Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.05.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 20.05.1992, Blaðsíða 6
tVESTFIRSKAi 6 1 Miðvikudagur 20. maí 1992 Námskeið fyrir starfs- fólk í þjónustugreinum Ferðamálasamtök Vest- fjarða ákváðu sl. vetur, í sam- vinnu við Farskóla Vestfjarða og Fræðsluráð hótel- og veit- ingagreina, að halda nú í vor námskeið í samskiptum og þjónustu, víðs vegar á Vest- fjörðum. Núþegar hefurverið boðið upp á námskeið á nokkrum stöðum, og nú um síðustu helgi var eitt slíkt hald- ið á Reykhólum. Námskeið sem þessi hafa einnig verið haldin víða annars staðar um landið. Fyrirhugað er að halda námskeið á Isafirði dagana 1.- 3. júní og á Núpi í Dýrafirði dagana 29.-31. maí. Lág- marksþátttaka er þó 10 manns. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að stefnu- mótun í ferðaþjónustu á Vest- fjörðum. Eitt af því sem fram kom í þeirri vinnu var að þjálf- un starfsfólks er mjög ábóta- vant, og því mjög nauðsynlegt að halda námskeið fyrir þá er starfa beint eða óbeint við þjónustu við ferðamenn. Námskeiðið sem er 20 kennslu- stundir er opið öllum. Þar er leitast við að vekja starfsfólk til vitundar um það sem máli skiptir þegar unnið er við þjónustu. Því er tilvalið fyrir þá sem starfa við þjónustu, bæði almennt starfsfólk og stjórnendur, hvort heldur er í verslun, á bensínsölu, í banka, á hóteli eða matsölustað, að nýta þetta tækifæri og sækja námskeiðið. Fræðsluráð hótel- og veit- ingagreina annast fram- kvæmdina og verður Emil Thoroddsen leiðbeinandi, en hann hefur m.a. unnið að stefnumótun í ferðamálum á Vestfjörðum. Þátttökugjald er kr. 7.500 á mann og er þetta einstakt tækifæri til að fá ítar- legt námskeið á hagstæðu verði. Innritun og allar nánari upplýsingar: Áslaug Alfreðs- dóttir í síma 4111 í vinnu og 3915 á kvöldin, og Anna G. Edvardsdóttir í síma 7129 (vinna) og 7213 (heima). Vöruflutningar Ármanns Leifssonar Sumaráætlun er komin í gildi Daglegar ferðir Reykjavík - ísafjörður Allar nánari upplýsingar hjá Vöruflutningum Ármanns Leifssonar ® 94-7548 (Bolungarvík) S 91-10440 (Reykjavík) Orðsending um fermingarskeyti Til þess aö auðvelda sendingu og móttöku fermingarskeyta í síma býður Ritsíminn upp á ákveðna texta á skeytin. Velja má um fimm mismunandi texta: A, B, C, D og E. Skeytin eru rituð á heillaskeytablöð Pósts og síma. A: Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn. Kærar kveðjur. B: Bestu fermingar- og framtíðaróskir. C: Hamingjuóskir til fermingarbarns og foreldra. D: Guð blessi þér fermingardaginn og alla framtíð. E: Hjartanlegar hamingjuóskiráfermingardaginn. Bjartaframtíð. Ákveðið hvaða texta þér viljið senda, hringið í síma 06 og gefið upp eftirfarandi: 1. Símanúmer og nafn þess, sem er skráður notandi símans. 2. Nafn og heimilisfang þess, sem á að fá skeytið. 3. Bókstaf texta (A, B o.s.frv.). 4. Undirskrift skeytisins (nafn eða nöfn þeirra sem senda óskirnar). Þeir sem óska geta að sjálfsögðu orðað skeyti sín að eigin vild. Þeir sem vilja notfæra sér þessa textaskeytaþjónustu, eru vinsamlega beðnir að geyma þessa orðsendingu. Þessi skeyti má senda með nokkurra daga fyrirvara, þó fermingarbörn- in fái þau ekki fyrr en á fermingardaginn. Veljið texta áður en þið hringið! Ritsíminn 06 er opinn alla virka daga kl. 9-19, á laugardögum kl. 9-18 og á sunnudögum kl. 10-18. PÓSTUR OG SÍMI ÍSAFIRÐI SMA GASGRILL Til sölu lítið notað Sunbeam gasgrill með fylgihlutum. Sími 3814. ÍBÚÐ TIL SÖLU Til sölu 4ra herb. íbúð að Vítastíg 11 í Bolungarvík. Góð lán áhvílandi. Sími 7574. TIL SÖLU vél og gírkassi úr Toyota Hiace. Sími 7363 (vinna) og 7280 (heima). MYNDAVÉL Til sölu Olympus OM-10 myndavél með 50 mm linsu. Verð kr. 15.000. Sími 4357. BARNAVAGN Til sölu vínrauður Emmal- junga barnavagn, systkina- sæti getur fylgt, Britax barnabílstóll og sessa fyrir 4-10 ára. Sími 4357. Héraðsdómur Vestfjarða Ritari Staða ritara við Héraðsdóm Vestfjarða er laus til umsóknar, en ráðið verður í stöðuna frá 1. júlí 1992. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanria. Umsækjendur þurfa að hafa góð tök á íslenskri tungu. Einnig er áskilin reynsla á sviði ritvinnslu. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum á skrifstofu dómsins að Hafnarstræti 1, 400 ísafirði, fyrir 5. júní 1992. ísafirði, 11. maí 1992. Héraðsdómari á Vestfjörðum, Jónas Jóhannsson. „Frakkur“ skrifar: Af Nauthreppingum í héraðsfréttablöðum hefur á undanförnum mán- uðum mátt lesa greinar heimamanna um ferju- bryggjumál í Isafjarðar- djúpi, og hafa þar blandast inn í aðrar raunir sem snerta kannski málefni ferjubryggjunnar fremur lítið. Ykkar einlægur Frakkur hefur nú um hríð velt málinu fyrir sér, og telur, að þar sem sjálfsagt sé að gera öllum jafnhátt undir höfði, þá verði að gera þá kröfu að bryggja verði á hverjum bæ í Djúp- inu sem land á að sjó. Dalabændur yrðu þá út- undan og yrðu því að skoð- ast sem sérverkefni. Þó létti ykkar einlægum mjög þegar einn dalabóndi upp- lýsti í blaðagrein, að bænd- ur í Nauteyrarhreppi ækju um á og ættu bíla að verð- mæti 1,5 til 2 milljónir hver. En fljótt sló ofaní aftur, og ykkar einlægur varð sót- svartur þegar honum varð ljóst, að þessir fínu bílar væru ekki ætlaðir til að hossast á innansveitarveg- um í hreppnum. heldur til að vera sem stöðutákn við íbúðir bænda í Reykjavík, sem flestir munu eiga a.m.k. eina hver. Og svo geta menn ekki heldur látið lúna Willysa eða Land- rovera standa við flugstöð Leifs Eiríkssonar 2-3 mán- uði á ári meðan þeir sleikja sólina sem aldrei sést orðið á íslandi. Frakkur er líka sann- færður um að baráttujaxl- ar, eins og bændur í Naut- eyrarhreppi eru, vilja ekki að gömul metnaðarmál þjóðarinnar tapist vegna meinlegs misskilnings. Stæði lúinn Willysjeppi við flugstöðina langtímum saman meðan eigandinn sinnir mikilvægum árlegum rannsóknum á senjórítum og sólfari suðrænna stranda, gætu amerískir ferðamenn, sem heim- sækja skerið á meðan, talið að Leifur Eiríksson hefði keypt Willysinn í ferð sinni til Amcríku, og þar með yrði álitið að Kólumbus hefði í raun fundið landið á undan Leifi. Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins 1991 hefur greinilega gert bændum í Nauteyrarhreppi stóra glcnnu með því að kjósa Davíð Oddsson formann flokksins. Það liggur í hlutarins eðli, að þar sem bændurnir hafa nú fjárfest í eignum í borginni sem Davíð stjórnaði áður og telja fjármagnið betur komið þar en á jörðum sín- um og heimabyggð, þá hefði Davíð auðvitað átt að verða samgöngu- eða land- búnaðarráðherra. Þá hefði í það minnsta mátt krefja hann um fjármagn í Djúpið til allskonar lagfæringa, á grundvelli þess að bænd- urnir í Nauteyrarhreppi hefðu lagt sitt af mörkum til borgarinnar í hans stjórnartíð þar. Ekki er hægt að ætlast til að bænd- urnir sjálfir leggi fram fjár- magn til verkefna á stöðum sem hljóta að teljast hæpnir til fjárfestinga að mati þeirra sjálfra, samanber hvar þeirfjárfesta. Auðvit- að er eðlilegast að ríkið borgi það sem gera þarf á þessum stöðum, bændurnir vilja jú búa í Djúpinu og engin lög segja að þeir eigi að búa fyrir sína peninga. Frakkur krefst þess, að ekki seinna en strax taki Davíð Halldór Blöndal á teppið og þeir gangi frá og fjármagni þá framkvæmd að setja ferjubryggju á hvern bæ í Djúpinu og veg- ir frá bryggjum að bæjum til dala verði tafarlaust uppbyggðir og malbikaðir heim á hlað. Með slíkri ákvörðun myndu mörg vandamál leysast, m.a. yrði óþarft fyrir hreppsnefnd Nauteyrarhrepps að fárast yfir því að ekki fáist fjár- magn til vegaframkvæmda um allan hreppinn, íbúarn- ir færu bara hver á sína bryggju og væru alveg lausir við að sjá hver annan og hittast til að tala saman. Nú hefur Hf. Djúpbátur- inn leigt ferjuna til Færeyja um tveggja mánaða skeið og þar mcð slegið tvær flugur í einu höggi: Lagt sitt af mörkum til að koma á friði í Nauteyrarhreppi og til að bjarga skógum ver- aldar frá því að verða höggnir til pappírsgerðar svo færa megi róstur bænda í letur. Svo vita allir, að Færey- ingar eru ekkert nema norskir víkitigar sem ætl- uðu til íslands fyrir um ellefu hundruð árum, en vegna sjóveiki varð að skilja þá eftir þarna. Nú hefur Hf. Djúpbáturinn tekið að sér að fara með þá í stuttar sjóferðir um tíma til að venja þá við, og hver veit nema kraftaverka- manninum Kristjáni K. Jónassyni takist nú að skjóta Ingólfi Arnarsyni og félögum ref fyrir rass og komi nú Færeyingum loks- ins á leiðarenda um leið og ferjan kemur aftur heim. Atvinnumál þeirra væri auðvelt að leysa. Frakkur leggur til að keypt verði handverkfæri til vegagerð- ar og flokknum fengin verkefni í Nauteyrar- hreppi. Ykkar einlœgur Frakkur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.