Feykir


Feykir - 22.02.1984, Side 4

Feykir - 22.02.1984, Side 4
4 FEYKIR MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 Hagsmimir allra landsmatm Frá blaSamanni Feykis i Húnavatnssýslu. Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp til breytinga á stjórnarskrá íslands. Samhljóða breytingar voru samþykktar á síðasta þingi og verði frumvarpið á ný samþykkt fyrir næstu kosningar mun þingmönnum fjölga um þrjá auk þess sem kosningalög- um verður mjög breytt. Ekki eru allir sammála um þessa breyt- ingu þó að í raun sé það nokkur furða hve litla almenna umræðu málið hefur fengið. í Vestur-Húnavatnssýslu hafa menn þó rætt þessi mál mjög mikið. Þar var stofnað félag til þess að andæfa breytingunni og þar hefur staðið yfir undir- skriftasöfnun til þess að mót- mæla fjölgun þingmanna. Um 80% atkvæðisbærra Vestur-Hún- vetninga skrifuðu undir og voru undirskriftirnar nýlega afhentar forsætisráðherra. Víðar um land er hafin umræða um þessi mál. í fram- haldi af því var nýlega haldinn fundur á Akureyri, sem í raun var óformlegur stofnfundur „Sam- taka um stjórnarskrá og jafn- rétti”. Á næstu vikum verður unnið að því að stofna deildir þessara samtaka vítt um land og áformað er að halda formlegan stofnfund með hækkandi sól. Nýlega hélt blaðamaður Feykis á fund þeirra, sem skipa stjórn félagsins í V-Hún. og ræddi við þá um baráttumál þeirra og ýmis önnur hagsmunamál lands- byggðarinnar. Hluti af því spjalli fer hér á eftir, en stjórnarmenn- irnir eru: Aðalbjörn Benedikts- son ráðunautur Hvammstanga, Björn Sigurvaldason bóndi Litlu- Ásgeirsá, Hólmfríður Bjarna- dóttir verkamaður Hvammstanga, Sveinn Benónýsson bakari Hvammstanga og Örn Björns- son bóndi Gauksmýri. í byrjun skýrðu þau frá upphafi sinnar baráttu. Aðalbjörn: „Þegar fréttir bár- ust um að endurskoða ætti stjórnarskrána lá það í loftinu að nú ætti að fjölga þingmönn- um á suðvestur horni landsins. Það var því ljóst að í uppsiglingu var veruleg valdatilfærsla í land- inu. Stefnt var að því að flytja enn meira vald til þessa land- svæðis, þó að mörgum þætt þar nú æði mikið vald fyrir. Þar er þegar flokksvaldið, Qölmiðlarn- ir og þarna geta því einstakling- arnir haft æði mikil áhrif þó þeir séu ekki þingmenn. Við óttumst að ef enn meira vald er fært á þennan eina stað í landinu sé hætta á frekari búseturöskun en þegar er orðin. Þess vegna hófst okkar barátta. Við héldum fundi og fengum menn að sunnan til þess að skýra sín sjónarmið og upp úr því stofn- uðum við þetta félag okkar. Allir þeir stjórnmálaflokkar, sem þá voru starfandi lögðu sinn skerf til þessara mála og því er innan félagsins fólk úr öllum stjómmálaflokkum og allir starfa saman að höfuðmarkmiðinu.” Hólmfríður: „Það vil ég taka fram að þetta er ekkert einkamál fólksins á landsbyggðinni, þetta eru hagsmunir allra íbúa lands- ins. Þegar eru 60% þjóðarinnar á litlu landsvæði á suðvestur- horninu og hvað gerðist ef þangað flykktist 20% til við- bótar. Hvar á að útvega því fólki atvinnu, og hvað með öll félags- legu vandamálin sem þá koma upp”. Sveinn: „Við sjáum hvað þessi algeri jöfnuður á vægi atkvæða leiddi af sér í Svíþjóð. Þar eyddust heil héruð. Þeir vökn- uðu upp við það snemma á síðasta áratug að svo og svo mikil þjóðarverðmæti eru ónýtt og í dag eyða þeir milljörðum á milljarði ofan til þess að fá fólk út á landsbyggðina og vinna þessi þjóðarverðmæti”. örn: „Við óttumst að ef þessi algeri jöfnuður á að koma verði það til þess að hér leggist stór landsvæði í auðn. Þá erum við einnig að mótmæla þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð eru við þær stjómarskrárbreytingar, sem nú er verið að drífa yfir okkur. Stjómarskráin er okkar helgasti hornsteinn og um breytingar á henni hefur hver einasti íbúi landsins eitthvað að segja. En fólkið er ekkert spurt. Það er búið að ákveða matseðilinn og við eigum að éta það sem í pottinum er. Hvert œtlið þið? Ekki látið þið staðar numið með þessum undir- skriftum og stofnun félagsins? Hólmfríður: „Nei, þetta er aðeins upphafið. Við ætlum að kynna þetta mál sem víðast um landið og fá fólk til þess að hugsa um það hvað er í raun að gerast. Við hér í V.-Hún. erum að skrifa bréf, sem við ætlum að senda til allra pólitískra félaga og hvetja þau til þess að standa fyrir svipaðri undirskriftasöfn- un hvert í sínu heimahéraði”. örn: „Á fundinum, sem hald- inn var á Akureyri var sett á fót nefnd til þess að koma með tillögur að nýrri stjórnarskrá og þó fyrst og fremst þeim þætti hennar, sem fjallar um kosning- ar til Alþingis. Þær tillögur munu taka betur tillit til hags- muna fólksins, en þær tillögur, sem forystumenn stjórnmála- flokkanna vilja drífa yfir okk- 11f* ” ••• Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400 Aðalbjörn: „Og við munum leggja áherslu á að okkar tillögur fái ýtarlega umræðu sem víðast á landinu því stjórnar- skráin er fyrir fólkið, en ekki fyrir forystumenn þeirra stjóm- málaflokka, sem nú eru til”. Örlítið meira um samtökin, sem óformlega voru stofnuð á Akureyri. Björn: „í drögum að stefnu- skrá fyrir samtökin segir m.a. að tilgangur samtakanna er að vinna að auknu jafnrétti milli landshluta og koma í veg fyrir meiri fólksflótta til höfuðborg- arsvæðisins en verið hefur und- anfarin ár. Þá lýsa samtökin yfir mikilli andúð á sívaxandi mið- stýringu og alræðisvaldi Reykja- víkursvæðisins. Samtökin telja óeðlilegt að íbúar dreifbýlsins hafi minni áhrif á skiptingu þjóðarteknanna en nú er þar sem allt að 70% útflutnings- teknanna verður til út á lands- byggðinni. Samtökin telja einn- ig nauðsynlegt að auka fjöl- breytni atvinnulífsins um hinar dreifðu byggðir þannig að fólk þurfi ekki að flýja sínar heima- slóðir í atvinnuleit. Eins og hér hefur þegar komið fram samþykktu þingmenn á síðasta þingi breytingar á stjórn- arskránni, svokallað formanna- frumvarp. Verði það samþykkt á ný á yjirstandandi kjörtímabili verður nœst kosið samkvœmt því. Orð um þessar breytingar. Sveinn: „Ég vil í upphafi vekja sérstaka athygli á því hve litla umræðu þetía frumvarp hefur fengið í þjóðfélaginu. Sem dæmi get ég sagt að hér í Norður- landskjördæmi vestra hefurekki einn einasti fundur verið hald- inn til þess að kynna þetta mál af þeim þingmönnum, sem við höfum kjörið á Alþing. Þetta sýnir vel hvaða vald þessir menn hafa tekið sér og þegar þeir fara að meðhöndla okkar dýrmæt- ustu eign og reyndar okkar sjálfstæði, sem sitt einkamál þá hlýtur fólkið í landinu að fara að gera eitthvað. Varðandi þetta frumvarp um vægi atkvæða sjáum við að þeir miða við kosningarnar 1979 og benda á að þá hafi landsbyggðin ennþá fram yfir höfuðborgarsvæðið hvað þingmannatölu varðar. En frumvarpið gerir ráð fyrir að þingmenn færist til eftir búsetu- þróun í landinu. Og hvað hefur gerst síðan 1979 og hvað er að gerast. Mér sýnist að með sama áframhaldi þurfi ekki nema tvennar til þrennar kosningar til þess að við séum hér komin með borgríki. Við verðum komin með lénsskipulag þar sem al- ræðisvaldið og fjármagnið er farið að segja framleiðslugrein- unum fyrir verkum. Við erum komin annað hvort til Suður- Ameríku eða aftur í miðaldir með okkar skipulag. Þetta stríð- ir gegn allri réttlætiskennd”. Svo lengi sem við munum hefur vcegi atkvœða verið meiri á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvœðinu. Þrátt fyrir það hefur fólksflóttinn stöðugt haldið áfram. Er þá eitthvert atriði að hafa þingmenn, ráða þeir í raun einhverju, liggja hin raunverulegu áhrif annars staðar í þjóðfélag- inu? Örn: „Ég vil fyrst koma að því að þingmenn vilja fjölga á alþingi. Búa til fleiri „örugg sæti”. Leysum við vanda þjóð- félagsins með því? Ég segi nei. Þá má benda á að það er staðreynd að fjármagnið er í Reykjavík og fólkið eltir fjár- magnið”. Aðalbjörn: „Það hefur verið viss þróun víða um lönd að fólkið flykkist til borganna, en þessi þróun hefur óvíða verið jafn hröð og hér á landi. Erlendis eru menn farnir að átta sig á því að þetta er mjög slæmt fyrir alla aðila og því hefur víða verið gert raunhæft átak til þess að snúa þessari þróun við. Þar sem menn hafa ekki áttað sig á þessu í tíma hefur kostað offjár að rétta það við sem aflaga hefur farjð”. Örn: „Við getum tekið dæmi um skynsamlega ákvörðun, sem nýlega átti sér stað hér á landi. Þá var ákveðið að flytja höfuð- stöðvar Síldarverksmiðja ríkis- ins frá Siglufirði. Við það var þar sagt upp 25 manns. Þetta jafngildir því að á Reykjavík- ursvæðinu hætti starfsemi sinni fyrirtæki af svipaðri stærð og eitt og hálft álver”. Hvernig á að efla atvinnulíf á landsbyggðinni? Björn: „Það eru nokkrar leiðir til þess. Fyrst og fremst verður að veita fjármagni til þess að efla framleiðslugreinarnar og iðnaði þeim tengdum. Þá verður að flytja meira af þjónustu ríkisins út á landsbyggðina”. Sveinn: „Fyrir u.þ.b. 15 árum voru fengnir norskir sérfræð- ingar til þess að kanna byggða- mál á Vestfjörðum. Niðurstöður þeirra eru athyglisverðar enn þann dag í dag. Þar kom fram að tekjur fólks á Vestfjörðum voru ekki lakari en annars staðar á landinu og atvinnuleysi óveru- legt. Ástæður fyrir brottflutn-

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.