Feykir - 04.12.1985, Síða 6
6 FEYKIR 24/1985
Jóla-
bækurnari
Gjafavörurnar
og
Jólaskrautið
fáið þjð i
BÓKABÚÐINNI
BÓKABOÐ
EKZNcIARS
Sauðárkróki
r SAUÐÁRKRÓKSBÆR |
FRÁ INNHEIMTU SAUÐÁRKRÓKS
Síðasti gjalddagi útsvara og aðstöðugjalda 1985
var 1. desember sl.
Vinsamlega greiðið gjaldfallnar skuldir nú þegar.
Þeir gjaldendur sem eru í vanskilum, eru alvarlega
minntir á að gera skil nú þegar.
Dráttarvextir reiknast að kvöldi 16. desember n.k.
INNHEIMTA SAUÐÁRKRÓKS
V
FYRIR
VETURINN
MÓTORSTILLINGAR
Champion kerti
PEHAGE kveikjuhlutir
LJÓSASTILLINGAR Orsun perur og aðalljos
DEKKJAÞJÓNUSTA Norðdekk frá
Gúmmívinnustofúnni hf.
SMURSTÖÐ OLÍS-vörur - FRAM síur
BREMSUBORÐAÁLÍMINGAR
ALLAR ALMENNAR BÍLA- OG
BÚVÉLAVIÐGERÐIR
NÝTT NÚ BJÓÐUM VIÐ PÚSTVIÐGERÐIR Á
FÖSTU VERÐI
Nýtt pústkerfi + vinna = tilboð í allar teg. bíla
JRJ BIFREIÐASMIÐJA
VERKSTÆÐI
VARMAHLÍÐ
SÍMI 95-6119
Samtök um jafnrétti milli 1
Sögulegur fundur
Samtökin um jafnrétti milli landshluta héldu fund á Hvammstanga
laugardaginn 23. nóv. si. Þangað boðuðu þau alla þingmenn
Norðurlandskjöidæmis vestra til þess að kynna þeim baráttumál
samtakanna m.a. baráttu sína fyrir nýrri stjómarskrá og kosningu
sérstaks stjómlagaþings til þess að fjalla um það mál. A fundinum
töluðu fimm framámenn samtakanna og allir þingmennimir tóku
einnig til máls. Hver ræðumanna hafði 15 mínútur til umráða sem
skiptist á tvær til þijár umferðir. Hér verður í örstuttu máli geið grein
fyrir nokkrum atriðum, sem komu fram í máli ræðumanna.
Fjölmenni var á fundinum.
Örn Björnsson sagði að
samtökin væru stofnuð til þess
að jafna valdaaðstöðuna í
landinu og draga úr mið-
stýringu. Sagði hann frá drögum
að stjórnarskrá sem samtökin
hafa samið og vildi að nú þegar
væri kosið sérstakt stjórnlaga-
þing til þess að fjalla um þau
drög og semja nýja stjórnarskrá
fyrir landið. Tvo fulltrúa á að
kjósa úr kjördæmi á þetta
stjórnlagaþing en alþingismenn
eru ekki kjörgengir á það
samkvæmt tillögum samtakanna.
Spurði Örrt þingmenn hvortþeir
styddu það að svona þing yrði
haldið.
Árni Steinar Jóhannsson sagði
að miðstýringin væri farin að
keyra úr hófi. Hann spurði
hvort framtíðarsýnin ætti að
vera vinnslustöðvar á lands-
byggðinni en allt annað þjóðlíf á
einum punkti landsins. Spurn-
ingu sinni svaraði hann á þann
hátt að nú yrði að snúa vörn í
sókn. - Bindumst samtökum um
að finna kerfi, sem gerir okkur
kleift að halda okkar hlut, sagði
Árni. Hann skoraði á þingmenn
að taka undir tillögur sam-
takanna og sagði í einni afsínum
ræðum: - Ég hef verið talinn
dagfarsprúður maður. Ekki æsa
upp í mér grimmdina.
Málfríður Sigurðardóttir ræddi
um kafla í drögum að
stjórnarskrá sem samtökin hafa
samið. Sagði m.a. að forseta ætti
að kjósa þannig að ef enginn
næði hreinum meirihluta í fyrstu
umferð væri kosið aftur milli
þeirra tveggja, sem flestatkvæði
hlytu. Þá vildi hún afnema
æviráðningu embættismanna og
afnema þingrofsréttinn því þeir
sem væru kosnir til þings væru
skyldir til þess að stjórna
landinu út kjörtímabilið. Hún
vildi ekki að þingmenn væru á
kafi í fyrirgeiðslupólitík, eins og
hún orðaði það en taldi það
myndi breytast ef samþykkt
væri að stofna fylki og fylkisþing
eins og samtökin gera tillögu
um.
Sigríður Rósa Kristmunds-
dóttir talaði um ýmsa þætti í
tillögum samtakanna að nýrri
stjórnarskrá. En hún sagði að
þau drög væru ekkert endanlegt
plagg, heldur tilraun til þess að
koma á fót umræðu meðal fólks
um stjórnarskrána, sem síðan
þyrfti að fá stórhuga stjómmála-
menn til þess að flytja tillögu um
sérstakt stjórnlagaþing sem tæki
þessi mál til ýtarlegrar um-
fjöllunar.
Pétur Valdimarsson sagði frá
tillögum samtakanna um fylkja-
skipan. Fylkin eiga að fá veruleg
völd í sínum málum. Á
fylkisþingum sitja fulltrúar
sveitarfélaga í fylkinu, einn frá
þeim smærri, en fleiri frá þeim
stærri. Fylkisþing kýs fylkinu
sjö manna stjórn. Pétur sagði
það vera aðalástæðuna fyrir því
hve þingmenn skildu lítið
vandamál landsbyggðarinnarað
þeir sitja ætíð suður í Reykjavík
og þar eru einnig allir embættis-
mennirnir.
Pálmi Jónsson sagði að þessi
fundur væri fyrsta alvarlega
tilraunin til þess að varpa þessu
máli til þingmanna kjördæmisins.
Taldi hann það vera af því góða
að almennir borgarar komi
saman og geri tillögur að nýrri
stjórnarskrá, en ég tek ekki í mál
að endanleg afgreiðsla fari fram
annars staðar en á Alþingi
sjálfu, sagði Pálmi. Hann lýsti
fylgi sínu við það meginsjónar-
mið að dreifa valdi í landinu en
sagði það miklaspurningu hvort
það mætti ekki takast án þess að
koma á fót nýju stjórnsýslustigi.
Taldi hann að fela mætti
sveitarfélögunum o§ samtökum
þeirra aukin völd. Ut af orðum
Péturs Valdimarssonar sagði
Pálmi. - Ég vil vara við því að ala
á því að þingmenn vinni ekki sín
störf af fullum heilindum. Ég
hlýt að mótmæla því að
þingmenn þekki ekki vel til mála
i sínum kjördæmum, sagði
Pálmi.
Páll Pétursson sagði að hér
væri einhugur að byggja landið
allt og að þegnarnir byggju við
sem jafnasta aðstöðu. - Mark-
miðin eru því sameiginleg, en
það er hugsanlega spurning um
leiðir, sagði Páll. Hann sagðist
vilja skoða stjórnarskrárdrögin
með jákvæðu hugarfari. Þar
væri margt gott, en annað væri
sér ekki að skapi. Hann sagði að
vel mætti athuga með þrí-
skiptingu stjórnvaldsins, en
sagði það ekki algilt að
heimamenn tækju skynsam-
legustu ákvarðanirnar. í því
Framleiösla er hafin á kjamfóðurblöndu
Notið innlendar fóðurvörur
KYNNINGARVERÐ
VALLHÓLMUR GRASKÖGGLAVERKSMIÐJA HF
Símar 95-6133 og 6238 - Skagafirði