Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Page 12

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Page 12
fa vegahandbé komin - Nýja er kr. Verð 2 980 m jffl ■ BOKH ABAN L simi RITSTJÓRN OGAUGLÝSINGAR: SÍMI 456 4011 • FAX 456 5225 ff Her líkar mér vel 11 - segir kjarnakerlingin Bergþora Gustafsdottir, sem opnað hefur gistiheimili í verbúð í IMorðurfirði á Ströndum Kjarnakerlingin Bergþóra Gústafsdóttir við eina af myndum sínum í verbúðinni í Norðurfirði. Bergþóra Gústafsdóttir opn- aði á föstudaginn í síðustu viku gistiheirriili og matsölu í ver- búð Kaupfélags Strandamanna í Norðurfirði í Arneshreppi á Ströndum. Þá komu fyrstu gestirnir til dvalar. Vestfirska var á staðnum og tók Bergþóru tali. Náði mér í karl hérna „Eg vann tvö sumur á Hótel Djúpuvík og síðan hef ég verið hér í eitt ár", sagði Bergþóra. Eg kenndi handmennt og myndlist við skólann á Finn- bogastöðum og eldaði mat í mötuneytinu þar á móti annari konu. Eg kann mjög vel við mig hér í Arneshreppi og náði mér í karl hérna, hann Guð- mund Jónsson í Stóru-Avík. Hann er búsettur á Akranesi á veturna og kemur hingað til þess að róa á færi á sumrin. Hann var áður bóndi í Stóru- Avík í Trékyllisvík. Hann er á sjó í dag. Það er búið að vera sæmilegt fiskirí og við höfum alltaf nóg af nýjum fiski. Það er fiskurinn sem ég ætla að byggja á. Ég býst við að við förum suður í haust." Fiskihlaðborð og fleira - Hvernig datt þér í hug að opna gistiheimili í verbúðinni? „Ég hef mjög gaman að því að stússa í þessum málum. Ég hef mjög gaman af að elda mat. Það vantar svefnpokapláss og meiri þjónustu við ferðamenn hér í hreppnum. Svo er þetta bara góð samkeppni við Hótel Djúpuvík og gistinguna í skól- anum á Finnbogastöðum. Ég var að opna núna og ég býð uppá ódýra gistingu í uppbún- um rúmum og svefnpokagist- ingu með morgunmat. Ég verð einnig með fiskihlaðborð og ætla fyrst og fremst að hugsa um mína gesti sem verða hér. Ég er líka tilbúin til að vera með veitingar fyrir utan það. Karl- arnir sem eru að róa á skak hérna verða hjá mér í fæði á kvöldin. Þeir hafa verið í fæði hérna hjá mér eftir að skólanum lauk í vor.“ Óskar frá Dröngum siglir með ferðafólk - Hvað hafa ferðamenn að sækja hingað norður á hala veraldar? „Hér er stutt í skemmtilegar gönguleiðir. Hér er hægt að byrja eða enda gönguferðir norður á Homstrandir, norður í óbyggðirnar á nyrstu ströndum norðan Djúps. Oskar Kristins- son frá Dröngum er tilbúinn til að ferja fólk, sjö manns í einu, í dagsferð norður að Dröngum. I tengslum við það myndum við gjarnan bjóða fiskihlaðborðið, annað hvort áður en farið er norður eða þegar komið er til baka. Fólkið myndi ganga um Drangalandið og skoða stór- brotnustu náttúrusmíð á land- inu, Drangaskörðin, sem Drangajökull er nefndur eftir. Það er einnig örstuttur gangur í sundlaugina í Krossnesi. Þar getur fólk velt sér í lauginni allan sólarhringinn og yfir laugarbarminn blasir ólgandi Atlantshafið við og stundum má sjá selina velta sér í flæð- armálinu nokkra metra frá lauginni. Einnig skapast stemning við að liggja í laug- inni og horfa á miðnætursólina kyssa hafflötinn. Mér finnst þetta alveg dýrðlegur staður.“ Los Paraguayos á hjara veraldar... - Þú ert nú frægust fyrir það að hafa fengið Los Paraguayos til að spila á balli í Árneshreppi fyrir tveimur árunr... „Við vorum með fiskihlað- borð í Hótel Djúpuvík og Los Paraguayos spiluðu þar. Það komu allir sem vettlingi gátu valdið í hreppnum. Þeir gerðu mikla lukku og höfðu mikið gaman af sjálfir. Ég kynntist þeim á Kanaríeyjum fyrir mörgum árum. Þeir höfðu reyndar komið áður til íslands. Ég fór að spjalla við þá fyrir tilviljun. Þetta leiddi til þess að þeir spiluðu á Hótel Örk í Hveragerði í eina fjóra-fimm mánuði. Síðan fékk ég þá til að koma á Strandir og þeir komu og voru hér í fjóra daga og spiluðu. Það var alveg stór- kostlegt.“ - Er einhver von til þess að Los Paraguayos spili í verbúð- inni á Norðurfirði? „Ég þori nú ekki að lofa því en óneitanlega væri gaman ef þeir kæmu.“ Myndlist úr náttúrunni - Þú ert listakona. Hefurðu lengi fengist við listir? „Ég föndra mikið. Ég er kannski ekki nein listakona. Myndirnar hérna á veggjunum eru eftir mig og eru allar til sölu. Ég sker út bókbands- pappír og spreyja á hann munstri og svo tíni ég allt til sem ég finn, blóm, strá, hrein- dýramosa, jafnvel þara, og raða þessum saman og set undir gler í ramma", sagði hin eldhressa Bergþóra Gústafsdóttir, hús- freyja í Stóru- Ávík á Strönd- um, í samtali við blaðið. - GHj. -fannst í Bolungarvík Styttan sem stolið var og Jóhanna ÍS-3 í Neðstakaupstað. Aðfaranótt laugardags- ins var stolið brjóstmynd í Neðstakaupstað á ísafirði, þar sem hún hafði verið til viðgerðar. Styttan er eftir Martinus Simson og heim- kynni hennarerinni í Skógi í Tungudal. Hún fannst í Bolungarvík daginn eftir. Svo vildi tíl, að stuttu áður en styttunni var stolið átti Ijósmyndari Vestfirska leið niður í Neðsta og tók hann þá mynd af henni þar sem hún virti fyrir sér ver- öldina rétt við kinnunginn á merkisbátnum Jóhönnu ÍS-3 (síðast Þristur ÍS-3). Bát þennan smíðaði Falur Jakobsson, hinn annálaði bátasmiður, á sínum tíma fyrir Ágúst Einarsson frá Dynjanda í Jökulfjörðum. POKI Tek að mér að taka Ijós- myndir af hlutum áður en þeim er stolið svo að það sé auðveldara að hafa uppi á þeim. Stússað við morgunverðarborðið. Guðmundur Jónsson, sambýlingur Bergþóru, leysir landfestar og heldur út í skakróður. Hann hefur fengið sæmilegan afla undanfarið.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.