Feykir


Feykir - 22.02.1984, Blaðsíða 8

Feykir - 22.02.1984, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 22. febrúar 1984. 4. tölublað, 4. árgangur. bæði hólið oe skammimar Vínarbrauðsspjall við Ottar Bjamason bakarameistara á Sauðárkróki Starfsfólk í Sauðárkróksbakaríi. Eigendaskipti urðu á Sauðár- króksbakaríi um síðustu ára- mót. Óttar Bjarnason bakari og Guðrún Sölvadóttir eiginkona hans keyptu fyrirtækið af Guð- jóni Sigurðssyni, sem bakað hefur brauð handa Skagfirðing- um í rúma hálfa öld. Nýlega, þegar ritstjóri var í vínarbrauðsferð i bakaríið, hafði hann tal af Óttari og spurði hvernig honum fyndist að vera orðinn atvinnurekandi. „Mér lýst vel á þetta allt saman. Þessu fylgir gífurleg vinna og tekjurnar eru í engu samræmi við það fyrst í stað á meðan verið að að kljúfa þetta fjárhagslega. Ég vinn ekki undir átján tímum á sólarhring og er með allan mannskap í lágmarki. Það eru engir meiri vinnuþrælar en þeir sem eru eigin húsbænd- ur, ég hefði aldrei trúað þvi fyrr en ég stóð sjálfur frammi fyrir því. En ég sé vinnuna skila sér og þá er þetta tilvinnandi. Bæði salan á brauðum og kökum hefur aukist mikið undanfarnar vikur. Stærsti viðskiptavinurinn er auðvitað Kaupfélag Skagfirð- inga og salan á brauðum frá mér í verslunum þess hefur stór- aukist. Það byggist á því að þeir fá glæný brauð strax kl. 9 á morgnana og eru búnir að fá ö!l brauð fyrir hádegi. Fólk kann greinilega að meta þetta og kaupir meira af brauðum.” A undanförnum árum hefur prðið bylting í brauðneyslu íslendinga, þannig að gróf brauð eru nú orðin aðalframleiðsla brauðgerða um allt land. Óttar var spurður hvort þessi bylting væri afstaðinn og framundan væri stöðnun. „Fólk er mjög opið fyrir nýjum brauðtegundum og ég hef bakað margar tegundir afbrauð- um sem ekki hafa þekkst hér og þessi brauð renna út. Ég held að þessi þróun haldi áfram, brauð- tegundum íjölgar, enda er sam- keppnin miklu meiri en áður var. Þegar ég kom hingað til Sauðárkróks fyrir 6 árum var þessi „grófbrauðabylting” ekki hafin, það var lítið annað bakað af brauðum en franskbrauð, rúgbrauð og heilhveitibrauð. Nei, það er engin lægð fyrirsjá- anleg í brauðgerð hér á landi næstu árin. Þeim sem flytja inn kom til brauðgerðar hefur fjölg- að á síðustu árum og samkeppn- in milli innflytjenda er mikil og þeir standa fyrir kynningum og námskeiðum til að hampa sinni vöru. Á þeirra vegum hafa verið haldin þrjú námskeið á s.l. fjórum árum fyrir bakara hér á Norðurlandi, þar sem danskir, sænskir og þýskir bakarameist- arar hafa miðlað okkur af þekkingu sinni og reynslu. Við fylgjumst því nokkuð vel með, því íslenskir bakarar hafa einnig verið duglegir að fara utan til að afla sér reynslu og kynna sér nýjungar. Skagfirðingar munu t.d. á næstunni geta keypt nokkrar nýjar brauðtegundir, sem Danir kynntu okkur á síðasta námskeiði.” Það kom fram í spjallinu við Óttar að hann mun á næstunni efna til brauðkynninga, þar sem hann sýnir viðskiptavinum sin- um hvað er i brauðunum og hvernig hann meðhöndlar það. Hjá Sauðárkróksbakaríi hafa aldrei verið notuð gerviefni í brauðin, hvorki eggjaduft né rotvarnarefni, sem stóru bakarí- in í Reykjavík og víðar nota talsvert. Slík efni lengja sölu- hæfni brauðanna, en það kemur undantekningarlaust niður á gæð- um. Brauðin eru auðvitað best nýbökuð, þau batna ekki við að hossast í vöruflutningabíl frá t.d. Reykjavík. Þá er einnigfarið að flytja inn blandað mjöl, sem ekkert þarf við að gera annað en hræra saman í vatni og baka. Slík verksmiðjubrauð verða aldrei bökuðj Sauðárkróksbakaríi að sögn Óttars. Hann sagði enn- fremur að sumt fólk ætlaði vart að trúa því að hann notaði eingöngu ekta rjóma og egg í brauð og kökur, en sem dæmi um eggjanotkunina sagði hann að aðeins um síðustu helgi hefði hann notað um 50 kg af eggjum í kökubakstur. Nýlega fór Óttar að hafa brauðbúðina opna eftir hádegi á sunnudögum og hefur mátt sjá þar að fólk kann að meta þá nýbreytni að geta keypt t.d. góðar og gamaldags Napóleons- kökur með nýþeyttum rjóma, því stanslaus ös hefurverið allan opnunartímann. En hverjir eru kostirnir við að vera „eigin húsbóndi”? „Ég hef alltaf stefnt að því. Þegar maður hefur eigið fyrir- tæki, þá hefur maður eitthvað að keppa að og þetta er alltaf nýtt og ferskt viðfangs þegar maður er uppfullur af hugmyndum. Nú fær maður bæði hólið og skamm- irnar, en áður fékk maður bara skammirnar. Þó svo að Sauðár- króksbakarí sé eina bakaríið hér, þá er samkeppnin mikil. Stóru brauðgerðirnar reyna að komast inn á þennan markað og eftir að samgöngur urðu svo góðar sem þær eru, þá er þetta raunveruleg samkeppni sem þarf að glíma við. Hún veitir mér aðhald og fær mig til að missa ekki sjónar á því að ef þjónustan hjá mér er ekki nógu góð þá dett ég út fyrr en varir. Ég hef aukið söluna hér um slóðir vegna þess að ég hef aukið þjónustuna, á því er ekki vafi. Það má ekki gleymast í þessu sambandi að ég tek við góðu fyrirtæki úr hönd- um Guðjóns Sigurðssonar, sem á síðustu árum hefur byggt það upp og endurnýjað þannig að nú er það mjög vel á vegi statt hvað tækjakost varðar,” sagði Óttar Bjarnason að lokum. Er hægt að bæta flugsamgöngur? Samgöngur milli Blönduóss og Sauðárkróks eru mjög lélegar um þessar mundir. Norðurleiða- rútan fer nú aðeins um á þriðjudögum og föstudögum, þá daga sem mokað er. Póst- og fólksflutningar á milli Skaga- fjarðar og Húnavatnssýslu eru bundnir þessari rútu, sem ekurá milli Akureyrar og Reykjavíkur ef fært er og það er því nóg að ófært verði yfir t.d. Holtavörðu- heiði til að samgöngur milli Blönduóss og Sauðárkróks falli niður. Arnarflug heldur uppi áætl- unarflugi milli Blönduóss og Reykjavíkur fjóra daga vikunn- ar, þriðjudaga, fimmtudaga, föstu- daga og sunnudaga, en Flugleiðir fljúga á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur fimm daga, alla daga nema laugardaga og sunnu- daga. Tvo daga þar af er millilent á Húsavík á suðurleið, sem lengir leiðina til muna, því Húsavík er í þveröfuga átt við stefnuna til Reykjavíkur. Á landakorti sýnist álíka langt að fljúga fyrst til Húsavíkur eins og til ísafjarðar og þaðan til Reykjavíkur. Spurningin sem vaknar við þessar vangaveltur er, hvort ekki væri hægt að tengja saman Reykjavíkurflug frá Blönduósi og Sauðárkróki, en flugleiðin frá Sauðárkróki til Reykjavíkur ligg- ur nánast yfir Blönduós. Erfið- leikarnir því samfara felast í því að það er sitt hvort flugfélagið sem flýgur á Blönduós og 307 lögregluskýrslu Feyki hefur borist yfirlit frá lögreglunni á Sauðárkróki um skýrslugerð lögreglunnar á síð- asta ári um árekstra, slys, ölvun við akstur og fleira. Meðal þess sem fram kemur í yfirliti þessu er að skýrslufjöldi vegna umferðarmála varð á árinu 1983 alls 307, en til samanburðar voru gerðar 228 slikar skýrslur árið 1982. Keyptur var nýr lögreglubíll á árinu og annar seldur. Alls óku lögreglumenn á lögreglubílum 61.812 km árið 1983, auk þess sem bílaleigubílar voru notaðir talsvert mestu annatimana. Lögreglumenn voru kallaðir til 173 sinnum vegna árekstra i Skagafirði, þar af urðu 7 slys á mönnum og eitt banaslys. Öll slysin urðu utan Sauðárkróks. Vinnuslys urðu hins vegar þrjú á Sauðárkróki. Vegna gruns um ölvun við akstur voru 38 bíl- stjórar stöðvaðir á árinu. Fangageymslur lögreglunnar þurftu 32 einstaklingar að gista áárinu 1983,allirvegnaölvunar nema einn, sem sitja þurfti inni vegna málsrannsóknar. Langflestar lögreglusektir voru vegna rangrar stöðu ökutækja, eða 52. Af yfirliti lögreglunnar má ráða, að þrátt fyrir allt sé fátt stórmála sem koma til kasta lögreglunnar. Sauðárkrók og engin samvinna þar á milli, frekar hörð sam- keppni. Samgönguráðuneytið veitir sér- leyfi á hinum ýmsu flugleiðum, t.d. hafa Flugleiðir sérleyfi á flugleiðinni Akureyri - Reykja- vík, en Flugfélag Norðurlands hefur leyfi fyrir leiðinni Akur- eyri - Ólafsfjörður - Reykjavík, og fer þannig í raun og veru á bak við reglurnar. Því vaknar sú spurning hvort Arnarflug gæti fengið sérleyfi á leiðinni Sauðár- krókur - Blönduós, þannig að Reykjavíkurflug væri samtengt frá þessum tveimur stöðum. Með því móti væri hægt að hafa daglegar flugferðir á milli, suma daga jafnvel tvisvar á dag. Slíkt myndi auðvitað bæta samgöng- ur innan Norðurlands vestra, sem ekki er vanþörf á að bæta, og einnig við Reykjavík. Feykir hafði samband við Guðmund Hafsteinsson hjá inn- anlandsflugi Arnarflugs og bar undir hann þessa hugmynd. Guðmundur, sem vinnur í af- leysingum fyrir Örn Helgason, forstöðumann innanlandsflugs- ins, sagði að sér fyndist hug- myndin góð, en vissi ekki til að hún hefði verið rædd hjá Arnar- flugi. Taldi hann ekki fráleitt að Arnarflug sækti um þessa flug- leið, þar sem fordæmi væri fyrir slíku með Reykjavíkurflugi Flug- félags Norðurlands. „Annað mál er svo, hvort samgöngu- ráðuneytið féllist á slíka beiðni frá okkur,” sagði hann.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.