Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Qupperneq 6

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Qupperneq 6
Miðvikudagur 5. júlí 1995 VESTFIRSKA J FRÉTTABLAÐIÐ Messa á Flateyni Guðsþjónusta verður ( Flateyrarkirkju á sunnudag- inn, 9. júlí nk. kl. 14.00. Kirkjukór Flateyrar syngur en sr. Gunnar Björnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Og svo er þaö hinn... Sif Friðleifsdóttir og Hjálmar Árnason, þingmenn framsóknar á Reykjanesi, voru heldur rislítil eftir af- greiðslu fiskveiðifrumvarps sjávarútvegráðherra í vor, enda fátt um efndir kosningaloforða þeirra í sambandi við fiskveiðistefnuna. Annar Hjálmar situr á Alþingi og er Jónsson. Sá situr á þingi fyrir sjálfstæðismenn á Norðurlandi vestra. Eftir að fiskveiðifrumvarpið varð að lögum orti Sig- hvatur Björgvinsson: Hjálmara tvo í hópnum ég tel, hérna um sinn. Annar er séra og sómir það vel, og svo er það hinn. -GHj. Aðalfundir Aðalfundir Djúpferða hf. fyrir árin 1993 og 1994 verða haldnir þriðjudaginn 18. júlí 1995 á Hótel ísafirði kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis nýjum hlutafélagalögum. 3. Önnur mál. Stjórnin. Útboð Fyrir hönd Gamla bakarísins óskar VST hf. eftir tilboðum í byggingu við- byggingar við Gamla bakaríið, Aðal- stræti 24 á ísafirði. Um er að ræða við- byggingu sem er 3 hæðir og um 40 m2 að grunnfleti og 360 m3 að rúmmáli. Útboðsgögn verða afhent hjá VST hf. frá og með fimmtudeginum 6. júlí gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 13. júlí nk. 5 stk. stálhillurekkar hillustærð 70x90, hæð 2,50 m. Hjólsög, Jack Midhage. Einnig vinnuborð og borð með hillum (fínt í bílskúrinn) ÍSPRENTHF. Fjarðarstrœti 16, Isofirði, s. 4563223 & 456 4411 lceland Souvenir Albums frá lceland Review: Ný fenðamannabók um lfest- M á ensku og þýsku í nýjum flokki ferðamanna- bóka hjá Iceland Review (Iceland Souvenir Albums), er komin út lítil bók um Vestfirði. Hún er gefin út samtímis bæði á ensku og þýsku. Bókin er ríkulega prýdd ljósmyndum sem Páll Stefáns- son hefur tekið, en textann skrifaði Páll Ásgeir Ásgeirs- son. Verð bókarinnar er kr. 797 m/vsk. Ekki er mikið af handhægu efni at' þessu tagi um Vestfirði á boðstólum og ætti því bókin að vera kærkomin ferðafólki sem fer þar um — svo og Is- lendingum sem senda vilja vinum sínum í útlöndum eigu- lega gjöf sem veitir innsýn í sérkenni íslenskrar tilveru. Staldrað er við í öllum helstu byggðum og viðkomustöðum þessa landshluta. I kynningu útgefanda segir: „Vestfirðirnir eru útvörður íslands í norðvestri, þar rísa fuglabjörgin bratt úr sjó og fjöllin eru fagurmótuð eftir átök ísaldarjökla. Þar snýst lífið fyrst og fremst um að draga björg í bú á gjöfulum fiskimið- um. En innst I þröngum dölum og hlykkjóttum fjörðum er fögur náttúra og fornar minjar um horfna byggð. Brattir múl- ar, blómleg þorp og afskekkt höfuðból eru helstu sérkenni Vestfjarða og þangað sækja stöðugt fleiri ferðamenn til að njóta sérstæðrar og stórbrot- innar náttúrufegurðar þessa landshluta." Nýr bátur til Hólmavíkur í vor keypti Unnar Ragnars- son, skipstjóri og hestamaður á Hólmavík, togskipið Sæberg ÁR 201 frá Þorlákshöfn. Þetta er gamla Bryndís IS 705 sem Finnbogi Jónasson á Isafirði lét byggja fyrir sig árið 1979 hjá Skipasmíðastöð Marzellíusar Bernharðssonar hf. á Isafirði. Bryndísin vakti mikla athygli þegar hún var smíðuð vegna ýmissa nýjunga og var kölluð vasaútgáfa af skuttogara. Bát- urinn er 30 tonn að stærð. Báturinn hefur nú hlotið nafnið Hilmir ST 1 og er byrj- aður á úthafsrækjuveiðum. Þegar tíðindamaður blaðsins var á ferð á Hólmavík á laug- ardaginn var Hilmir að landa sjö tonna rækjuafla eftir 4ra daga veiðiferð. Skipstjóri í veiðiferðinni var Gunnar Sig- urður Jónsson, fyrrum lög- reglumaður á Ströndum til fjölda ára. I framtíðinni ætlar Unnar að vera með bátinn sjálfur og stunda Húnaflóa- rækjuna á vetrum og úthafs- rækju á sumrin. Hann hefur verið að skvera bátinn af í vor og hefur látið setja á hann perustefni og segir það til mikilla bóta. Einnig ætlar Unnar að láta setja hval- bak á Hilmi og segir hann þá verða orðinn að sjóborg, sem báturinn var nú reyndar áður. Vestfirska óskar Unnari til hamingju með nýja bátinn. -GHj. Unnar Ragnarsson skipstjóri á hafnarbakkanum á Hóimavík. Hilmir ST 1, ex Bryndís ÍS 705, í baksýn. Takið eftir perustefninu. Hilmir ST 1 var að landa sjö tonnum af úthafsrækju eftir 4ra daga túr. Á þessari mynd er fyrrum lögreglumaðurinn Gunnar S. Jónsson, sem var skipstjóri í veiðiferðinni. Vöru -val r isam- unum Þín verslun Vöruval hf. á Isafirði og Vöruval Bolungar- vík hf. hafa gengið til liðs við samtök kaup- manna í Reykjavík, sem nefnast Þín verslun ehf. Með því að ganga til liðs við Þína verslun eru verslanir Vöruvals aðil- ar að sterku innkaupa- neti matvörukaup- manna. Þín verslun annast samningagerð við íslenska framleið- endur og heildsala og tryggir þannig félags- mönnum sínum lág- marks innkaupsverð. Vikulega eru tilboð í öllum verslunum Þinnar verslunar, sem eru birt á fimmtudögum á neyt- endasíðum dagblaða og er sama verð á þeim vörum í öllum verslun- um Þinnar verslunar. Annan hvern mánuð eru svokölluð stórtilboð Þinnar verslunar á um 40- 50 vöruflokkum og eru þau kynnt í blaði sem Þín verslun dreifir inn á hvert heimili á svæði Þinnar verslunar. Auglýsingablaði verður dreift inn á hvert heimili á okkar svæði miðviku- daginn 5. júlí. Verslanir Vöruvals verða merktar Þín verslun. Þær vörur sem eru á tilboði hverju sinni verða einnig auðkennd- ar í verslununum með merki Þinnar verslunar. Með því að stíga þetta skref vonumst við til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar lægra vöruverð og um leið styrkt stöðu versl- unar á Vestfjörðum. (Fréttatilkynning frá Vöruvali). Fjölskylduferð á Hesteyri Fagranesið fer í fjölskyldu- ferð á Hesteyri í Jökulfjörðum á laugardaginn, 8. júlí. Farið verður frá ísafirði kl. eitt eftir hádegið (kl. 13.00) og tekur siglingin 1 klst. og 15 mínútur. Þegar komið verður í land verður ýmislegt til gamans gert. Þeir sem hafa áhuga á stuttum gönguferðum geta farið í gönguferð undir leiðsögn Odds Péturssonar. Þá verður farið í ýmsa fjölskylduleiki, t.d. poka- hlaup, reiptog, stígvélakast og hlaupið verður í skarðið. Dvalist verður á Hesteyri tvær til þrjár klukkustundir og væntanlega komið aftur til Isa- fjarðar á bilinu kl. sjö og átta um kvöldið. Áskriftalisti liggur frammi á skrifstofu Hf. Djúpbátsins, sími 456 3155. Athygli skal vakin á því, að í síðustu Hesteyrarferð þurftu um 60 manns að hverfa frá þar sem uppselt var í ferð- ina. Þess vegna er betra að skrá sig tímanlega.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.