Feykir


Feykir - 09.01.1985, Qupperneq 7

Feykir - 09.01.1985, Qupperneq 7
Miðvikudagur 9. janúar 1985 FEYKIR 7 Pálmi Jónsson, alþingismaður: Afgreiðsla fjárlaga og ijárveitingar til Norðurlands vestra Fjárlög fyrir árið 1985 voru afgreidd að þessu sinni fyrir jólaleyfi Alþingis svo sem oftast áður. Fullyrða má, að fjárveit- inganefnd fékk ekki auðveldara verkefni en oft áður við undirbúning að afgreiðslu fjárlaga. Raunar má leiða sterk rök að því að verkefni nefndarinnar hafi verið erfiðara en oftast áður. Hér verður að sjálfsögðu ekki lagður dómur á starf nefndarinnar, en á hitt vil ég leggja áherslu, að samstarf innan hennar var með slíkum ágætum að á betra varð ekki kosið. Sú meginniðurstaða blasir við, að fjárlögin voru afgreidd með yfir 700 millj. kr. rekstrarhalla, en greiðslujöfnuði sem er tæpar 30 millj. kr. Það er tilgangslaust að halda því fram að þetta sé ákjósanleg niðurstaða. A það ber þó aðlíta, að gjaldahlið fjárlaganna mun nú vera raunhæfari en fyrr. Þetta skýrist af því, að allmargar stofnanir og málaflokkar, sem áður hafa farið stórlega fram úr útgjaldaáformum fjárlaga voru við þessa fjárlagagerð tekin til endurmats, þannig að útgjöld- um þeirra á að vera hægt að halda innan þeirra marka, sem fjárlög greina. Allt er það þó háð því, að verðlags- og launafor- sendur fjárlaganna fái staðist. Á hinn bóginn byggisttekjuáætlun fjárlaganna á þjóðhagsspá, sem gerir ráð fyrir viðskiptahalla á þessu ári er nemur 4,8 milljörðum kr. Við slíkar aðstæður í efnahagsmálum, mikinn viðskiptahalla, alvarlega greiðslubyrði vegna erlendra lána og þurrð á innlendum lánsfjármarkaði, er afar mikil- vægt að ríkisbúskapurinn sé án rekstrarhalla. Þess má geta, að nú við áramótin voru horfur á því, að þetta markmið hefði náðst á síðasta ári, þrátt fyrir allt sem talað hefur verið um ,,gat” eða „göt” í fjárlögin og voru þau fjárlög þó afgreidd með tæplega 390 millj. kr. rekstrarhalla. Samkvæmt þjóðhagsspá standa nú vonir til að lokið sé þriggja ára samdráttarskeiði þjóðar- framleiðslu og þjóðartekna og við taki nýtt hagvaxtartímabil. Er óskandi að sú spá rætist. I tengslum við afgreiðslu fjárlaga og gerð lánsfjáráætlunar hefur ríkisstjórnin ákveðið að verja 500 millj. kr. til stofnunar þróunarsjóðs sem á að ráðstafa fé sínu til nýjunga í atvinnulífi. Er þar ekki sist horft til verkefna á sviði líftækni- og rafeindaiðn- aðar, en einnig þróunarverkefna í landbúnaði. Það er afar mikilvægt að þessu fé verði ráðstafað skynsamlega, þannig að það geti átt þátt í að skjóta fleiri stoðum undir atvinnu- starfsemi í landinu, svo að afrakstur þjóðarbúsins fari vaxandi. Samtímis afgreiðslu fjárlaga voru teknar ákvarðanir um að lækka tekjuskatt einstaklinga á þessu ári um 600 millj. kr., en á móti að hækka söluskatt um hálft prósentustig, sem talið er að gefi tekjur á árinu um 220 millj. kr. Ennfremur varákveðið að endurgreiða söluskatt til sjávarútvegs, sem er áætlað 430 millj. kr. og koma þessar breytingar fram í niðurstöðum fjárlaga. Eftir kjarasamninga og efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- arinnar í nóvember var óhjákvæmilegt að endurskoða launa-, verðlags- og gengis- forsendur fjárlagafrumvarpsins. Af þessum sökum varð um miklar hækkanir að ræða bæði á tekjuhlið og gjaldabálki frum- varpsins. Samhliða tók ríkis- stjórnin ákvörðun um hækk- un á þremur fjárfestingarliðum, þ.e. framlögum til Vegagerðar ríkisins, húsnæðismála og vegna þyrlukaupa samtals 310,8 millj. r BÆNDUR | Þessi afkastamikla mykjudæla, raf- eöa traktors- knúin, er meö tvöfaldan hræribúnað sem stjórnað er eftir vild með einu handtaki. Höfum einnig 4-15.000 lítra mykjudreifara. Með kveðju, Boði sf. Axel H. Gíslason sími 91-54933 sími 95-6077 --------------------------1 kr. Rétt áður en frumvarpið fór til 3. umræðu tók ríkisstjórnin einnig ákvörðun um hækkun nokkurra útgjaldaliða, samtals 460,5 millj. kr. Vega þar þyngst útgjöld til Tryggingastofnunar ríkisins, Lánasjóðs ísl. náms- manna og Skipaútgerðar ríkisins. Hækkanir vegna til- lagna, sem áttu rætur í beinum ákvörðunum fjárveitinganefnd- ar og samvinnunefndar sam- göngumála námu hins vegnar samtals við 2. og 3. umræðu tæplega 360 millj. kr. eða innan við 1,4% af útgjöldum fjárlaga. Eftir þessa örstuttu greinar- gerð um fjárlögin í heild þykir mér rétt að víkja að fjárveitingum til Norðurlands vestra. Áður en að því er horfið er þó nauðsynlegt að hafa í huga að í mörg ár hefur hlutdeild fjármagns til verklegra fram- kvæmda farið sífellt minnkandi í fjárlögum. Núverandi ríkis- stjórn tók ákvörðun um að gera undantekninga frá þessu varð- andi tvo framkvæmdaþætti og leggja þar með sérstaka áherslu á húsnæðismál og vegamál. Við þetta hefur verið staðið. Framlög á fjárlögum til Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna nema nú samtals 904 millj. kr. Auk þessa hafa sjóðirnir yfir að ráða af eigin tekjum yfir 200 millj. kr. Vegagerð ríkisins hefur til umráða á þessu ári um 1.650 millj. kr. Þar af koma rúmlega 3A eða 1.255 millj. kr. frá mörkuðum tekjustofnunum, en afgangurinn 395 millj. kr. eru bein framlög frá ríkissjóði. Nemur þetta fé um 1,91% af áætlaðri vergri þjóðarframleiðslu 1985 og þó að þetta hlutfall hafi lækkað nokkuð er gert ráð fyrir óskertu framkvæmdamagni. Aðrir framkvæmdaliðiðir eru flestir skornir niður þannig að þeir gera lítið betur en halda óbreyttri krónutölu frá íjárlög- um síðasta árs. Undantekningar eru þó framlög Iþróttasjóðs, sem hækka umfram verðlags- breytingar og fé til hafnargerð- ar, sem var skorið niður um helming að krónutölu í frumvarpinu. Þótt það væri hækkað nokkuð í meðförum fjárveitinganefndar og Alþingis, nær það tæplega helmingi þess sem var í fjárlögum í fyrra að raungildi. Það segir sig sjálft að það er ekki auðvelt verk að skipta slíkum fjárveitingum. Sem dæmi má nefna, að rúmlega 116 millj. kr. erskipttil220verkefna í grunnskólum. Þó að af þessum fjölda séu 65 verkefni sem aðeins fá fé til undirbúnings, sýnir þetta eitt þann vanda sem við er að fást. Skuldir ríkisins við sveitar- félögin vegna sameiginlegra framkvæmda eru víða miklar, yfirleitt vegna þess, að hraðar hefur verið farið í framkvæmd- um en fjárveitingar gefa tilefni til, sem getur verið nauðsynlegt til að ná hagkvæmum áfanga. Svo dæmi sé tekið skuldaði ríkissjóður þannig vegna grunn- skólaframkvæmda í Suður- landskjördæmi 22 millj. kr. fyrir síðustu áramót, samkvæmt upplýsingum menntamálaráðu- neytisins. Ógerlegt var að láta fjárveitingar til að mæta þeim skuldum, hvað þá meira til þess kjördæmis. Til þess að greiða fyrir því að hægt væri að ná samkomulagi um skiptingu á kröppu framkvæmdafé innan fjárveit- inganefndar og Alþingis, féllst fjármálaráðherra á að veita nokkrar aukafjárveitingar nú um áramótin til að grynna á skuldum ríkissjóðs, samtals 20,5 millj. kr. vegna skóla og 10 millj. kr. vegna hafna. Tafla yfir helstu fjárveitingar til Norðurlands vestra 1985: Þús.kr. I. Scrskólar og framhaldsskólar: 1. Bændaskólinn á Hólum.............4.850 2. Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki* .. 7.800 3. Hcraðsskólinn Reykjum ...........1.000 II. Grunnskólar: 1. Sauðárkrókur, iþróttahús. 1. áf..2.000 2. Siglufjörður. íþróttahús. 1. áf.....200 3. Hvammstangi, skóli. sundlaug.....1.500 4. Þvcrárhrcppur. skóli, ibúð* ........200 5. Húnavcllir. íbúð. endurbætur........950 6. Blönduós, iþróttahús..............1.300 7. Varmahlíð, búningskl., lóð..........950 8. Lýtingsstaðahr., íbúð, iþr.hús, sundl. .290 9. Hólahreppur, skóli, íbúð............100 10. Hofsós, skóli, viðbygging..........100 11. Sólgarðar, skóli*..................800 12. Til undirbúnings, ýmsir staðir......40 III. íþrottamannvirki, framlög íþróttasjóðs: 1. Sauðárkrókur, íþróttahús. golfkl....420 2. Sigluljörður, ýmis verkcfni.........599 3. Hvammstangi. sundlaug................31 4. Blönduós, ýmis verkcfni.............251 5. Skagaströnd, skíðaskáli..............10 6. Scyluhreppur, íþróttavöllur..........58 7. Lýtingsstaðahreppur, íþróttav........10 8. Akrahreppur, íþróttav...............100 9. Hofsós, íþróttav.....................77 10. Hagancs- og Holtshr.. iþróttav.......6 IV. Dagvistarheimili: 1. Sauðárkrókur .......................427 2. Hvammstangi.........................50 3. Blönduós, 2. áf....................500 4. Skagaströnd. 2. áf.................550 5. Hofsós.............................133 V. Sjúkrahús, heilsugæslust., læknisbúst.: 1. Hvammstangi, H2, tæki ...........1.000 Hvammstangi, sjúkrahús, viðb........800 2. Blönduós, sjúkfahús og H2 .......3.600 3. Sauðárkrókur, sjúkrahús og H2.. . 7.000 Sauðárkrókur, hjúkrunarheimili ... 1.200 4. Siglufjörður, sjúkrahús..........1.000 Siglufjörður, læknisbústaður.....3.000 VI. Hafnarmannvirki: 1. Blönduós........................... 500 2. Skagaströnd, hafnarvog ............800 3. Sauðárkrókur.....................2.500 4. Hofsós, hafnarvog..................800 5. Siglufjörður.....................1.200 VII. Sjóvamargarðar: 1. Blönduós...........................800 2. Sauðárkrókur.......................400 3. Siglufjörður.......................500 VIII. Flugvellir: 1. Blönduós, lenging flugbr.........2.000 2. Siglufjörður, lenging flugbr.....1.500 Siglufjörður, snjóhreinsitæki....1.000 * Rétt er að taka fram að til þeirra skólamannvirkja sem merkt eru með stjörnu voru veittar aukafjárveitingar upp í skuldir nú um áramótin, sem hér segir: 1: Vegna heimavistar Fjölbrauta- skólans á Sauðárkróki 3.000 þús.kr. 2: Vegna skólastjóraíbúðar í Þverár- hreppi 400 þús.kr. 3: Vegna skólabygg- ingar að Sólgörðum 600 þús.kr. Auk þess fékk Sólgarðaskólinn greitt fyrir áramót af ónotuðu fé menntamálaráðu- neytisins 700 þús.kr. Hér hafa ekki verið taldar minni háttar fjárveitingar, svo sem til fyrirhleðslna, ekki heldur fjárveitingar á vegum B-hluta stofnana, þ.e. Rarik, Pósts og síma og Ríkisútvarpsins. Ekki er heldur talið fé sem veitt verður samkvæmt lánsfjárlögum til virkjunarframkvæmda við Blöndu, en lánsfjárlög eru enn óafgreidd. Þá er rétt að vekja athygli á því, að vegaáætlun kemur til endurskoðunar fjárveitinga- nefndar og Alþingis þegar það kemur saman að nýju. í framhaldi af afgreiðslu vega- áætlunar verður úthlutað fé til þéttbýlisvega. Ennfremur á eftir að úthluta fé Hafnarbótasjóðs, Framkvæmdasjóðs aldraðra, Framkvæmdasjóðs fatlaðra o.fl. Að þessum orðum loknum flyt ég Feyki og lesendum hans bestu óskir um giftu og farsæld á nýju ári og þakka samskiptin á árinu 1984. Akri 4. janúar 1985 íbúða- og iðnaðarlóðir í miðri sveit • Hitaveita ð staðnum. • Stutt er til Blönduóss. • Stutt er ð virkjunarsvæði Blöndu. • Ýmsir möguleikar eru því ð atvinnu fyrir þð sem hér vilja búa. • Auðveit að koma ð markað þeim vörum sem framleiddar eru. Nánari upplýsingar gefur Torfi Jónsson, oddviti Torfalækjarhrepps, sími 95-4286. HREPPSNEFND TORFALÆKJARHREPPS

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.