Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.05.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 20.05.1992, Blaðsíða 7
tVESTFIRSKA' Miðvikudagur 20. maí 1992 7 Aðalfundur Hótels ísafjarðar fyrir árið 1991: Heildartekjur jukust um 32% frá árinu 1990 — loksins umtalsverður hagnaður af rekstri Hótelstjórarnir á Hótel ísaflrði, Áslaug S. Alfreðsdóttir og Ólafur Örn Ólafsson. Þau tóku við stjórnartaumunum í árshyrj- un 1989 og hafa því veitt Hótel Isafirði forstöðu nokkuð á fjórða ár. Á þeim tíma hefur reksturinn tekið algerum stakkaskiptum, bæði að því sem snýr að viðskiptavinum og einnig hvað afkomu snertir. Árið 1991 varð Hótel ísa- firði mjög hagstætt. Heildar- tekjur voru tæplega 84 millj- ónir, sem er 32% hækkun frá fyrra ári, en það er langt um- fram verðlagsþróun. Árið 1990 var tekjuaukning aftur á móti svipuð og almenn verð- lagsþróun það ár. Hagnaður af rekstri á síðasta ári var 4.7 milljónir króna, en árið 1990 var hann um eitt hundrað þús- und krónur. Segja má að hagnaður hafi verið af rekstri í fyrsta sinn á síðasta ári frá því að núverandi hótelstjórar tóku við Hótel Isafirði. Veru- legur rekstrarbati hefur þó verið síðustu þrjú ár. Þetta kom fram á aðalfundi Hótels Isafjarðar, sem haldinn var sl. miðvikudag. Hérverða rakin helstu atriði úr árs- skýrslu og reikningum hótels- ins. Mjög mikið var unnið að viðhaldi á Hótel ísafirði á síð- asta ári, eða fyrir um 6 milljón- ir króna. Nauðsynlegri við- haldsvinnu er engan veginn lokið og má einnig á þessu ári gera ráð fyrir töluverðum út- gjöldum. Hluta af þessu við- haldi má rekja til þess hversu lítið var unnið að viðhaldi í mörg ár. Hlutfallsleg lækkun varð á öllum kostnaðarliðum rekstr- arreikningsins, nema í við- haldi vegna þess sem að fram- an greinir. Mestur bati varð í hráefnisnýtingu. Á árinu tókst að lækka vaxtagjöld verulega, en þau hafa lækkað úr tæpum 40% af veltu 1989 í 13% af veltu 1991. Niðurstöður rekstrarreikn- ings eftir afskriftir og vexti 1991 sýndu tap að upphæð 6,4 milljónir króna, en sú tala lækkaði úr 11,8 milljónum króna árið 1990. Þessi rekstrarbati nægir ekki til að reksturinn í heild skili hagn- aði, og er það mjög miður, því að varla má gera ráð fyrir að tekjuaukning verði jafn- mikil á þessu ári og hún var árið 1991. Á árinu tókst að auka hluta- fé í Hótel ísafirði um tæpar fjórar milljónir króna. Mikilvægt er talið að halda áfram á þeirri braut að auka hlutafé hótelsins og lækka skuldir, þannig að reksturinn sé í viðunandi horfi. Skuldir hótelsins eru óhóflega miklar og mjög ólíklegt að reksturinn geti nokkurn tíma staðið undir þeim. Nýting á gistirými var mun betri en árið áður. Nýting var 46,5% árið 1991 en 36,4% árið 1990. Hótel ísafjörður rak sumarhótel í heimavist Menntaskólans á ísafirði og er það mjög góð viðbót yfir há- annatímann. Hótel ísafjörður rak bæði tjaldsvæðin á ísafirði á síðasta ári. Ráðinn var starfsmaður til að sjá um þrif og eftirlit með svæðunum. Þegar mest var voru yfir 40 tjöld í Tungudal á dag. Tekið var gjald síðari hluta sumars, og gafst það vel. Nú er svo komið að nauðsynlega þarf að bæta tjaldsvæðið í Tungudal. ísafjarðarkaupstaður hefur annast endurbætur, en því miður er ekki gert ráð fyrir neinum framkvæmdum þar í sumar. Bæta þarf tjaldstæðið, tilfinnanlega vantar heitt vatn og að laga grasflatir, svo eitthvað sé nefnt. Tekjuaukning í gistingu var um 50%, og stafar það bæði af miklum viðskiptum vegna einstakra tímabundinna verk- efna og af fjölgun ferða- manna. Auk þess hefur hótel- ið stóran hóp af föstum við- skiptavinum sem nýta sér þjónustu þess. Hluta af tekju- aukningunni má einnig rekja til góðra meðaltekna á her- bergjum. Veitingasala hefur aukist stöðugt og var aukning frá 1990 til 1991 um tæp 20%. Þetta má skýra með mikilli sumarsölu og stöðugri aukn- ingu allt árið, auk þess sem hótelið tók að sér að sinna fleiri verkefnum utan hótels- ins en áður. Ýmislegt er gert til þess að fá fleiri til að fara út að borða, og má í því sam- bandi nefna fjölskyldukvöld, jólahlaðborð, saumaklúbba- kvöld, jasskvöld, skemmti- kvöld og ýmsar uppákomur, steikarhlaðborð, japanskt kvöld og nú síðast lambakjöts- veislu. Allt krefst þetta gífur- legrar vinnu við undirbúning og framkvæmd, þó að það líti kannski sakleysislega út þegar gestir mæta prúðbúnir í salinn. Tekjuaukning í veitingum varð um 22%, og má rekja hana að mestu til fjölgunar seldra máltíða. Kostnaðar- verð á hráefni lækkaði veru- lega sem hlutfall af tekjum frá árinu áður, og má þakka það auknu aðhaldi, árvekni og út- sjónarsemi starfsfólks og betri hráefnisnýtingu. Laun hækkuðu um 20% á milli ára, en eins og í flestum öðrum kostnaðarliðum er það hlutfallsleg lækkun, miðað við veltu. Launahækkunina má rekja til aukinna umsvifa, en með betri nýtingu er hægt að nýta starfsfólk betur, sérstak- lega á dauðasta tíma ársins þegar nauðsynlegt er að hafa kjarna af starfsfólki í vinnu, óháð því hversu margir gest- irnir eru. Mikill stöðugleiki var í starfsmannamálum, og má án efa rekja hluta tekjuaukning- arinnar til þess að stór hluti starfsfólksins er vel þjálfaður og kann vel til verka. Viðhald var verulegt á síð- asta ári, og var stór hluti þess vinna við húsið að utan, bæði vegna þakskemmda og múr- skemmda. Nú í sumar verður haldið áfram að vinna við hús- ið að utan og vonandi verður þeim viðgerðum lokið fljótt og vel. Auk þessa verður á næst- unni nauðsynlegt að fegra um- hverfi hótelsins, laga gang- stéttir, planta trjám, bæta lýs- ingu og fleira til að lífga upp á umhverfið. Innan dyra var aðallega skipt um stóla í öllum veitinga- sölum, enda löngu tímabært, og skipt um húsgögn á skrif- stofu. Auk þess var unnið að ýmsu smávægilegu, svo sem við málningu og þess háttar. MARKAÐSMÁL Mikið hefur verið gert til þess að laða fleiri ferðamenn til Vestfjarða og ísafjarðar. Þetta er mjög tímafrekt starf og skilar sér ekki alltaf strax í fjölgun ferðamanna. Eins og sést á nýtingartölum hótelsins þarf að bæta nýtingu þess verulega. Það er skoðun hótelstjór- anna Áslaugar S. Alfreðsdótt- ur og Olafs Arnar Olafssonar, að mikið vanti á að hagsmuna- aðilar í ferðaþjónustu og í at- vinnulífinu leggi sig fram um að kynna Isafjörð, hvort held- ur er sem ferðamannastað eða sem stað sem býður fjöl- breytta þjónustu við atvinnu- lífið. Breyting þarf að verða í þessum efnum, að þeirra dómi, og hinir fjölmörgu hags- munaaðilar að sameinast um að efla ímynd ísafjarðar. I því efni nefna þau hina fjölþættu starfsemi sem tengd er við höfnina, svo og þau fjölmörgu verkstæði og þjónustufyrir- tæki sem hafa hag af auknum viðskiptum. „Nauðsynlegt er að allir vinni saman til að ná settum markmiðum", segja þau Ólafur og Áslaug. „Til dæmis þarf að útbúa kynn- ingarefni, þar sem gert er átak í því að kynna bæinn og þá atvinnustarfsemi sem er á Isa- firði. Markmið væri að kynna ísafjörð bæði sem þjónustubæ fyrir atvinnulífið og sem ferða- mannastað. Árangur af góðri samvinnu allra sást glögglega á Skíðavikunni í vetur. Isa- fjörður á stórkostlega mögu- leika á því að efla atvinnulíf með myndarlegu átaki í kynn- ingu á þeirri fjölbreyttu þjón- ustu sem í boði er.“ SMÁ LANDROVER Til sölu gamall Landrover. Selst á vægu verði. Uppl. á Vestfirska. GARÐPLÖNTUSALA Sala ágarðplöntum hefst föstudaginn 29. maínk. kl. 14.00. Tré og runnar í miklu úrvali Garðplöntusala Ásthlldar Seljalandsvegi 100, 400 ísafirði Sími 3351 HÚS TIL SÖLU Húseignin Mánagata 3 á ísafirði er til sölu. Tilboð óskast. Nánari uppl. í síma 4659 og 3586. Til styrktar Halldóru Ingólfsdóttur: Halldóra Fngólfsdöttir breytni (og kannski ekki frá Ísafirðí dvelst enn í síður þeim sem vinna einir London og bíður cftir þvi hjá sjálfum sér). Það mun- að fá nýtt hjarta og jungu. ar ekki alla mikið um að Dvölin erekki aðeinserfið, sjáafeinumdaglaunum.en hún er einnig mjög kostn- það munar um slíkt þegár aðarsöm. saman kemur. Framlagiö frá starfsmönnunum þjá Vpstfirska frétti af því, Ágústi og Flosa hf. einum að nú fyrir nokkrum saman reyndist þannig um- dögum tóku starfsmennirn- talsverð, eða kr. 66.750. ir hjá Ágústi og Flosa hf. á Vestfirska fréttablaðið Isafirði sig saman og fékk upplýsingar um spari- ákváðu aðgefaein daglaun sjóðsbók í eigu Halldóru hver til styrktar Halldóru Ingðlfsdóttur í Lands- og börnum hennar. banka íslands á ísafirði. Við segjum frá þessu Bókin er nr. 23730 og þar hér, í þeim tilgangi að það ættu menn að geta lagt inn megi verða starfsmönnum framlög ef þcir telja sig af- annarra fyrirtækja til eftir- lögufæra. Menntaskólanum á ísa- firði vérður slitið á'Sal skól- ans í bóknámshúsinu á Torfnesi á laugardaginn kemur, 23. maí. Athöfnin verður með hefðbundnum hætti. Brautskráðir verða m.a. um 30 stúdentar og auk þeirra nemendur af Öðrum brautum, vélstjórar og fleiri. Tónlístarflutningur við brautskráninguna verður áðallega í höndum nem- enda skólans. Allir eru velkomnir með- an húsrúm leyfir. QÐINN BAKARl BAKARÍ 0 4770 VERSLUN 0 4707 Canon litljósritun ÍSPRENT HF. PRENTSMIÐJA S 94-3223 Stjórn Lífeyrissjóðs Vestfirðinga samþykkti á fundi sínum 13. maí 1992 að lækka vexti af skulda- bréfum sjóðfélaga úr 7,9% í 7% ársvexti frá og með 21. maí 1992.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.