Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 8
8 Hvítasunnukirkjan Komið og hlustið á lifandi boðskap í tali og tónum. Samkomur okkar eru sem hér segir: Sunnudaga: KI. 11.00 Sunnudagaskóli. Kl. 17.00 Almenn samkoma (barnapössun). Fimmtudagar: KI. 20.30 Bænasamkoma. Allir hjartanlega velkomnir - biðjum fyrir sjúkum sérstaklega. Hvítasunnukirkjan. Silfurhúðun Framnesvegi 5, Reykjavík Verðum stödd í Gullauganu þriðjudagogmiðvikudag 14. og 15. apríl. Veitum ráðleggingar varðandi silfur- húðun á gömlum munum. Höfum einnig til sýnis brenndu Iinuna okkar. Arný og Logi. Hópferðabílar Guðna G. Jóhannessonar Hópferðabílar til leigu í styttri og lengri ferðir utan bæjar sem innan. 25, 30 og 45 sæta bílar í boði. Upplýsingar í símum 94-4136 og 985-32714 og hjá Ferðaskrifstofu Vestfjarða símar 3457 og 3557. SOLUFOLK Sölufyrirtæki af Norðurlandi óskar eftir sölufóiki á ísafirði. GÓÐ VARA NÆG VINNA GÓÐ SÖLULAUN Umsóknir léggist inn til Vestfirska, Aðalstræti 35, ísafirði, pósthólf 116, þar sem komi fram nafn, sími, aldur og fyrri störf, §Sjávarútvegsstefnan og Evrópumál Opinn fundur í Kratahöllinni, ísafirði, sunnudag- inn 12. apríl kl. 16.00. Þröstur Ólafsson aðstoðarmaður utanríkisráð- herra og formaður nefndar ríkisstjórnarinnar um endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar, ræðir stjórnmálaviðhorfið með skírskotun til sjávarút- vegs- og Evrópumála. Allir velkomnir. Alþýðuflokksfélögin á norðanverðum Vestfjörðum. Fimmtudagur 9. apríl 1992 Tónlist í dymbilviku: •• Fyrstu einleikstónleikar Guðrúnar Onnu Tómas- dóttur, sonardóttur Jónasar heitins Tómassonar tónskálds og bóksala á Isafírði í dymbilviku (öðru nafni kyrruviku, vikunni næstri á undan páskaviku) cr mikið um að vera á öllum sviðum mann- lífsins á ísafirði. Það gildir einnig um tónlistarlífið. Fram- lag Tónlistarfélagsins að þessu sinni eru tónleikar með ungum píanóleikara af ísfirskum ættum, sem nú er að stíga sín fyrstu spor sem einleikari. Það er Guðrún Anna Tóm- asdóttir (sonardóttir Jónasar heitinsTómassonar tónskálds, organista og bóksala), en hún heldur píanótónleika í sal Grunnskólans á Isafirði mið- vikudagskvöldið 15. apríl kl. 20.30. Guðrún Anna er fædd í Reykjavík árið 1962 og hóf snemma nám í píanóleik við Barnamúsíkskólann í Reykja- vík. Hún var nemandi Stein- unnar Steindórsdóttur (móður Jóns Sigurpálssonar safna- varðar á Isafirði), uns hún fór í Tónlistarskólann í Reykja- vík, þar sem hún naut leið- sagnar Margrétar Eiríksdótt- Guðrún Anna Tómasdóttir píanóleikari. ur. Guðrún lauk burtfarar- prófi vorið 1985 og dvaldist síðan einn vetur við fram- haldsnám í Lyon í Frakklandi. Þá fluttist hún til Hollands og hefur síðan stundað tónlistar- nám við Sweelinck í Amster- dam, þaðan sem hún lýkur píanókennaraprófi í vor. Aðalpíanókennari hennar þar hefur verið Willem Brons, sem kenndi á hinu velheppn- aða Sumarsólstöðunámskeiði á ísafirði sl. sumar, en hann var einnig aðalkennari ísfirsku píanóleikaranna Margrétar Gunnarsdóttur og Vilbergs Viggóssonar. Guðrún Anna hefur tekið þátt í fjölda tónleika sem með- leikari söngvara og hljóðfæra- leikara, en þetta eru fyrstu einleikstónleikar hennar. A efnisskránni eru verk eftir Bach, Haydn, Chopin, Fauré, Skrjabín og Moszkowski. Að- göngumiðar eru seldir við inn- ganginn, en nemendur Tón- listarskólans tvítugir og yngri fá ókeypis aðgang eins og að öðrum tónleikum Tónlistar- félagsins. Sjávarútvegsráðuneytið hafnar umskipun rækju á Isafirði „Nýju lögin afturför frá þeim gömlu“, segir Gunnar Jónsson skipamiölari Skipaafgreiðsla Gunnars Jónssonar á Isafirði sótti um leyfi til Sjávarútvegsráðuneyt- isins fyrir norska rækjuveiði- skipið Jan Mayen til að koma til ísafjarðar dagana 13. eða 14. apríl n.k. og losa 130-140 tonn af fullunninni Japans- rækju til áframhaldandi flutn- ings til Japan. Um er að ræða afla sem veiddur er á Dohrn- banka, handan miðlínu milli Grænlands og íslands. Fyrir nokkrum árum veitti Gunnar Jónsson mikla þjónustu græn- lenskum rækjuskipum sem umskipuðu rækju til Dan- merkur um Isafjarðarhöfn. Sú þjónusta færðist svo til Hafnarfjarðar af ýmsum ástæðum. Sj ávarútvegsráðuneytið neitaði að veita leyfi til um- skipunar rækjunnar úr Jan Mayen á þeirri forsendu, að ljóst sé „að rækja sú sem sótt er um heimild til löndunar á, er veidd úr stofni sem sameig- inlegur er með Islandi og Grænlandi. Ennfremur að ekki hefur tekist samkomulag milli landanna um nýtingu þess stofns", eins og segir í bréfi ráðuneytisins. Gunnar Jónsson sagði í við- tali við Vestfirska að neitunin hefði komið sér mjög á óvart. Hann hefði haldið að Alþingi hefði með nýjum lögum um rétt til veiða í efnahagslögsögu íslands liðkað fyrir því að erlend skip gætu landað afla sínum á fslandi og þar með aukið viðskipti. Þrátt fyrir ákvæði laganna sem getið er í bréfi ráðuneytisins sem ástæðu neitunar handa Jan Mayen, væri sjávarútvcgs- ráðherra heimilt að víkja frá ákvæði þeirrar málsgreinar. „Fessi lög eru greinilega afturför frá gömlu lögunum frá 1922. í nýju lögunum hefur enn ekki verið tekin afstaða til þess, í hvaða tilvikum megi víkja frá banninu. Á sama tíma er verið að leyfa græn- lenskum skipum að landa í Hafnarfirði. Þetta er þversögn. Þeir ná ekki sam- komulagi við Grænlendinga um rækjuveiðar úr sameigin- legum stofni en leyfa þeim samt að landa, en ekki Norð- mönnum sem veiða úr sama stofni. Þjónustufyrirtæki á Isa- firði tapa miklu á þessu dæmi með Jan Mayen. Skipið hafði pantað kost hér fyrir um 800 þús. til 1 miljón króna. ísa- fjarðarhöfn missir tekjur upp á 200 þús. kr. a.m.k. Þetta eru innkomugjöld fyrir skipið og aflagjald og vörugjald. Svona mætti lengi telja. Skip þurfa ol íu. vatn og viðge rði r svo það getur tapast mikið á hverju skipi sem við missum. Jan Mayen siglir nú til Noregs með aflann. Það skondnasta við þetta allt er það, að þetta sem menn voru að tala um að breyta til þess að meiri við- skipti næðust til íslands, það virðist ekki hafa náð fram að ganga með nýju lögunum. Þau eru jafnvel verri en gömlu lögin, og það er aðalatriðið", sagði Gunnar. Vestfirska tekur undir með Gunnari, að það getur ekki gengið að þjónustufyrirtæki hér í bænum skuli missa miljónatekjur á því þröngsýn- issjónarmiði að banna er- lendum skipum að umskipa afla. Það verður að marka af- stöðu strax til þess, í hvaða til- vikum sé heimilt að víkja frá banninu. -GHj. Gunnar Jónsson skipamiðlari í símanum. Næstu sýningar hjá LL Ættarmótið, 3. sýning föstudag 10/4 og 4. sýning sunnudag 12/4 í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Sýningarnar byrja kl. 20.30. SJÁUMST! Litli leikklúbburinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.