Feykir


Feykir - 22.06.1983, Síða 6

Feykir - 22.06.1983, Síða 6
6 FEYKIR MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 198.1 HVER ER MAÐURINN? Eins og áréttað var í síðasta tölublaði Feykis verður nú tíundaður afrakstur úr myndagátum undangenginna blaða. Nokk- uð hefur borist af fullnægjandi upp- lýsingum, og þar fyrir utan hafa komið nokkrar tilgátur, sem við höfum sumar hverjar getað sannprófað eða eru enn í athugun. Það er mikilvægt, að fólk láti í sér heyra, jafnvel þótt menn séu ekki vissir í sinni sök, því við getum oft rakið okkur eftir vísbendingum. A Héraðsskjalasafn- inu eru þegar til skráðar um 7000 mannamyndir og hafi menn ákveðin nöfn í huga, er á augabragði hægt að fletta upp í spjaldskrá, sem sýnir hvort til sé skráð mynd á safninu af viðkomandi persónu. Þannig er oft hægt með samanburði að sannprófa tilgátur, sem berast. Og eftir þennan formála er rétt að snúa sér að efninu. Mynd nr. 27, sem birtist í blaðinu 19. nóvember 1982 hefur orðið nokkurt umfjöllunarefni. Tveir eða þrír íbúar á Sauðárkróki komu að máli við okkur á safninu og töldu hana vera af Þóreyju Ólafsdóttur, konu Guðmundar Björnssonar á Veðramóti. Við athugun og samanburð á myndum sem til voru af Þóreyju skráðar á safninu, varð að hafna þeirri greiningu. Síðar bárust upplýsingar frá Vagni Kristjánssyni á Hrafnistu í Hafnarfirði, að konan héti Guðrún Þor- finnsdóttir, uppalin á Strjúgsstöðum í Langadal og myndin tekin af henni 18 ára gamalli. Höfum við þetta síðan fyrir satt. Sigurbjörg Tómasdóttir frá Felli veitti upplýsingar um myndir nr. 35 og 36 sem birtust í blaðinu 2. febrúars.l. Ámyndnr. 35 taldi hún vera Sigurbjörgu Jónsdóttur, sem var um tíma á Bollastöðum. Þetta er þó ekki fullvíst og væri vænt að heyra, ef einhver gæti staðfest þetta. Á mynd nr. 36 er hins vegar örugglega Þórunn Ingibjörg Baldvinsdóttir frá Bollastöðum, sem síðar giftist Stefáni Stefánssyni lækni í Aars á Jótlandi. Þetta var einnig staðfest með bréfi sem barst um hendur Sigursteins Bjarnasonar frá Stafni í Svartárdal og upplýsingum frá Þórhildi ísberg á Blöndu- ósi. Mynd nr. 44 í blaðinu 16. mars s.l. er af tveim drengjum. Sá t.v. er Sigurður Sigurðsson frá Fossi á Skaga, en yngri drengurinn t.h. er Magnús Guðvarðsson frá Hafragili á Laxárdal samkvæmt upp- lýsingum frá Dýrleifu Árnadóttur á Sauðárkróki. Á mynd nr. 46 í sama blaði er lengst til vinstri Ari Sæmundsen, upplýst af Þór- hildi ísberg. Sá í miðið er að okkar ætlan Gísli Guðmundsson vert á Sauðárkróki, en vafi leikur á um þriðja manninn lengst til hægri. Dýrleif Ámadóttir hygguraðþað sé Gunnar Sigurðsson frá Fossi á Skaga, síðar kaupmaður í Von, og má það vera. Við leitum frekara álits um það. Guðrún Guðmundsdóttir í Hveragerði hefur tvívegis áður veitt okkur mikils- verðar upplýsingar um óþekktar myndir og hringdi nú enn til okkar vegna myndar nr. 47, sem hún taldi vera af Sesselju og Margrétu Konráðsdætrum frá Syðsta- Vatni í Lýtingsstaðahreppi, systrum séra Helga, sem lengi þjónaði á Sauðárkróki. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, sem er sonur Sesselju, staðfesti að þetta væri rétt. Sigurður Ágústsson á Sauðárkróki og Þórhildur ísberg vissu um konuna á mynd nr. 51. Reyndist þar vera Ragnhildur Sveinsdóttir frá Hindisvík, ógift, var lengi hjá Sighvati Bjarnasyni bankastjóra á Amtmannsstíg 2 í Reykjavík. Séra Gunnar Gíslason frá Glaumbæ þekkti mynd nr. 58. Reyndist hún vera af móðursystur hans, Kristrúnu Arnórsdótt- ur prests frá Hvammi í Laxárdal. Loks bárust upplýsingar frá Helga Hálfdanarsyni í Reykjavík um mynd nr. 62 úr síðasta tölublaði. Hún var af Stefáni Sveinssyni kaupmanni á Hvammstanga, síðar starfsmanni Kveldúlfs í Reykjavík. Er þá upptalið að sinni. Við breytum svolítið til við birtingu á nýjum myndum að þessu sinni og drögum fram tvær fjölskyldumyndir. Fjölskyldan á mynd nr. 63 hefur setið fyrir hjá Eyjólfi Jónssyni á Seyðisfirði, en Daníel Daníels- son á Sauðárkróki tók mynd nr. 64 og er hún því frá fyrsta áratug aldarinnar. Aftan á hana hefur verið skrifað: Sigurbjörg Sölvadóttir og böm. Að endingu skal öllum þeim, sem gert hafa sér ómak og haft samband við okkur vegna þessara mynda og við höldum ótrauðir áfram, því af nægu er að taka. Utanáskriftin er: Safnahúsið, 550 Sauðár- krókur, sími 95/5424. íl° L°°Gr><g° Hversdags TÍMAMÓT SKÍRNIR: Dóttir Birgis Guðjónssonar og Soffíu Svövu Daníelsdóttur á Sauðárkróki var skírð 21. maí og hlaut nafnið Dagmar Ingibjörg. Dóttir Halldórs Kristins Olafssonar og Gunnhildar Hlöðversdóttur var skírð á Sauðárkróki 22. maí og hlaut nafnið Halldóra. Dóttir Benedikts Agnarssonarog Maríu K. Angantýssonar var skírð á Sauðárkróki 22. maí og var gefið nafnið Sigrún Elva. Dóttir Þorkels V. Þorsteinssonar og Lydíu Jósafatsdóttur á Sauðárkróki var skírð 22. maí og hlaut nafnið Helga Elísa. Sonur Andrésa/ Helga Helgasonar og Ásdísar Eddu Ásgeirsdóttur, Tungu í Skarðshreppi, var skírður 11. júní og hlaut nafnið Gunnar Þór. Dóttir Einars Páls Guðmannssonar og Ingibjargar Ragnarsdóttur á Sauðárkróki var skírð 12. júní og var gefið nafnið Margrét Huld. Dóttir Baldurs Hafstað og Finnu Birnu Steinsdóttur var skírð 16. júní og var henni gefið nafnið Þorgerður. Dóttir Gustafs Adolfs Björnssonar og Guðrúnar Gunnarsdóttur á Sauðárkróki var skírð 19. júní og hlaut nafnið Kristín Brynja. Dóttir Sigurðar Pálmasonar og Ingi- bjargar Karlsdóttur, Höfða Kirkjuhvamms- hreppi, var skírð 11. júní og hlaut nafnið Marta. Dóttir Jóhanns Guðjónssonar og Elísa- betar Bjarnadóttur, Ásbraut 6, Hvamms- tanga, var skírð 12. júní og gefið nafnið Aðalheiður. Dóttir Þóru Jónsdóttur og Stefáns Karlssonar, Reykjavík, var skírð 17. júní og gefið nafnið Berglind. Sonur Haralds Friðjónssonar og Sigríð- ar Ásu Sigurðardóttur, Litlu Hlíð, var skírður 12. júní og hlaut nafnið Einar Ragnar. Dóttir Ragnars Gunnlaugssonar og Sigurlaugar Ingvarsdóttur á Bakka var skírð 12. júní og hlaut nafnið Anna Heiða. Dóttir Gauks Péturssonar og Elínborg- ar Bjarnadóttur frá Melrakkadal varskírð 12. júní og hlaut nafnið Vala. Dóttir Konráðs Péturs Jónssonar og Jónínu Rögnu Sigurbjartsdóttur, Böðvars- hólum í Vesturhópi, var skírð Þorbjörg Helga. BRÚÐHJÓN: Nýlega voru gefin saman í hjónaband Bjarki Hrafn Olafsson og Helga Jóhanna Haraldsdóttir, Grenihlíð 7, Sauðárkróki. ANDLÁT: Ragnar Ófeigsson, Svartárdal í Lýtings- staðahreppi, var jarðsettur á Sauðárkróki 18. júní s.l. Ólafía Sigurðardóttir, Laugarnesvegi 58 í Reykjavík, var jarðsett á Sauðárkróki 14. FERMINGAR: Ferming í Hvammi, Laxárdal, 19. júní: Ingibjörg Sigurlaug Gunnarsdóttir á Skefílsstöðum, Kristín Kjartansdóttir, Þor- bjargarstöðum. Ferming í Vesturhópshólakirkju 5. júní: Úlfar B. Hjaltason, Vesturhópshólum og Knútur Agnar Óskarsson Levy, Ósum. Ferming í Víðidalstungu 12. júní: Guðrún Inga Benediktsdóttir Miðhópi, Aðalheiður Magnúsdóttir Hrísum, Þór- unn Herdís Hinriksdóttir Ytri Völlum, Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir Brún, Sigríður Alda Björnsdóttir Stóru Borg, Pétur Þröstur Magnússon Þórukoti og Jakob Ásmar Hermannsson Litluhlíð. VÍSUR Fyrir skömmu birtist fyrripartur eftir Indiönu Sigmundsdóttur, sem var svona: Láttu hljóða lagið góða létt svo bjóða megi hrund. Við höfum aðeins fengið einn botn og er hann frá Signýju Gunnlaugsdóttur, Bala- skarði í Húnaþingi: Þú sem ljóðar ástaróða um það góða sprund. Guðmundur Andrésson f.v. dýralæknir á Sauðárkróki færði blaðinu dálítiðsniðugar vtsur sem lesendur hafa örugglega gaman af að skoða: 1 við : setti sá, í (vann hann mikið). gekk svo á gegnum—. ----Þóroddur þjónaði ....Tomma. „Guðmundur og Gudda ; Guðmundur kom líka með þessa: Hljóðfæranna sætur sónn sjatnaði ekki í viku, þegar gamall grammófónn giftist harmoniku. Ísleifur Gíslason kaupmaður á Sauðár- króki hefur verið nefndur kímniskáld. Hér er smá sýnishorn úr kvæði hans „Metra- kerfið í praksis 1912”. Einn kílómeter alpakka átti eg að taka fyrir Möngu, til þess að bæta treyjuna, sem táð er sundur fyrir löngu. Gefðu mjer nú á glasið, sko, gott er að hressa sig við stritið, einn hektólíter, eða tvo, ekki má drekka frá sér vitið. LÍKA FRÉTT Bæjarstjórnarfundir á Sauðárkróki eru greinilega gullnáma fyrir þá sem hlusta eftir efni sem er „líka fréttnæmt”. Snorri Björn Sigurðsson bæjarritari sat síðasta bæjarstjórnarfund í forföllum bæjar- stjóra. Á meðan Hörður Ingimarsson var að tala voru þeir Snorri Björn og Magnús Sigurjónsson að hvíslast eitthvað á við „háborðið”. Þar sem Hörður var að beina orðum til Snorra Björns þótti honum hann ekki taka nógu vel eftir. Brýndi hann þá röddina og sagði eitthvað á þessa leið: -Forseti, ég óska eftir því, að þú sjáir til þess að bæjarritari hafi eyrun vel opin! Hættu þá hvíslingarnar við „háborðið” og Snorri Björn lagði undir flatt og drakk í sig hvert orð af vörum Harðar. ODDVITINN: „Róm var ekki byggð á hverjum degi.”

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.