Feykir - 18.07.1984, Page 4
4 FEYKIR
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984
Seljum 40-60
þúsund plöntur
árlega
Gróðrarstöðin í Varmahlíð
skoðuð undir leiðsögn
Mörtu Svavarsdóttur
Skógrækt ríkisins hefur starfrækt
gróðrarstöð í Varmahlíð um árabil
og hefur stöðin séð Skagfirðingum
og Húnvetningum fyrir öllum
trjáplöntum sem þeir hafa þarfnast
til ræktunarstarfsins hin síðari ár.
Sífellt lleiri fá áhuga á skógrækt,
bæði til skrauts og nytja og því lék
blm. Feykis forvitni á að kynna sér
þessa starfsemi í Varmahlíð.
Marta Svavarsdóttir er
umsjónarmaður Skógræktarinnar
og varð hún fúslega við þeirri beiðni
að sýna starfsemina og skýra þá
vinnu sem liggur að baki ræktunar
eins lítils trés, frá því það er fræ og
þar til einhver ánægður
garðeigandinn setur það niður í
garðinn sinn.
,,Við byrjuðum í vor,
seinnipartinn í maí, en það er
óvenju snemmt, en vorið hefur verið
svo gott að hér er allt um mánuði
fyrr á ferðinni en venjulega.
Vorstörfin eru margvísleg. Við
sáum fræjum í gróðurhúsin og
plöntum út ársgömlum plöntum,
grisjum þær sem plantað var út í
fyrra og höfum tilbúnar þær
plöntur sem á að selja. Við seljum
4ra ára gamlar trjáplöntur, þæreru
svona um 20-30 sm háar, aðallega
blágreni, birki, lerki og stafafuru.
Einnig erum við með hnausatré
svokölluð, það eru stærri plöntur
sem eru seldar með rótarhnaus og
tilbúnar að fara ofan í moldina.
Síðan erum við einnig með
limgerðisplöntur, viðju, alaskavíði,
gullvíði og brekkuvíði. Blómstrandi
runna höfum við einnig, en þá
pöntum við eingöngu fyrir þá sem
óska eftir því, en ræktum þá ekki.
Núna yfir háannatimann starfa
hér II manns en strax og kemur
fram í lok júní fækkar fólkinu og
þeir sem eftir eru sjá um grisjun á
skóginum, undirbúning ýmsan fyrir
veturinn, tiltekt og annað sem til
fellur. Hér er síðan gengið frá öllu í
september og enginn starfsmaður
yfir veturinn. Ég lít svo hingað öðru
hverju og fylgist með hvort allt sé
ekki í lagi og þess háttar en það er
nú eingöngu af áhuga sem ég geri
það.”
Það er skemmtilegt og fjölbreytt starf að vinna í gróðrarstöðinni í Varmahlíð.
blómplöntur þrífast vel.
Að lokinni þessari skoðun var
blaðamaðurinn orðinn nokkuð
fróðari um tré og trjáplöntur og auk
þess rennandi votur í fæturna, því
rignt hafði fyrr um daginn. Það var
þó vel þess virði.
Að 'loknu þessu spjalli sýndi
Marta blm. skóginn sem er stolt og
prýði Skógræktarinnar og þá um
leið Varmahlíðar. Þarna eru trén há
og falleg, þau stærstu 8-9 m. í góðu
veðri er skógurinn tilvalinn útivist-
arstaður fyrir börn og fullorðna.
„Við höfum mjög gaman af því
að fólk komi hingað í skóginn og
það er nokkuð um það. í góðu veðri
kemur fólk gjarnan hingað með
kaffi og á góða stund í einhverju
rjóðrinu. Skógurinn er líka svo
gróskumikill og þéttur að hægt er að
vera útaf fyrir sig,” sagði Marta.
Inni í skóginum má enn sjá fnóta
fyrir rústum býlsins Laugabrekku,
en það er í landi þess sem
!**■
Skógræktin stendur.
í skjóli trjánna vaxa einnig
margar fallegar plöntur sem gaman
er að skoða. Marta benti blm. á að
þá fyrst væri hægt að tala um skóg
þegar kominn væri sæmilegur botn í
hann, svokallaður skógarbotn,
þykkur frjósamur jarðvegur úr
jurtaleifum þar sem ýmsar gras- og
Tuttugu starfsmenn hjá KS í Varmahlíð
VARMAHLÍÐ
- Vaxandi staður
í þjóðbraut
Guðmann Tobísson verslunarstjóri
Kaupfélags Skagfirðinga í Varma-
hlíð á sæti í sveitarstjórn Seyluhrepps
og því snérum við okkur til hans í
því skyni að forvitnast um
framkvæmdir og atvinnumál á
staðnum.
”Það eru kannski ekki svo ýkja
miklar framkvæmdir í gangi hjá
okkur núna. Við höfum staðið í
miklum framkvæmdum undanfarin
ár og erum eiginlega að jafna okkur
eftir þær. Hreppurinn keypti land af
Víðimel til bygginga og það var gert
byggingarhæft á síðustu tveimur
árum, lögð í það holræsi sem er
dýr framkvæmd og einnig byggðum
við leiguhúsnæði, tvær íbúðir sem
teknar voru í notkun fyrir rúmu ári
síðan. Þessar framkvæmdir reynd-
ust okkur nægar, svo nú höfum við
orðið að draga heldur úr og jafna
okkur. En í sumar höfum við þó
verið að skipta um jarðveg í einni
götu hérna og undirbúa hana fyrir
lagningu holræsa.
Bygging búningsklefa við sund-
laugina og samtengt iþróttahús er
næsta stórverkefni sem framundan
er. Það er búið að samþykkja það af
þeim sveitarstjórnum sem aðild eiga
að Varmahlíðarskóla að ef að
fjárveitingar fást frá ríkinu þá verði
hafist handa við uppbyggingu
þessara mannvirkja og þeim lokið á
næstu sex árum. Þetta teljum við
raunhæfa áætlun og hægt að ráða
við þetta svo fremi sem fjárveitinga-
valdið verður okkur hliðhollt.
I sambandi við atvinnumál hér á
staðnum má segja að okkur vanti
einna helst einhvern léttan iðnað.
Atvinnutækifærunum hefur fjölgað
með tilkomu graskögglaverksmiðj-
unnar Vallhólma og við gerum
okkur vonir um að í sambandi við
þá verksmiðju skapist fleiri
atvinnutækifæri t.d. við fóður-
blöndun og þess háttar. Hér er
einnig starfandi saumastofa sem
veitir talsverða atvinnu einnig
kaupfélagsverslunin sem veitir um
20 manns atvinnu yfir sumar-
tímann, hótelið og skólinn eru
einnig stórir vinnustaðir. Hér er
einnig rekið stórt bifreiða - og
yfirbyggingaverkstæði sem veitir
mönnum atvinnu. Það má því segja
það að þeir sem hér eru núna hafi
nægilega vinnu en ef ekki kemur til
sköpun nýrra atvinnutækifæra er
litið svigrúm til þess að taka við nýju
fólki.Ekki nema fólk komi þá með
atvinnuna með sér. Það má einnig
nefna það að það er tímabil að
vetrinum sem graskögglaverk-
smiðjan er ekki starfandi og þá
verða þeir sem þar starfa að leita í
önnur störf. Háannatími verk-
smiðjunnar er á vorin og fram á
haustið.
Hér í Varmahlíð búa um 115
manns og hafa flestir nóg fyrir sig að
leggja en til þess að afkoma fólks sé
fyllilega tryggð yfir allt árið þarf
annars vegar að fylla í þessa eyðu
sem verður á starfsemi grasköggla-
verksmiðjunar og einnig auka
atvinnutækifærin umfram það svo
staðurinn geti vaxið og viðhaldist á
sem eðlilegastan hátt.” Og þar
með þökkum við Guðmanni fyrir
spjallið og jafnframt öllum þeim
sem blm ræddi við á ferð sinni um
Varmahlíð.