Feykir - 22.02.1984, Page 2
2 FEYKIR
Eeykir
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Guðbrandur Magnússon.
Útgefandi:
Feykir hf.
Póstfang:
Pósthólf 4 - 550 Sauðárkrókur.
Sími: 95-5757
Stjórn Feykis hf:
Hilmir Jóhannesson, sr. Hjálmar Jónsspn, Jón Ásbergsson,
Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson.
Blaðamaður i Húnavatnssýslu:
Magnús Ólafsson.
Askriftarverð:
23 kr. hvert tölublað - í lausasölu 25 kr.
Grunnverð auglýsinga:
100 kr. hver dálksentimetri.
Útgáfutíðni:
Annan hvern miðvikudag.
Prentun: Dagsprent.
Setning og umbrot: Guðbrandur Magnússon.
Menntunaraðstaða í dreiíbýli
Á síðustu árum hafa nokkur lóð verið lögð á
vogarskál jöfnunar í menntunaraðstöðu fólks í
dreifbýli og þéttbýli með því að framhaldsskólar
hafa verið reistir á Austfjörðum, Suðurlandi,
Suðurnesjum, Vesturlandi og Norðurlandi vestra.
Með stofnun þessara skóla hafa m.a. opnast
möguleikar á að efla fullorðinsfræðslu og á því að
halda meistaraskóla innan kjördæmanna sem
vinnandi fólk á að öðrum kosti ekki heimangengt
að sækja. Flestir þeir sem áhuga hafa á að stunda
meistaranám eru fjölskyldumenn sem bundnir eru
af þörfum heimilanna til tekjuöflunar og geta ekki
sótt nám fjarri heimahögum. Því má telja
meistaraskólanám sem hluta fullorðinsfræðslunnar
sem efla þarf víða um landið. Ljóst er að innan
Norðvesturlands má halda meistaraskólanám á
Sauðárkróki, Siglufírði og Blönduósi ef: 1) áhugi
heimamanna er fyrir hendi, 2) val sé á hæfum
kennurum og þeir fúsir til að kenna, 3) fjárveiting
fáist á Alþingi og frá sveitarfélögum til þessa.
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki er reiðubúinn til
að veita faglega aðstoð við starfrækslu þessara
meistaraskóladeilda á ofangreindum stöðum ef
skilyrðin þrjú eru uppfyllt. Því kemur til kastaallra
aðila sem málið snertir ef úr á að rætast.
Á vegum menntamálaráðuneytis hefur verið
unnið að undirbúningi frumvarps um fullorðins-
fræðslu en það hefur dagað uppi í annríkinu.
Vonandi verður á næstunni komið á skipan þessara
mála með þeim hætti að fullorðinsfræðslu verði
haldið uppi sem víðast um landið og hún
viðurkennd sem sjálfsagður hluti af hverjum
framhaldsskóla hvort sem um er að ræða,
öldungadeild í bóknámi eða iðnfræðslugreinum,
námsflokka eða meistaraskóla. Því er heppilegast
að ákvæði um þetta verði í væntanlegri heildar-
löggjöf um framhaldsskóla sem mjög brýnt er að
verði sett innan skamms. Lóðin á vogarskálina sem
nefnd var hér í upphafi þurfa að vera fleiri því enn
hallar mjög á hlut dreifbýlis í menntamálum.
Jón F. Hjartarson.
Laun dugi til framfærslu
Verðbólgan á íslandi hefur hjaðnað með slíkum
hraða undanfarna mánuði að hrikt hefur í stoðum
þjófélagsins. Laun hafa lækkað mikið hjá öllum,
sem hefur haft í för með sér alvarlegt ástand hjá
mörgum heimilum, þar sem tekjur hrökkva ekki
fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Ótrúlega erfitt
virðist vera að ákveða í samningum að lægstu
launataxtar skuli hækka mest. Andstaðan við slíkt
virðist vera bæði í samtökum launafólks og
vinnuveitenda.
Krafa um laun sem dugi til framfærslu er
sanngjörn og sjálfsögð. Vilji ráðandi öfl þjóðfélags-
ins ekki sætta sig við hana er þeim ekki vorkunn þó
valdi verkalýðshreyfingarinnar verði beitt gegn
þeim. Jafn fráleitt og hækkun lægstu launa er
sjálfsögð, er að sú hlutfallshækkun dragi upp alla
launastiga.
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
Gert klárt í skelina á Hvammstanga.
Skugga-Sveini frestað í ár
Frá blaðamanni Feykis í Húnavatnssýslu.
Mjög harður árekstur varð milli
tveggja fólksbíla á Blönduósi í
byrjun mánaðarins. Ökumaður
var einn í öðrum bílnum og
slasaðist hann mikið og var
fiuttur á sjúkrahús í Reykjavík.
Hann var handleggsbrotinn,
axlarbrotinn, nef og kjálka-
brotinn og hælbeinsbrotinn, en
innvortis meiðsl hlaut hann
engin. Er hann nú á góðum
batavegi.
í hinum bílnum voru þrír
farþegar auk ökumanns. Hlutu
þau öll minniháttar meiðsl, en
fengu að fara heim eftir að gert
hafði verið að sárum þeirra.
Bílarnir eru báðir gjörónýtir
Ný skóbúð að
laka til starfa
á Sauðárkróki
Gylfi Geiraldsson mun á næstu
dögum opna nýja skóbúð á
Sauðárkróki í húsnæði því sem
verslunin Björk hefur verið í að
Aðalgötu 10. Þar var áður rekin
skóbúð, en nokkuð er síðan sú
verslun var aflögð. Að undan-
förnu hefurumboðsmaðurstóru
happdrættanna, HÍ, SÍBS og
DAS, haft þar aðsetur og þegar
Gylfi opnar skóbúðina mun
happdrættisumboðið flytjast í
húsnæðið þar sem verslunin
Garðarshólmi var áður, í Kirkju-
klauf.
og að sögn Frímanns Hilmars-
sonar lögregluþjóns var mesta
mildi að fólkið slasaðist ekki enn
meira. Allir í framsætum voru
með öryggisbelti og hjálpaði það
mikið.
Þetta slys varð til þess að
ákveðið hefur verið að fresta því
að sýna leikritið Skugga-Svein í
eitt ár. Ástæður eru þær að öku-
maðurinn, sem mestslasaðist,er
Njáll Þórðarson.
„Við getum alls ekki hugsað
okkur annan en Njál í hlutverk
Skugga-Sveins,” sagði Sveinn
Kjartansson formaður Leikfé-
lags Blönduóss í samtali við
Feyki. „Hann hæfir okkar
manna best í þetta mikla hlut-
verk og er gamalgróinn leikari og
mjög virkur félagi í Leikfélagi
Blönduóss. Því ákváðum við,
jafnvel þó æfingar hefðu verið
hafnar, að fresta frekari æfing-
um og sýningu verksins í eitt ár
og vonumst til þess að þá verði
Njáll kominn til fullrar heilsu.”
Ákveðið hefur verið að taka
Spanskfluguna eftir Arnold og
Bach og eru æfingar hafnar.
Þetta er ærslaleikur, sem sýndur
var við mjög góðar undirtektir
hjá Leikfélagi Reykjavíkur árin
1970 og 1971. Leikstjóri hjá
Leikfélagi Blönduóss er Eyþór
Árnason.
’álÍit
Allt efni til
sokkablómagerðar
Á næstunni verður sýnikennsla í
sokkablómagerð. Nánari upplýsingar í
versluninni og í síma 5253.
oö
Skagfirðingar -
Sauðárkróksbúar
Gefin hafa verið út skuldabréf til að afla fjár í
byggingu öldrunarheimila í Skagafirði.
Nafnverð bréfanna er kr. 500,00 - 1.000,00 og
5.000,00.
Bréfin eru til sölu í Samvinnubankanum,
Sauðárkróki, og í Búnaðarbankanum á Sauðár-
króki, Hofsósi og Varmahlíð.
öldrunarnefnd Skagafjarðar.