Feykir


Feykir - 09.01.1985, Blaðsíða 6

Feykir - 09.01.1985, Blaðsíða 6
6 FEYKIR stjómmál Miðvikudagur 9. janúar 1985 Kjördæmisráðstefm Alþýðubandalagsins Hin árlega kjördæmisráðstefna Alþýðubandalagsins á Norður- landi vestra var haldin á Skagaströnd dagana 6. og 7. október s.l. Fundarstaður var’Kántrýbær og gestgjafar þar, Hallbjörn Hjartarson og kona hans, veittu góðan beina af rausn og myndarskap. Formaður stjórnar kjör- dæmisráðs, Eðvarð Hallgríms- son, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna til fundarins. Voru síðan kjörnir starfsmenn fundarins, fundarstjóri Eyjólfur Eyjólfsson frá Hvammstanga og ritari Benedikt Sigurðsson frá Siglufirði. Strax í upphafi fundar var vel fjölmennt orðið og fjölgaði enn er leið á daginn. Alls mættu á fundinn 32 fulltrúar frá öllum Ab félögum í kjördæminu, nema einu. A dagskrá voru helstu mál þessi: verkalýðsmál, byggðamál og flokksstarf. Fulltrúar skipt- ust í starfshópa um hvern þessara málaflokka og störfuðu þeir síðdegis og að morgni næsta dags. Kl. 17 var almennur stjórnmálafundur í félagsheim- ilinu Fellsborg. Framsögumenn voru þeir Ragnar Arnalds, alþm., Vignir Einarsson, kenn- ari á Blönduósi, Kolbeinn Friðbjarnarson, form. Vöku á Siglufirði og Svavar Gestsson, alþm. og formaður Alþýðu- bandal. A þessum fundi, sem var mjög fjölmennur - um 70 manns -, voru fluttar yfirgripsmiklar ræður um helstu þætti stjórnmála, verkalýðsmála og flokksmála. Þeir Ragnar og Svavar fjölluðu um stjórnmála- ástandið og um leið hve brýn nauðsyn það væri nú að efla Alþýðubandalagið, stærsta stjóm- arandstöðuflokkinn, og þeir Vignir og Kolbeinn ræddu faglegu málin í Ijósi yfirstand- andi samningaviðræðna og nýbyrjaðs verkfalls félaga i BSRB. Skýrðu þeir stöðu kjaramála og viðhorf fólks í BSRB og ASI, og kom fram hjá báðum að mikil þörf væri á að hinn almenni félagi í þessum samtökum léti meira til sín taka og veitti forystuliðinu meiri þrýsting og aðhald í samninga- málunum. Fyrirspurnir og innlegg fundarmanna gerðu fundinn lífiegan og upplýsandi. Um kvöldið var svo kvöldvaka í Kántrýbæ og sáu heimamenn um skemmtiefni. Daginn eftir störfuðu nefndir, menn fóru í kynnisferð um staðinn og eftir hádegi voru nefndarálit rædd og ályktanir samþykktar. Kosið var í stjórn, ferðanefnd og blaðnefnd. Stjórn kjördæmisráðsins er nú skipuð Hvammstanga- mönnum, þannig: Sverrir Hjaltason, formaður, Elísabet Bjarnadóttir, með- stjórnandi, Flemming Jessen, meðstjórn- andi. Ferðanefnd verður skipuð Blönduósingum og A-Húnvetn- ingum og var fulltrúum þaðan falið að sjá um tilnefningu í nefndina. Ráðstefnuslit fóru svo fram síðdegis. Voru Skagstrending- um færðar þakkir fyrir mjög góðan undirbúning að fund- inum, sem var ánægjulegur í alla staði. Fráfarandi formaður færði fulltrúum þakkir fyrir fundarsetu, óskaði aðkomu- mönnum fararheilla heim og sagði ráðstefnu slitið. Er að vakna afl? Fjölmennurfirndur um landsbyggðarmál áHvammstanga — Þessi fundur vakti mikla athygli hér í Vestur-Húnavatns- sýslu. Nú er mikill hugur í fólki og menn vilja að nú sé fylgt fast eftir. Eg held að fólk vonist til þess að hér sé að vakna afi, sem geti rétt hlut landsbyggðarinnar. Við getum ekki lengur horft aðgerðalaus á gífurlegan fólks- og Ijármagnsstraum til höfuð- borgarsvæðisins. A þennan hátt mælti Örn Bjarnason, bóndi á Gauksmýri, þegar blaðamaður Feykis ræddi við hann nokkrum dögum eftir að mikill fundur um lands- byggðarmál var haldinn á Hvammstanga. Það voru Sam- tökin um jafnrétti milli landshluta sem boðuðu til fundarins. Flutt voru sex framsöguerindi auk þess, sem gestur fundarins, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, fiutti ítarlega ræðu. Fundinn sóttu um 80 manns. Örn sagði að næsta skref yrði að halda fundi í öðrum hlutum kjördæmisins og stofna þar félög, líkt því sem starfað hefur í Vestur-Húnavatnssýslu um nokkurt skeið. Bjóst hann við að sú fundarferð hæfist upp úr áramótum. Blaðamaður fylgdist með fundarstörfum og verður hér gerð stutt grein fyrir því helsta, sem kom fram í máli framsögumanna. Aðalbjörn Benediktsson á Hvammstanga, talaði fyrstur. Sagði hann að Samtökin um jafnrétti milli landshluta væru stofnuð til þess að sporna við frekari valdasöfnun í höfuð- borginni. Ræddi hann í því sambandi um breytingu á stjórnarskránni þar sem verið er að fjölga þingmönnum á suðvesturhorni landsins veru- lega. Þá undirstrikaði hann það atriði að fyrir sunnan tala margir um væntanlega fjölgun þingmanna og jöfnun atkvæðis- réttar sem áfangasigur. Aðalbjörn sagði að menn töluðu um valddreifingu og aukin völd sveitarfélaga. En svo fáum við í hendur tillögur frá opinberum aðilum að leggja niður fjölmörg sveitarfélög, og það gegn vilja fólksins sem þar býr. — Sjöunda áratuginn töldum við svarta áratuginn, svo margir fiuttu þá suður, sagði Aðal- björn. En ef fram heldur sem horfir verður níundi áratugur- inn kolsvarti áratugurinn, svo mikill er fólksstraumurinn. Til þess að reyna að sporna við þessu er þessi fundur haldinn, sagði hann. Pétur Valdimarsson, Akur- eyri, talaði í upphafi um þau drög að nýrri stjórnarskrá, sem nú liggja fyrir. Taldi hann að fátt væri nýtt í þeim drögum, en þó væri þar fiest fært í þá veru að auka völd og áhrif ríkisvaldsins. Síðan ræddi hann sérstaklega um kosningalögin og þær fullyrðingar að á Norðurlönd- unum væri alls staðar sama vægi atkvæða, hvar sem menn byggju. Þetta sagði hann alrangt og nefndi tölur því til sönnunar. Þá sýndi hann mönnum fram á hvaða þingmenn sætu á Alþingi ef danska kosningakerfið hefði verið notað hér í síðustu kosningum. Þar í landi er verulegt tillit tekið til fiatarmáls landsins þegar þingmönnum er skipt á milli kjördæma. Að lokum ræddi hann um þær tillögur að nýrri stjórnarskrá sem Samtökin um jafnrétti milli landshluta hafa gert. Frá þeim tillögum hefur áður verið sagt í Feyki. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að landinu verði skipt upp í fimm fylki, sem hvert um sig hafi verulega stjórn á sínum málum. Árni Steinar Jóhannsson, Akureyri, sagði frá fundarferð sem Samtök um jafnrétti hafa efnt til á Norðurlandi eystra. —Það er alls staðar þungi í fólki, sagði Árni. Fólk hefur alltaf unnið og unnið án þess að huga að því hvert arðurinn af vinnunni rennur. Við verðum að taka höndum saman og rétta hlut landsbyggðarinnar, sagði Árni. Árni, sem er garðyrkjustjóri Akureyrarbæjar, sýndi með myndum hvernig Skógrækt ríkisins er uppbyggð. Þar kom fram að fiestir starfsmenn Skógræktarinnar eru á suðvest- urhorni landsins. þangað rennur meginhluti af útgjöldum stofn- unarinnar, en þær eigin tekjur sem stofnunin afiar koma aðallega frá öðrum hlutum landsins. Þetta dæmi sagði Árni vera talandi fyrir flestar aðrar ríkisstofnanir. Örn Björnsson, Gauksmýri, ræddi í upphafi um væntanlega fjölgun þingmanna og sagði að enginn hefði spurt fólkið í landinu hvort það vildi fjölga þingmönnum. Varpaði hann fram þeirri spurningu hvort landinu yrði betur stjórnað með fieiri þingmönnum. Þá ræddi Örn um erfiða stöðu landbúnaðarins. Hann benti á að erfiðleikar í þeirri atvinnu- grein hefðu afgerandi áhrif á afkomu fólksins í Vestur- Húnavatnssýslu þar sem svo stór hluti íbúanna hefði beint eða óbeint framfæri sitt af landbúnaðinum. Að lokum sagði Örn: —Fólk um alla landsbyggð- ina er að tala um sömu hluti og við ræðum hér í dag. Oft hefur fólk rætt um það hvort ekki eigi að stofna nýjan fiokk, landsbyggðarflokk, til þess að berjast fyrir hagsmunum okkar. Við hér í Vestur-Húnavatns- sýslu erum því andvígir. Við viljum breyta áherslupunktum stjórnmálafiokkanna þannig að þeir hætti að hlaupa í kringum Reykjavík og Reykvíkinga. Það væri miður að hér á landi risu upp tvær þjóðir, önnur sem sparkaði, og hin sem sparkað væri í. Ein þjóð í einu landi er hagsmunamál allra lands- manna. Sveinn Benónísson, Hvamms- tanga, ræddi aðallega um orkuverð, hve innlenda orkan er dýr og einnig hversu miklu munar á verði hennar milli landshluta. Nefndi hann í því sambandi tölur um það hvað það tekur t.d. ísfirðinga mikið lengri tíma að vinna fyrir kyndingarkostnaði en Reykvík- inga. Hólmfríður Bjarnadóttir á Hvammstanga, ræddi um aðstöðuna til menntunar. Hún sagði að nú væru grunnskóla- lögin orðin 11 ára og enn vantaði verulega á það að þeim væri framfylgt um land allt, hlutur landsbyggðarinnar væri verulega á eftir. Nú ætti svo að spara í menntakerfinu og svo var einnig á síðasta ári. Staðreyndin var sú að þá var sparað úti á landsbyggðinni, en kostnaðurinn óx hlutfallslega í Reykjavík. Undir lok máls síns sagði Hólmfríður: — Við sem að þessum samtökum stöndum komum úr öllum fiokkum. Við viljum reyna að sporna við gjaldþroti landsbyggðarinnar. Við viljum að jafnrétti ríki milli manna burtséð frá búsetu. Að framsöguerindum lokn- um drukku fundarmenn kaffi, sem framreitt var _af Kvenfélag- inu Björk. Ágóðinn af kaffisölunni rann til málefna aldraðra. Að loknu kaffihléi hélt Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, ítarlega ræðu um málefni Iandsbyggðarinnar og fieira, sem fram hafði komið fyrr á fundinum. I meginatriðum kvaðst hann sammála fiestu sem fram hefði komið, en sagðist þó ekki vera viss um að sumt af því sem frummælendur hefðu haldið fram væri til bóta. Ræddi hann síðan nánar um þau atriði. Þá ræddi Steingrímur um afkomu þjóðarbúsins, sem hefur versnað mjög mikið, en undir lok ræðu sinnar greindi hann ítarlega frá því á hvern hátt hann vildi að unnið yrði að jafnvægi í byggð landsins. Að lokinni ræðu forsætisráð- herra hófust frjálsar umræður. Tóku margir til máls og stóð fundurinn fram á kvöld. Fundarstjóri var Björn Sigur- valdason.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.