Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 1
MKMKUDAGUR 13. MAÍ 1992 13. TBL. 18. ÁRG. SIMI944011 Rafþjónusta Raftækjasala Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki Sauðburður er hafinn af fullum krafti á Ströndum. Þeg- ar blaðamaður var þar á ferð um helgina leit hann í fjárhús- in hjá Guðbirni Jónssyni, bónda á Broddanesi, og tók þessa mynd af nýborinni á. Ærin karar lamb og annað ný- borið er aftan við hana og skömmu síðar bar hún þriðja lambinu. Sagði Guðbjörn bændur fá lítinn svefn næsta mánuðinn því þeir þyrftu að vaka yfir sauðburðinum. Ef það væri ekki gert sam- viskusamlega lánaðist burður- inn ekki vel. SALA & ÞJONUSTA PÓLLINN HF. Verslun ‘S13092 Þessa sögulegu mynd tók Hörður Kristjánsson á ísafjarðarflugvelli á laugardaginn: Síðasta Fokker F-27 vél Flugleiða í síðustu áætlunarferð sinni út á land. Framan við vélina stendur þriggja manna áhöfn hennar með hlómvendi ásamt þremur starfsmönnum Flugleiða á Isafirði. Frá vinstri: Björgvin Björgvinsson, Þorsteinn Guðmundsson flugmaður, Kristján Harðarson flugstjóri, Sturla Bragason flugþjónn, Finnbogi Sveinbjörnsson og Guðmundur Stefánsson. Frónfari, síðasta Fokker F 27 flugvél Flugleiða, lauk þjónustu sinni í innanlands- fluginu síðastliðinn iaugardag. Vélin lenti á Isafjarðarflug- velli flmmtán mínótur yfir flmm síðdegis, og síðan fór hún einn hring í kveðjuskyni í lágflugi yfir kaupstaðinn og flugbrautina, þegar hún hélt á brott um sexleytið. Frónfari er sú vél Flugleiða af Fokker gerð, sem lengst hefur þjónað í innanlandsflug- inu. Nú eru liðin nær þrjátíu ár frá því að vélin fór í sína fyrstu áætlunarferð, og að sögn Flugleiðamanna á hún að baki um sex lendingar að með- altali á dag þessi þrjátíu ár. Flugstjóri í þessari síðustu áætlunarferð Frónfara var Sauðburður hafínn af fullum krafti á Ströndum FULL BUÐ AFHJOLUM — ALDREIBETRA VERÐ — Gott úrval af varahlutum JFE Byggingaþjónustan Bolungavík Sími 7353 Flonum til aðstoðar á Fokk- ernum á laugardaginn var Þor- steinn Guðmundsson flug- maður ásamt Sturlu Bragasyni flugþjóni. Við brottförina frá ísafirði færðu starfsmenn Flugleiða á Isafirði áhöfninni blómvendi, en áhöfnin kvaddi með því að fljúga einn hring í lágflugi yfir kaupstaðinn og flugvöllinn. Tuttugu og fimm farþegar voru með vélinni í þessu síð- asta flugi til Rcykjavíkur, cn þar fer hún í nokkurra daga skoðun. Þaðan verður síðan flogið til Hollands, en Fokker verksmiðjurnar taka hana sem greiðslu upp í kaupin á nýju vélunum. Og þeir flugu lágflug yfir völl- inn í kveðjuskyni. Kristján Harðarson sem þekk- ir vel til staðhátta vestra, enda alinn upp ef svo má segja, hjá flugfélaginu Erni á ísafirði. Einkum ferða- málin á næstunm — segir Gunnar Jóhannsson, nýkjörinn formaður Fjórðungssambands Y estfirðinga Þing Fjórðungsambands Vestfirðinga var haldið á Isafirði nú um síðustu helgi. Formaður FV var kjörinn Gunnar Jóhanns- son, hreppsnefndarmaður á Hólmavík. Vestfirska hafði samband við Gunnar og spurði hann um verkefni Fjórðungssambandsins í náinni framtíð. „Það eru þessi verkcfni sem við höfum vcrið að vinna að og ferðamálin sem við komum til með að styrkja. Við ákváðum á þinginu að styrkja Ferða- málasamtök Vestfjarða við að ráða ferðamálafulltrúa. Það er verkefni sem tekur æði mikið af fjármunum Fjórðungssambandsins. Atvinnuráðgjafi er inni á okkar verkefnalista líka og við munum hugsanlega taka við rekstri hans. Þetta eru mál sem við eigum eftir að semja um við Byggða- stofnun. Það standa fyrir dyrum miklar breytingar í sveitar- stjórnarmálum á Vest- fjöröum, og reyndar land- inu öllu, og þá helst sam- einingarmál sveitarfélaga. Eg reikna með að Fjórð- ungssambandið komi til með að starfa mikið að þeim. Þetta eru helstu mál sem unnið verður að. Önnur hefðbundin mál eru þau að viö komutn fram fyrir sveitarfélögin á svæð- inu“, sagði Gunnar. Varðandi það hvort tímabært væri að leggja Fjórðungssambandið Nýkjörinn formaður, Gunnar Jóhannsson, á tali við Eirík Finn Greipsson í þinghléi á laugardaginn. niður, eins og hefur verið í umræðunni, sagði Gunnar: „Það tel ég engan vcginn. Ef sameinað verður á þessu svæði þá fækkar sveitarfé- lögum verulega og ein- ingarnar verða stærri. Þau þurfa samt sem áður að hafa sér einhvern samnefn- ara til að koma fram út á við fyrir þeirra hönd. Eg held að enginn sé betur til þess fallinn en Fjórðungs- sambandið." Aðspurður um hvernig honum litist á að takast á við formennskustarfið, sagði Gunnar: „Eg er hræddur um að þetta geti orðið dálítið erfitt en ég hlakka til þess að takast á við þetta verkefni. Egreyni að gera mitt besta þessi tvö ár sem ég er kjörinn til for- mennsku í Fjórðungssam- bandi Vestfirðinga.“ -GHj. Síðasti gamli Fokkerinn kveður — lauk ferli sínum í innanlandsfluginu sl. laugardag eftir nær 30 ára dygga þjónustu -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.