Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 4
VESTFIRSKA 4 tr - -............... A I FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum. Blaðið kemur út síðdegis á miðvikudögum og fæst bæði í lausa- sölu og áskrift. Verð kr. 170. Ritstjórn og auglýsingar: Austurvegi 2, ísafirði, sími (94)-4011, fax (94)-4423. Ef enginn er við á skrifstofunni er reynandi að hringja í síma (94)-3223 (ísprent) eða farsíma 985-39748. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, hs. 4446. Fréttastjóri: Hörður Kristjánsson, sími 3223. Blaðamaður: .Gísli Hjartarson, hs. (94)-3948, farsími 985-39748. Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Austurvegi 2, ísafirði. Prentvinnsla: ísprent hf„ Aðalstræti 35, (safirði, Sími (94)-3223. V- — J Sameining kemur ekki til greina - nema ég fái að ráða nafninu Á Suðurnesjum hefur legið við að öll áform um sam- einingu sveitarfélaga yrðu að engu vegna hatrammra deilna um nafn á nýja sveitarfélaginu. Sjálfsagt er langt í land að fullar sættir takist í því máli, bæði innan nýja sveitarfélagsins og eins gagnvarf öðrum sveitarfélögum á svæðinu. í Vestfirska fréttablaðinu var bent á það fyrir skömmu að deilur um slíkar nafngiftir gætu endað með ósköpum og var stungið upp á leið sem hugsanlega gæti afstýrt samningsslitum af þessum sökum. Fátt er eins erfitt úrlausnar eins og rifrildi um huglæg málefni. Þar er ekkert áþreifanlegt sem hægt er að beita stærðfræðilegum rökum við að leysa og því verður eingöngu að spila á tilfinningar fólks. Þetta er síður en svo mál til að hlæja að, því að „smáatriði" eins og nafngift nýs sveitarfélags getur skipt sköpum um það umhverfi sem við búum við í framtíðinni. Deilur um nafngift mega ekki verða okkur fjötur um fót, og því verður að gera ráðstafanir í tíma til að útiloka uppákomu á borð við þá sem riðið hefur húsum á Suðurnesjum. Ég vil því gera þá tillögu sem borin var upp í Vestfirska fréttablaðinu fyrir skömmu að minni og legg hana hér með fyrir vestfirskar sveitarstjórnir sem nú eru að sameinast eða hugleiða sameiningu. í dag höfum við nöfn sem eru notuð sem samnefnari fyrir ákveðin landsvæði, en það eru sýslunöfnin. Þessi nöfn mætti vel nota þar sem því verður við komið, en með annarri endingu. Þar eigum við líka til orð sem lýsir svæði sem nær yfir bæði þéttbýli og strjálbýli, en það er orðið hérað. Tökum sem dæmi nýtt sveitarfélag í Vest- ur-Barðastrandarsýslu. Þar mætti vel hugsa sér að búa til nýtt nafn í þessa veru sem yrði þá Barðastrandar- hérað. Á svæðinu frá ísafjarðardjúpi og vestur að Arn- arfirði er líka verið að hugleiða sameiningu. Þetta svæði tilheyrir í dag Norður- og Vestur-ísafjarðarsýslum. Ein- faldast væri að búa til nýtt nafn á sameinað sveitarfélag sem héti þá ísafjarðarhérað. Líkt mætti gera varðandi sameinuð sveitarfélög við innanvert ísafjarðardjúp og tala þar um Djúphérað. Eftir sem áður bæri hvert þorp og hver bær sitt sérnafn innan héraðsins, rétt eins og hverfi innan bæjarfélags. Verið getur að sníða þurfi vankanta af lögum svo þetta verði kleift, en er það ekki vel til vinnandi? Eða eigum við kannski bara að búa okkur undir orðaskak og illdeilur? Hörður Kristjánsson. Neyðarnúmer slökkviliðs, lögreglu og sjúkraliðs á Isafirði Fimmtudagur 28. apríl 1994 | FRFTTABLAÐIÐ ---------N BIER BIRRA 0L CERVEZA BEER CEREVISIA BIERE í fyrsta skipti á ísafirði! BJÓRKLÚBBUR PIZZA ‘67 verður stofnaður á föstudagskvöldið 29. apríl kl. 22.00 á PIZZA ‘67 Fjöldi klúbbfélaga verður takmarkaður og verða gefin út númeruð skírteini. Hver klúbbfélagi fier fría líterskönnu með númeri sínu. Hverjum félaga verður gert að innbyrða úkveðið magn afbeer d mánuði. Efekki er drukkið tilsett magn af birra á mánuði fier viðkomandi fiélagi áminningu og hefi- ur þá einn mánuð til að rétta sig af. Tilgangurinn með klúbbnum er að koma íslenskri bjórmenn- ingu á æðra stig. A stofnfundinum verður haldið uppboð á jyrstu 10 númerunum. Mánaðarlega verður tekið saman hversu mikið hver klúbbfélagi hefur drukkið afcerveza og fá þrír efstu heiðurssess þyrir könnur sínar á hillu á barnum, aukþess sem þeir fá tiltekið magn afBier frítt. Einnigfier efista sœtið heiðursskjal. Eélagsskírteinin munu einniggilda hjá bjórklúbbum PIZZA ‘67 annars staðar á landinu eftir því sem þeir verða stofnaðir. EURO-PIZZA Pöntum pizzuna heim og horfum á Eurovision heima PIZZA ‘67 Pöntunarsíminn er 5267 PIZZA ‘67 Frí heimsending PIZZA ‘67 ICELAND TWELVE POINTS ISLANDE DOUZE POINTS PIZZA ‘67 Stofnfélagar fá framvegis mjöðinn góða með góðum afslætti MÆTIÐ TÍMANLEGA PIZZA ‘67 Auglýsið í Vestfirska frétta- blaðinu og vinnið pizzur og pastahlaðborð hjá PIZZA ‘67 FIMM x 12" PIZZUR OC FIMM x PASTAHLAÐBORÐ í VINNING Dregnar verða út tíu afþeim auglýsingum sem birtast í Vestfirska fréttablaðinu í maímánuði og hljóta við- komandi auglýsendur annað hvort 12" pizzu með þremur áleggstegundum að eigin vali frá PIZZA ‘67 eða pastahlaðborð á PIZZA ‘67. Athugið að þetta gildir bæði um smáauglýsingar og stærri auglýsingar — allar auglýsingar i Vestfirska fréttablaðinu, bæði stórar og smáar, verða með í drættinum. Munið að hafa samband tímanlega. Tekið er á móti auglýsingum fram á þriðjudagskvöld íblað sem kemur út á miðvikudegi — og oft er hægt að smeygja inn aug- lýsingum þótt liðið sé töluvert á sjálfan útgáfudaginn. Auglýsingasímar Vestfirska eru 4011 eða 4028 eða 3223 eð^4^h^axnúmenr^n^42^^22^^^^^ PQ23ZWoafÆs'alE&i OcrcblXiaiLbÚiii&dS)

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.