Feykir


Feykir - 09.01.1985, Blaðsíða 4

Feykir - 09.01.1985, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 9. janúar 1985 4 FEYKIR AKUREYRI skemmtanalíf Örn Ingi, leikmyndahönnuður, Sveinn Einarsson, höfundur og leikstjóri, og Theodór Júliusson, leikari, með torfuna frá Keldum í kassa. Mynd. ÓHT r Eg er gull oggersemi Þann 28. des. s.l. frumsýndi Leikfélag Akureyrar nýtt leikrit eftir Svein Einars- son. Sveinn leikstýrði sjálfur verkinu, sem hann kallar „Ég er gull og gersemi” eftir einni af fleygustu vísum listamanns- ins, flakkarans og „heimspekingsins” Sölva Helgasonar (1820-1896). Ég er gull og gersemi fþmsteinn elskuríkur. Ég er djásn og dýrmæti drottni sjálfum líkur. Skagfirðingurinn Sölvi dró þannig ekkert úr eigin ágæti. Þó hefur hann varla fengið uppreisn æru fyrr en á þessari öld. Hann kom þó fyrir í leikriti í Theodór Júlíusson leikari við vörðuna á Fellinu i Sléttuhlið. Mynd. ÓHT Svarfaðardal, „Gestakomunni” eftir Kristján Fjallaskáld á meðan Sölvi varenn á lífi og á fjórða áratugnum stóðu Tryggvi Guðlaugsson frá Lónkoti í Sléttuhlíð og fleiri að leikriti um Sölva, sem sýnt var í Skagafirðinum. Frægastur er líklega Sölvi þó af einu skáldsögu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi „Sólon Islandus”. Sveinn byggir leikrit sitt einkum á sögu Davíðs ásamt kvæðum hans og annarra. Atli Heimir Svinsson hefur samið sönglög við nokk ur kvæði Daviðs, sem notuðeru í sýningunni auk annarrar tónlistar eftir hann. Örn Ingi, myndlist- armaður á Akurcyri hannaði leikmynd, Freygerður Magnúsdóttir búninga og David Walters Iýsingu og myndvörpun. Theodór Júlíusson leikur Sölva. Þetta er fjölmenn sýning. í henni eru leikarar á öllum aldri auk tónlistar- manna. Mörgum hefur komið áóvart að leikurinn er ekki myndskreyting á sögu Sölva heldur gerist hann einnig í jólaboði á Akureyri í dag. Sveinn tengir þarna saman nútíð og fortíð á mjög óvenjulegan hátt. Sýningunni hefur verið mjög vel tekið og fengið góða aðsókn og það er von Leikfélags Akureyrar að Norðlendingar heimsæki nú leikhúsið á Akureyrieins og þeir voru svo ötulir við á síðasta ári, einkum á söngleikinn My Fair Lady. Þann 20októbers.l. er vika var liðin af æfingum á „Ég er gull og gersemi” fór hópur starfsfólks frá Leikfélagi Akur- eyrar i vettvangskönnun í Skagafjörðinn á slóðir Sölva Helgasonar. Var fyrst haldið í Sléttuhlíðina. Þar tók oddviti Slétthlíðinga, Stefán Gests- son á Arnarstöðum á móti hópnum og leiðbeindi þeim um sveitina. Meðal annars var farið á Fellið og reist varða þar sem Sölvi Helgason vildi láta reisa sér 5000 manna höll og að Keldum, þar sem Sölvi bjó áður en hann missti föður sinn. Þar var rist torfa þar sem álitið var að gamli bærinn hefði staðið og tekinn þar steinn til minja. Þessir helgu munir eru nú til sýnis t leikhúsinu. Rennt var augum heim að Skálá þar sem hrepp- stjórinn hafði oft skotið skjólshúsi yfir Sölva og að lokum buðu hjónin á Arnarstöðum öllum hópnum til kaffi- veislu. Þótti ferðalöngunum mikið tilum gestrisni þeirra hjóna. Síðan var haldið að Sauðárkróki. Þar tók Kristmundur Bjarnason skjalavörð- ur á móti hópnum og sýndi klippimynd- ir og handrit eftir Sölva sem varðveitt eru í Safnahúsinu. Jafnframt fræddi hann þessa forvitnu gesti um ýmislegt varðandi Sölva. Leikhópurinn frá Akureyri vareinkar þakklátur Skagfirðingum fyrir móttök- urnar, þegar ekið var heim og höfðu fengið nýja innsýn í þá frægu sögu- persónu, sem þau eru að fást við, eftir að hafa staðið „á ströndinni við ysta haF’. S.P. Skagfirðingar Húnvetningar í tengslum við sýningar Leikfélags Akureyrar á leikritinu Ég er gull og gersemi bjóðum við nú hópum og einstaklingum í hinar vinsælu leikhúsveislur. Sérstakt tilboð: Þríréttuð veislumáltíð fyrir kr. 475:- og að lokinni sýningu bjóðum við upp á kaffiveitingar áður en haldið er heimleiðis. Veitum hópafslátt fyrir 10 eða fleiri. Leitið upplýsinga í símum 96-21818 eða 96-26818. Kaupvangsstræti 3, Akureyri. „Ég er gull og gersemi” eftir Svein Einarsson, byggt á „Sólon (slandus” eftir Davið Stefánsson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Aðalhlutverk: Theódór Júlíusson. SÝNINGAR: föstudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 sunnudag kl. 15.00 Miðasale í Turninum við göngugötuna virka daga kl. 14-18 og laugardaga kl. 10-16. Sími 96-24073. Skagfirðingar, Húnvetningar, missið ekki af einstæöri leiksýningu! —............. .......... Vegna sýninga á leikritinu „Ég er gull og gersemi“ bjóðum við upp á kvöldverði fyrir sýningar frá kl. 18.00 Tileinkað Sólon íslandus verða eingöngu kertaljós á borðum og munir frá gamalli tíð á veggjum. Auk þess ljósmyndir úr umræddu leikriti. Hafa matreiðslumeistarar Sjallans veg og vanda af matreiðslu kvöldsins. Matseðill: Sjávarréttasúpa m/Drangeyjarbragði 98 grillaðir kjötréttir á teini að hætti flakkaranna kr. 640,- eða alheimsbuffsteik m/kryddsmjöri. bökuðum kartöflum, gufusoðnu rósenkáli og ristuðum sveppum kr. 850,- Opið eftir sýningar til kl. 01. Léttar veitingar. Borðapantanir í síma 26680 eða 22644milli kl. 17 og 19 alla daga. LAXMENN SF. -------------------- ^ Fjölbrautaskólinn | | JJ á Sauðárkróki Öldunaadeild Kvöldskóli Innritun stendur yfir í öldungadeild og náms- flokka og fer nú hver að verða síðastur að láta skrá sig á vorönn. Enn vantar herslumuninn á að hægt séð að hefja kennslu í nokkrum áföngum og einnig er hægt að bæta við í aðra. Sérstakur kynningarfundur fyrir væntanlega nemendur og þá sem áhuga hafa á að láta skrá sig, verður haldinn í verknámshúsi Fjölbrauta- skólans laugardaginn 19. janúar kl. 13.30. Meðal kennslugreina eru: íslenska, danska, þýska, enska, franska, saga, félagsfræði, tölvufræði, myndmennt, sauma- námskeið, taumálun, Ijósmyndun og framköllun. Grunnáfangar í rafiðnum og verklegt námskeið í málmiðnaðargreinum. Og margt fleira. Sérstök athygli er vakin á byrjunar- og upprifjunar- áföngum í tungumálum, m.a. verður „Hildur” lesin í dönsku með nemendum. SKÓLAMEISTARI Panasonic CÆÐI VARANLEG CÆÐI í mjög umfangsmikilli könnun sem gerö var á vegum bresku neytendasamtakanna um bilanatíðni myndsegulbandstækja, kemur í ljós að PANASONiC BILA LANG MINNST ALLRA VHS TÆKIA og eru því áreiðanlegustu tækin á markaðinum að mati bresku neytendasamtakanna. Breski markaðurinn er stærsti vídeómarkaðurinn í Evrópu. verdlækkun. Til aö mæta áhrifum síöustu gengisfellingar hefur PANASONIC ákveðið aö gefa okkur kost á einni sendingu af hinu frábæru NV-370 myndsegulbandstækjum á stórlækkuöu verði. 0 Framhlaðiö 43 cm breitt (Passar i hl|ómtæk|askápa) • Upptokuminm til daglegrar upptöku t d er hægt aft taka 10—12 fréttatima (ram i timann. • S|álfspólun til baka • Fin Editeríng. Klippir saman truílanalaust nýtt og gamalt efm. • Tækjð byggt á álgrind. • Fjölvisir Multi Function Display verd-flasoft-s.,, Nýtt verð39.900.“ Panasonic gæði. Varanleg gæði. @ rafsjá hf Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Sími 95-5481 ORÐSENDING til skattgreiðenda á Sauðárkróki og í Skagafjarðarsýslu Lögtök eru hafin hjá þeim gjaldendum, sem ekki hafa gert full skil á þinggjöldum 1984. Skorað er á alla þá, sem ekki hafa gert full skil að gera það nú þegarog komast þannig hjá þeim óþægindum og aukakostnaði, sem fylgir lögtök- um og uppboði. Fyrsti gjalddagi fyrirframgreiðslu þinggjalda 1985 er 1. febrúar n.k. Sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýslu Bæjarfógetinn á Sauðárkróki • 8 hóa l|arstýhrig • Cfúarts stirðir bemdrilriir mótorar • Quarts klukka • 14 daga upptökuminni • 12 slöðva mmni • OTR (One touch tlmer recording) • Rafelndateljan • Myndleitari . • Hraðspólun með mynd áfram • Hraðspólun með mynd afturábak 0 Kyrrmynd 0 Mynd skerpu stilling 0 Mynd mmm

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.