Feykir - 23.05.1984, Síða 8
Feykir
Miðvjkiidíiyur 23. maí 19X4.
10. lölublað. 4. árgangur.
■■
Það er bæði gaman og fróðlegt fyrir okkur, þessi
brottfluttnu, að fylgjast með þeim málum sem efst
eru á baugi í fjórðungnum hverju sinni, því
Norðlendingurinn í okkur er býsna sterkur þrátt
fyhr breytta bUSetU. (Úr bréfi áskrifanda á Reykjavíkursvæðinu).
Feykir
Blaðfyrir þá sem hafa hebnþrá
Friðrik Margeirsson skólastjóri Gagnfræðaskólans
á Sauðárkróki kveður eftir 35 ára starf við skólann
Fegrið tungutak ykkar
Skólaslit Ciagnfræðaskólans á Sauð-
árkróki fóru fram sunnudaginn
20. maí að viðstöddum nemend-
um, kennurum og öðrum gestum.
Friðrik Margcirsson skólastjóri,
er nú lætur af störfum eftir 35 ára
farsælt.starf við skólann, stjórnaði
athöfninni og afhenti nentendum
9. bekkjar prófskírteini. í ræðu
sinni lýsti Friðrik skólastarfi á
gcngnum vetri, þakkaði nemend-
um og kennurum ánægjulegt
samstarf á liðnum árum og óskaði
þeim velfarnaðar við nám og störf
í framtíðinni.
Sérstakir auðfúsugestir við at-
höfnina voru gamlir nemendur
skólans er útskrifuðust 1954 og
1964, fluttu þeir skólastjóra og
skóla árnaðaróskir og færðu skól-
anum góðar gjafir, sjónvarps- og
myndbandstæki er koma munu að
góðum notum við kennslu á
komandi árum.
Fulltrúi nemenda 9. bekkjar
kvaddi skólastjóra fyrir hönd
nemenda og sagði að nemendur
hefðu nú viljað breyta útaf þeirri
venju að færa skólanum gjöf að
skilnaði, því bctur ætti við að færa
skólastjóranum gjöfina, nú þegar
hann kveddi skólann. Kennarar
færðu Friðrik einnig gjöf og
innilegustu þakkir fyrir ánægju-
legt samstarf. Séra Hjálmar Jóns-
son kvaddi skólastjóra fyrir liönd
skólancfndar og færði honum gjöf
að skilnaði.
í niðurlagi ræðu sinnar sagði
Friðrik og beindi orðum sínum til
nemenda: „Ég tel hinar klassísku
dyggðir hornsteina fagurs mann-
lífs og tel að þar beri hæst
kærleiksboðorðið, samhygðina og
velvildina í garð náungans, ásamt
trúmennsku og heiðarleika. Þið
erfið landið og það er skammt í að
ykkar kynslóð verði ráðandi í
framvindu lands og þjóðar. Það er
ósk mín til þeirrar kynslóðar að
henni megi auðnast að útrýma
siðblindunni sem þegar hcfur
orðið vart í íslensku þjóðlífi, og
verða þannig föðurbetrungar.
Enn langar mig að bera fram ósk
við ykkur og hún er sú að þið
leggið stund á að fegra sem mest
tungutak ykkar og forðast að
misþyrma ástkæra ylhýra málinu.
Gera ykkur Ijóst að hér er um að
ræða einn dýrmætasta arf þjóðar-
innar og því ber að varðveita
tungumálið sem hreinast og rétt-
ast.”
Að lokum kvaddi Friðrik nem-
endur, kennara og aðra velunnara
skólans og lýsti Gagnfræðaskól-
anum á Sauðárkróki 1984 slitið.
Risu þá allir viðstaddir úr sætum
og vottuðu skólastjóra þakklæti
sitt og virðingu með dynjandi
lófataki. Svo sannarlega verðugur
endir á farsælu starfi í 35 ár, við
látlausa en hátíðlega athöfn.
Feykir flytur Friðrik Margeirs-
syni og fjölskyldu hans sérstakar
velfarnaðaróskir á þessum tíma-
mótum.
Þjónusta Flugleiða við Sauðárkrók
Fáar ferðir og
há fargjöld
valda óánægju
Fulltrúi Flugleiða, Sverrir Jónsson,
mætti til viðræðna við bæjarráð
Sauðárkróks 10. maí s.l. Voru þar
m.a. til umræðu tíðni ferða, óstund-
vísi og hátt verð á fargjöldum.
Bæjarráð lýsti óánægju sinni með
þjónustu Flugleiða við Sauðárkrók
á liðnum vetri, bæði hve tímaáætl-
anir hefðu oft farið úr skorðum og
einnig hversu oft Sauðárkrókur
hefði mátt gjalda þess að hafa svo
góðan flugvöll; flug þangað hefði
setið á hakanum fyrir flugi til
annarra staða ver búinna. Einnig
var minnst áauknarogbættarferðir
um helgar, en eins og mönnum er
kunnugt hafa engar ferðir verið
milli Reykjavíkur og Sauðárkróks
frá hádegi á föstudögum til hádegis
á mánudögum. Slík tilhögun hefur
gefist mönnum mjög illa þar sem þá
fara allt að tveimur vinnudögum til
ónýtis.
Sverrir Jónsson lýsti fullum vilja
Flugleiða til að bæta úr ástandinu
en ekki munu hafa komið fram
neinar raunhæfar tillögur um úr-
bætur frá Flugleiðum né að þeirra sé
að vænta í nánustu framtíð. A
sumaráætlun flugfélagsins er gert
ráð fyrir flugi á föstudagseftirmið-
dögum og mánudagsmorgnum og
er það strax til bóta þó bagalegt sé
að ekki verði flogið á sunnudögum.
Flugleiðir telja að varanleg lausn
fáist ekki á þessu fyrr en innan-
landsflugfloti þeirra hefur verið
stækkaður um að minnsta kosti eina
vél.
Há fargjöld hafa einnig átt sinn
þátt í því að menn hafa frekar nýtt
sér áætlunarferðir Norðurleiða sem
munu vera um 60% ódýrari.
Hefur oft verið allt eins fljótlegt að
fara þannig á milli Reykjavíkur og
Sauðárkróks í vetur þegar milli-
lending á Húsavík og biðtími á
flugvöllum er talinn með. Stundum
allt að sex tímum og jafnvel lengur.
Er þá orðið tómt mál að tala um flug
sem tekur aðeins 40 mínútur.
Starfsfólk og forráðamenn Flug-
leiða eru samt allir af vilja gerðir.
Fullt kaup fyrir að gera
ekki neitt, álag fyrir afköst
Á klúbbfundi á Sauðárkróki ræddi
Jónas Snæbjörnsson umdæmisstjóri
Vegagerðarinnar um Vegagerð rík-
isins og m.a. úttekt sem verið er að
gera á innra starfi stofnunarinnar.
Kom þar fram að ætlunin er að
taka upp svokallað kaupaukakerfi
og útskýrði Jónas það þannig, að
menn fengju full laun fyrir að gera
ekkert sem gætu síðan hækkað um
allt að 40% ef þeir sýndu afköst.
Mikil umræða vegna verðkönnunar
Verðkönnun Arnar Ólafssonar á
vöruverði í Hagkaupum á Akureyri
annars vegar og Skagfirðingabúð á
Sauðárkróki hins vegar hefur valdið
miklum umræðum manna á meðal á
Sauðárkróki frá því hún birtist í NT
á dögunum. I könnuninni var því
haldið fram að gegnumsneitt væri
vöruverð um 25% prósent hærra í
Skagfirðingabúð en í Hagkaupum
og komu þessar fullyrðingar flatt
upp á marga sem ýmist höfðu ekki
leitt hugann að þessu eða ekki átt
þess kost að gera svipaðan saman-
burð.
Feyki léjc forvitni á að vita hvert
yrði framhald þessa máls, hvort það
yrði til þess að vöruverð lækkaði í
verslunum KS og könnunin yrði
neytendum þá að gagni, eða hvort
forráðamenn Kaupfélagsins litu
svo á þessa könnun að svið hennar
væri of þröngt til þess að vera
marktækt. Örn Ólafsson sagði í
samtali við Feyki að könnunin
væri fyrst og fremst ætluð til þess að
vekja athygli á þeim umtalsverða
mun sem hann taldi vera um að
ræða milli verslananna, en einnig er
frá liði að vekja neytendur til
umhugsunar um vöruverð og skapa
visst aðhald í verslunarháttum á
Sauðárkróki frá hendi neytenda.
Umræða um þetta mál umræðunnar
vegna væri tilgangslaus og leiddi
ekki til neins ef neytendur héldu
ekki vöku sinni.
Jóhannes Gunnarsson hjá Verð-
lagsstofnun sagði að sér virtist sem í
þessari könnun Arnar væru fyrst og
fremst teknar vörutegundir sem
mikill munur væri á milli verslana
alls staðar, yfir allt landið. Jóhann-
es sagði einnig að Verðlagsstofnun
myndi nota sumarið til að gera verð-
kannanir úti á landi og auka þannig
eftirlit með álagningu verslana og
samanburð á vöruverði milli þeirra.
I síðustu verðkönnun Verðlags-
stofnunar um miðjan septembers.l.
á vöruverði úti á landi voru teknar
67 vörutegundir sem tilheyra hinni
svokölluðu „vísitölukörfu”; í þeirri
verðkönnun var verðmunur milli
KS og Hagkaupa 4,4%, Hagkaup-
um í vil.
Ólafur Friðriksson, kaupfélags-
stjóri KS, sagði að Kaupfélagið
hefði ætíð verið opið fyrir heiðar-
legri og sanngjarnri gagnrýni og
tekið tillit til hennar. Hann sagði
hins vegar að umrædd verðkönnun
gæfi engan veginn raunhæfan verð-
samanburð á vöruverði í Skagfirð-
ingabúð og Hagkaupum. Vísaði
Ólafur til greinar sinnar í NT er
birtist þriðjudaginn 15. maí s.l. til
frekari skýringar.
Ólafur sagði ennfremur að á
aðalfundi Kaupfélagsins sem hald-
inn var 17. apríl hefði veriðsamþykkt
tillaga um að tekin yrði upp að nýju
lagersala á vegum Kaupfélagsins
sem yrði til húsa í Skagftrðingabúð.
Yrðu þar seldar vörur á verulega
niðursettu verði, eins og var þegar
lagersalan var starfrækt á Eyrinni.
Væri nú unnið að nauðsynlegum
breytingum á húsnæði Skagfirð-
ingabúðar til að hýsa þessa starf-
semi.
„Við höfum mikinn áhuga fyrir
því að Verðlagsstofnun geri könn-
un sambærilega þeirri er gerð var s.l.
haust hér í verslunum KS. Verð-
kannanir eru einungis af hinu góða
þegar til þeirra er stofnað af hlut-
lausum aðilum. Markmið okkar er,
og hefur ætíð verið að tryggja
viðskiptamönnum okkar sem besta
þjónustu og sem lægst vöruverð,
þannig þó að reksturinn standi
undir sér,” sagði Ólafur.
Ólafur Jóhannesson látínn
Olafur Jóhannesson frv. forsætisráðherra og þingmaður Norðurlands vestra lést
21. maí s.l. Mcð honum er genginn cinn svipmcsti ogfarsælasti stjórnmálamaður
Islendinga.
Ólafur fæddist 1. mars 1913 að Stór-Holti í Fljótum, lauk lögfræðiprófi frá
Háskólanum 1939 með hæstu cinkunn sem þá hafði nokkru sinni verið tekin við
dcildina. Stundaði síðar framhaldsnám i þjóðarrétti í Sviþjóð og Danmörku og
varð prófessor við Háskóla íslands og virtur fræðimaður í sinni grein.
Ólafur Jóhanncsson var fyrst kosinn á þing fyrir Skagfirðinga árið 1957 sem
varamaður ogsem aðalmaður frá 1959 ogátti siðan sæti á Alþingi til dauðadags.
Hann var forsætisráðherra í tveimur ríkisstjórnum, 1971-74 og 1978-80. Dóms-
og viðskiptaráðherra var hann 1974-78 og utanrikisráðhcrra í ríkisstjórn
Gunnar Thoroddsen. Formaður Framsóknarflokksins 1968-79.
Mesta stjórnarafrck Ólafs var forysta hans í landhclgisdeilunum við Breta.
Ólafur naut mikilla vinsælda í Skagafirði og trausts og virðingar í
Norðurlandskjördæmi vestra.