Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Síða 9

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Síða 9
VESTFIRSKA Miðvikudagur 5. júlí 1995 FRÉTTABLAÐIP 9 Markaðs- dagurinn í Bolungar- vík á laug- ardag Hinn árlegi markaðs- dagur í Bolungarvík verður haldinn á laug- ardaginn, 8. júlí, og hefst hann kl. 14 við tjaldstæðið. Þetta er í fjórða sinn sem hann er haidinn og má segja að þessi viðburður sé bú- inn að vinna sér fastan sess í bæjarlífinu. Undanfarin ár hafa ýmsir aðilar boðið margvíslegan varning til sölu og hefur fjöl- breytni verið mikil. Vonandi verður það sama uppi á teningnum nú. Þá verður lifandi tónlist á staðnum til að létta mannskapnum líf- ið. Þeim seljendum sem ætla að taka þátt í markaðsdeginum er bent á að skráning er í Finnabæ í síma 456 7254 sem fyrst. Gjald fyrir sölubás (1 m) er kr. 500. Hægt er að komast í rafmagn, sé þess ósk- að, en vinsamlegast lát- ið vita um það um leið og þátttaka tilkynnist. Fólk er hvatt til að fjölmenna og gera sér dagamun. Búið er að panta gott veður hjá veðurguðunum, að sögn skipuleggjenda, og vonandi sjá þeir sér fært að afgreiða þá pöntun. Sjáumst í Bolungar- vík laugardaginn 8. júlí! (Frá Ferðamála- félagi Bolungarvíkur). Opið bréf til sveitarstjonnarmanna á norðanverðum Vestfjörðum - Guðmundur H. Ingólfsson, Holti í Hnífsdal, skrifar Ágætu sveitarstjórnarmenn. Eg finn mig knúinn til að skrifa ykkur þetta stutta bréf til þess að minna ykkur á það, að nú líður óðum að því að nýju jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiðar koma að fullu í gagnið, og þess vegna er nú mjög brýnt að ræða um og koma nýrri skipan á samstarf og samvinnu sveitarfélaganna hér á svæðinu. Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á hvernig samstarfi ykkar er háttað um þessar mundir, en tel mig þó geta fullyrt að nokkuð skorti á að nauðsynlegur samstarfsvilji sé fyrir hendi hjá ykkur. Ég er því fullviss um að ykkur er nauðsy nlegt að taka nú þegar til hendi og jafna ágrein- ing sem uppi er, jafnframt því sem hafist væri handa um að marka nýjar brautir í samstarfi og samvinnu innan héraðsins. Ég bið því þá ykkar, sem gefið ykkur tíma til að lesa þessar línur, að taka þessi mál til velviljaðrar skoðunar og beita áhrifum ykkar til þess að skriður komist á það undirbún- ingsstarf sem verður að vinna til að hægt verði að nýta til fulls þau tækifæri sem gefast þegar jarðgöngin koma í gagnið og byggðirnar tengjast með var- anlegum samgöngum. Það er rétt að minna ykkur á, að það kostaði allnokkra bar- áttu heimamanna, þingmanna og annarra velunnara okkar að fá stjómvöld til að taka á- kvörðun um gerð jarðgang- anna. Þessi barátta var studd samstilltum rökum þessara að- ila um þann ávinning og hag- ræði, sem byggðunum væri af tilkomu jarðganga. Ég held að það hafi verið Guðmundur H. Ingólfsson. viðurkennt, að rök Vestfirðing- anna væru svo sterk að ekki væri annað hægt en að láta þessar byggðir hafa forgang til slíkra stórframkvæmda sem jarðgöngin eru. Önnur landsvæði, sem likt væri ástatt um, yrðu að bíða þar til tengingu þessara byggða væri lokið. Þau rök, sem þá voru fram sett, standa enn í fullu gildi og hafa jafnvel enn fyllri merk- ingu nú en þegar þau voru fyrst sett fram. Tilgangur þessa bréfkorns er að minna ykkur á skyldur ykkar til að standa við þær röksemdir sem forverar ykkar settu fram fyrir þeim milljarða fram- kvæmdum, sem jarðgöngin undir Breiðadals- og Botns- heiðar eru. Ég spyr ykkur því: - Hvernig ætlið þið að standa við stóru orðin um hagkvæmni, stóraukið samstarf og þann gróanda í byggð og búsetu, sem fullyrt var að leiða myndi af tilkomu jarðganganna? - Hvernig hugsið þið ykkur breytingar á byggðamynstri héraðsins með tilkomu jarð- ganganna? - Hvaða undirbúningur er nú í gangi meðal sveitarstjórnar- manna um að efla samstarf og samvinnu sveitarfélaganna til hagsbóta fyrir íbúana? Ég spyr ykkur vegna þess að það var undir forystu sveitar- stjórnarmanna, sem baráttan fyrir gerð jarðganganna var háð, og þeir fluttu fram sterk- ustu rökin fyrir þeim ávinningi sem af því gæti leitt. Ekki síst var á það bent, að jarðgöngin væru mikilvægasta skrefið til að styrkja þá varnar- baráttu sem byggðirnar áttu í, og myndi framkvæmdin styrkja byggð og búsetu í héraðinu til frambúðar. En ekkert gerist af sjálfu sér í þessum efnum. Það var alltaf sett fram í rökum fyrir fram- kvæmdunum, að sveitarfélögin myndu endurskipuleggja sam- starf sitt með það fyrir augum að gjörnýta þá möguleika sem tenging byggðanna byði upp á. Sveitarstjórnarmenn lögðu sjálfir áherslu á þetta í mál- flutningi stnum. Til að auðvelda ykkur að átta ykkur á þessum staðreyndum er rétt að minna á eftirtalin atriði: 1. Öll samskipti íbúa á þessu svæði yrðu auðveldari og já- kvæðari. Félagsleg og menningarleg samskipti gætu þróast með eðlilegum hætti, þar sem svæðið yrði samgöngulega ein heild. Margvísleg samfélagsþjón- usta yrði miklum mun hag- kvæmari og tryggt yrði að allir íbúar þessa svæðis gætu notið þess besta sem í boði væri, hvort sem það væri norðan heiða eða vestan. Skilyrði væru til að stórefla hin mannlegu samskipti fbú- anna, sem svo aftur hefðu þau áhrif að byggð myndi styrkjast og búseta yrði staðfastari. 2. Atvinnulega yrði svæðið ein heild, eftir því sem hag- kvæmt þætti. En jarðgöngin opnuðu þann möguleika að hægt yrði að samnýta atvinnu- tæki og mannvirki tengd þeim. 3. Verslun og viðskipti gætu þróast með eðlilegum hætti, þar sem svæðið yrði eitt samfellt markaðssvæði og gæfi marg- víslega möguleika umfram það sem nú er fyrir hendi. 4. Samstarf, samvinna og þróun margvíslegra verkefna á sviði sveitarstjóma yrði auð- veldara, og forsenda væri komin til að sveitarfélögin gætu tekið við stórauknum verkefnum heim í hérað, sem væri aftur forsenda til að vinna markvisst að nýjum atvinnu- tækifærum á þeim vettvangi. Röksemdir vestfirskra ráða- manna voru að vísu miklu fleiri og skipulega fram settar, en þessi sýnishom eru nægjanleg til að minna ykkur á það mikil- væga verkefni sem þið hafið í þessum efnum og varða næstu framtíð svo miklu. Ég held líka að það hvíli nokkur skylda á ykkur að sýna samfélaginu það, að Vestfirð- ingar geti með eigin ákvörðun- um nýtt þessar miklu og góðu samgöngubætur til hagsbóta fyrir ibúa svæðisins og þjóðfé- lagið í heild. Ef ekkert markverðara gerist en að jarðgöngin verði bara nýr vegur milli staðanna, þá held ég að við íbúarnir skuldum sam- félaginu skýringar á dáðleysi núverandi ráðamanna til að takast á við að byggja upp betra og eftirsóknarverðara samfélag sem byggt væri á traustum og öruggum innbyrðis samgöng- um. Ég vil vona, að einhverjir ykkar, sem kynnuð að lesa þessar línur, munið hugleiða þetta mál og jafnvel taka það upp í ykkar sveitarstjórn og ræða með hvaða hætti þið gæt- uð lagt þessu mikilvæga máli lið. Aðgerðaleysi eða sundrung af hálfu sveitarstjómarmanna má ekki verða til þess að ekkert gerist í því að byggja upp sam- eiginlegar aðgerðir sveitar- stjórna til að nýta þau glæsilegu tækifæri, sem gefast í tengslum við opnun jarðganganna. Á- skorun mín til ykkar er því sú, að þið takið nú saman höndum og vinnið upp þann tíma sem glatast hefur og hefjið skipulegt starf að því að undirbyggja nýja framtíð sem gjömýtir þá möguleika sem gefast. Aldrei áður hafa sveitar- stjórnarmenn á Islandi fengið annað eins tækifæri og ykkur er gefið hér við að endurskipu- leggja flesta þjónustuþætti í mannlegum samskiptum og at- vinnuháttum. Höfundur er fyrrverand sveitarstjórnarmaður. Tvö m erkisafmæli Margt hefur verið á seyði á ísafirði undanfarnar vik- ur. Hér í blaðinu var sagt frá því í síðustu viku, að Rótarýhreyfingin hélt um- dœmisþing helgina á undan og tókst vel. Það er gott að fá gesti og enn betra ef mót- tökurnar eru góðar, bœði fyrir gestina og gestgjafana. Sumarið hefur að vísu látið bt'ða eftir sér, en nýliðin helgi var eitt besta sýnis- horn afsumri sem hœgt er aðfá og bœtti sannarlega upp marga sólarlausa daga ogfremur svala. Vonandi veit á gott. Núna voru þing- eyskir harmónikkuleikarar á ferð og sjóstangaveiði- menn einnig. Allir skemmtu sér vel, eftir því sem best er vitað. Þessa helgi héldu bœði Flugfélagið Ernir og Hvíta- sunnusöfnuðurinn Salem há- tíðleg merkisafmœli. Ernir fagnaði aldarfjórðungsafmœli og Salem hálfrar aldar starfi á Isaftrði. Fór vel á því að veð- urguðirnir létufólk njóta sín. Flugfélagið Ernir auglýsir, að um sé að rœða elsta starfandi áœtlunaiflugfélag á landinu og vissulega má til sanns veg- ar fœra, því Flugleiðir urðu til 1973 ogfljótlega eftir það hurfu nöfn gömlufélaganna, Flugfélags Islands og Loft- leiða, og þótti ýmsum sjónar- sviptir að. Það er merkur á- fangi aðflugfélag sem rekið er á landsbyggðinni við erfiðar aðstœður skuli ná 25 ára aldri, enda hafa skipst á skin og skúrir og vart við öðru að bú- ast. Gárungarnir höfðu gaman afþví að ekki skyldi viðra til flugs Flugleiða til ogfrá ísa- firði á sunnudaginn í annars ágœtu sumarveðri. Einhver hafði á orði að veðurguðirnir sýndu Flugfélaginu Erni virð- ingu sína með þeim hœtti. En auk þess að halda nafn- inu og standa afsérýmsa sviptivinda, þá dylst engum að Ernir hefur skipt sköpum fyrir íbúa á Vestfjörðum. Auk þess að halda uppi samgöngum inn- an fjórðungs, sem ekki hefði verið sinnt með öðrum hœtti, hefur félagið undirforystu hjónanna Harðar Guðmunds- sonar og Jónínu Guðmunds- dóttur haldið úti sjúkraflugi við erfiðar aðstœður og hafa margir notið góðs af. Ekki má gleyma því öryggi fyrir íbúana að vita afþessari þjónustu og því að ekkert er til sparað þeg- ar mikið liggur við. Flugfélaginu Erni og eig- endum þess ásamt statfsmönn- um er óskað alls hins besta og guðs blessunar í vandasömum störfum. Isafjörðar er merkisbœr að mörgu leyti og þar er aðfinna atvinnu- og menningarstarf- semi sem jafnvel finnst ekki í stœrri samfélögum. Og þótt stundum deili innbyggjararnir, þá koma þeir ótrúlegu í verk. Menningarstarfsemi aföllu tœi er ótrúlega fjörmikil ogfjöl- breytt. Eyri í Skutulsfirði hefur verið kirkjustaður öldum sam- an, og þótt staðurinn hafi framan af verið frœgasturfyrir galdraofsóknir séra Jóns Magnússonar, eða vegna þeirra, eftir því hvernig á mál- ið er litið, þá hafa margir merkisklerkar setið staðinn. Einn þeirra, séra Sigurgeir Sigurðsson, varð biskup Is- lands. Þetta er nefnt hér til þess að sýna, að Isafjarðar- kaupstaður hefur átt þátt í við- gangi Eyrar, sem Eyrarhrepp- ur hinnforni var kenndur við, og st'ðar Isafjarðarkaupstaðar, sem nœr yfir hann allan og reyndar víðar nú orðið. En til viðbótar hinni opin- berlega viðurkenndu kirkju hvers tímafyrir og eftir siða- skipti hafa aðrir angar trúar- innar skotið hér rótum. Salem- söfnuðurinn eða Hvítasunnu- kirkjan hefur nú starfað á Isa- firði í hálfa öld. A hennar veg- um hefur Sigfús Valdimarsson rekið sjómannatrúboðið um langt skeið og söfnuðurinn rœkt trú si'na ífriði við aðra (búa bæjarins. Það sýnir, ásamt mörgu öðru, hversu fjölbreytilegt mannlífið er á Isafirði, að Sal- em skuli enn starfa af svo mikl- um krafti sem raun ber vitni. Margir telja vafalaust, að ein kirkja og einn söfnuður sé nœgilegt fyrir íbúa þó ekki stœrri bæjar. En á ýmsu hefur gengið hjá söfnuði þjóðkirkj- unnar eftir að kirkjan brann fyrir nœrri átta árum. Sem bet- urfer virðist sátt komin á með- al safnaðarbarna þar. Otrú- legt vœri reyndar, aðfólk vœri sammála um alla hluti og kannski síst um trúmál sem snerta kjarna sálarinnar og hins innra manns. Trúin skipt- ir hinn trúaða miklu máli og sést það vel þegar rœktarsemi Hvítasunnumanna er höfð til hliðsjónar. Sumum kann að finnast að um sérvisku sé að rœða og jafnvel einhvers kon- ar sértrú. Svo er að sjálfsögðu ekki. Enda er trúfrelsisákvœði stjórnarskrárinnar eitt hinna mikilvœgustu mannréttinda fólks á Islandi. Mannréttindin grundvallast á umburðarlyndi fólks Itvers í annars garð. Sá eiginleiki virðist fremur ein- kenna Salem en að um sé að rœða einhvers konar kreddu- trú. Mikill söngur og lífs- gleði er það sem flestir þekkja af safnaðarstarfinu. En auk þess er íbúum Isa- fjarðar vafalaust kunnugt um mikið og rœktarlegt barna- starf, kennt við krakkaklúbb. Þess njóta mörg börn langt út fyrir raðir safnaðarins. Með þeim hœtti einum, þótt ekki séu höfð í huga þau á- hrifsem safnaðarmeðlimir sjálfir njóta, hefur Salem á- hriftil góðs fyrir marga og eykur þannig á menningar- flóru bœjarins. Vissulega er það svo, að skoðanir eru skiptar í trú- málum, en deilur sýnast ekki hafa verið uppi í söfnuðinum eða um starfhans og er það vel. Salem er óskað allra heilla á þessum tímamótum og farsœldar um ókomna tíð. I tilefni afmœlisins sóttu margir gestir söfnuðinn heim og glöddust með honum og voru haldnar samkomur alla helgina. Það var gleðiefni að vel skyldi viðra þessa daga.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.