Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.05.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 20.05.1992, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1992 14. TBL. 18. ÁRG. SIMI944011 Þessa mynd tók Fríða Albertsdóttir af börnunum í Bakkaskjóli í Hnífsdai á mánudagsmorguninn. Þá var hjóladagur hjá unga fólkinu og lögreglan mætt á staöinn til að veita börnunum innsýn í umferðareglurnar. Auk barnanna á myndinni má sjá, frá vinstri, Sigrúnu Sigurðardóttur starfsmann á Bakkaskjóli, Sigrúnu Sigurðardóttur lögregluþjón og Sigrúnu Sigurðar - nei, Baldur Hreins- son lögregluþjón. „Steinavör“ við Stað á Reykjanesi Eitt af því sem stjórn- völd lofuðu að beita sér fyrir, þegar hrepparnir í Austur-Barðastrandar- sýslu voru sameinaðir í nú- verandi Reykhólahrepp hinn nýja fyrir nokkrum árum, var að bæta sam- göngur í héraðinu og við héraðið. Hreppsnefnd lagði á það áherslu á fund- um með fjárveitinganefnd Alþingis síðustu ár, að byrjað yrði á hafnarfram- kvæmduin á Reykjanesi, og þá fyrst við Árbæ og Stað, en síðan í Karlsey. Þetta kemur fram í frétta- bréfi Reykhólahrepps, en Bjarni P. Magnússon sveit- arstjóri annast útgáfu þess. Síðan segir í bréfinu: „Við höfum nú eignast góða höfn við Árbæ og Stað og er hún nefnd í höfuðið á Aðalsteini verk- stjóra Hafnamálastofnun- ar, Steinavör. Upphafleg kostnaðaráætlun Steina- varar var um 10 milljónir króna. Allt bendir nú til að lokakostnaður verði 7 milljónir króna. Þaðergott að vita af því að fjárveit- ingavaldið er okkur hlið- hollt og vill efna gömul loforð, vonandi að fram- hald verði á og að við í Reykhólahreppi fáum að ferðast innan hreppsins eins og aðrir íbúar landsins fá í sínum sveitum.“ Barmahlíð erfir Sparisjóð Reykhólahrepps Barmahlíð, dvalar- heimili aldraðra á Reyk- hólum, fékk fyrir nokkru höfðinglega gjöf frá fyrrum Sparisjóði Reykhóla- hrepps. Gjöfin cr andvirði eftirstöðva eigna sjóðsins við slit hans. Ákveðið var að nota peningana til þess að Ijúka við neðri hæð hússins. Það voru síðustu stjórnendur sjóðsins, þeir Jens Guðmundsson á Reykhólum, Jón Þórðar- son í Árbæ og Sveinn Guðmundsson á Miðhús- um sem ákváðu að ráðstafa fjármunum sjóðsins með því að færa Barmahlíð þessa höfðinglegu gjöf. Annars er það að segja af málefnum Barmahlíðar, að fjárhagsvandi heimilis- ins er nú loks leystur, fyrir tilstilli tveggja ráðherra í samráði við hrcppsnefnd. Sighvatur Björgvinsson úr- skurðaði um kostnaðar- hlutdeild Framkvæmda- sjóðs aldraðra, þannig að unnt er að Ijúka fram- kvæmdum, en Jóhanna Sigurðardóttir beitti sér fyrir aukinni hlutdeild Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga í rekstri félagsþjón- ustu hreppsins. — Fermingar í Holtskirkju í Önundarfirði, sunnudaginn 31. maí 1992 kl. 14.00. Prestur sr. Gunnar Björnsson: Björg Bjarnadóttir, Ytri-Veðrará. í Flateyrarkirkju, hvítasunnudag 7. júní 1992 kl. 11.00. Prestur sr. Gunnar Björnsson: Gunnlaugur Geir Pétursson, Brimnesvegi 28. Helga Ósk Eggertsdóttir, Eyrarvegi 11. Sjöfn Guðmundsdóttir, Drafnargötu 11. í Þingeyrarkirkju, hvítasunnudag 7. júní 1992 kl. 14.00. Prestur sr. Gunnar Björnsson: Auður Lilja Davíðsdóttir, Aðalstræti 39. Ásgeir Jónsson, Brekkugötu 36. Eyrún Harpa Hlynsdóttir, Hrunastíg 1. Gestur Magnús Magnússon, Hlíðargötu 44. Oddný Sigríður Kristjánsdóttir, Hrunastíg 2. ÓlafurÁrni Mikaelsson, Vallargötu 10. Særún Lind Barnes, Sveinseyri. í Kirkjubólskirkju í Valþjófsdal, annan hvítasunnudag 8. júní 1992 kl. 14.00. Prestur sr. Gunnar Björnsson: Eyþór Guðmundsson, Kirkjubóli í Valþjófsdal. Tónlistarskóla ísafjarðar slitið annað kvöld Lokahátíð og skólaslit Tónlistarskóla ísafjarðar verða í hátíðasal Grunnskól- ans á Isafirði annað kvöld, fimmtudagskvöldið 2I. maí, og hefst athöfnin kl. 20.30. Fjölbreyttur tónlistarflutn- ingur nemenda og kennara verður á dagskránni, auk þess sem Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri og Úlfar Ágústsson formaður Tónlistarfélags ísa- fjarðar flytja ávörp. Aðal- verðlaun skólans eru veitt af Hraðfrystihúsinu Norður- tanga hf. eins og verið hefur í fjölda ára, og nú verða í fyrsta sinn veitt hin nýstofnuðu verð- laun ísfirðingafélagsins í Reykjavík í minningu Birnu Eyjólfsdóttur. Margar aðrar viðurkenningar verða veittar. Tónlistin sem flutt verður er m.a. eftir Vivaldi (Veturinn úr ,,Árstíðunum“), Jónas Tómasson, HjálmarH. Ragn- arsson, Dvorák, Bononcini og Brahms (hinar ungversku listakonur Beáta Joó og Zsuzsanna Budai leika ung- verskan dans). Wolfgang Tretzsch stjórnar almennum söng og einnig stjórnar hann barnakór Tónlistarskólans sem syngur nokkur lög. Allir velunnarar skólans eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Rafþjónusta V E G G F / 0 Ð U R Pensillinn BYGGINGAVÖRUVERSLUN Mjallargötu 1, ísafirði - Sími 3221 Yfir 1000 gerðir af veggfóðri og fjöldinn allur af efnum í stíl, t.d. í gardínur, sængursett, púða o.fl. Þá er hægt að fá tilbúin sængursett fyrir börnin í stíl við veggfóðrið og veggfóðurs- borðana. Láttu sjá þig strax í dag. SÝNING 22. OG 23. MAÍ Föstudaginn 22. maí frá kl. 16 til 19 og laugardaginn 23. kl. 10 til 16 verður sýning á veggfóðri og efnum í versluninni LÁTTU SJÁ ÞIG! VEGGFÓÐUR ER í TÍSKU VEGGFOÐRA RINN VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI V E G G F / 0 Ð U R Raftækjasala Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki SALA & ÞJÓNUSTA PÓLLINN HF. Verslun a 3092

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.