Feykir - 04.12.1985, Side 1
OHAÐ FRETTABLAÐ FYRIR NORÐURLAND VESTRA
Verkamatmabústaðir á Sauðárkrófd
Þijár umsóknir
fjórtán íbúðir
Heldur iila virðist blása í
málefnum verkamannabústaða á
Sauðárkróki á þessu hausti. í
nóvember voru boðnar út til
umsóknar 14 nýjar íbúðir í
fyrirhuguðu ijölbýlishúsi við
Víðimýri og þegar umsóknar-
frestur rann út höfðu 3 umsóknir
borist. Að auki hafði ein umsókn
borist þar sem óskað var eftir
skiptum á íbúðum innan kerfísins.
Feykir skýrði einnig frá því fyrr í
haust að illa gengi að selja íbúðir í
eigu Verkamannabústaða í rað-
húsum sem komnar voru í
endursölu. Ekki hafa enn komið
fram kaupendur að þeim. Á sama
tíma virðast fasteignaviðskipti á
frjálsum markaði ganga með
eðlilegum hætti á Sauðárkróki.
Sveinn Friðvinsson formaður
Stjórnar verkamannabústaða á
Sauðárkróki sagði í samtali við
Feyki að hann teldi að ekki væri
fyllilega að marka þennan litla
áhuga sem komið hefði fram við
auglýsingunni í nóvember. „Fólk
er hrætt við peningamálin á
þessum árstíma og því munum
við auglýsa þessar íbúðir aftur
eftir áramótin og væntum þá
betri viðbragða. Hins vegarsetja
reglur Húsnæðisstofnunar um
verkamannabústaði okkur
nokkuð þröngar skorður, þar
sem eldra fólk sem býr í
óþarflega stóru húsnæði og vildi
gjarnan skipta á einhverju
minna, getur ekki komist inn í
verkamannabústaðakerfíð sam-
kvæmt núgildandi reglum. Ég
skal fúslega viðurkenna það að
þessar íbúðir eru nokkuð dýrar
en lánin eru 80% til 42ja ára og
Vatnsnesvegur:
Slysagildra
um
þær eru seldar á kostnaðarverði.
Þess má einnig geta að
kostnaðaráætlun Húsnæðis-
stofnunar var mun hærri en það
tilboð sem íbúðirnar hér verða
byggðar eftir. Þær hefðu því
getað verið ennþá dýrari. Mér
finnst heldur ekki vera orðið
neitt samhengi á milli þeirra
tekjumarka sem tilskilin eru í
reglunum, 307 þúsund fyrir
einstakling eða hjón og 28
þúsund fyrir hvert barn undir 16
ára aldri, og síðan þess hvað
íbúðirnar kosta. Annað hvort
verður að hækka tekjumörkin
eða lækka verð íbúðanna með
einhverjum ráðum,” sagði Sveinn
Friðvinsson að lokum.
Bíll valt út af veginum
skammt utan við bæinn Skarð á
Vatnsnesi í síðustu viku. Miklar
skemmdir urðu á bílnum, en
ökumaður slapp ómeiddur.
Þetta er í annað sinn á þessu ári,
sem bílvelta verður á þessum
stað, en þarna er blindhæð og
beygja, lítið merkt.
„Ég vil viðhafa þung orð í
garð vegagerðarinnar út af því
að þarna hafa ekki verið gerðar
umbætur,” sagði Sigurður Ingi
Guðmundsson í Saurbæ á
Vatnsnesi í samtali við blaða-
mann. „Ég tel það algert
sinnuleysi að hafa ekki gert
einhverjar úrbætur á þessum
stað, en það er unnt að gera án
mikils tilkostnaðar. Þarna hafa
verið nær árviss umferðaró.höpp
og oft hefur verið kvartað yfir
þessu til vegagerðarinnar en án
árangurs. Ég óttast að þarna
verði stórslys áður en nokkuð
verði að gert,” sagði Sigurður
Ingi að lokum.
Hrossabændur í Vatnsdak
Höfða mál
nokkurra jarða. Setudómari
verður settur í málinu.
Frágangur á ljósum og gangstéttum við Sauðárkrókskirkju og Safnaðarheimili er til mikillar
fyrirmyndar og lífgar skemmtilega upp á yfirbragð gamla bæjarins í skammdegismyrkrinu.
Sauðárkrókur:
Lús að stínga sér niður
Bændurnir Björn Magnússon
á Hólabaki og Einar Svavarsson
á Hjallalandi, sem í sumar ráku
hross á Haukagilsheiði en
sýslumaður lét reka til byggða
aftur, hafa nú höfðað mál til
þess að fá úrskurð sýslunefndar
frá í vor dæmdan ógildan.
Sýslunefnd úrskurðaði að
óheimilt væri að reka hross á
Gdmstungu- og Haukagilsheiði
og takmarka ætti hrossaupp-
rekstur í Víðidalsfjall og Sauða-
dal. Málið byggja bændurnir á
því að sýslunefnd hafí ekki haft
úrskurðarvald í þessu máli ogað
í gildi hafí verið ítala, þannig að
ekki sé unnt að banna mönnum
að reka hross í sinn ítölurétt. Þá
krefjast þeir greiðslu kostnaðar
og skaðabóta úr rikissjóði.
í þessu máli er mörgum
aðilum stefnt. M.a. sýslumanni,
fjármálaráðherra, oddvitum sex
hreppa og eigendum og ábúendum
Undanfarna daga hafa komið
upp nokkur tilfelli um lús á
Sauðárkróki og fólk að vonum
felmtri slegið yfir þessum
vágesti. Feykir snéri sér til
Oskars Jónssonar yfirlæknis
heilsugæslustöðvarinnar á Sauðár-
króki og spurðist fyrir um
hversu alvarlegt þetta væri.
„Þetta er ekki alvarlegt mál
og hefur komið upp áður, bæði
hér og annars staðar,” sagði
Oskar. „Það er ekki ósjaldan
sem fínnst lús á skólabörnum á
haustin og auðvelt að útrýma
henni með samræmdum að-
gerðum heilbrigðisyfirvalda og
foreldra. Það hafa komið upp
um 10 tilfelli af lús undanfarna
daga og ég vil taka það fram að
það er ekki á skólabörnum
eingöngu. Allir hafa fengið
viðeigandi meðferð og ég held að
við séum að komast fyrir þetta
núna. Við höfurn sent út
viðvörun til foreldra og núna í
vikunni verður sendur út
bæklingur þar sem leiðbeint
verður hvernig bregðast skal við
þessu.
Það er rétt að benda fólki á að
það er best að leita að nit í hárinu
en ekki lús, þar sem hún sést
sjaldnast. Nitin er hvít, tæpur
millimetri í þvermál og föst við
hárin nálægt hársrótinni. Þar
sem lúsin er bráðsmitandi er rétt
fyrir foreldra að leita daglega í
hári barna sinna í 2 vikur til að
fyrirbyggja alla möguleika.
Ef nit finnst ættu foreldrarað
snúa sér til skólahjúkrunar-
fræðings eða heilsugæslulækna
svo hægt sé að hafa tölu á Jreim
tilfellum sem koma upp. Ég vil
einnig taka það fram að allir
geta orðið fyrir því að fá lús
þegar svona kemur upp og þetta
er ekkert tengt sóðaskap eða
neinu slíku. Það er auðvelt að
losna við þctta og óþarft að gera
stórmál úr þessu,” sagði Oskar
Jónsson læknir að lokum.