Feykir


Feykir - 14.01.1987, Qupperneq 8

Feykir - 14.01.1987, Qupperneq 8
Öll almenn prent- og Ijósrítunar- þjónusta Verið velkomin PRENTÞJÓNUSTA SÍMI5711 AÐALGÖTU 2 SAUÐÁRKRÓKI Sauðárkrókur: Aldraðir í kafíiboð Á þrettándanum, þann 6. jan. sl. bauð bæjarstjórn Sauðár- króks öldruðum Sauðárkróks- búum til kaffisamsætis að Hótel Mælifelli. Undir borðum rabbaði Halldór Þ. Jónsson bæjarfógeti við gesti um uppvaxtarár sín í Skagafirði, Strengjasveit Tónlistar- skólans lék tvö lög, þrír leikarar úr Leikfélagi Sauðárkróks lásu upp úr „Manni og konu” og Lúðrasveit Tónlistarskólans lék. Á eftir var stiginn dans. Að sögn Matthíasar Viktors- sonar félagsmálastjóra var mæting mjög góð eða um 80 manns. Það var Félagsmálaráð, sem undir- bjó og skipulagði þessa skemmtun, sem þótti takast mjög vel í alla 5,aði' Ugi) Skagaströnd: Verður rækja flutt ínn? Um áramót voru aðeins 60 tonn eftir af rækjukvóta Skaga- strandarbáta. Stefnir því í það að sá kvóti verði búinn í þessum mánuði. Nokkur óvissa er um það á þessari stundu hvað þá tekur við hjá Rækjuvinnslunni á Skagaströnd. Að sögn Heimis J. Fjeldsteds framkvæmdastjóra er verið að reyna að fá aðkomubáta til þess að selja þeim djúprækju. Einnig sagði hann að það kæmi til greina að kaupa óunna rækju frá Grænlandi eða Rússlandi. Heimir sagði að verð á þessari rækju erlendis væri á niðurleið og því gætu þessi kaup komið til greina. Hjá Rækjuvinnslunni vinna nú um 25 manns. (mó) Blönduós: Pappírspokaverksmiðja Sauðárkrókur: Stækkun Hótel Torgs Þórir Hall eigandi Hótel Torgs hefur nú sótt um heimild til að mega stækka Hótel Torg á Sauðárkróki, en í hinu nýja skipulagi af gamla bænum, sem nýlega var samþykkt í bæjar- stjórn er m.a. gert ráð fyrir stækkun hótelsins. í samtali við Þóri kom m.a. fram að hann hefur nú látið teikna viðbygg- ingu, sem hann bjóst við að yrði samþykkt þó hún væri ekki alveg eins og sú sem sett er fram á skipulaginu. Þórir sagði að við það kæmi herbergjum til með að fjölga úr sjö í 28-30 herbergi. Það kom ennfremur fram hjá Þóri að um næstu mánaðarmót hyggst hann hætta rekstri verslunarinnar; Aðalmarkaðurinn, sem hann hefur rekið á jarðhæð hússins síðan í haust. í staðinn hyggst Þórir setja þar upp teríu- matstað með sætum fyrir allt að 60 manns, og bjóst hann við að hann yrði opnaður í febrúar eða mars. (j&í) Ákveðið hefur verið að koma á fót pappírspokaverksmiðju á Blönduósi, og tekur hún væntanlega til starfa með vorinu. Vélabúnaður í verk- smiðjuna er þegar kominn á staðinn og samningar hafa verið gerðir um að fyrirtækið kaupi húseignir Hjólsins sf. við Norðurlandsveg, en það er rúmlega 800 m2 húsnæði. Þessi verksmiðja mun veita 4-6 mönnum atvinnu auk þjónustu- starfa og flutninga sem tengdir eru framleiðslunni. Undirbúningur að stofnun þessarar verksmiðju hefur hlutafélagið Serkir hf. á Blönduósi annast og eru hluthafar fjórir. Fram að þessu hafa allir pappírspokar, sem notaðir eru hér á landi verið fluttir inn, en í þessari verksmiðju munu að minnsta kosti fyrst um sinn verða framleiddir pokar fyrir 25 til 50 kg vöru. (mó) Skagastrond: Atvinnuleysi Verkfall yfirmanna skipum hefur veruleg á fiski- áhrif á Hvammstangi: Drífa - vaxandi fyrirtæki „Við gátum ekki annað eftirspurn á innanlandsmarkaði með nýja tískupeysu, sem við settum á markað um mánaðar- mótin október og nóvember” sagði Bjöm Valdimarsson fram- kvæmdastjóri saumastofunnar Drífu á Hvammstanga í samtali við blaðamann. Björn sagði að framleiddar hefðu verið meira en helmingi fleiri peysur, en upphaflega var gert ráð fyrir, en þrátt fyrir það var eftirspurnin enn meiri nú fyrir jólin. Nú er búið að gera bækling með fimm nýjum tískupeysum frá Hvammstanga og er hver þeirra fáanleg í þremur mismunandi litum. Hafin er kynning á þessari framleiðslu í samvinnu við Álafoss í Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi og Bandaríkjunum og sjálf er Drífa hf. farin að kynna þessar peysur í Englandi. Sagði Björn fyrstu viðbrögð við þessum kynningum vera mjög jákvæð og lofa góðu. Þessar peysur eru kynntar og verða seldar í almennum tískubúðum. Þetta afbrigði af framleiðslunni hugsa menn í ullariðnaðinum til þess að auka söluna og minnka sveiflurnar, sem alltaf eru í hinni hefð- bundnu framleiðslu ullarvara. Aðspurður sagði Björn að nú sýndist vera uppsveifla í ullar- iðnaðinum í landinu en síðasta ár var þeim iðnaði erfitt. í vetur hefur verið ágætis sala og nú eru t.d. svo miklar pantanir fyrir- liggjandi hjá Drífu hf. að það er jafnt og þriðjungurinn af allri framleiðslu síðasta árs. Nú eru um 25 heildagsstörf hjá Drífu hf. á Hvammstanga. Verið er að auglýsa eftir fólki og er stefnt að því að þar verði um 30 störf með vorinu. Á síðasta ári voru að meðaltali 20-22 störf hjá fyrirtækinu, en þar sem nokkuð af fólki vinnur aðeins hluta úr deginum eru starfs- menn allnokkru fleiri. Á síðasta ári jókst framleiðslan um 50% frá árinu 1985 og í ár er enn áætlað að hún aukist um 50% frá því í fyrra. (mó) atvinnulífið á Skagaströnd og einnig nokkur á Hvammstanga og á Blönduósi. Báðir togarar Skagstrendinga liggja bundnir við bryggju. Vinna liggur því niðri í frystihúsinu Hólanesi. Vegna yfirvofandi verkfalls var starfsfólki þar sagt upp störfum í byrjun desember og komu þær uppsagnir til framkvæmda um áramótin. Þá hafa engir skelfiskbátar úr þorpunum þremur getað róið síðan verkfall skall á og liggur skelfiskvinnsla því niðri. Ekki hefur þó enn komiðtil uppsagna starfsfólks á Blönduósi og Hvammstanga vegna þessa. Á Skagaströnd eru hins vegar um 120 manns atvinnulausir vegna verkfallsins. I verkfalli eru aðeins yfirmenn á skipunum, en fyrir þá er eitt félag yfir allt landið. Undirmenn eru hins vegar í sínum heimafélögum. Verkalýðs- og sjómannafélög í Húnaþingi hafa ekki boðað verkfall. (mó) Feykir spyr á Sauðárkróki Strengdirðu einhver áramótaheit? Daníel Sighvatsson: „Já, ég ætla að taka meiri þátt í heimilisstörfunum og er það all nokkuð”. Atli Hjartarson: „Nei það gerði ég ekki og tel slíkt lítils virði þar sem ég myndi efalaust ekki standa við þau”. Hafdís Skúladóttir: „Nei, ég gerði það ekki að þessu sinni frekar en áður”. Örn Ólafsson: „Nei mér datt ekki neitt í hug sem betur mætti fara í mínu fari”.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.