Feykir


Feykir - 04.12.1985, Page 10

Feykir - 04.12.1985, Page 10
1« FEYKIR 24/1985 Körfubolti 3. og 4. Jlokkur Strákamir standa sig vel HAFA BAÐINNRÉTTINGAR OG SKÁPAR HVÍTT OG VIÐARLITAÐ ÝMSIR MÖGULEIKAR EINNIG VÆNTANLEGIR SKÁPARÁ LÆKKUÐU VERÐI ÓTRÚLEGT EN SATT sm Byggingavörusala á Eyri Helgina 23. og 24. nóv. sl. fóru þriðji og fjórði flokkur Tindastóte suður yfir heiðar, til keppni í íslandsmótinu. Þriðji flokkur keppti í Grindavík, í nýja íþróttahúsinu þar og fjórði flokkur í íþróttahúsi Seljaskóla í Reykjavík. Tveir piltar úr þriðja flokki og jafnframt þjálfarar fjórða flokks, þeir Karl Jónsson og Kristinn Baldvinsson létu blaðinu í té frásögn af þessari keppni, en þess má geta að auk þess að vera góðir körfubolta- menn eru þeir félagar frábærir tónlistarmenn og eru báðir meðlimir í „súpergrúbbunni” Metan, Kalli lemur húðirnar og Kiddi gælir við takka hljóm- borðsins. En hér kemur frá- sögnin. 3. flokkur c-riðill. Fram - Tindastóll 58-60 (25- 25) Þessi leikur er sé lélegasti hjá þriðja flokki í vetur, vörnin var galopin og sóknin bitlaus en með fádæma baráttu og miklum sigurvilja tókst að knýja fram sigur í þessum leik. Tindastóll - Reynir Sandg. 67- 37 (34-13) Aldrei var vafi hver myndi ganga með sigur af hólmi í þessari viðureign. Tindastóls- menn sýndu mikla yfirburði á öllum sviðum. Fallegustu körfuna skoraði Halli Freyju er hann tók boltann af körfu Tindastóls nljóp með fimm Reynismenn á bakinu að miðlínu, tók þá ægilegt lay-up og „tróð” boltanum fagmannlega ofaní körfu Reynismanna, sem gátu engu við spornað, því flestir náðu þeir honum ekki lengra en að mitti. Eitthvað fór Birgir Valla í taugarnar á einum Reynismanna því Sandgerðingurinn braut oft mjög illa á Birgi sem var orðin mjög þreyttur á þessu og gekk þess vegna að honum og sagði byrstur: „Hvað vantar eiginlega marga kafla í þig?” Fékk þetta svo mikið á Reynismanninn að hann hætti öllum brotum á Bigga. Tindastóll - UMFG 76-53 (34- 22) Leikur þessi var úrslitaleikur riðilsins. Leikurinn varíjárnum alveg fram á tólftu mínútu, þegar okkar menn tóku mikinn fjörkipp og náðu átta stiga forskoti og juku í tólf áður en blásið var til leikhlés. Síðari hálfleikur hófst með miklum krafti og höfðu Tindastólsmenn alltaf öruggt forskotogjuku það jafnt og þétt til leiksloka. Maður leiksins var án efa Birgir Valgarðsson, sem tók besta og stærsta mann Grind- víkinga úr umferð, skoraði 16 stig og hirti fjöldan allan af fráköstum og bjargaði varnar- leikur hans liðinu á erfiðum stundum. Allir aðrir leikmenn áttu jafnan stórleik. Með þessum sigri endurheimtu strákamir sæti í b-riðli íslandsmótsins. Flest stig í leikjunum skoruðu: Haraldur Leifsson 60, Sverrir Sverrisson 51, Karl Jónsson 34, og aðrir minna. Þjálfari liðsins er Eiríkur Sverrisson og stóð hann sig vonum framar. 4. flokkur b-riðill. Tindastóll - Þór Ak. 47-60 (22- 26) Jafnt var í þessum leik framan af, en á tíundu mínútu tóku Þórsarar mikinn fjörkipp og náðu átta stiga forskoti, en strákarnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn i fjögur stig fyrir leikhlé. Þórsaramir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og á áttundu mínútu var staðan 47-33, okkar menn löguðu stöðuna í 47-41, en náðu ekki að fylgja þessu eftir og Þórsarar gengu á lagið og sigruðu örugglega. Bestu menn Tindastóls voru: Héðinn Sig. sem skoraði 25 stig, Örn Sölvi með 8, Guðbjartur 5 og Atli Freyr sem stóð sig mjög vel í vörninni skoraði 2 stig. Tindastóll - UMFN 37-85 (18- 39) Enginn vafi var á hver myndi sigra í þessum leik. Njarð- víkingarnir undir stjórn Vals Ingimundarsonar, eru með einn besta fjórða flokk á landinu og verða örugglega í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn í vetur. Stigahæstu menn Tindastóls voru Hjalti Arna með 11 og Héðinn með 7, þeir voru jafnframt bestu menn liðsins. Tindastóll - ÍA 56-54 (15-21) Okkar menn byrjuðu vel og komust í 11-2 eftir sjö mínútur af leik, en þá fór að síga á ógæfuhliðina og Skagamenn sigu á og náðu sex stiga forskoti fyrir leikhlé. A sjöttu mínútu síðari hálfleiks var staðan 25-25 og skiptust liðin á forustu. Á síðustu mínútu var staðan 45-44, fyrir Tindastól en þá er brotið á Héðni, fékk hann tvö vítaskot og hitti úr öðru, þannig að staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma. Æsispennandi fram- lengingu lauk svo með sigri Króksara 56-54 og var það fyrst og fremst frábær vörn sem skóp þann sigur. Stigahæstir voru Héðinn með 23 og Hjalti með 18 stig. KJ/KB

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.