Feykir - 22.02.1984, Blaðsíða 6
6 FEYKIR
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
RÝMINGARSALA!
NÆSTU DAGA SEUUM VIÐ NOKKRAR RÚLLUR
AF WORLD CARPETS GÓLFTEPPUM Á MJÖG
HAGSTÆÐU VERÐI.
Verð frá kr. 195 pr. m2
JAFNFRAMT VERÐUR VEITTUR
25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM DLW VEGGDÚK
MEÐAN Á RÝMINGARSÖLUNNI STENDUR.
Notiö tækifærið - gerið hagstæð innkaup.
Byggingavörusala Eyri.
Laugardaginn 28. þ.m. bauð Verka-
kvennafélagið Aldan á Sauðárkróki
öldruðum og fötluðum til þorrablóts í
Bifröst. Blótið hófst kl. 14 og sótti það
fjöldi manns. Var vel veitt bæði hvað
snertir líkamlegar og andlegar þarfir
þessa sérstæða hóps. Önnuðust félagar
Óldunnar eingöngu bæði borðhald ogöll
skemmtiatriði, utan hvað Ögmundur
Svavarsson lék undir kór, sem konur
höfðu æft sérstaklega fyrir þetta tæki-
færi. Undir borðum var söngur, upp-
lestur og ýms gamanmál, ásamt stuttum
ávörpum. Þrjár konur lásu upp og léku
atriði úr Gullna hliðinu eftir Davíð
Stefánsson, og skemmtu gestir sér
konunglega. Að lokum var fjöldasöngur
og allmargir stigu dans til kl. 17.
Við hinir fjölmörgu sem nutum,
viljum gjafnan biðja Feyki að koma á
framfæri kæru þakklæti til Verka-
kvennafélagsins Öldunnar fyrir
lega ánægjulegan dag.
Um myndir þær, sem birtast að þessu
sinni, er ekkert að segja utan það, að þær
eru allar teknar af Sigríði Zoega
ljósmyndara í Reykjavík. Og við væntum
enn góðra svara frá lesendum, ef þeir
bera kennsl á fólkið. Upplýsingar sendist
sem fyrr til Safnahúss Skagfirðinga, 550
Sauðárkróki, eða í síma 95-5424.
Hólmfríður Jónasdóttir.
GUÐVARÐAR
VILMUNDSSONAR
Gyða Oddsdóttir og börn.
Innilegt þakklœti til allra sem glöddu
okkur á gullbrúðkaupsafmœlinu,
með blómum, skeytum
og heimsóknum.
Guð blessi ykkur öll.
JÓDÍS OG GUÐMUNDUR
Veðramóti.
Þökk fyrir stundina, þökk fyrir árin
þrotlaust er allt ykkar starf,
málsvari hinna mörgu og smáu
- hvers manns er hlaut fátækt í arf,
en viturt hjarta og hendur traustar
og hug þegar mest að svarf.
Munið það vinir þann vitring er sagði:
Vilji er allt sem þarf.
En eitt er að vilja og annað að geta
unnið og starfað með þér,
að réttindum þeirra sem byrðarnar bera,
en brothætt er okrarans ker.
Þar hriktir í stoðum og stjórnandi feigur
stenst ekki óvígan her.
Því sárnar mér örlítið elskurnar mínar
hve orðið er lítið úr mér.
HVER ER MAÐURINN?
Þórdís Friðbjörnsdóttir í Hofsósi hringdi
vegna myndar nr. 91 úrsíðasta tölublaði
og reyndist hún vera af ömmu hennar,
Helgu Friðbjarnardóttur á Staðarbjörg-
um á Hofsósi. Einnig barst ábending
vegna myndar nr. 89 í sama blaði, er það í
nánari athugun. Við þökkum veittar
upplýsingar.
Við þökkum innilega auðsýnda
samúð og vináttu við fráfall
Hversdags
Hagsmunir...
Framhald
eru i Reykjavík. Þar búa þeir
sem þeirra efni ráða. Því mótast
efni þeirra mjög af sjónarmiðum
fólksins þar. Við vitum það að
þar má ekki koma snjókorn úr
lofti svo ekki bergmáli allt af
neyðarópum en svo getur það
gerst að atburðir gerist út á
landsbyggðinni án þess að um
þá sé að nokkru getið og sé það
gert, þá er það oft á villandi og
jafnvel rangan hátt.
Sveinn: „Við skulum heldur
ekki gleyma því að flest blöðin
eru málgögn stjórnmálaflokk-
anna og áhrifamenn innan þeirra
ráða í raun öllum fjölmiðlunum.
Því hafa flokkarnir mjög mikil
áhrif á hvaða mál fá umfjöllun
og hvernig. Og í sambandi við
það mál, sem við höfum rætt
hér, kjördæmamálið, hefur það
fengið mjög einhliða umfjöllun.”
Hólmfríður: „Mér fannst at-
hyglisvert viðtal sem ég heyrði í
útvarpi við blaðamann, sem
nýlega er fluttur frá Reykjavík
og út á land. Hann sagði að eftir
að hann fór að starfa á lands-
byggðinni hefði hann séð fjöl-
marga hluti í nýju ljósi og hefði
skipt um skoðun á ýmsum
málum. Hann var þá spurður af
útvarpsmanninum fyrir sunnan
hvort hann hafi verið heila-
þveginn fyrir norðan. „Nei, ég
var heilaþveginn i Reykjavík”
svaraði maðurinn og þá var fátt
um svör og lítið framhald á
umræðunni að sunnan”.
Heilaþvo fjölmiðlarnir fólk?
Hólmfríður: „Já, í ýmsum
málum”.
Sveinn: „Ég hef rekið mig á
það að ef ég ræði við reykvíking,
þ.e. reykvíking sem ekki er
innarlega í einhverjum stjórn-
málaflokki, þá þarf ég ekki að
ræða við hann nema fimm
mínútur til þess að hann sé
kominn af þessari blaðaskoðun
og getur vel fallist á það að
ekkert réttlæti sé í því að vægi
atkvæða sé það sama hvar sem
er á landinu”.
Aðalbjörn: „Fjölmiðlar hafa
verið mataðir á mjög hæpnum
upplýsingum um vægi atkvæða í
öðrum löndum og þannig kom-
ast mjög svo afbakaðar upplýs-
ingar til almennings, upplýsing-
ar, sem eru langt frá sannleik-
anum”.
Þið talið öll um það œgivald,
sem reykvíkingar hafi á öllum
sviðum þjóðlífsins, í flokkunum, í
fjármálaheiminum, l fjö/miðlun-
um. Ráð til breytinga. Eruð þið á
leiðinni með að stofna nýjan
stjórnmálaflokk?
Örn: „Við erum öll í stjóm-
málaflokkum og við erum öll
óánægð. Það sem hefur háð
okkur er hvað við búum dreift á
landsbyggðinni, við náum ekki
saman. Augu manna hafa verið
að opnast fyrir því misrétti, sem
landsbyggðin hefur verið beitt.
Persónulega er ég ekki hrifin af
því að stofnaður verði enn einn
stjórnmálaflokkurinn. Það er
ekki til þess að leysa vanda
þjóðarinnar. Því verðum við að
leggja áherslu á að þjappa okkur
saman innan stjórnmálaflokk-
anna og efla okkar áhrif á þann
hátt. Takist það ekki og við
landsbyggðarfólk verðum utan-
garðs í núverandi flokkum
verðum við að finna einhverja
nýlendu til þess að vinna málum
okkar framgang, en ekkert slíkt
er þó á döfinni sem stendur”.
Sveinn: „Markmið okkar sam-
taka er að mynda ákveðið
mótvægi gegn þeim hagsmuna-
hópum innan flokkanna, sem ég
hef hér fyrr rætt um. Við þurfum
að vinna innan flokkanna
mynda þar mótvægi og láta
rödd okkar heyrast og á þann
hátt hjálpum við almenningi í
landinu til þess að mynda sína
eigin skoðun á sem flestum
málum í þjóðfélaginu. Eðlileg
skoðanamyndun verður ekki ef
fólk er matað á einhliða og
villandi fóðri”.
Hólmfríður: „Þaðerekkiunnt
að spá neinu um hvað framtiðin
ber í skauti sér, en það sem við
erum að gera er fyrst og fremst
að sameina hugi fólksins í
baráttunni fyrir hag lands-
byggðarinnar og þar með hag
þjóðarinnar allrar”.
Björn: „í beinu framhaldi af
þessu má velta upp þeirri
spurningu á hverju ætlar þjóðin
að lifa í framtíðinni. Nú er
vaxandi viðskiptahalli og versn-
andi lífskjör. Því verður að
leggja áherslu á að auka fram-
leiðslu í landinu. Það verður
ekki gert nema blómleg byggð
haldist um land allt”.