Feykir - 18.07.1984, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984
FEYKIR 3
17 sentimetrar! Sigurfinnur bregöur málbandi á brúnina
Bflum ófært að íbúðarhúsunum
íbúar við Öldustíginn á Sauðár-
króki eru furðu slegnir yfir þeim
vinnubrögðum sem viðhöfð voru
við lagningu gangstéttar við götuna
nú á dögunum. Frágangurinn er
slíkur að nokkrir íbúanna geta nú
ekki lengur komið bílum sínum inn í
heimkeyrslur sínar og bílskúra
vegna þess að ekkert hefur verið
hugsað fyrir því að lækka þann kant
gangstéttarinnar sem snýr að heim-
keyrslunum. Þetta er því furðulegra
þegar gætt er að því að slíkt hefur
verið gert við öll garðshlið og
reyndar eina heimkeyrslu. Hvers
vegna hinar voru skildar útundan er
hins vegar ekki vitað. Við hús
Sigurfinns Jónssonar er kanturinn
hvorki meira né minna en 17
sentimetra hár og því ekki viðlit að
komast á venjulegum fólksbíl þar
niður af. Svafar Helgason hafði
sömu sögu að segja og sagðist nú
verða að hækka þröskuldinn á
Þann 10. maí sl. Skóræktarfélag A -
Húnvetninga aðalfund sinn í
Snorrabúð. Skógræktarfélag A -
Húnvetninga stundar skógrækt á
jörð félagsins Gunnfríðarstöðum og
kom fram í skýrslu formanns
félagsins Haraldar Jónssonar að á
síðasta ári voru gróðursettar á
vegum félagsins um 9.000 þúsund
plöntur og var þar um meira en
helmings aukningu að ræða frá
árinu áður.
Sigurfinnur Jónsson og Svafar
Helgason á gangstéttinni.
Einnig kom fram að á síðasta ári
seldi félagið í fyrsta sinn plöntur úr
eigin gróðurreit, um 500 aspir og
var andvirði þeirra um 2.000 kr.
Stjórn Skógræktarfélagsins skipa
þau Haraldur Jónsson form. séra
Arni Sigurðsson ritari, Þormóður
Pétursson gjaldkeri og meðstjórn
endur eru Vigdís Ágústsdóttir og
Guðmundur Guðbrandsson.
bílskúrshurðinni til jafns við þann
lo sentimetra kant sem honum var
úthlutaður. Báðir sögðust þeur hafa
rætt við starfsmenn bæjarins og
fengið þau svör að íbúarnir yrðu að
kosta frágang á heimkeyrslum
sínum sjálfir. Þeim væri bannað að
lækka kantinn, slíkt væru spjöll á
almenningseign. Semsagt, fyrir gang-
stéttina verða íbúarnir nú að steypa
upp heimkeyrslur sínar til jafns við
gangstéttina ef þeir vilja koma
bílum sínum af götunni. **
Skarð í
einokunar-
múrinn
Það fyrsta sem blm. Feykis datt í
hug, þegar hann sá í auglýsingu um
kántrýhátið á Skagaströnd að þar
ætti að vera útvarpsstöð í fullum
gangi í þrjá daga, var'hð nú ætti að
fremja lögbrot. Eins og kunnugt er
hefur Ríkisútvarpið einkarétt á
útvarpsrekstri hér á landi og þeir
sem reynt hafa að ráðast á þann
einokunarmúr með því að reka litlar
útvarpsstöðvar hafa verið stöðvaðir
hið snarasta, jafnvel með lögreglu-
valdi.
Hallbjörn Hjartarson hafði hins
vegar samband við Andrés Björns-
son útvarpsstjóra og bað um leyfi
fyrir kántrýstöðinni og veitti
Andrés leyfið orðalaust.
Aðalfundur Skógræktarfélags A-Hún
Orlofsferð
skagfirskra
húsmæðra
Skagfirskar húsmæður fara orlofs-
ferð suður Kjöl dagana 10. -14.
ágúst. Gist verður á Laugarvatni og
farið í Skaftafell.
Orlofsdvöl verður síðan að
Ástjörn í Kelduhverfi 19. - 25.
ágúst. Þar er umhverfi sérlega
skemmtilegt og tilvalið fyrir
húsmæður að dvelja þar sér til
hvíldar frá önnum heima. Dvalar-
kostnaður fyrir hverja konu er
aðeins 2.000 kr. Þátttaka tilkynnist
fyrir 1. ágúst til Kristínar Jóhanns-
dóttur, Smáragrund 9 á Sauðár-
króki, sími 5198, eða til Áshildar
Öfjörð á Sólgörðum í Fljótum, eða
til Kristbjargar Bjarnadóttur í Litlu
- Brekku.
Tapast hefur Casio karlmannsúr
á iþróttasvæöinu á Sauöárkróki
4. júli sl. Finnandi hringi í sima
5388. Fundarlaun.
Til sölu Land-Rover diesel, árgerð
1966. Nýuppgerð vél. Upplýsingar í
Hvammi í Hjaltadal, sími um Sauð-
árkrók 5111.
Húnvetningar
Nýkomin sumarefni
í miklu úrvali.
Kaupféiag Húnvetninga
Vefnaðardeild Blönduósi.
Hólanes útibú Skagaströnd.
Mjolkursamlag KEA
Akureyri Simi 96-21400