatansson, umdæmis- stjóri Flugleiða á Vestfjörðum, afhenti hörnunum flugmiðana til London rétt fyrir brottför vélarinnar. Hér á myndinni eru Arnór Jónatansson og börn Halldóru í tröppum Flugleiðavélarinnar við brottförina. Talið frá vinstri eru: Ingólfur, Erna Björk, Guðbjörg, Inga Helga og Elísabet. Á myndina vantar Björgúlf en hann var á leiðinnu suður í bíl. Börnin sögðu í viðtali við Vestfirska að þau væru Flugleiðum afar þakklát fyrir hið rausnarlega boð og hlökkuðu mikið til þess að hitta móður sína. -GHj. STORKOSTLEG RÝMINGARSALA Allar vörur á afslætti Verslunin lokar 18. apríl ’92 Opið kl. 10-12 og 14-18 Opið kl. 10-14 laugardaga AÐALSTRÆTI20 — SÍMI 4550 Sparisjóður Súöavíkur 20 ára Sparisjóður Súðavíkur verður 20. ára n.k, laugardag 11. apríl.. Af því tilefni býður Sparisjóðurinn alla viðskipta- vini og velunnara velkomna í kaffisamsæti sama dag kl 15:30 í kaffisal Frosta hf. í Súðavík. Aðalfundur Sparisjóðsins verður haldinn kl 14:00 sama dag. Sparisjóðsstjóri er Ragn- ar Jörundsson. -GHj. JR VIDEO Nýjarmyndir í hverri viku WITH 4 FRIENDIIKÍ EDDIt, WH0 NfEDS ENEMIES! Homer & Eddie Sagan af Homer og Eddie er stórskemmtileg en stundum átakanleg saga um tvo óút- reiknanlega furðufugla sem verða vinir og fara í glanna- legt og ævíntýralegt ferðalag saman sem á eftir að breyta lífi þeirra að eilífu. Terminator 2 Amold Schwarzenegger birt- ist hér aftur í hlutverki vél- mennisins úr framtíðinni. Það eru nærri tíu ár síða þrekraun Söru Connor hófst og nú er John sonur hennar, Ieiðtogi framtíðarinnar, heilbrigður ungur drengur. En martröðin endurtekur sig þegar ný og enn hættulegri tegund tor- tímanda er send aftur í tímann. Verkefni þess er að tortíma John Connor á meðan hann er enn barn. ÓÐINN BAKARI BAKARÍ S 4770 VERSLUN S 4707 AL-ANON Ef þú berð umhyggju fyrir einhverjum sem á við áfengisvandamál að stríða getur AL-ANON leiðin hjálpað þér. Fundir eru á mánudögum kl. 21 í Aðalstræti 42 húsið opnað kl. 20.30.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.