Feykir


Feykir - 14.01.1987, Side 3

Feykir - 14.01.1987, Side 3
1/1987 FEYKER 3 Vinarkveðja: Sigurður Ölvir Bragason F. 7. janúar 1965 D. 25. desember 1986 Kær vinur okkar, Sigurður Ölvir Bragason, erlátinn. Hann lést af slysförum á jólanótt aðeins 22 ára gamall. Fréttin kom á okkur vini hans sem reiðarslag og við fundum fyrir tómleika og vanmáttarkennd. Osjálfrátt, þegar versti sársauk- inn var horfinn, leituðu hugir okkar á vit endurminninganna um samverustundir okkar og þessa glaðbeitta drengs sem skrýddi svarthvíta tilveruna litum fyrir okkur, og þegar hann kom heim úr löngum siglingum þá hópuðumst við í kringum hann og spurðum hann spjör- unum úr. Við heyrðum hann segja frá ævintýralegum ferðum sínum um öll heimsins höf. Frá skrautlegu mannlífi og framandi, allt frá ströndum Miðjarðar- hafsins til stranda Sovétríkjanna við íshafið. Og virðingin fyrir þessum félaga okkar og jafnaldra sem bjó yfir slíkum ferðum og reynslu var óblandin. Minningin um Ölla býr traust í hugum okkar, sem væri hann meðal okkar í dag. Hann var alltaf jákvæður og vingjamlegur. Til hans leituðum við með hugðar- efni okkar og hann með sín. Þannig vorum við eins og hópur bræðra sem bar traust hver til annars. Og þegar einhver okkar hitti hann fjarri heimabyggð spurði Ölli ávallt um hagi vina sinna, sem sýnir hvern hug hann bar heim. Við heima reyndum að fylgjast með ferðum hans, hvort heldur var á sjó eða landi og vonuðum að senn kæmi hann heim. Af Ölla stafaði einhver ólýsanlegur viljastyrkur sem heillaði marga, ekki síst þá sem urðu því láni aðnjótandi að kynnast honum náið. Hann var. greindur og samviskusamur og leysti þau verkefni afburðavel sem fyrir hann voru lögð. Strax í gagnfræðaskóla var hann búinn að ákveða hvað hann ætlaði að gera í framtíðinni. Við munum glöggt eftir honum þar sem hann sat löngum á lestrarsal bókasafnsins og gleypti í sig t Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra mörgu fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, bróðurs og barnabarns Sigurðar Ölvis Bragasonar Bragi Þ. Sigurðsson Styrmir Bragason Brynja Bragadóttir Margrét Bragadóttir Sigurður Jónsson Sigurlaug Sveinsdóttir Sveinn Sölvason Ómar Imsland Karl Sveinsson Nanna Þorsteinsdóttir Sendi bestu nýársóskir til félaga í Ásaklúbbi og Lionsfélaga svo og allra þeirra sem veitt hafa mér stuðning á liðnu ári Kærar kveðjur Ragnar Berg Bergstöðum Skagafirði Alúðarþakkir færi ég öllum þeim sem sendu mér skeyti, góðar kveðjur og höfðinglegar gjafir á sjötíu ára afmæli mínu 29. desember sl. Heiður og hamingja fylgi ykkur öllum Guttormur Óskarsson Alúðarþakkir til fjölskyldu minnar og allra þeirra er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 90 ára afmæli mínu þann 27. desember sl. Guð blessi ykkur öll Auðbjörg Eiríksdóttir Skagfirðingabraut 1 Sauðárkróki fróðleik um skip og sjómennsku. Hann var alltaf skrefi framar jafnöldrum sínum, hvort heldur í leik eða starfi. Nú hefur hann kvatt okkur félagana undir Nöfunum, en minninguna um þennan góða dreng geymum við með okkur alla ævi. Nú aftur er höggvið í árganginn skarð þá Olvir er horfinn á braui. Þá sigurins hátíð að sorgarstund varð og sælasta gleðin að þraut. Við lifðum hér jólin við Ijósanna skart og /eið heima í stofum svo vel. Þig umlukti myrkrið um miðnœtti svart þú máttvana barðist við hel. Nú bera þig englar á björtustu braut þá braut sem við höldum víst öll. Þá œvinni lýkur og lokið er þraut að lausnarans bljúgustu höll. En minningin lýsir, þá loftið ermyrkt hún létta mun syrgjendum stund. Hún tregafúll hjörru, með trúnnifœr styrkt og traustið um ástvinafund. Við hittumst aftur, þá eigum við trú og okkur það létta mun harm. Viðfelum þig drotmi. Hann fóstrar þig nú við föðursins blíðasta arm. Foreldrum hans, systkinum og ættmönnum auðsýnum við okkar dýpstu samúð. Atli, Hemmi, Nonni og Palli Sauðárkrókur: Róleg áramót „Við hjá lögreglunni höfðum mjög róleg og góð jól” sagði Björn Mikaelsson yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki, þegar Feykir innti hann frétta af stórhátíðunum. „Það voru bókstaf- lega engin útköll um helgi- dagana, engin óhöpp í umferðinni eða ólæti sem lögreglan þurfti að skipta sér af ’ bætti Björn við. A gamlárskvöld voru þrír stórdansleikir, þar sem lögreglan hafði nokkurn viðbúnað, en þrátt fyrir fjölmenni fór allt friðsamlega fram. „Það tilheyrir væntanlega fortíðinni að hér sé stofnað til vandræða um jól og áramót” sagði Björn að lokum í spjalli við Feyki. (hh) + Innilegar þakkir sendum við ölium þeim sem auðsýndu mér og fjölskyldu minni samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar stjúpföður míns Magnúsar Tómassonar Sólvangi, Hofsósi Guð blessi ykkur öll Haukur Ingólfsson Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga sendir hinum fjölmörgu viðskiptavinum sínum bestu óskir um farsælt nýtt árog þakkar viðskiptin á því liðna Á síðasta ári voru raunvextir Samvinnubókarinnar 6,8% umfram verðtryggingu. Ársávöxtun hennar varð alls 21,54%! Samvinnubókin Hagstæð ávöxtun í heimabyggð Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.