Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Síða 5

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Síða 5
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ L Miðvikudagur 5. júlí 1995 Notalegt sumarkvöld í Neðsta Guðjón Ólafsson enskukennari við Framhaldsskóla Vest- fjarða, sem flutti enskan útdrátt, Sæmundur Guðmundsson með harmonikuna og Jensína Jensdóttir sem gekk skartbúin um beina. Flytjendur samantektarinnar um baráttuna við náttúru Vestfjarða, Baldur Hreinsson ieiklistarnemi og Guðjón Ólafsson kennari. Benda má á að þeir félagarnir eiga svo sem ýmislegt fleira sameiginlegt en það að stunda upplestur á Sumarkvöldum í Neðstakaupstað: Þeir hafa báðir starfað í lögreglunni á ísafirði, þeir hafa báðir gegnt formennsku í Litla leikklúbbnum, og þeir afgreiða báðir í Ríkinu á ísafirði í sumar...! Hið fyrsta af sjö vikulegum „Sumarkvöldum í Neðsta- kaupstað" á Isafirði var haldið í Tjöruhúsinu á fimmtudags- kvöldið í síðustu viku. Hér er um að ræða skemmtikvöld með þjóðlegu ívafi og hefur hvert kvöld eitthvert ákveðið við- fangsefni (þema) sem tengist Vestfjörðum. Flutt eru erindi um viðfangsefni kvöldsins, tónlist skipar stóran sess, farið er stuttlega yfir sögu húsanna í Neðsta og kynntur einhver safngripur hverju sinni. Kynnir kvöldanna er Baldur Hreinsson en Guðjón Olafsson flytur enskan útdrátt. Harmoniku- leikarar spila nokkur lög. Á fyrsta „Sumarkvöldinu í Neðstakaupstað" sl. fimmtu- dag var viðfangsefnið „Barátt- an við náttúruöflin á Vest- fjörðum" og var meginefnið samantekt eftir Jónu Símoníu Bjarnadóttur sagnfræðing, sem þeir félagar Baldur og Guðjón fluttu. Sæmundur Guðmunds- son spilaði á nikkuna, kvartett úr Bolungarvík söng nokkur lög án undirleiks og Jón Sigur- pálsson spjallaði við gesti um húsin í neðsta og útskýrði safngripi. í Tjöruhúsinu er búið að koma fyrir borðum og bekkjum og var samkoman fjölsótt og tókst hið besta. Á borðurn var kaffi og bakkelsi (kieinur, pönnsur og flatkökur) og á eftir var boðið upp á hákarl og brennivín í sumarblíðunni fyrir utan Tjöruhúsið. Sumarkvöld í Neðstakaup- stað eru tilvalið tækifæri fyrir jafnt heimamenn sem gesti til þess að kynnast broti af sögu Vestfjarða og njóta jafnframt góðrar stundar í notalegu um- hverfi. Þessi kvöld verða í Tjöruhúsinu öll fimmtudags- kvöld til 10. ágúst og hefjast kl. 20.30. Viðfangsefnin hverju sinni verða þessi: 6. júlí: Trú á álfa og tröll á Vestfjörðum. 13. júlí: Konur í sögu Vest- fjarða. 20. júlí: Mannlíf og menning á Hornströndum. Jón Sigurpálsson safna- vörður í Neðsta segir frá. 27. júlí: Galdrar á Vestfjörð- um. 3. ágúst: Saga Isafjarðar sem staðar verslunar og menningar. 10. ágúst: Saga fiskveiða og fiskvinnslu, hvalstöðva og síldarverksmiðja á Vestfjörð- um. Hvítasunnusöfnuðurinn Salem á ísafirði 50 ára Samkomutjald hvítasunnumanna á Eyrartúni. Um sfðustu helgi var haldið með veglegum hætti upp á 50 ára afmæli Hvítasunnukirkj- unnar Salem á ísafirði, en af- mælið sjálft var reyndar hinn 1. janúar síðastliðinn. I sam- komutjaldi á Eyrartúni voru samkomur á hverju kvöldi frá fimmtudegi til sunnudags. Einnig var fjölmennt kaffi- samsæti í Félagsheimilinu í Hnífsdal þar sem afmælisins var minnst. Á meðal þeirra sem heim- sóttu ísfirska hvítasunnumenn í tilefni afmælisins voru tveir synir Arnulfs Kyviks, fyrsta forstöðumanns safnaðarins, og kom annar þeirra alla leið frá New York þar sem hann er bú- settur. Hvítasunnumenn munu fyrst hafa komið til ísafjarðar til trú- boðs árið 1935. Á stríðsárunum hóf Norðmaðurinn Arnulf Ky- vik samkomuhald á Isafirði og í Hnífsdal, þar sem keypt var hús fyrir starfsemina. í Sögu Isafjarðar segir Jón Þ. Þór sagnfræðingur: „Boðskapur hvítasunnumanna virðist hafa fengið dágóðar undirtektir á Isafirði, því á nýársdag 1945 stofnuðu þeir þar söfnuð, og voru stofnendur hans tíu. Amulf Kyvik var fyrsti for- stöðumaður safnaðarins, og í janúar 1945 festi hann kaup á húsinu Fjarðarstræti 24, þar sem Húsmæðraskólinn Osk var þá til húsa. Húsið var þó ekki laust til afnota strax, og 1945 voru samkomur því haldnar í veitingahúsinu „Vitanum", sem þá var til húsa í Hafnar- stræti 1, en húsið í Hnífsdal hafði verið selt, er Fjarðarstræti 24 var keypt.“ Núverandi forstöðumaður hjá Hvítasunnusöfnuðinum á Isafirði er G. Theódór Birgis- son. í kvöldblíðunni fyrir utan Tjöruhúsið. Frá vinstri Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur, höfundur erindis kvöldsins sem hét „baráttan við náttúruna á Vestfjörðum", Eiríkur Finnur Greipsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirð- inga, Guðlaug Auðunsdóttir, eiginkona hans, og Sigríður O. Kristjánsdóttir, starfsmaður Vesturferða á ísafirði. Karlakvartett úr Bolungarvík: Karvel Pálmason, Einar Jónatansson, Hannes Baldursson og Hallgrímur Kristjáns- son. Gestir fá sér hákarl og brennivín fyrir utan Tjöruhúsið. mi Hll Mi Sýslumaðurinn á ísafirði ATVINNA Laust er starf skrifstofumanns á skrif- stofu embættisins, frá 1. ágúst. Allar nánari upplýsingar um starfið og launakjör veitir skrifstofustjóri, Óli M. Lúðvíksson. Sýslumaðurinn á ísafirði, Ólafur Helgi Kjartansson. Sjóstangaveiði Sjóstangaveiðifélag Isfirð- inga (Sjóís) gekkst fyrir sjóstangaveiðimóti á föstu- dag og laugardag með þátttöku víða af landinu. Nánari fréttir af mótinu, svo og frásögn af heimsókn austurrísks iðnjöfurs sem brá sér á sjóstöng með Hafsteini og Kiddý á Blika ÍS, bíða næsta blaðs. Á myndinni er Þórir Sveins- son fjármálastjóri, for- maður Sjóís, vígreifur með veiðihattinn. 5 TIL SÖLU TIL LEIGU THE CROW PASSENGER 57 JURASSIC PARK THE PROGRAM THEDARKHALF MYLIFE HARD TARGET MASK ACE VENTURE PELICAN BRIEF MAVERICK og margar margar fleiri MIKIÐ ÚRVAL AFBARNA- MYNDUM m/íslensku tali TIL SÖLU TRIAL BY JURY THE LAST SEDUCTION Videohöllin er eins og lífið - hún kemur sífellt d óvart S. 456 4853 Númer sem md syngja Gaui alltaffyrstur með myndirnar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.