Vestfirska fréttablaðið - 04.05.1994, Page 5
VESTFIRSKA
FRÉTTAKT Anm |
Miðvikudagur 4. maí 1994
5
Við sjávarsíðuna
Orri fékk 36 tonn
Línubáturinn Orri fékk 35,8
tonn í fimm róðrum í síðustu
viku. Nánast allur aflinn var
steinbítur. Skipstjóri á Orra er
Sveinn Pálsson.
Guðbjörg landaði
140 tonnum
Togarinn Guðbjörg kom inn
til Isafjarðar á föstudags-
kvöldið og landaði 140 tonn-
um af grálúðu eftir níu daga
veiðferð á Hampiðjutorginu
vestur af Látrabjargi. Skip-
stjóri í þessari veiðiferð var
Guðbjartur Asgeirsson.
Hafrafellið land-
aði ekki
- en var meö 17
tonn
Rækjufrystiskipið Hafrafell
kom inn til Isafjarðar á föstu-
dag vegna smávægilegrar bil-
unar. Skipið var með 17 tonna
afla en landaði ekki. Hafrafell
var einungis nokkra daga að
veiðum og reyndi fyrir sér á
Dohrnbankanum. Ekki varð
vart við rækju þar. Skipið
kemur inn og landar eftir um
það bil tvær vikur. Skipstjóri er
Pétur Birgisson.
Gyllir með 13
tonn af rækju
Rækjuskipið Gyllir kom inn
til ísafjarðar á föstudag 122,8
tonn af úthafsrækju sem fékkst
í viku veiðiferð djúpt út af
Húnaflóa. Skipstjóri á Gylli er
Ólafur Halldórsson.
Rækjuaflinn í
Súðavík
Þrír rækjubátar sem stunda
veiðar í Isafjarðardjúpi lönduðu
15,2 tonnum af rækju í Súðavík
úr tíu sjóferðum í síðustu viku.
Hæstur var Fengsæll með 6,1
tonn í fjórum sjóferðum. Ut-
hafsrækjubátarnir Haffari og
Kofri landa ekki fyrr en í viku-
lokin.
Bessi með 70 tonn
Togarinn Bessi frá Súðavík
kom inn til Súðavíkur á þriðju-
dag og landaði 70 tonna afla,
mest grálúðu, sem fékkst í átta
daga veiðiferð. Skipstjóri á
Bessa í þessari veiðiferð var
Jóhann Símonarson.
Dagrún landaði 30
tonnum
Togari Ósvarar hf. í Bolung-
arvík, Dagrún, landaði 30 tonn-
um af grálúðu í Bolungarvík á
laugardaginn eftir 4ra daga
veiðiferð á Torginu. Aflinn fór
að mestu til vinnslu í Bolung-
arvík utan að sett var í einn gám
á Belgíu. Skipstjóri í þessari
veiðiferð var Markús Guð-
mundsson.
Heiðrún á rækju-
veiðar
Togskip Ósvarar hf. í Bol-
ungarvík, Heiðrún, fór á út-
hafsrækjuveiðar á þriðjudags-
kvöldið. Skipið mun landa hjá
Rit hf. á Isafirði. Skipstjóri á
Heiðrúnu f þessum túr er Einar
Hálfdánsson.
Rækjuafiinn á Isa-
firði
Tíu rækjubátar sem stunda
veiðar í Djúpinu lönduðu 42,4
tonnum af innfjarðarækju á
Isafirði í síðustu viku úr 47
sjóferðum. Bára var hæst með
5,7 tonn í fimm sjóferðum,
annar var Haukur með 4,8 tonn
í fimm sjóferðum og þriðji var
Kolbrún með 4,7 tonn í fimm
sjóferðum. Þessar upplýsingar
fengust á Hafnarvoginni á Isa-
firði á þriðjudag.
Bolfisk- og rækju-
afli í Víkinni
Fjórtán línubátar lönduðu
105,5 tonnum úr 37 róðrum í
Bolungarvík í síðustu viku.
Hæstur var Flosi með 39 tonn í
fímm sjóferðum og næstur var
Kristján með 13 tonn í tveimur
sjóferðum
Sjö rækjubátar sem stunda
veiðar í Djúpinu lönduðu 28,6
tonnum af innfjarðarrækju úr
30 sjóferðum. Hæstur var Arni
Óla með 6,9 tonn í fimm sjó-
ferðum og næstur var Hafrún II
með 6,1 tonn í fimm sjóferðum.
Páll Helgi er á dragnót og
fékk 5,6 tonn í þremur róðrum
í síðustu viku.
Fjórir handfærabátar fengu
4,6 tonn í níu sjóferðum. Hæst
var Asdís með 2,2 tonn í fjórum
sjóferðum.
Gunnbjöm iandaði 10 tonn-
um af úthafsrækju í Bolungar-
vík í síðustu viku. Þessar upp-
lýsingar fengust á
Hafnarvoginni í Bolungarvík á
þriðjudag.
Frí heimsending
Pöntunarsíminn er 5267
Munil bjórldúbbinn sem stolnaður var
um sióustu helgi á PIZZA 67
FIMM x 12" PIZZUR
FIMM x PASTAHLAÐBORÐ
Dregnar verða út tíu af þeim auglýsingum sem birtast i Vest-
firska í maimánuði (bœði smáauglýsingum og stœrri auglýs-
ingum) og hljóta viðkomandi auglýsendur annað hvort 12"
pizzu með þremur áleggstegundum að eigin vali eða pasta-
hlaðborð á Pizza 67.
Auglýsið í Vestfirska og fáið ykkur pizzu
ogpastahlaðborð á Pizza 671
Sléttanesió meö
19 millj. kr. afla
Frystitogarinn Sléttanes frá
Þingeyri landaði 191 tonni af
frystum úthafskarfaflökum að
verðmæti 18 til 19 milljónir
króna á Þingeyri í gær. Þetta er
um 340 tonna afli upp úr sjó
eftir þriggja vikna veiðiferð
suður á Reykjaneshrygg. Skip-
stjóri í þessari veiðiferð var
Vilhelm Annasson.
Hólmadrangur
með 31 millj. kr.
aflaverðmæti
Frystitogarinn Hólmadrang-
ur frá Hólmavík landaði í gær
135 tonnum af grálúðuflökum
í Reykjavík og eru það um 210
tonn upp úr sjó. Aflaverðmætin
úr veiðiferðinni er um 31
milljón króna. Skipið var að
veiðum í 22 daga og var mest
T0GARAÚTGERD
ÍSAFJARÐAR HF.
Aðalfundur
AðalfundurTogaraútgerðar ísafjarðar hf. fyr-
ir árið 1993 verður haldinn miðvikudaginn
11. maí nk. kl. 20.30 á Hótel ísafirði, 1. hæó.
Dagskrá:
Samkvæmt 15. gr. samþykkta félagsins.
Ársreikningur félagsins fyrir árið 1993 liggur
frammi, hluthöfum til sýnis, á skrifstofunni,
Aðalstræti 26, 2. hæð, frá og með 2. maí nk.
ísafirði, 20. apríl 1994.
F.h. Togaraútgerðar ísafjarðar hf.
Pétur Sigurðsson, formaður.
Starfsfólk vantar
Fiskverkun Ásgeirs Salómonssonar hf.
vantar starfsfólk í snyrtingu og pökkun.
Upplýsingar í síma 3033 eða á staðnum í
Sindragötu 3b, ísafirði.
á Hampiðjutorginu vestur af
Látrabjargi og endaði veiði-
ferðina fyrir sunnan land og
þar var ekkert að hafa, að sögn
Þorbergs Kjartanssonar skip-
stjóra. Sagði Þorbergur skipið
vera að fara í slipp í Reykjavík
að löndun lokinni, í botn-
hreinsun og málun.
Stefnir fékk 65
tonn
Togarinn Stefnir kom inn
til Isafjarðar á þriðjudag og
landaði 65 tonnum af grálúðu
sem skipið fékk í sjö daga
veiðiferð á Torginu vestur af
Látrabjargi. Skipstjóri á
Stefni er Grétar Kristjánsson
frá Litlabæ í Súðavík.
Umsjón með aflasíðu:
GHj
AdalíunJur KÍ
Aðalfundur Kaupfélags ísfirðinga
verður haldinn þriðjudaginn 17. maí
1994 kl. 17.00 að Pólgötu 2, ísafirði.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
STREET WISE
Þessi spennutryllir fram-
leiðandans Donalds Borcher
gerist í Los Angeles, í hverfi
þar sem mannslíf eru verslu-
narvara og kynlif gjaldmiðill.
Lee Teffer er fyrrverandi gö-
tudrengur sem gengið hefur
í lögregluna og þekkir kerfið
eins og
handabarkaið á sér.
Síðar kynnist hann Kyle,
sautján ára stúlku, sem er í
leit að systur sinni. Leit hen-
nar kemur róti á glæpaheim
borgarinnar og ekki síður á
til-finningalíf Lees.
HARD
TARGET
Fyrrverandi Víetnamher-
maður í Bandaríkj-unum tý-
nist. Dóttir hans fer að leita
og fær til liðs við sig Chance
Boudreaux (Jean Claude Van
Damme). Þegar þau fara að
rannsaka málið
komast þau að skelfi-legum
hlutum. Hópur kaupsýslu-
manna leitar uppi heimilislau-
sa fyrr-verandi hermenn, sem
hafa farið illa út úr lífinu, og
nota þá sem lifandi agn í vis-
sum tilgangi. Sá sem tapar
týnir lífinu...
IR
4299
Opið alla daga frá
16 til 19
20 til 23:30.
HVÍTASUNNUKIRKJAN
SALEM
Fjölskyldudagur
Laugardaginn 7. maí
býöur Hvítasunnukirkjan
til fjölskyldudags sem
samanstendur af nám-
skeiðum um málefni fjöl-
skyldunnar. Dagskráin,
sem hefst kl. 14.00 og
stendur til kl. 18.00, er
ætluð allri fjölskyldunni.
Innifaldar eru kaffi-
veitingar. Ókeypis að-
gangur. Kennarar verða
Steingrímur Á. Jónsson
og Þóranna Sigurbergs-
dóttir frá Vestmanna-
eyjum. Steingrímur og
Þóranna predika jafn-
framt á vakningarsam-
komu á laugardagskvöld
kl. 20.30 og sunnudag
kl. 17.00. Komiö og
njótið góðrar helgar meö
okkur. Allir hjartanlega
velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
ísafirði