Feykir


Feykir - 18.07.1984, Page 2

Feykir - 18.07.1984, Page 2
2 FEYKIR MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 Feykir RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Guðbrandur Magnússon. ÚTGEFANDI: Feykir hf. PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur. S(MI: 95/5757. STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón Ásbergsson, Jón F. Hjartarson, Siguröur Águstsson. BLAÐAMENN: Hávar Sigurjónsson og Magnús Ólafsson. ÁSKRIFTARVERÐ: 23 kr. hvert tbl.; í lausasölu 25 kr. GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 100 kr. hver dálksentimetri. ÚTGÁFUTlÐNI. Annan hvern miðvikudag. PRENTUN: Dagsprent hf. SETNING OG UMBROT: Guðbrandur Magnússon. SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2. Sauðárkróki. Bændur og framtíðin Séra Þórsteinn Ragnarsson prestur á Miklabæ skrifaði athyglisverða grein í búnaðarblaðið Frey fyrir skömmu. Þar segir hann m.a.: Leiðari „Stefna þarf að því að bændur sjálfir vinni meira en nú er við fullvinnslu þess hráefnis sem þeir framleiða. Þannig gætu bændur mætt samdrætti í framleiðslu búvara heima fyrir, að þeir fylgi hráefninu eftir og skili því til neytenda sjálfir og fái þá meira fyrir sína vöru en nú tíðkast. Staðsetja þarf úrvinnslustöðvarnar; slátur- húsin, mjólkursamlögin, kjötvinnsluna og jafnvel skinna- og ullariðnaðinn, meira í sveitunum eða miðsvæðis í sveitahéruðunum, t.d. þar sem þéttbýli hefur myndast vegna jarðhita. Hófleg dreifing þessara vinnslustöðva stuðlar að jafnvægi í byggð landsins og þar gætu bændur og fjölskyldur þeirra fengið atvinnu, sem hægt væri að sækja frá heimilunum. í tengslum við sláturhús er eðlilegt að starfrækja kjötvinnslu, þar sem unnið væri úr kjöti og gengið frá þvi í neytendapakkningar. Þá fyrst væri tímabært fyrir bændur að senda vöruna frá sér.” Síðar í sömu grein segir séra Þórsteinn á Miklabæ; „Ég hef gengið út frá þeirri forsendu, að heillavænlegt sé fyrir þjóðfélagið í heild að landinu sé haldið í svipaðri byggð og verið hefur undanfarin ár. Jafnframt hef ég bent á aðsífellt verður erfiðara að fá fólk til starfa við landbúnað, vegna þess að skilyrði til þeirrar atvinnugreinar hafa farið svo versnandi að engan samanburð stenst í þjóðfélaginu. Ég hef bjargfasta trú á möguleikum landbúnaðar á íslandi, bæði til að anna fullkomlega innan- landsmarkaði og einnig til þess að afla sér markaða erlendis. Bændur sjálfir verða að koma meira inn í myndina, þeirra hagsmunir eru í veði. Að lokum þetta. Bændum verðurhaldiðniðri meðan framleiðslumálin eru í jafnvægisleysi og ýmislegt óeðlilegt viðgengst í skjóli þess að offramboð er á markaðnum. Niðurrifsöfl í þjóðfélaginu halda áfram að rífa niður landbúnað í heild, án þess að benda á leiðir til úrbóta. Sífellt fleiri taka undir órökstuddar fullyrðingar þessara afla og sífellt erfiðara er fyrir málsvarsmenn bænda að halda rökstudd- um rétti frumatvinnuvegar þjóðarinnar. Bændur þurfa að snúa vörn í sókn, þannig að þeir geti í framtíðinni unnið upplitsdjarfír að verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið.” Kántrýhátíðin á Skagaströnd Dagana 20. júlí til 22. júlí verður haldin á Skagaströnd heilmikil Kúntrýhátíð undir heitinu „Villta vestrið”. Þar verður ýmislegt til skcmmtunar og allt með KÁNTRÝ blæ. Bíósýningar verða alla dagana með myndir úr villta vestrinu í Félagshcimilinu Fellsborg. Hópreið hestamanna með Hallbjöm Hjartar- on í broddi f'ylkingar. Ýmsar hestaíþróttir t.d. boðreiðar, tunnu- kappreiðar ofl. Einnig verður sérameriska fyrirbrigðið rodeo, en leikurinn er fólginn í því að snúa kálf niður á sem skemmstum tíma. Þarna verður einnig hæfileikakeppni í söng og gítarleik (og að sjálfsögðu kántrýtónlist). Valinn verður falleg- asti 8 gata ameríski bíllinn. Ýmsir skemmtikraftar koma fram, þ.á.m. Hallbjörn Hjartarson, Johnny King og Siggi Helgi. 2 hljómsveitir leika fyrir dansi kántrýtónlist. Hljóm- Bflvangur, nýtt fyrirtæki í stað bif- reiðadefldar Sambandsins Nýtt fyrirtæki, Bílvangur sf., hóf rekstur fimmtudaginn 7. júní. Stofn- endur eru Jötunn hf. og Samband íslenskra samvinnufélaga. Hið nýja fyrirtæki yfirtekur alla starfsemi á sviði bifreiðasölu og - þjónustu sem Bifreiðadeild Sam- bandsins annaðist áður, en hún hefur nú verið lögð niður í samræmi við nýtt skipulag, sem nú er að ganga í gildi innan Sambandsins. Bílvangur rekur bifreiðasölu, vara- hlutaverslun, hjólbarðasölu, við- gerðaverkstæði og smurstöð - allt á einum og sama stað, í rúmgóðum og glæsilegum húsakynnum að Höfða- bakka 9. Fyrirtækið hefur umboð fyrir sömu bílaframleiðendur og Bifreiðadeildin hafði, þ.e. General Motors í Bandaríkjunum, Opel í Vestur - Þýskalandi og Isusu í Japan. Framkvæmdastjóri hins nýstofn- aða fyrirtækis er Tómas Óli Jónsson og stjórnarmenn eru Þorsteinn ' Ólafsson, sem er stjórnarformaður, Benedikt Sigurðsson og Ómar Jó- hannsson. Kóngurinn sjálfur. sveitin Gautar frá Siglufirði leikur á föstudagskvöldið undir berum himni ef veður leyfir. Á laugardagskvöldið verður aðalhátíðin haldin í Félags- heimilinu Fellsborg á Skagaströnd. Þar leikur Hljómsveitin Týrol frá Sauðárkróki. Ýmsar uppákomur verða bæði kvöldin. Á sunnudag verður útimessa og söngur. Þorvaldur Halldórsson syngur. - Hestaleiga verður alla dagana. Einnig verðurgert ráð fyrir hestvagni í sinni uppruna- legu kántrý-ímynd í fastar áætlunarferðir milli Kántrýbæjar og tjaldsvæðisins með gesti. Rekin verður nær allan sólarhringinn KÁNTRÝ ÚTVARPSTÖÐ með kántrýtónlist og léttu hjali. Ef veður leyfir og vindátt er hagstæð er fyrirhugað að kveikja varðeld á svæðinu. Veitingar verða í Kántrýbæ og I sölutjöldum á tjaldsvæðinu. Næg tjaldstæði eru á Skagaströnd ekki langt frá Fellsborg. Nýjung! Flugnagildran Silva gegn flugum, mýi, möl og skordýrum. í MJÓLKURKLEFANN l \ ÍBÚÐARHÚSIÐ Inniheldur efni sem dregur að sér flugur. Umboðsmaður: Jóhann Gauti Gestsson, Beykilundi 10, Akureyri, sími 23116. Sendum í póstkröfu. Jón Eiríksson umsjónarmaður Drangeyjar við húsið. Neyðarskýli byggt í Drangey Að undanförnu hefur verið unnið Húsið er fyrsta húsið í Drangey, við byggingu neyðarskýlis í Drang- sem ætlaðeraðstanda tilframbúðar ey. Er það mesta myndarhús, um 20 frá því Grettir Ásmundarson fermetrar að stærð. Húsið er þannig byggði þar hús sitt. byggt, að tyrft verður yfir það og mun það því falla sérstaklega vel inn í umhverfið. W.M. Gallagher, Ólafur Friðriksson, Ragnar Eiríksson, Sveinn Sigfússon og Magnús H. Sigurjónsson. Rafgirðingar þriðjungi ódýrari Undanfarna daga hefur verið hér á landi W.M. Gallagher aðalfram- kvæmdastjóri Gallagher fyrirtækis- ins á Nýja Sjálandi, en það er framleiðandi rafgirðingaefnis sem nú ryður sér æ meira til rúms hér á landi. Umboðsfyrirtæki Gallagherá íslandi er Kaupfélag Skagfirðinga og Ragnar Eiríksson. W.M. Gallagher var hér staddur til að kynna sér íslenska markaðinn og aðstæður hér á landi, og ræða við forráðamenn Kaupfélags Skagfirð- inga og Ragnar Eiríksson. Var m.a. farið upp á Auðkúluheiði til að kynna honum aðstæður þar, en þar er fyrirhugað að girða með raf- girðingum og hefur verið sett upp vindmillurafstöð þar til þeirra nota ætluð. Að sögn W.M. Gallagher er raf- girðing um þriðjungi ódýrari en hefðbundin girðing. Aðalkostinn sagði hann þó vera hina mikla möguleika sem rafgirðingar gefa á beitarstjórnum. Taldi hann að íslendingar gætu nýtt landið til beitar mun betur en þeir gera með því að stjórna beitinni í hólfum með rafgirðingum. Að sögn Ólafs Friðrikssonar kaupfélagsstjóra hefur sala á Gallagher rafgirðingaefni stórauk- ist á þessu ári og er selt um allt land.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.