Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Qupperneq 10
VESTFIRSKA
10
SMÁ-
AUGLÝSINGAR
Framhaldslíf. Hvað
tekur við eftir dauð-
ann? Fyrirlestur og
umræður í dagstofu
Húsmæðraskólans á
ísafirði laugardags-
kvöldið 8. júlí kl.
20.30. Bahá’iar á ísa-
firði.
Næringarráðgjöf. Veiti
ráðgjöf um næringu
og fæðuval, bæði
einka- og hóptímar.
Uppl. gefur Helga Sig-
urðardóttir næringar-
fræðingur í síma 456
3954 eftir kl. 16 á dag-
inn.
Til sölu Nissan Sunny
4x4 árg. 1991, ekinn
aðeins 45 þús. km.
Sumar- og vetrardekk.
Sími 456 4667.
Mig bráðvantar elda-
vél. Ef einhvern vant-
ar að losna við elda-
vél fyrir lítinn pening,
hafið þá samband við
Grétu í síma 456 4136.
Til sölu 10 gíra kven-
reiðhjól. Sími 456
3962 og 456 4323.
Áhugamenn
um fótbolta
(og aörir):
Þeir sem
leggja
ólöglega
verða
sektaðir
Lögreglan á ísafirði
vill enn einu sinni
benda áhugamönnum
um knattspymu á að
leggja ökutækjum sín-
um eins og lög gera ráð
fyrir í kringum knatt-
spyrnuvöllinn á Torf-
nesi. A næstunni munu
ökumenn sern leggja
þar ólöglega, sem og
annars staðar, verða
sektaðir.
Ungir
ökumenn
teknir
Nokkuð hefur verið
um það undanfarið, að
sögn lögreglunnar á ísa-
firði, að ungir ökumenn
hafi verið stöðvaðir við
akstur bifreiða sem
skráðar eru fyrir of
marga farþega. Þeir sem
hlotið hafa almenn öku-
réttindi eftir gildistöku
nýrra umferðarlaga l.
mars I988 hafa þrengri
heimildir en áður tíðkað-
ist og eru ökumenn
beðnir að gera sér grein
fyrir þvf hvaða heimildir
ökuréttindi þeirra veita.
Miðvikudagur 5. júlí 1995
^FRÉTTABLAÐIÐ j
Fasteignaviðskipti
ÍSAFJÖRÐUR
B i «*
Urðarvegur 60 Glæsilegt raðhús, alls rúmlega 200 m2
með bílskúr. Laust eftir samkomulagi. Skipti á minni eign
neðar í bænum, helst sérbýli, koma til greina.
Hlíf 2 Hjónaíbúð á 4. hæð
Aðalstræti 32 3ja herb. íbúð á 1. hæð.
Silfurgata 11 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Laus fljótlega.
Strandgata 7 Nýuppgert, tvílyft einbýlishús úr timbri.
Pólgata 4 5 herb. íbúð á 3. hæð.
Aðalstræti 22b 3ja-4ra herb. íbúðir á 2. og 3. hæð.
BOLUNGARVÍK
Traðarland 10 Einbýlishús ásamt bílskúr.
Ljósaland 6 2x126 m2 einbýlishús. Hagstæð lán.
Hlíðarstræti 21 Gamalt einbýlishús.
Stigahlíð 2 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Yfirtaka áhvílandi
veðskulda.
Vitastígur 8 Tvílyft einbýlishús sem þarfnast viðgerða
og selst því með góðum kjörum á lágu verði.
Stigahlíð 2 3ja herb. íbúð á jarðhæð. Laus.
Völusteinsstræti 4 2x126 m2 einbýlishús. Á neðri hæð
er bílskúr og fokhelt húsnæði. Á efri hæð eru m.a. 4
svefnherbergi. Verð ca. kr. 9 milljónir, mest áhvílandi
húsnæðisstofnunarlán. Skipti á minni eign í Bolungarvík
koma vel til greina.
PATREKSFJÖRÐUR
Urðargata 12 Tvílyft einbýlishús, tæpl. 100 m2 hvor
hæð. Húsið er laust.
Arnar G. Hinriksson hdl.
Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 456 4144
Margvíslegar syndir
á svæði ísafjarðar-
lögreglu
Lögreglan á ísafirði sektaði
sextán manns fyrir vanrækslu í
sambandi við aðalskoðun bif-
reiða á tímabilinu frá miðviku-
degi í sfðustu viku til mánu-
dags. Á sama tímabili voru
veittar 8 áminningar vegna
vanbúnaðar ökuljósa, 7 voru
teknir fyrir of hraðan akstur,
tveir voru teknir án tilskilinna
réttinda við akstur (á bifhjóli og
hópferðabifreið), í tveimur til-
vikum voru of margir farþegar
í bílum og í einu tilviki var
áfengi hellt niður hjá unglingi.
Lögreglan hafði einu sinni af-
skipti af búfé í bæjarlandinu og
einn fékk að gista fanga-
geymslu aðfaranótt laugar-
dagsins.
Skemmdarverk í Tungudal
Salemis- og þvottaaðstaða
tjaldgesta í Tungudal var
skemmd aðfaranótt sl. laugar-
dags. Lögreglan biður þá sem
kunna að geta geftð upplýs-
ingar að hafa samband.
131
Nýjar vestfirskar þjóðsögur
Af Ara Guðmundssyni raf-
virkjameistara og athugun
hans á ævilengd skjaldböku
Ari heitinn Guðmundsson rafvirkja-
meistari og kennari frá Bíldudal (f. 1910,
d. fyrir nokkrum árum) var sonur Guð-
mundar Arasonar frá Barmi í Gufudals-
sveit og Þorbjargar Ijósmóður Guð-
mundsdóttur úr Breiðafjarðareyjum. Þau
hjón bjuggu langan aldur á Bíldudal. Ari
var merkilegur og sérstæður maður um
margt. Segja má að honum hafi verið flest
til lista lagt sem hann snerti á, enda kom
hann víða við um dagana. Hann var aldrei
lengi um kyrrt og safnaði ekki þeim fjár-
munum sem mölur og ryð granda, enda
hafði hann sáralítinn áhuga og sans fyrir
slíku. Gott þótti honum í staupinu eins og
þeim frændum fleiri.
Fyrir utan störf að rafmagni og kennslu
má nefna, að Ari bjó um tíma á yngri árum
á Laugalandi við Þorskafjörð og kringum
sextugt lagðist hann í siglingar um
heimsins höf á erlendum fraktskipum. Hann
fékkst við eðlisfræðitilraunir og uppfinning-
ar og víða á íslenskum heimilum mátti sjá
ósontæki sem hann framleiddi á sjöunda
áratugnum. Hann hafði sig mjög í frammi í
pólitískri stéttabaráttu í Reykjavík á dögum
Kommúnistaflokks íslands. Ari var prýði-
lega ritfær. Hann gaf á sínum tíma út blaðið
Rauðfeld á Bíldudal. Hann var góður hag-
yrðingur og lék prýðisvel á ýmis hljóðfæri.
Málaralist stundaði hann sér til skemmtun-
ar. Þannig mætti telja enn um hríð.
Eitt sinn þegar Ari Guðmundsson var
kominn á efri ár fékk hann sér skjaldböku-
unga og hugðist athuga af eigin raun hvort
það væri rétt sem hann hafði heyrt, að
skjaldbökur yrðu meira en þrjú hundruð ára
gamlar. Því miður entist honum (þ.e. Ara)
ekki aldur til að Ijúka þeirri athugun.
Uppskrift í Vestfirska
frá Sigurði Inga Guðmundssyni á Patreksfirði
Austurlenskur
nautakjötsréttur
1 kg nautakjöt (lundir eða annað
nautakjöt eftir fjárhag hverju sinni)
4-5 bananar
21/2 dl rjómi
1/2 tsk salt
2 tsk karrí
11/2 tsk rósmarín
Kjötið skorið í ca. 2 cm þykkar sneiðar.
Kryddið með rósmarín og salti og brúnið
létt á vel heitri pönnu. Setjið sneiðarnar í
eldfast mót. Hálfþeytið rjómann og setjið
karríið og rósmarín út í, skerið bananana
í tvennt eftir endilöngu og leggið yfir
kjötið. Hellið síðan rjómanum yfir og
bakið í 250°C heitum ofni í 15-20 mínút-
ur.
Berið fram með hrísgrjónum, salthnet-
um, rúsínum og niðurskorinni papriku.
— Þó meðlætið sé óvenjulegt skuluð þið
endilega prófa það, því það er svo sann-
arlega punkturinn yfir i-ið.
Frómas
3 egg
2 msk sykur
1 dl sherrí eða kahlua
4 blöð matarlím
1/4 I rjómi
Rjóminn þeyttur og geymdur í ísskáp
meðan egg og sykur eru þeytt saman
og matarlímið lagt í bleyti í köldu vatni
í 10 mínútur. Sherrí eða kahlúa hellt
saman við eggjahræruna, matarlímið
leyst upp f heitu vatni og hellt saman
við og hrært í. Því næst er rjóma og
súkkulaðibitum hrært saman við með
sleif. Blandan látin standa í ísskáp í
1-2 klst.
Ég skora á Elsu Guðmundsdóttur,
hagfræðing á ísafirði, og óska Vest-
firðingum jafnframt til hamingju með
nýja atvinnuráðgjafann!
VESTFIRSKA
I FRÉTTABLAÐIÐ
SÍMI 456 4011
FAX 456 5225
Bílaleigu-bílar í Danmörku
Ódýrara fyrir íslendinga
í boði eru:
Opel Corsa
Opel Astra
Opel Vectra
Opel Omega
Ford Mondeo
Vikugjald
dkr. 1.495
dkr. 1.995
dkr. 2.195
dkr. 3.495
dkr. 2.895
Audi A4 dkr. 2.895
VWGolf dkr. 1.795
VW Caravelle
8-10manna dkr. 4.995
Allt nýir bílar. Leitið tilboða.
Til afgreiðslu á Kastrup, Billund, eða skv.samkomulagi.
International Car Rental ApS.
Sími 00-45- 75 12 32 40 Fax 00-45- 75 12 60 59
— eða leitið aðstoðar ísfma 94-3745, fax 94-3795.