Feykir


Feykir - 22.02.1984, Side 3

Feykir - 22.02.1984, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 FEYKIR 3 Gullnáma Sauðárkróks Aðeins helmingur heita vatnsins er notaður Hitaveitugjöld lœkka hjá þorra bœjarbúa Kaldavatnsskattur lœkkaður um 26% Páll Pálsson veitustjóri stendur hér viðjarðborþann sem Jón Nikódemusson smíðaði og var notaður til að bora fyrstu holur Hitaveitu Sauðárkróks. Bornum hefur verið komið fyrir á virkjunarsvæði Hitaveitunnar sem minnismerki um brautryðjendastarf Jóns. Miklar framkvæmdir voru hjá Hitaveitu Sauðárkróks á síðasta ári og talsverðar breytingar hafa orðið á útreikningi afnotagjalds Hitaveitunnar, þannig að fasta- gjald hefur verið fellt niður en lítragjaldið hækkað á móti. Til að forvitnast um þetta og önnur málefni Hitaveitunnar fór blaða- maður Feykis á fund Páls Pálssonar, veitustjóra og bað hann að segja frá helstu fram- kvæmdum síðasta árs. „Aðalframkvæmdirnar voru á virkjunarsvæðinu niður við dælustöð. Skipt var um safnæð- ar þar, en fyrir voru gamlar asbestlagnir sem andaði heldur kalt um á veturna og þar tapaðist því mikil orka. Með nýju leiðslunum eykst orkan til bæjarbúa um 10%, þannig að hver maður getur séð að þessi fjárfesting skilar sér í vasa hvers einasta bæjarbúa. Hitinn á vatninu í bænum jókst um allt að tvær og hálfa gráðu. Við erum búnir að kaupa búnað til að stjórna þrýstingi á vatni frá dælustöðinni og einnig er verið að koma upp tækjum til að stjórna yfirfallinu, en eins og nú er rennur talsvert af heitu vatni út í mýrina þarna. Þessi tæki verða sett í stærstu bor- holuna, en þetta er loki sem stjórnar vatnshæðinni í vatns- þrónni. Unnið var við endurbætur á dreifíkerfinu. Vesælar stofnlagn- ir voru lagfærðar og áfram haldið við stækkun dreiflkerfis- ins; nýjar lagnir voru lagðar í tvær götur í Túnahverfi.” Hefur komið til vatnsskorts hjá veitunni, t.d. nú í vetur? „Nei, engin vandræði hafa verið með heitt vatn í vetur og ekki heldur undanfarna vetur. Þrýstingurinn hefur aldrei minnk- að meira en um 200 g, sem er sáralítið. Við eigum hér á Sauðárkróki nóg heitt vatn og notum ekki nema um helming þess magns sem holurnar gefa af sér, sem er 160 sekúndulítrar, en neyslan hjá okkur þegar hún er mest, er ekki nema um 88 sekúndulítrar. Starfsmenn Orku- stofnunar telja þessa hitaveitu hér einstaka gullnámu, sem vart eigi sér hliðstæðu. Við þurfum t.d. ekki að dæla upp úr einni einustu holu, sem þarf víðast hvar annars staðar. Ef við myndum dæla upp úr okkar holum hefðum við margfalt það magn sem okkur er nauðsyn- legt.” Fyrir nokkrum dögum var fastagjald hitaveitunnar fellt nið- ur og lítragjaldið hækkað. Hvers vegna? „Þetta fastagjald var lagt ofan á gjaldskrána árið 1981 þegar engar hækkanir fengust á verð- skrám hitaveitna, en þá var verið að bora hjá okkur og nauðsyn á auknum tekjum. Því var þessu fastagjaldi bætt ofan á það gjald sem notendur greiddu fyrir vatnsnotkun sína. Þetta hefur komið þannig út, að þeir sem búa t.d. í blokkum og kaupa minnst af heitu vatni, hafa borgað hærra verð fyrir hvern lítra heldur en þeir sem mikið kaupa, en nú munu allir greiða sama verð fyrir keyptan lítra. Breytingin virkar þannig, að hjá flestum mun gjald fyrir hitaveitu lækka eða standa í stað, eða hjá um 84,6% af þeim notendum sem kaupa heitt vatn eftir hemli. Hjá hinum verður hækkun. Sá sem kaupir nú 2 mínútu- lítra mun við næstu innheimtu borga 45 krónum minna á mánuði, þeir sem kaupa 4 lítra standa nokkurn veginn í stað, en t.d. þeir sem kaupa 5 lítra munu næst borga 34 kr. meira á mánuði. Flestir telja að fastagjaldið hafi verið óréttlátt og einungis ætlað til að brúa bil á erfiðum tíma, þ.e.a.s. neyðarráðstöfun til að afla hitaveitunni tekna þegar aðrir möguleikar voru útilokaðir og því sé um að gera að létta gjaldinu af núna, þannig að allir sitji við sama borð, hvort sem þeir kaupa mikið eða lítið af heitu vatni.” Eins og fram kemur á skýr- ingarmynd hér á síðunni þá er hitaveitan á Sauðárkróki ein alódýrasta hitaveita landsins og hefur áður verið sagt frá þvi hér í Feyki. Það er þó ekki víst að allir átti sig á því um hve háar fjárhæðir er hér að ræða; hve stóran þátt hitaveitan á í meiri ráðstöfunartekjum heimila á Sauðárkróki en annars væri, t.d. borið saman við Akureyri eða Blönduós. Páll sagði frá því að á ráðstefnu sem hann sótti nýlega um hitaveitumálefni hefðu menn verið að gamna sér við að reikna út mismuninn á Sauðárkróki og Hofsósi hvað upphitunarkostn- að varðar. Niðurstaðan var sú að ef t.d. Hofsósingar hefðu jafn lágt orkuverð til húsahitunar og Sauðkrækingar, þá gætu þeir hætt nokkurn veginn að vinna yfirvinnu (miðað við 8 yfir- vinnutíma á viku) og þó haft sömu ráðstöfunartekjur. Páll var spurður um fram- kvæmdir hitaveitu á þessu ný- byrjaða ári. „Það verður haldið áfram vinnu við dælustöðina, að setja upp þrýstijafnarana sem ég talaði um áðan. Helsti höfuð- verkur okkar er stofnlögnin frá blokkunum við Víðigrund og norður að kirkju. Þetta er gömul asbestlögn frá árinu 1968, sem er orðin mjög léleg og lekur víða. Heita vatnið hér étur upp asbestið, eyðir sementinu í því, þannig að við erum hræddir um að pípurnar geti gefið sig hvenær sem er. Við gælum við þá hugmynd að endurnýja helm- inginn á næsta ári, alla vega verður að fara að byrja á þessu verki. Það er búið að gera áætlun um nýja stofnlögn út að kirkju með viðbótartengingu út á Eyri og myndi sú framkvæmd kosta um sjö og hálfa milljón króna. Stofnlögn á iðnaðarsvæðið er einnig ofarlega á óskalistanum. Þessar framkvæmdir stefnum við að að gera án þess að taka til þess stór lán, því tekjur hitaveit- unnar eiga að standa undir þessu.” Þú hefur einnig yfirumsjón með vatnsveitunni, þ.e. kalda vatninu. Hvað er þar helst á döfínni? „Yfirleitt var vatnsveitan áð- ur fyrr baggi á bæjarsjóði, eða allt fram undir 1978, en þá var vatnsskatturinn hækkaður í á- föngum og þá loks fór veitan að skila tekjum. Þessi skattur hefur að undanförnu hækkað og var orðinn ansi hár, ég held með því hærra sem gerist með kalt vatn. Um sama leyti var farið að selja kalda vatnið eftir mæli til stærstu notendanna og þeir þurftu því að borga meira en áður. Af þessum sökum breyttist umgengni manna við kalda vatnið og menn eru hættir að líta á það sem verðlaust og óþrjótandi. Hlíðahverfi fékk sína vatns- veitu árið 1980 úr Molduxa- skarðinu, en þaðan kemur mjög gott vatn. Áður var notað yfirborðsvatn úr Sauðá. Á síðasta ári voru helstu framkvæmdir vatnsveitu þær, að stofnlagnir voru lagðar í syðri hluta Hlíðahverfis, efri hluta Túnahverfis og aðallögn lögð í iðnaðarsvæðið. Dýrustu framkvæmdir vatns- veitunnar eru að baki, þ.e. virkjun linda i Molduxaskarði og í Veðramótslandi og því var sú ákvörðun tekin að lækka vatns- skattinn um tæp 26%, úr 0,27% af fasteignamati í 0,2%. Þetta kemur sér vel fyrir einstaklinga og ekki síður fyrirtækin. Þrátt fyrir þessa lækkun vonumst við til að hagur veitunnar verði nokkuð góður. Næsta sumar verður unnið við endurnýjun lagna í gamla bæn- um, sem að hluta til er síðan árið 1912. Þá verður einig unnið við Molduxaveituna og Veðramóts- veituna... og hugsað verður til heimæðar að vatnspökkunarverk- smiðju.” „Sneyðist nú um bjargarskortinn” ORKUVERÐstarfandi hitaveitna sem hlutfall af óniðurgreiddu olíuverði (ásamt raforkuverði skv. taxta Rafmagnsveitna ríkisins til húshitunar). SELTJARNARN MOSFELLSHR ÓLAFSFJÖRÐUR HVAMMSTANGI ÞORLÁKSHÖFN RAFHITUN MEÐ NIÐUR- GREIÐSLU BESSASTAÐAHREPPUR VESTMANNAEYJAR SIGLUFJORÖUR BLÖNDUÓS H RANGÆI NGA AKRANES OG BORGARFJÖRÐUR OLIA MEÐ NIÐUR- RAFHITUN GREIÐSLU ÓNIÐURGR 60 70 80 90. 100 ORKUVERÐ %AF OLÍUVERÐI

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.