Vestfirska fréttablaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 4. maí 1994
VESTFIRSKA
J FRÉTTAB LAÐIÐ
Þrír listar í
■ ■ •• ■ >
kjori a
Hólmavík
- Nauthreppingar á tveimur listum
Þrír framboðslistar verða í kjöri á Hólmavík í sveit-
arstjórnarkosningunum: l-listi sameinaðra borgara,
H- listi almennra borgara og J-listi óháðra borgara.
l-listann skipa:
1. Sigurður Vilhjálmsson, bílstjóri
2. Benedikt Grímsson, húsasmíðameistari
3. Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri
4. Gyða Gunnarsdóttir, nemi
5. Bryndís Sveinsdóttir, húsmóðir
6. Daði Guðjónsson sjómaður
7. Viktor Örn Viktorsson, aðst. skólastjóri
8. Sólrún Jónsdóttir, sjúkraliði
9. Ragna Þóra Karlsdóttir, þroskaþjálfi
10. Þorsteinn Sigfússon, svæðisstjóri OV
H-listann skipa:
1. Jón Ólafsson, kennari
2. María Guðbrandsdóttir, leiðbeinandi
3. Rósmundur Númason, sjómaður
4. Jónína Gunnarsdóttir, húsmóðir
5. Björgvin Gestsson, sjómaður
6. Indriði Aðalsteinsson, bóndi
7. Eysteinn Gunnarsson, línumaður
8. Jóhanna B. Ragnarsdóttir, húsmóðir
9. Birgir Hafsteinn Pétursson, sjómaður
10. Aðalheiður Steinsdóttir, verkakona
J-listann skipa:
1. Jón Arngrímsson, vélstjóri
2. Haraldur V.A. Jónsson, trésmiður
3. Snævar Guðmundsson, bóndi
4. Kristján Guðmundsson, verktaki
5. Bjarki Hólm Guðlaugsson, sjómaður
6. Ragnar Ölver Ragnarsson, rafvirkjameistari
7. Sigrún María Kolbeinsdóttir, húsmóðir
8. Aðalbjörn G. Sverrisson, vélamaður
9. Helga Björk Sigurðardóttir, hárskeri
10. Marta Sigvaldadóttir, bóndi.
Tveirlistarvoru íkjöri í sveitarstjórnarkosningunum
1990. Þá hlaut H-listi almennra borgara 72 atkvæði
og einn mann kjörinn en listi framsóknar- og sjálf-
stæðismanna 160 atkvæði og fjóra menn kjörna.
-GHj.
Félagsmála-
stjóri og fjöl-
skylda til
Kanada
Indriði Kristjánsson félagsmálastjóri á ísafirði hefur
fengið ársleyfi frá störfum og er á förum í næsta mán-
uði ásamt fjölskyldu sinni til ársdvalar í hafnarborginni
Vancouver í fylkinu Bresku Kólumbíu í Kanada.
Carolyn Kristjánsson, eiginkona Indriða, er
kanadísk að uppruna þótt foreldrar hennar hafi um
árabil starfað í Mósambique í Afríku. Hún mun næsta
vetur stunda nám við University of British Columbia.
Þar hyggst hún leggja stund á meistaranám og afla sér
réttinda til þess að kenna útlendingum ensku. í sumar
verður Carolyn á undirbúningsnámskeiði við háskól-
ann í lowa í Bandaríkjunum.
Indriði mun væntanlega taka einhver námskeið í
félagsráðgjöf og sálfræði og jafnframt mun hann að
líkindum starfa við félagsráðgjöf í Vancouver.
íslendingar og fólk af íslenskum ættum, sem býr á
litlu svæði á vesturströndinni kringum landamærin, frá
Vancouver í Kanada og til Seattle í Bandaríkjunum,
skiptir allmörgum þúsundum. Ibúar í Vancouver eru
allmiklu fleiri en sem nemur öllum íslendingum, eða
nokkuð á fimmta hundrað þúsund.
Skaut 31 ref í vetur
- friðunarfrumvarpið tóm vitleysa, segir Jón Oddsson
Jón (rebbi) Oddsson, refa-
skytta á Gerðhömrum í
Dýrafirði, hefur skotið 3f
tófu síðan á áramótum. Tóf-
urnar fékk Jón í útburð í
Nauteyrarhreppi og í Alfta-
fjarðarbotninum og einnig í
Súgandafirði og við Gerð-
hamra í Dýrafirði.
Jón sagðist mundu fara
norður í Sléttuhrepp í sumar til
grenjavinnslu og svo yrði hann
með sitt grenjasvæði vestan við
Djúp eins og áður. Sagði Jón
það algeran barnaskap hjá um-
hverfisráðherra að ætlast til
þess að refurinn yrði friðaður
eins og fyrir liggur í frumvarpi
sem liggur fyrir Alþingi. „Við
getum bara hugsað okkur
hvernig þetta verður eftir
nokkur ár“, sagði Jón. „Allt
smáfuglalífið er í voða, t.d.
mófugl, vaðfugl og spörfugl.
Fuglinn mun alveg hverfa því
þessi dýr þurfa svo mikið að
éta. Sauðfé verður líka í mikilli
hættu þegar refastofninn marg-
faldast vegna friðunarinnar.
Það er talið að innan við tvö
Hluti veiðifangs Jóns Oddssonar.
þúsund dýr séu nú í landinu.
Það er ekki gott ef þeim fjölgar
upp í fimm til sex þúsund dýr.
Þeir eru líka að missa refi út úr
búrunum í refaræktinni. Ég
skaut t.d. silfurref á Sauðanesi
í fyrra. Hann var orðinn fjögra
eða fimm ára. Silfurrefurinn er
skæðasta tegundin af ref sem
fluttur er inn í landið. Þessi sem
ég skaut var hörku bítur og svo
er silfurrefurinn afar frjósamur.
Þessi læða var með níu yrðlinga
í greninu. Þetta er tóm vit-
leysa“, sagði Jón Oddsson í
samtali við blaðið.
-GHj.
Nauteyrarhreppur sam-
einast Hólmavíkurhreppi
- vilja ferjubryggju í Djúpi, segir Snævar á Melgraseyri
Á mánudag (2. maí) var gef-
in út reglugerð í félagsmála-
ráðuneytinu um sameiningu
Hólmavíkurhrepps á Ströndum
og Nauteyrarhrepps í Djúpi og
eru nú sveitarfélögin gengin í
eina sæng undir nafninu
Hólmavíkurhreppur. Kosið
verður sameiginlega til sveitar-
stjórnar í hinu nýja sveitarfé-
lagagi 28. maí og hafði einn
framboðslisti verið lagður fram
á Hólmavík. Tveir aðrir listar
voru tilbúnir en frestur fékkst
til þess að leggja þá fram þar til
lögformleg sameining sveitar-
féiaganna hefði farið fram.
Snævar Guðmundsson á
Melgraseyri, hreppsnefndar-
maður í Nauteyrarhreppi, skip-
ar nú 3ja sæti á lista óháðra við
sveitarstjórnarkosningarnar í
vor. Blaðið hafði samband við
Snævar á mánudag og spurði
hann um sameiningarmálin.
„Sameiningin gekk formlega
í gildi í dag með reglugerð frá
ráðuneytinu“, sagði Snævar.
„Það eru um 30 íbúap'í Naut-
eyrarhreppi og í Hólmavíkur-
Snævar Guðmundsson á
Melgraseyri.
hreppi voru 1. des. sl. 499 íbú-
ar. Það sem fyrst og fremst
vinnst við þessa sameinigu er
það að vegna þess hve Naut-
eyrarhreppur er fámennur og
fjárhagslega getulaus getur
hann ekki staðið einn lengur.
Við töldurn því best að sam-
einast Hólmavíkurhreppi vegna
þess að við höfum mest tengsl
núorðið við það sveitarfélag.
Það var haldinn borgarafundur
í Félagsheimilinu á Nauteyri á
föstudag þar sem 25% íbúanna
mættu. Þar var borin upp tillaga
um þessa sameiningu og hún
samþykkt samhljóða. Það þarf
ekki að kjósa um sameininguna
þar sem sameinað er eftir fá-
mennisreglunni."
- Mér skilst að á sameigin-
legum fundi hreppsnefndanna
22. apríl hafi verið rætt um
ferjubryggju fyrir Fagranesið í
Nauteyrarhreppi...
„Já, ef Isafjarðarkaupstaður
byggir ferjubryggju sín megin,
þá fannst mönnum ekki óeðli-
legt að hið nýja sveitarfélag
legði eitthvað af mörkum til
byggingar ferjubryggju hérna
megin. Menn vilja fá þessa
bryggju sern fyrst því hún
kemur til með að verða sveit-
arfélaginu til góðs. Sameining-
in ætti að þjappa fólkinu saman
og ætti að verða hinu nýja
sveitarfélagi til góðs,“ sagði
Snævar á Melgraseyri.
-GHj.
Dýrt súrefni
Kafari hér fyrir vestan hafði
samband við Vestfirska frétta-
blaðið og kvaðst undrandi á því
hversu dýrt það er að fá súrefni
á köfunarkúta hér vestra. Hann
áttaði sig reyndar ekki á því hve
dýrt það er í samanburði við
það sem súrefnisáfylling kostar
fyrir sunnan, fyrr en hann var
staddur í Reykjavík og fékk á-
fyllingu þar. „Ég var í fríi fyrir
sunnan og fór að leika mér að
kafa þar, og mig rak í rogastans
hversu mikill munur er á verð-
inu“, sagði kafarinn.
Samkvæmt reikningi frá Isa-
fjarðarkaupstað fyrir áfyllingu
súrefnis á kúta á Slökkvistöð-
inni á Isafirði kostar áfylling á
fimm kúta kr. 4.233 m/vsk. Á-
fylling á sömu fimm kúta í
Reykjavík kostar skv. reikningi
kr. 1.362 m/vsk. Súrefnisáfyll-
ingin kostar sumsé meira en
þrjú hundruð prósent meira á
Isafirði en í Reykjavík.
Kafarinn segir auk þess að í
Reykjavík séu kútarnir kældir
fyrir áfyllingu og hlaðnir eftir
kúnstarinnar reglum, en hjá
Isafjarðarkaupstað séu þeir
hlaðnir við stofuhita, sem þýði
að minna súrefni fari á þá.
Odýrar
Dan-
merkur-
ferðir
hjá
Norræna
félaginu
áísa-
firði
Nú er loksins komið
suntar hjá okkur og fólk
hugsar sér til hreyfings,
hvort heldur er innan-
lands eða utan.
Norræna félagið
býður eins og undanfar-
in ár upp á ódýrar ferðir
til Billund í Danmörku.
Flogið er á sunnudög-
um. Verðið er aðeins kr.
24.500.
Það er alveg kjörið
fyrir þá sem eiga vini
eða fjölskyldu á Jót-
landi, að nota beina
flugið í staðinn fyrir
millilendingu í Kaup-
mannahöfn. Einnig
bjóðum við upp á bíla-
leigubfla á góðu verði.
Félagsmenn eru
hvattir til að kynna sér
þetta vegna ntikillar
eftirspurnar. Á upplýs-
ingaskrifstofunni eru
bæklingar um sumar-
hús, tjaldstæði, far-
fuglaheimili o.tl
Allar nánari upplýs-
ingar á Norrænu upp-
lýsingaskrifstofunni,
Stjórnsýsluhúsinu á
ísafirði. Síminn er 3393
frákl. 9.00 til 12.00 alla
daga.
(Frá Norræna félag-
inu á lsafirði).
Ljósabún-
aðinn í lag
- klippur
álofti
Að sögn lögreglu á
ísafirði hefur nokkuð
verið um að ljósabúnað-
ur bifreiða hafi ekki ver-
ið í lagi. Þótt nú sé nótt
að verða björt eiga menn
samkvæmt lögum að aka
með ökuljósum og hafa
ljósabúnað bifreiðanna í
lagi. Einnig eru klipp-
urnar alltaf á lofti og
klippt óspart af bifreið-
unt þeirra sem enn
skulda bifreiðagjöldin.
-GHj.