Feykir


Feykir - 09.01.1985, Blaðsíða 8

Feykir - 09.01.1985, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 9. janúar 1985 Feykir 1. tölublað - 5. árgangur HHHhasn Meðal þess sem húnvetnskir bcmdur krefjast: Lífvænleg aíkoma oe fullnægjanai framboo af búvörum Búnaðarsamband Austur-Hún- vetninga gekkst fyrir bænda- fundi um verðlags- og kjaramál á Blönduósi 12. desember s.l. Þar fluttu fulltrúar af Stéttar- sambandsþingi ræður, þeir Kristófer Kristjánsson og Stefán A. Jónsson, og einnig formaður Búnaðarsambandsins, Jóhann- es Torfason. Kristófer Kristjánsson Stefán A. Jónsson Jóhannes Torfason í fundarlok var samþykkt ályktun þar sem eftirfarandi kom fram: „1. Það er skýlaus krafa að stjórnvöld, í samvinnu við forystu bændasamtakanna, móti landbúnaðarstefnu er tryggi bændum lífvænlega afkomu og jafnframt fullnægjandi framboð búvara. 2. Fundurinn mótmælir harðlega ítrekaðri verðvöntun á sauðfjár- og mjólkurafurðir og áréttar fyrri kröfur um að bændum sé greitt skráð verð við afhendingu búvara. 3. Svæðabúmarki sé beitt í stað kjarnfóðurgjalds til þess að stjóma framleiðslumagninu. Tek- in verði upp kjarnfóður- skömmtun við alla búvörufram- leiðslu í landinu samfara eflingu innlendrar fóðuröflunar. Kjarn- fóðursjóður verði alfarið í höndum bænda sjálfra. 4. Fundurinn gerir þá kröfu að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit um stuðning við nýjar búgreinar. Jafnframt bendir fundurinn á að um leið verður að draga úr framleiðslu í hefð- bundnum búgreinum hjá þeim, sem þessa stuðnings njóta.” Unnið að viðgerð á byggðalínunni. lur Nýjar regli um húsaíeigu Bæjarráð Sauðárkróks hefur samþykkt reglur um leigu- húsnæði á vegum bæjarins, sem hljóða svo: „Reynt verði að útvega kennurum, sem ráðnir verða til skólanna, húsnæði á sambærilegum kjörum og nú tíðkast. Engir skulu njóta þessarar fyrirgreiðslu lengur en tvö ár og að þeim tíma liðnum hækki leigan í 4 áföngum á tveim árum í almennt markaðsverð á húsa- leigumarkaði á Sauðárkróki. Þeir sem þegar hafa verið 2 ár í leiguhúsnæði á vegum bæjarins fái þó eins árs aðlögunartíma áður en leig- an tekur að hækka í áföng- um, skv. ofansögðu.” Er byggðalínan sem Bggur um Hunavatnssýslur ónyt? I óveðrinu, sem gekk yfír 28. des. brotnuðu sex staurasamstæður byggðalínunnar í Víðidal. Þegar línan féll sleit hún niður heimtaug að tveimur bæjum í Víðidal og var þar rafmagnslaust fram á næsta dag, en að öðru leyti kom hvergi til rafmagnsleysis vegna bilunar- innar. Þar vó þyngst að nú er hringtengingu landsins lokið með gerð Suðurlínu og var rafmagn flutt með henni til Austfirðinga og Norðlendinga meðan unnið var að viðgerð á línunni í Víðidal, en þeirri viðgerð lauk á þriðja degi. Kostnaður vegna bilunar- innar var á hinn bóginn verulegur. Fólk í Víðidal sá þegar sumar staurasamstæðurnar brotnuðu. Var Rafmagnsveitunni gert að- vart strax og sú fyrsta brotnaði og var stramur þá tekinn af línunni. Leið síðan nokkur stund þar til línan féll, en á meðan mátti líkja staurabrot- unum, sem sveifluðust neðan í línunni við buxur á snúru. Næst brotnaði þriðja staurasamstæða frá þeirri sem fyrst brotnaði og leið þá ekki á löngu þar til þunginn braut þær tvær sem á milli voru. Að sögn Sigurðar Eymunds- sonar, rafveitustjóra á Blöndu- ósi, er þetta í þriðja sinn, sem staurar brotna í byggðalínunni sem liggur um Húnaþing. Hefur því verið ákveðið að gera ná- Galdrakarlinn nýtur vínsælda Mjög góð aðsókn að leiksýningu Leikfélags Sauðárkróks hefur orðið til þess að forráðamenn Leikfélagsins hafa nú afráðið að halda sýningum áfram á Sauð- árkróki. Hefur verið leikið fyrir fullu húsi á þremur síðustu sýningum. Leikfélagsfólk hefur nú á- kveðið tvær sýningar til viðbótar í Bifröst, í kvöld miðvikudag kl. 21.00 og næstkomandi sunnu- dag kl. 13.30. Er þá tekið mið af því að skólar í nágrannasveit- unum eru að byrja eftir jólaleyfi og hefur verið haft samráð við forráðamenn skólanna og þeim boðið að koma með nemendur, skóla sinna á sýninguna. kvæma úttekt á því hvað er að. Velta menn því fyrir sér hvort efnið í staurunum standist ekki þær kröfur, sem gerðar eru, eða hvort ekki hafi í upphafi verið gerðar nægar kröfur.. Enginn bilun varð á raf- línunni frá Laxárvatni að Hvamms- tanga í óveðrinu. Hjá rafmagns- veitunum eru menn alveg undr- andi á því að þar skyldi enginn staur brotna, en samkvæmt athugun, sem gerð var á línunni í haust eru 104 staurar lélegir í þeirri línu og þar af 68 ónýtir. Vegna þess hve fúnir þeir eru. Hafa sumir á orði að það sé alls ekki þorandi að fara upp í þá staura til viðgerða, svo fúnirsem þeir eru. Norðurlandsleikar æskunnar á Sauðárkróki næsta sumar Rætt hefur verið um að halda næsta sumar fjölbreytt mót á Norðurlandi í tilefni „Árs æskunnar”. Hugmyndin um slíkt mót er komin frá Fjórðungsþingi Norðiendinga, sem haldið var í haust. Ef af mótinu verður er búist við um 600-800 þátttakendum. Á fundi undirbúningsnefndar sem haldinn var á Akureyri í síðustu viku var rætt um fyrir- komulag mótsins. Helst er á döfinni að halda fjölbreytt mót þar sem m.a. yrði keppt í frjálsum íþróttum, sundi, skák og knattspyrnu. í tengslum við mótið yrði haldin myndlistasýn- ing og einnig yrði boðið upp á ýmislegt fleira. Þátttakendur yrðu á aldrinum 9-14 ára (fædd ’71-’76) og líklegur fjöldi á mótinu er áætlaður 6-800 unglingar. Líklega verður mótið haldið á Sauðárkróki og hefur bæjarráð Sauðárkróks lýst yfir áhuga sínum til að svo megi verða. Útköll slökkviliðs á Sauðárkróki Slökkviliðið á Sauðárkróki var kallað út fjórum sinnum á síðasta ári, 1985. í aðeins einu tilviki varð um verulegt tjón að ræða vegna eldsvoða, en þó tókst húsmóður þar að afstýra stórtjóni með því að slökkva eldinn með 6 kg heimilis slökkvitæki áður en slökkviliðið kom á vettvang. Að sögn Björns Sverrissonar hjá Brunavörnum Skagafjarðar hefur orðið merkjanleg fækkun eldsvoða á síðustu árum, eftir að eldvarnaeftirlit var stóraukið. Slökkviliðið í Hofsósi var kallað út einu sinni árið 1984, en aldrei í Varmahlíð. Sjúkraflutningar urðu 121 á árinu með bílum sem gerðir eru út frá Slökkvistöðinni á Sauðárkróki. Þar af voru 26 ferðir vegna slysa. Sjúkraflutn- ingar skiptast þannig, að 60 ferðir voru innanbæjar, 50 í héraði og 11 til Akureyrar. Námskeiðahald á Norðurlandi Á fjórða hundrað aðilum á Norðurlandi hefur nú verið sent eyðublað vegna könnunar á væntanlegri þátttöku á nám- skeiðum sem Fjórðungssam- band Norðlendinga hyggst hafa milligöngu um á nýbyrjuðu ári. Námskeið þessi eru einkum ætluð atvinnufyrirtækjum og verða haldin í samvinnu við Stjórnunarfélag Islands, Verk- stjórnarfræðsluna og fleiri aðila. Þetta námskeiðahald er liður í starfi iðnráðgjafa Fjórðungs- sambandsins. Námskeiðin eru þessi: Verk- stjórnarnámskeið I, stjórnun, áætlanagerð, markaðssókn, rit- aranámskeið, tollskjöl og verðútreikningur, tilboðsgerð. Stefnt er að því að námskeiðin verði haldin á tveimur til þremur stöðum á Norðurlandi ef þátttaka leyfir. Þátttaka er buændin við tólf þátttakendur á hverjum stað. Nýtt lyf við kláða Vonir um að hægt verði að útrýma kláðamaur á íslensku sauðfé í vetur eru kindur á nokkrum bæjum í Húnavatnssýslu spraut- aðar til varnar kláða, í stað þess að baða þær sem hingað til hefur tíðkast. Þetta er í fyrsta sinn, sem leyft er að sprauta kindur í stað þess að baða þær, en í vetur á lögum samkvæmt að fara fram skylduböðun á öllu sauðfé í landinu. Að sögn Sigurðar H. Péturssonar héraðsdýralæknis er hér um að ræða lyf, sem Japanir fundu upp fyrir nokkrum árum. Síðan tók mörg ár að finna aðferðir til þess að framleiða það, en nú er farið að nota lyf þetta í nokkrum löndum með góðum árangri. Lyfið, sem hér er notað er framleitt í Bandaríkjunum. Auk þess að drepa kláðamaur í sauðfé, nautgripum, svínum og hestum verkar þetta lyf á ýmis önnur meindýr, sem lifa á húð húsdýra. Þá drepur lyfið einnig innyflaorma og lungnaorma þannig að óþarft er að gefa ormalyf, ef sprautað er með þessu lyfi. Ekki er vitað um neinar aukaverkanir, af völdum lyfsins. Meðferð á fé er mun betri, en með því að baða það og þarna er um mikinn vinnusparnað að ræða. Híhs vegar er lyfið a.m.k. enn nokkuð dýrt. „Það sem skiptir þó mestu máli er hvort lyfið verkar betur en þær aðferðir, sem hingað til hafa verið notaðar”, sagði Sigurður H. Pétursson. I vetur verður sprautað á nokkrum bæjum m.a. á bæjum sem ekki hefur tekist að losna við kláða á þrátt fyrir árlega tvíböðun á sauðfé. Á næsta ári kemur því í ljós árangurinn af þessari aðferð hér á landi”. Sigurður sagði að það gætu verið ýmsar skýringar á því að ekki hefur tekist að losna við kláða hér á landi. T.d. hefur nýlega uppgötvast í Kanada að sami kláðamaurinn og er á sauðfé getur lifað á nautgripum. Þar gæti verið ein skýringin á því hvers vegna kláðinn er svona lífseigur hér, en áður var fullyrt að kláðamaur af sauðfé gæti ekki lifað á nautgripum. Miklar vonir eru bundnar við þetta nýja kláðalyf. T.d. er talið að með notkun þess hafi tekist að útrýma kláða í fjórum löndum m.a. í Bandaríkjunum og Argentínu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.