Vestfirska fréttablaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 10
VESTFIRSKA
10
Fimmtudagur 28. apríl 1994
---- \ FRFTTABLAÐIÐ
SMÁ-
AUGLÝSINGAR
Smáauglýsingar Vest-
firska eru ókeypis fyrir
einstaklinga og félaga-
samtök. Tekið á móti
smáauglýsingum í síma
4011 eða 4028 allan sólar-
hringinn og að minnsta
kosti fram á þriðjudags-
kvöld í blað sem kemur út
á miðvikudegi.
Bátavél óskast. Vil kaupa
Volvo Pentu 200 ha. S.
94-1409.
Ég er 12 ára og óska eftir
að passa barn í sumar á
aldrinu 2ja ára og yngri á
morgnana og eftir há-
degi. Uppl. gefur Inda í
s. 4482.
Vantar vel alinn hvolp.
Uppl. í s. 3654, Ástþór.
Barnapössun. Óska eftir
að vera í vist í sumar frá
1. júní og fram í ágúst.
Get passað 3ja ára og
yngri. S. 3287, Sigga.
Hestamenn! Til sölu 4
básar í hesthúsi að Búð-
artúni 9, Hnífsdal. Sími
4023.
Vantar stúlku á aldrinum
12-14 ára til að gæta
barna 1-2 klst. á kvöldin.
Sími 4743 (Dröfn).
Óska eftir einstaklings-
íbúð á ísafirði sem fyrst,
helst á Eyrinni. Sími 5179.
Sex metra trébátur, um 10
ára gamall, er til sölu.
Báturinn er smíðaður í
Skipasmíðastöð Jóns á
Ellefu í Reykjavík. Bátur-
inn er með Saab diesel-
vél, með nýjum skrúfu-
hring og ófúinn. Allar
nánari uppl. um ástand
bátsins er að fá í síma 93-
47721 eða fax 93-47834.
Óska eftir vinnu, alla
virka daga, á kvöldin eða
um helgar, í sjoppu eða
við pössun. Er 15 ára.
Sími 3962.
Til sölu er ódýr trilla. Sími
3102 (Þorsteinn).
Til sölu Lada Sport árg.
1988, 5gíra. Verð150
þús. kr. Sími 7445.
Leiguskipti. Óskum eftir
að taka á leigu 4-5 herb.
íbúð á ísafirði í skiptum
fyrir 4ra herb. íbúð í Selja-
hverfi í Reykjavík. Sími
91-78665.
Húseignin Kirkjuvegi 1
Bolungarvík er til sölu.
Uppl. eru veittar á
staðnum eða í s. 7254.
Til sölu Mercedes Benz
250 árg. 1977,6 cyl. sjálf-
skiptur. Hs. 4554 eða
vs. 3223.
Til sölu sjálfrennireið af
gerðinni Lada statione
árg. 1986, vélarstærð 1,5
lítra, 4 cyl. í ágætu
standi, skoðuð 1994.
Einstakt verð.
Uppl. í s. 4065.
Til sölu Toyota Hilux árg.
1980, yfirbyggður, upp-
hækkaður, 33" dekk,
óryðgaður og góður
jeppi. Hs. 4554 og vs.
3223.
Ungar konurá
ísafiröi boða til
fundar meö
frambjóðendum
- Við erum rammpólitískur hópur —
ekki flokkspólitískur heldur
þverpólitískur, segir Ása
Richardsdóttir
Ása Richardsdóttir.
„Þetta er hópur sem hefur
starfað saman undanfama
mánuði. Við ákváðum fljótlega
að þegar drægi að kosningum
myndum við vilja hitta fram-
bjóðendur flokkanna og kynna
þeim þau mál sem við höfum
verið að vinna að og heyra
skoðanir þeirra og stefnu“,
sagði Asa Richardsdóttir, tals-
maður hóps ungra kvenna á
Isafirði í samtali við Vestfírska
fréttablaðið í gær. Hópurinn
efnir til fundar með frambjóð-
endum flokkanna á Isafirði í
Húsmæðraskólanum á þriðju-
daginn, 3. maí kl. 20.30. „Við
höfum einkum verið að vinna í
fjórum málaflokkum", sagði
Asa, „atvinnumálum, skóla-
málum, dagvistarmálum og
umhverfismálum, og okkar
mati höfum við mjög góðar
hugmyndir í þessum efnum.
Fundurinn er opinn öllum ung-
um konum — og þar er átt við
allar konur sem finnst þær vera
ungar, hver og ein verður að
meta það sjálf. Markmið þessa
hóps er að gefa ungum konum
hér á Isafirði kost á vettvangi til
að ræða sín mál. Þarna vonumst
við til að efstu menn allra
framboðslistanna á Isafirði
komi og við munum hlýða á
þeirra mál og þeir vonandi á
okkar“, sagði Ása.
„Nei, þetta er alls ekki
flokkpólitískur hópur, hann er
þverpólitískur. Auðvitað eru öll
málefni sem brenna á fólki
pólitísk og í þeim skilngi erum
við þrælpólitískar, en við erum
í hinum og þessum flokkum
eða þá óflokksbundnar.“
Meðal þeirra sem hafa tekið
mestan þátt í starfi þessa hóps
eru þær Anna Guðrún Sigurð-
ardóttir, Dýrfinna Torfadóttir,
Erla Kristín Birgisdóttir, Guð-
björg Stefánsdóttir, Guðrún
Guðmundsdóttir, Helga Ás-
geirsdóttir, Ingibjörg Svavars-
dóttir, Kristín Arnórsdóttir,
Margrét María Sigurðardóttir,
Margrét Sverrisdóttir, Signður
Bragadóttir, Sonja Hreiðars-
dóttir, Svana Guðnadóttir og
Vigdís Harðardóttir. Að auki er
fjöldi annarra ungra kvenna,
líklega um eða yfir tuttugu, sem
hafa komið að starfinu með
einum eða öðrum hætti og
komið á fundi hjá hópnum.
h.þór
Fullur bær
af fullum
norsurum
Aðfaranótt sumardagsins
fyrsta var mikill erill hjá lög-
reglunni á Isafirði vegna skip-
verja á norska rækjutogaranum
REM0Y sem lá í ísafjarðar-
höfn. Hafði skipið haft langa og
stranga útvist og var áhöfnin
kvalin af þorsta þegar í land
kom. Var mikið fyllirí á áhöfn-
inni og mikill erill Iögreglu í
kringum hana. Þurfti að hirða
öldauða norsara bak við hús í
miðbænum, inni í húsum og
sofandi í anddyrum húsa. Að
sögn lögreglu voru engin stór-
átök við norsarana en segja má
að eitt útkall hafi verið á hvern
skipverja.
-GHj.
79
Nýjar vestfirskar þjóðsögur
Skátamessa á ísafirði
á sumardaginn fyrsta
Hafsteinn O. Hannesson, bankamaður
á ísafirði í áratugi, var mikill og einlægur
skáti og lengi félagsforingi í skátafélaginu
Einherjum. Hafsteinn skipulagði ævinlega
skrúðgönguna til skátamessunnar á sum-
ardaginn fyrsta.
Einu sinni sem oftar var Hafsteinn að
búa sig í skrúðgönguna og klæddi sig í
skátabúninginn, en þá tilheyrðu stuttbuxur
búningnum þannig að skátar voru ber-
læraðir hvernig sem viðraði. En vegna
þess að kalt var í veðri þennan dag eins
og oftast á sumardaginn fyrsta fór Haf-
steinn í frakka utan yfir skátabúninginn.
Og þegar hann gekk heiman frá sér og
niður í Skátaheimili stóðu berir leggirnir
niður undan frakkanum. Á leið sinni mætti
hann Sæmundi Guðjónssyni, sem var
þekktur borgari á ísafirði og bjó á sjúkra-
húsinu. Sæmundur var hvers manns
hugljúfi, afskaplega kurteis, og mikið á
ferðinni á götum úti.
Sæmundur og Hafsteinn heilsuðust
með virktum og óskuðu hvor öðrum
gleðilegs sumars. Sæmundur horfði
rannsakandi á Hafstein um stund, og
þegar Hafsteinn ætlaði að ganga af stað
gekk Sæmundur þétt upp að honum, greip
í handlegg hans og sagði í trúnaðartón:
„Hafsteinn, þú hefur gleymt að fara í bux-
urnar í morgun."
-GHj.
Uppskrift í Vestfirska
Gyöu Björgu Jónsdóttur, Arvöllum. Hnífsdal.
Fiskréttur meö
banönum
1 -2 flök af ýsu
1-2 bananar
karrý
brauðrasp (kryddað m/salti og pipar)
smjör
rjómi (hvítvín)
Smjörið látið bráðna á pönnu ásamt
karrýinu. Ýsuflökin bituð niður og velt
upp úr raspinu. Bitarnir eru snöggsteiktir
báðum megin (ca 1 dl af hvítvíni hellt yfir).
Banönum raðað yfir í bitum. Rjómanum
hellt yfir og látið krauma í smástund.
Borið fram á pönnunni með hrísgrjónum
og hvítlauksbrauði.
SÚRSÆT SÓSA:
2 b vatn
1 b sykur
1/4 b tómatsósa
1-2 msk edik
1-2 msk sojasósa
1/4 dós ananas
Maizena þykkir
Byrjað á að sjóða saman vatn og
sykur. Öllu hinu blandað út í. Þykkt í
restina með maizena. Þessi sósa er
alveg virkilega góð með djúpsteiktum
fiski.
Ég skora á Fjólu Halldóru Jónsdóttur,
Skólastíg 10, Bolungarvík.
Samkeppni
um nafn
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Vestur-
Barðastrandarsýslu, þ.e. Barðastrandarhrepps, Rauða-
sandshrepps, Patrekshrepps og Bíldudalshrepps, auglýsir
hér með eftir nafni fyrir hið nýja sveitarfélag.
Hugmyndum ber að skila í lokuðum umslögum merktum
„Tillaga um nafn“ á skrifstofu Patrekshrepps eða Bíldu-
dalshrepps fyrir 7. maí nk.
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga
í Vestur-Barðastrandarsýslu.