Feykir


Feykir - 18.07.1984, Side 6

Feykir - 18.07.1984, Side 6
6 FEYKIR MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 Bændahátíð á Jónsmessu Búnaðarsamband Austur-Húnvetn- inga gckkst að vcnju fyrir bændahátíð á Jónsmessunni. Þar llutti Signý Pálsdóttir leikhússtjóri á Akureyri ræðu, Kristinn Sig- mundsson og Júlíus Vífill Ingvars- son sungu við undirleik Ólafs Vignis og samkomugestir nutu veitinga sem framreiddar voru af konum í kvenfclaginu Vöku. Þá veitti Búnaðarsambandið viðurkenningar nýútskrifuðum búfræðingum og Búnaðarsambandið og Kvenfélaga- samband sýslunnar veittu að venju viðurkenningar fyrir snyrtilega umgengni á bændabýlum. Að þessu sinni hlutu þá viðurkenningu ábúendur að Ási í Vatnsdal, þau Ingunn Guðmundsdóttir og Jón B. Bjarnason. Að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu. Sjötti árgangur Húna komin út Ungmennasamband Vestur-Hún- vetninga hefur gefið út sjötta árgang Húna. Að venju birtist í ritinu ýmis fróðleikur um húnvetnsk málefni, sögur, sagnir og kveðlingar, ásamt fréttum úr hreppum sýslunnar, sem er góð heimild um það sem er að gerast á hverjum tíma. Af einstökum þáttum í ritinu má nefna að Margrét Jóhannesdóttir frá Stóru-Ásgeirsá skrifar æsku- minningar sínar. Hún var fædd 1889 og birtist þessi frásögn fyrst í handskrifuðu blaði sem kvenfélagið Freyja gaf út. Óskar B. Teitsson skrifar um ferðir sínar með lækna og Ijósmæður á árum áður. Séra Róbert Jack skrifar þátt, sem heitir íslendingur í Edinborg. Gunnþór Guðmundsson skrifar þátt, sem heitir gengin spor. Bcnedikt Guðmundsson skrifar aldarminn- ingu um séra Jóhann Kr, Briem sóknarprest á Melstað og Ólafur B. Óskarsson skrifarum Búnaðarfélag Þorkelshólshrepps 100 ára. Margir lleiri þættir eru í ritinu, sem er rúmlega 100 síður og prentað hjá POB á Akureyri. HVER ER MAÐURINN? Við höfum ekkert heyrt frá lesendum um myndirnar úr síðasta blaði, en væntum þó enn úrlausna. Hins vegar barst vitneskja um mynd nr. 107, sem birtist í blaðinu 25. april s.l. Hún reyndist vera af Steindóru Sigfúsdóttur í Ásgeirs- brekku. Það var Gísli Bessason á Sauðárkróki sem kom þessu á framfæri og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Við höldum svo enn áfram með óþekktar myndir úr dánarbúi Gísla Guðmundssonar veitingamanns á Sauðárkróki. Ekki er getið Ijós- myndara við fyrstu myndina, nr. 117, en Carl Olafsson í Reykjavík tók mynd nr. 118. Mynd nr. 119 tók H. Einarsson á Akureyri, en nr. 120 er frá Sæm. Guðmundssyni Ijósmynd- ara í Reykjavík. Þeir sem kunna einhver skil á þessum myndum hafi vinsamlegast samband við Safna- húsið, 550 Sauðárkróki, eða í síma 95/5424. 118 120 117 119 BJENDUR Nú -eins og undanfarin sumur m bjóöum við bændum sérþjónustu. SANYO JAPANSKT GÆÐAMERKI 20” sjónvarp á kr. 26.640 og það sem meira er... 20” stereo sjónvarp með fjarstýringu á aðeins kr. 32.900. @ raf s já hf Sæmundarqötu 1 Sæmundargötu Sauðárkróki Sími 95-5481 Innilegar þakkir til ykkar allra sem glödduð mig á 70 ára afmæli minu 18. júni 1984 með hlýjum kveðjum, blómum og öðrum góðum gjöfum. JÓHANN LÚÐVÍKSSON Kúskerpi KÁNT HÁTÍÐ Villta vestrið, Skagaströnd 20.,21. og 22. júli Á laugardögum er ^™flR0p varahluta- verslun okkar opin frá kl. 10.00 til 14.00. kempEr Komið eða hringið, llHI|hlllll! þjónustusíminn er 91 -39811 BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 ★ Bíósýningar, kántrýmyndir ★ Hallbjörn Hjartar, Johnny King og Siggi Helga skemmta. ★ Kántrýdansleikur föstudagskvöld. Gautar leika ★ Bílasýnig. Fallegasta 8 gata bifreiðin valin. ★ Hestaíþróttir:Tunnukappreiðar, boðreiðar, Rodeo (kálfasnörun og fleira. ★ Hæfileikakeppni í söng og gítarleik. ★ Dansleikur í Fellsborg laugardagskvöld. Hjómsveitin Týrol leikur til kl. 4. ★ Útimessa. ★ Kántrýútvarpsstöð í gangi alla dagana. ★ Hestaleiga á staðnum. ★ Hestvagn í föstum ferðum (áætlað) ★ Skotbakkar fyrir þá skotglöðu. ★ Veitingar í Kántrýbæ og sölutjöldum. ★ Næg tjaldstæði. Mætið öll hress í kántrýgalla, með hatt og í gallabuxum. Kántrýbær / Studio Bimbó

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.