Feykir


Feykir - 09.01.1985, Blaðsíða 5

Feykir - 09.01.1985, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. janúar 1985 FEYKIR 5 Hvað segja þeir í upphafi ársins? Páll Dagbjartsson skólastjóri í Varmahlíð: —Ef við lítum fyrst til þess sem að kennurum snýr, þá er mér efst í huga hversu lítið fékkst út úr þessum verkfallslátum og hve allt situr við það sama í kjaramálum kennara. Ég er eiginlega sannfærður um að það breytist ekkert fyrr en að kenn- arar geta boðið upp á einhverjar nýjungar, t.d. í vinnutilhögun og skipulagningu. Það sem ég vildi sjá gerast er að sveitarfélög- in tækju við grunnskólahaldinu og sæju þá um ráðningar kenn- ara og hver kennari gæti þá mótað sína ráðningarskilmála. En þetta eru kannski dálítið róttækar breytingar sem ekki er hægt að útskýra í stuttu máli. En ég er sannfærður um að meðan kennarar eru í BSRB þá situr allt við það sama og breytist ekkert. Þessi tími þegar skólahald féll niður í verkfallinu er að mínu áliti tími sem einfaldlega hefur dottið úr kennslu. Það er ekkert hægt við því að gera. Ég hef ekki hugsað mér að vera með auka- kennslu vegna þess að það er alltaf erfitt að meta hverjir eigi að fá aukakennslu og hverjir ekki. Það yrði aldrei neitt verulegt vit í því. Varðandi 9. bekk þá er hægara um vik þar sem próf hafa verið færð fram til vors og því meira svigrúm. Skólagangan styttist um mánuð en það verður bara að taka það með í reikninginn. Reddingar fyrir horn yrðu bara kák út í loftið og tóm vitleysa! Ég hef áhyggjur af þeirri framtíð sem blasir við unga fólkinu sem nú er að vaxa úr grasi. Við horfum á eftir því burtu héðan af svæðinu ár eftir ár, það leitar annað eftir atvinnu. Mjög aðkallandi er að fara að athuga þetta eitthvað. Núna stefnir allt suður og ég hef alltaf haldið því fram að til að snúa þeirri þróun við þurfi sveitar- félögin og byggðarlögin að taka mun meira af verkefnum í eigin hendur, fá meira sjálfsforræði og sjálfsákvörðunarrétt, án i- hlutunar ríkisvaldsins í hin og þessi mál. Hvað varðar nýja árið þá myndi ég vilja heita á alla íbúa dreifbýlisins að fara að hugsa alvarlega um stöðu sína og dreifbýlisins i heild. Mér hefur virst þenslan vera svo svakaleg og fjármagnsstreymið til Reykja- víkur svo ofboðslegt á meðan kreppir að öllu hér á lands- byggðinni. Því er nú verr og miður. Og fólkið fylgir á eftir suður. Það þarf ekki að vera lengi í Reykjavík til að sjá að þar eru peningarnir í umferð. Ég tel ákaflega brýnt að menn fari að hugsa um þetta í alvöru. Spurningin er hvort hin ýmsu félög og samtök, ópólitísk og pólitíísk, ættu ekki að mynda einhvers konar samstöðu um leiðir til úrbóta, samstöðu sem yrði óflokkspólitísk. Að öðru leyti þá er ég feginn að lausn á upprekstrarmálum bænda hér í sveitinni virðist vera í sjónmáli og það segir sína sögu að lausnin felst í því að treysta bændum sjálfum fyrir farsælli tilhögun beitar á afréttinni og skiptingu milli sauðfjár og hrossa. Það ber allt að sama brunni með það að heimamenn eiga að stjórna sínum málum sjálfir. Það fer oftast best á því. r Ami Jóhamsson kaupfélagsstjóri á Blönduósi: — Það má náttúrulega fyrst telja að síðasta ár var ljómandi gott, sérstaklega svona til sveit- anna og tíðarfar ágætt. Kannski er manni efst í huga að fjármálastefna ríkisstjórnar- innar virðist vera farin í vaskinn, a.m.k. í bili. Við horfum fram á mjög mikla verðbólgu nú um tíma, en hvort það síðan tekst að ráða við þessa verðsveiflu mun tíminn skera úr um. Hins vegar er ljóst að það er við mikla erfiðleika að etja víða í sveitum, rekstrarafkoma í landbúnaði er ákaflega misjöfn og sums staðar mjög slæm. Veltuaukning hér hjá okkur hefur aukist meira en nemur verðhækkunum á vörum, þannig að neyslan virðist aukast. Atvinnuástand hér á staðnum er nokkuð gott. Það eru að vísu ýmsar blikur á lofti í því efni, þay sem fyrirtæki hér á staðnum eiga við vissa erfiðleika að etja. En maður vonar að það náist að ráða framúr því. Til þessa hefur atvinna verið góð, þó menn séu alltaf hræddir við síðari hluta vetrar, iðnaðarmenn og aðrir slíkir. Það er ekki útlit fyrir að farið verði útí stórar fram- kvæmdir hér á Blönduósi næsta sumar. Ég hygg að, hvað varðar fólksfjölda, hafí orðið nokkur fjölgun hér. Það virðist vera meira aðstreymi af fólki en staðurinn getur tekið við vegna húsnæðisskorts, þrátt fyrir nokk- uð miklar framkvæmdir við íbúðarbyggingar. Rekstrarafkoma Kaupfélags- ins hefur gengið skár en maður þorði að vona. Hins vegar er staðan slæm, það er ósköp einfalt mál. En ég er kannski ánægðari núna en ég þorði að vera síðari hluta ársins 1984. Hagur bænda er ákaflega mis- jafn og mjög slæmur hjá nokkr- um hóp manna. Það er eitt af aðalvandamálum í landbúnað- inum í dag, þessi hávaxtastefna. Landbúnaðurinn þolir hana ekki og reyndar mörg atvinnufyrir- tæki úti á landi ekki heldur, vegna þess hversu hæg umsetn- ingin er. Það er alveg ljóst að það hljóta einhverjir bændur að hætta búskap á þessu nýja ári. Það fóru 5-6 jarðir í eyði hér á síðasta ári og ég á von á að svipað verði í ár. Ég sé ekki hvernig þeir sem eru í verulegum vandræðum eiga að geta bjargað sér, nema þá að ríkistjórnin geri það sama og hún er að gera í sjávarútveginum, að kaupa tog- ara fyrir þrjá fjórðu af því sem á þeim hvílir og gefa fyrri eigend- um kost á að kaupa þá aftur á þessu verði, kannski þá með betri lánskjörum. Þetta myndi gjörbreyta aðstöðu þeirra sem mest eiga í baksinu. — Hvaða atburður er þér minnisstæðastur frá liðnu ári? — Þar rekur þú mig alveg á gat. Það er í sjálfu sér enginn atburður mér öðrum minni- stæðari. Arið var ánægjulegt fyrir mig þó það væri að mörgu leyti erfitt, og samstarf mitt við starfsfólk og viðskiptamenn Kaupfélagsins gott og ánægjulegt. / tilefni áramóta var rætt við nokkra menn á Norðurlandi vestra. Vegna plássleysis verður hluti viðtalanna að bíða til næsta blaðs. Búta- og lýmingarsala á metravöru UTSALA Útsala á hljómplötum og kassettum hefst fimmtudaginn 10. janúar. afsláttur! Kjarakaup: óðraðir kuldaskór (gallon) Svali V* ........:.......7,90 Gosi 'A..................8,00 Floridana 'A............20,00 Trópí 'A................21,05 River hrísgrjón 2 Ibs ... .44,95 River hrísgrjón 5 Ibs ... .68,00 Snapp kornflögur 500 g.60,65 Snapp kornflögur 1 kg 115,35 Iva þvottaefni 5 kg.... 230,35 Vex þvottaefni 5 kg ... 228,20 Þrif þvottalögur 4150 g 150,70 Þrif þvottalögur 1600 g .68,75 Plus mýkingarefni 3.8 I 105,35 Dún mýkingarefni 5 I . 115,95 KJ grænar baunir 'k ... .22,35 KJ rauðkál heild........60,50 fkagfírðingabúð Þú þarft ekki annað!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.