Feykir - 04.12.1985, Side 5
24/1985 FEYKIR 5
Bjöm Jónssort:
Veraldarsaga Sauðkrækings
Bjöm Jónsson, eða Bjössa Bomm, ættu flestir innfæddir
og uppkomnir Sauðkrækingar að kannast við. Bjöm hefur
um langt ámbU verið búsettur og starfandi læknir í Swan
River í Kanada, þar sem æskuminningar þær sem hér
bhtast em skrifaðar. Feykir hefur nú um hríð haft tvo
hluta þessara minninga undir höndum og þar sem okkur
þykja þær fima skemmtilegar vonum við að Bjöm taki
það ekki illa upp við okkur þó við leyfum lesendum
blaðsins að njóta þeirra með okkur í jólamánuðinum.
Við Guð vorum að tala saman á
kamrinum við gamla Blöndals-
húsið einn Sauðárkróksmorgun
að sumri. Guð sat sínhvoru
megin við mig á klósettsetunni,
og ég bauð honum kleinu. Það
var ábætir við morgunmatinn
minn. Ég fékk alltaf kleinu á
eftir hafragrautnum á morgnana
ef það höfðu verið kekkir í
honum. Fyrst bauð ég honum
kleinuna til vinstri, en þá þóttist
hann vera hinumegin. Svoskipti
ég um hendi, en þá skipti hann
um hlið. Svo í næsta skipti þá
stakk ég kleinunni upp í mig,
þegar hann var að skjótast á
milli, og mér fannst hann vera í
mér sjálfum.
„Ha,” sagði ég, „var þetta
góð kleina Guð?”
Guð sagði ekkert. Hann sagði
aldrei neitt þegar ég talaði við
hann. En ég gat venjulega heyrt
á þögninni hvort honum líkaði
betur eða verr.
„Heyrðu Guð,” sagði ég
þegar við vorum orðnir leiðir á
kleinuskutlinu frá hægri til
vinstri. „Veistu, að þegar ég las
bænirnar mínar í morgun þá
lofaði ég mömmu á eftir dálitlu.
En, ..en..a.„ ég get ekki staðið
við það Guð. Þú veista? Þú veist
að hún mamma mín hún er svo
miklu eldri en ég. Hún skilur
ekki svona litla stráka eins og
mig, sem þurfa að vera niður við
sjóinn. Og geta kannski orðið
blautir þegar sjórinn kemur upp
í fjöruna til að heilsa uppá þá.
Og það er stundum ekki hægt að
vera útá bryggju án þess að
snerta á fiskinum. Og stundum
þarf maður líka að skoða slorið,
þegar þeir eru búnir að gera að
fiskinum. Og þá kannski kemur
slóg og lifur á fingurna á manni.
Og maður kannski gleymir að
þurrka sér ekki um hendurnar á
buxunum sínum. Gömlu konumar-
skilja ekki þetta, Guð. Hvorki
mamma mín eða systir hennar.
Og vinnukonan ekki heldur.”
Guð segir ekki neitt. En ég veit
að hann er að hlusta. Og ég heyri
á þögninni að hann er alveg
sammála mér.
„Og veistu það líka Guð að
hann Valgarð bróðir minn, hann
fór til Þýzkalands. Og nú heFi ég
engan eldri bróður til að
skemmta mér og segja mér
sögur. Og Guð, þú veist það líka
að hafið er svo stórt að ég kemst
ekki einu sinni yfir fjörðinn. Og
þó er ég alltaf að reyna. A
hverjum morgni. Og þú veist að
þegar ég geng út í sjóinn, til þess
að komast að Hofsósi, sem er
hinumegin við fjörðinn, og geta
svo farið yfir fjöllin til
Þýzkalands, sem er á bak við
þau, þá kemst ég aldrei nema
svolítið útí. Því þegar ég er
kominn út í aðra ölduna, rétt
utan við mararbakkann, að þá
verður svo djúpt, og þá skellir
aldan mér. Og þá verð ég að
skríða upp aftur upp úr
flæðarmálinu, og þá er ég orðinn
allur blautur. Og þó ég reyni
þetta aftur og aftur þá kemst ég
aldrei lengra og verð alltaf bara
blautari og blautari. Og þá fer ég
að grenja og næ í grjót og hendi í
sjóinn. Því af hverju getur hann
ekki verið alminlegur bara og
lofað mér að ganga yfir. Því ég er
ekkert að gera honum. A.. hvað
er ég svo sem að ger’onum einn
lítill strákur að ganga í gegnum
hann. Það gerir honum ekkert.
Hann lokast bara aftur og það
sér ekkert á honum. Og svo næ
ég mér í grjót og hendi í hann,
eða spýtu og lem hann. Og þegar
ég er orðinn nógu blautur og
búinn að orga mikið þá kemur
vinnukonan og nær í mig og fer
með mig heim. Og þá er ég
klæddur úr öllum fötunum og
mér er haldið undir kalda bunu
uppi á stigaskörinni. Mér er
alveg sama um það því mér
verður ekkert kaldara en mér er
orðið. Og mér þykir ekkert vont
að vera kalt. Svo ég teygi mig
bara upp í kranann og skrúfa frá
meira. Og þá skvettist allt og
gusast á mömmu mína og
vinnukonuna, sem eru að halda
mér undir bununa til þess að
gera mig hræddan við sjóinn. Og
þá segja þær bara: „Guð minn
góður! Hvað eigum við að gera
við þetta blessað barn?.
En ég skal segja þér Guð hvað
þær eiga að gera. Þær eiga bara
ekkert að vera að láta mig lofa
þessu á morgnana. Þá kannski
færi ég ekki í sjóinn strax. En ég
þarf að gera þetta. Því þú veist
að ég þarf að komast til
Valgarðs. Ég þarf að koma til
hans skeyti og segja honum að
ég vilji að hann komi heim strax.
Og líka hvernig allt gengur
hérna heima. Og þó veist það
líka Guð að ég þarf að fara út á
bryggju og vera^ þar þegar
bátarnir koma að. Ég þarf að sjá
hver kemur fyrst að, og hver
fiskar mest og á hvaða miðum
þeir voru. Því þá get ég sagt
öllum frá því. Og um það er
talað allan daginn. Og það er
aldrei talað um neitt annað.
Nema ef einhver skaut sel, sem
hann mátti ekki skjóta, eða
æðarkollu sem hann mátti ekki
skjóta heldur. Og ég segi heldur
aldrei neinum frá því. Ekki
sýslumanninum og ekki pabba
Jóni, og engum sem ekki má vita
það. Því ég veit að stundum
verður að gera það sem ekki má.
Og þegar ég er á bryggjunni að
bíða þá heyri ég stundum í
trillunum þegar þær eru úti við
Innstalandssker. Og þá get ég
heyrt hvaða bátur það er sem
kemur fyrst. Því ég þekki þá á
hljóðinu. Hvort það er Lalli
Rúnka eða Sölvastrákarnir eða
þeir Bjarni eða Árni Rögg, hann
Ámi Margrétar, sem er maðurinn
hennar Margrétar Árna sem
saumar fyrir mömmu og gerir
við öll fötin mín. Og ég get líka
heyrt stundum hvort það er
mikið í bátunum eða ekki. Því
það er öðruvísi hljóðið í
bátunum ef þeir eru mikið
hlaðnir heldur en ef þeir eru
tómir. Svo koma þeir nær,
innfyrir Öldubrjót, og þá sé ég
hver hefur aflað mest. Og svo
þarf ég að vera viðstaddur á
bryggjunni þegar þeir koma upp
að henni og kaðlinum er kastað.
Því kannski get ég náð í endann
á honum og fengið hann
körlunum sem setja fast. En
sumir lenda helst í fjörunni og
þá má ég ekki vera of nálægt,
svo ég verði ekki fyrir. Svo þarf
ég að sjá þegar aflanum er skipt
og að það sé gert rétt. Fyrst er
allur aflinn í einum stórum
haug. Svo fer einn af báts-
mönnunum að skipta honum í
litla hauga sem þeir kalla hlut.
Hann gerir það með goggi. Litlu
hrúgurnar eru jafnmargar og
mennirnir á bátnum og ein í
viðbót handa bátnum sjálfum.
Þetta þarf ég að telja. Fyrst
mennina og svo hlutina. Og ekki
gleyma bátshlutnum. Svo stendur
formaðurinn hjá og snýr sér frá.
Hann má ekkert sjá þegar farið
er að benda. En einn bendir á
eina hrúguna og segir: „Hver á
þennan hlut?”. Og formaðurinn
segir: „Nonni”. „Og hver á
þerinan?”. og formaðurinn segir:
„Árni Fíu”. „Og hver á
þennan?”.. Þangaðtilhverhefur
fengið sinn hlut og báturinn
líka. A . . ég má til að sjá þetta
Guð, því þetta er það sem allt
lífið gengur útá hérna á
Króknum. Á hverjum degi.
Þegar gefur.
Og það er mest gaman á
morgnana þegar þeir koma að.
Því þá kemur fólkið sem á bágt
að biðja um fisk í soðið. Og hitt
fólkið kemur með aura að
kaupa. Því fátæka er gefinn
smáfiskurinn, eða smælkið, sem
líka er kallað þaraþyrsklingur
eða blöndulókar. En svo er það
hann Gvendur aflakóngur.
Hann kallar aflann sinn bara
alltaf drullureyting, jafnvel þó
hann sé með mest. Á . . hann
segir að það megi aldrei hæla
aflanum því þá geti sjórinn orðið
reiður. Og hann Pálmi á
Stöðinni hann segir að það megi
aldrei þvo bátinn heldur. Því þá
fiskist ekki eða geti komið rok.
Framhald í næsta blaði
r---—------ ------------n
ATHYGLISVERÐ
LAUSN
COMBAC BAÐKLEFAR
FRfSTANDANDI MEÐ
HITASTÝRÐUM
BLÖNDUNARTÆKJUM
HENTA VÍÐA
ENDA VINSÆLIR
Byggingavörusala á Eyri