Feykir - 14.01.1987, Page 4
4 FEYKIR 1/1987
Haukur Sigurðsson sveitarstjóri
á Blönduósi:
Árið 1986 er í mínum huga
fyrir margra hluta sakir merki-
legt ár.
Æðstu menn tveggja af
voldugustu ríkjum veraldaráttu
með sér fund hér á landi,
skákmenn okkar gerðu garðinn
frægan, við komumst ofarlega á
blað í handbolta og fótbolta,
sund- og frjálsíþróttafólk stóð
sig með prýði og við flögguðum
„sterkasta manni í heimi” og
„fegurstu konu á jörð”.
Enn eitt kjarnorkuslysið varð,
og nú með þeim hætti, að
„alheimspressan” tók rækilega
við sér og minnti okkur
jarðarbúa á, í hvílíkum ógnar-
skugga kjarnorkunnar líf okkar
er.
Áframhaldandi efnahagsbati
með tilheyrandi bjartsýni, hér á
landi, ber hæst hér innanlands,
þótt það sé í skugga þess hve
margir, bæði einstaklingar og
félög urðu gjaldþrota á árinu,
aðallega sem afleiðing af
verðbólguvitleysu og efnahags-
óstjórn liðinna ára.
Af högum okkar fjölskyldunnar
er helst að minnast búferlaflutn-
inganna hingað til Blönduóss,
og hve ánægjulegar móttökur
við hlutum á nýjum stað. Fyrir
það erum við þakklát og
væntum alls góðs í framtíðinni
hér.
Þá er margs að minnast frá
þessu fyrsta misseri í starfi.
Eg nefni vel heppnaðar
framkvæmdir við vatnstank og
gatnagerð, og undirbúning að
starfrækslu félagsmiðstöðvar fyrir
unglinga.
Stofnuð voru hér fyrirtæki í
sjávarútvegi og iðnaði, sem
ástæða er til að vænta mikils af,
og rekstrargrundvöllur annarra
bættur.
Loks eru mér minnisstæðar
góðar viðtökur á vinnustað, hjá
Blönduóshreppi.
Þannig met ég því árið 1986,
að þá hafi verið lagður góður
grunnur fyrir framtíðina í
mörgu tilliti.
Guðmundur Sigvaldason
sveitarstjóri á Skagaströnd:
Á Skagaströnd var árið 1986
fengsælt á flestan hátt. Afla-
brögð voru almennt góð og
ýmsum hlutum þokað talsvert
fram. Togararnir færðu samtals
780Ó tonn af fiski að landi á
árinu. Hið alvarlega ástand
rækjustofnsins í Húnaílóa er
hins vegar alvarlegt áfall.
I kjördæminu í heild hefur
lífið, eftir því sem best verður
séð, gengið með svipuðum hætti
og áður. Það sem helst kemur
upp í hugann og er sameiginlegt
fyrir allt kjördæmið, tengist
sveitarstjómarkosningum og land-
búnaði.
Eg ætla nú að stikla á því
helsta, sem upp í hugann kemur,
þegar litið er til baka yfir árið,
sem er að líða.
Rækjustofninn
Rannsóknarskipið Dröfn sýndi
í október fram á alvarlegt
ástand á rækjustofninum í
Húnaflóa. Þetta skapar sérstakt
vandamál fyrir minni báta á
svæðinu, því ekki liggur fyrir
hvaða aðrar veiðar þeir gætu
farið á yfir vetrartímann.
Marska hf.
Talandi um rækjuveiðar,
kemur upp í hugann starfræksla
nýs fyrirtækis á Skagaströnd.
Þetta er sjávarréttaverksmiðjan
Marska hf. Undirbúningur
framleiðslunnar tók langan
tíma, en viðtökur neytenda voru
glæsilegar, enda um mjög
vandaða vöru að ræða. í haust
setti svo fyrirtækið heimsmet,
þegar það bakaði stærstu böku,
sem nokkru sinni hefur verið
bökuð. Hún var 3,62 m í
þvermál.
Mark hf.
Nokkuð mun síðan jafnmikið
tjón hefur orðið af eldsvoða á
Skagaströnd, eins og varð þegar
trefjaplastverksmiðjan Mark hf.
brann til kaldra kola 16. maí sl.
Sem betur fer varð ekki
manntjón. Eigendur fyrirtækis-
ins ákváðu að láta ekki deigan
síga og hófu strax endurreisn
þess. Það mun taka til starfa á ný
nú í janúarmánuði.
Sundlaug
Þann 31. ágúst í sumar var
sundlaugin á Skagaströnd opnuð
að nýju eftir gagngerar endur-
bætur. Þetta er hið snotrasta
mannvirki og var ánægjulegt að
fylgjast með hinum góðu
viðtökum fólks við sundlauginni.
Dýpkun hafnar
I júní og júlí var dýpkunar-
skipið Hákur á Skagaströnd.
Skipið dældi 13.600 m3 af sandi
upp úr höfninni, en sandburður-
inn var farinn að há starfsemi
hafnarinnar verulega.
Sveitarstjórnarkosningar
Kosningar eru alltaf eftir-
minnilegir viðburðir. Á Norður-
landi vestra urðu ekki verulegar
breytingar á valdahlutföllum í
sveitarstjómum við kosningarnar
31. maí í vor, nema helst á
Sauðárkróki. Hins vegar var
skipt um framkvæmdastjóra
sveitarfélaga í öllum þéttbýlis-
sveitarfélögunum nema tveimur,
á Hvammstanga og Hofsósi.
Húsnæðismál
Það er vissulega minnisstætt
að verða var við þá stöðnun sem
orðið hefúr í íbúðarhúsabygg-
ingum á landsbyggðinni á
síðustu árum, eins og hún birtist
Miraiisstæðir atburðir úr \
Þórður Skúlason sveitarstjóri
á Hvammstanga:
Þegar Feykir spyr um minnis-
stæða atburði frá nýliðnu ári
reikna ég með að fyrst og fremst
sé átt við staðbundna og
persónulega atburði en ekki þá
er skráðir verða á spjöld
sögunnar sem heimsviðburðir
eða stórtíðindi á landsvísu.
Hrun rækjustofnsins í Húnaflóa
kemur þá fyrst í hugann. Við
upphaf vertíðarinnar í haust var
ljóst að mun minna var um
rækju í innanverðum flóanum
en að undanförnu. Sú niður-
staða var staðfest nú rétt fyrir
jólin með því að í vetur er
einungis heimilað að veiða
tæplega 1/5 hluta þess magns er
veitt hefur verið á undanförnum
mér hér á Skagaströnd. Um er
að ræða sveitarfélag, þar sem
atvinnulíf stendur í blóma. Þrátt
fyrir það voru þrjú ár frá því að
byrjað væri á byggingu íbúðar-
húss á staðnum, þangað til nú í
haust að grafíð var fyrir fjögurra
íbúða raðhúsi.
Þetta ástand í húsnæðis-
málum landsbyggðarinnar er
mikið áhyggjuefni. Það tengist
auðvitað almennu ástandi í
efnahagslífi þjóðarinnar og
jafnvel sálfræðilegri stöðu hennar.
Menn virðast einfaldlega ekki
þora að fjárfesta í íbúðar-
húsnæði á landsbyggðinni. Ég
!as um jólin viðtal við Björn
Friðfmnsson, formann Sambands
ísl. sveitarfélaga, þar sem hann
kemur inn á þetta mál. Hann
segir:
„Ég álít að þetta sé kannski
meira sálrænt atriði en efnahagslegt,
ástæðurnar séu gerviástæður.
Landsbyggðarmenn verða að
fara að hysja upp um sig og líta
bjartari augum á framtíðina í
sinni heimabyggð”.
Og síðar:
„Ég held að það verði að fara
að hefjast öflug gagnsókn
landsbyggðarinnar í þessum
málum. Og þá er spurningin að
byggja upp fleiri og fjölbreyttari
atvinnugreinar. En það náttúru-
lega gerir enginn fyrir menn,
menn verða að hafa frumkvæði
að því sjálfir”.
Á Skagaströnd og víðar á
landsbyggðinni, ekki síst á
Norðurlandi vestra, hafa menn
á undanförnum árum markvisst
byggt upp ný atvinnufyrirtæki.
Þar hafa heimamenn haft allt
frumkvæði, þar með sveitar-
stjórnir, sem hafa lagt mikla
fjármuni í atvinnuuppbygginguna,
en samt er eins og herslumuninn
vanti. Það verður að finna hvar
hann liggur. Það er lífsspursmál
að menn fái svo mikla trú á
heimabyggð sinni að þeir hiki
ekki við að byggja yfir sig á
staðnum, þurfi þeir á því að
halda og ekki fæst keypt hentugt
notað húsnæði.
vertíðum. Nú um áramótin
höfðu Hvammstangabátarlokið
veiðum á öllum sínum aflahluta.
Þessi aflabrestur mun hafa
alvarlegar afleiðingar í för með
sér ef ekki tekst að vinna hann
upp með öðrum hætti. Það á við
um alla þéttbýlisstaðina við
flóann en ekki hvað síst hér á
Hvammstanga, þar sem rækju-
veiðarnar og vinnslan hafa verið
undirstaða atvinnulífsins.
með ríkinu nú í árslokin.
Fjárveitingarnar renna nær
óskiptar upp í vangreiddan
ríkishluta vegna áður unninna
verka í höfn, skóla og
heilsugæslu. Á árinu varákveðið
að halda áfram tekjutilfærslum
frá sveitarfélögunum til ríkisins.
Þrátt fyrir það og litlar
framkvæmdir mun hagur ríkis-
sjóðs ekkert skána. Þar vex
óráðssían og hallinn ár frá ári.
Fullvírðisréttarúthlutun til bænda
er manni líka ofarlega í huga.
Illa var að þeirri framkvæmd
staðið og eru nú uppi alvarlegar
horfur um stöðu landbúnaðar-
ins og byggð í sveitum.
Fyrirsjáanlegur samdráttur í
landbúnaði kemur einnig til með
að hafa mikil áhrif á ýmsum
þéttbýlisstöðum. Sá er þó
munurinn á lélegri rækjuveiði og
stöðu sveitanna, að vandi
landbúnaðarins er af manna-
völdum sprottinn en hvarf
rækjunnar stafar af breyttum
náttúrulegum aðstæðum, sem
ekki verður við ráðið.
Ánægjulegasta fréttin var
tvímælalaust fréttin af góðærinu.
Efnahags- og viðskiptalífið naut
góðærisins. Verð á útflutnings-
vörum varð hærra en nokkru
sinni fyrr og verð á aðföngum
eins og olíu hríðlækkaði.
Gallinn við góðærið var hins
vegar sá að illa gekk að skila því
út til fólksins. Hætt er við að þeir
sem minnst höfðu úr að spila
hafí lítið orðið góðærisins varir
og illa gengur að flytja góðærið
út á landsbyggðina. Góðærið
virðist fyrst og fremst falla í
skaut þeirra betur settu og
þéttbýlisins við Faxaflóa, sem
sífellt dregur til sín meira
fjármagn og fleira fólk.
Hagsmunamál Hvammstanga-
búa þokuðust nokkuð áleiðis á
árinu. Stórátak var gert í
gatnagerð með malbikun gatna
og plana og kantsteinasteypu.
Höfnin var dýpkuð og viðbygg-
ing við grunnskólann tekin í
notkun að hluta. Hótelrekstur
var hafinn, með opnun Verts-
hússins, en hótel hefur ekki
verið rekið hér í fjölda ára.
Mestu vonbrigðin birtust í
vesældarlega lágum fjárveitingum
til sameiginlegra framkvæmda
Furðulegasta málið á árinu
var hið svokallaða skiltamál.
Það snerist um ágreining
Hvammstangahrepps við vega-
gerðina um uppsetningu leið-
beiningamerkja við vegamót
Hvammstangavegar og Norður-
landsvegar. Um það var fjallað í
fjölmiðlum þannig að Hvamms-
tangi varð á augabragði að
landsfrægum ef ekki heims-
frægum ferðamannabæ. Á árinu
varð því mun meiti straumur
ferðafólks til staðarins en áður
hefur verið, enda öll ferða-
mannaþjónusta á staðnum nú
allgóð.
Framhald á bls. 6
Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri
á Sauðárkróki:
Það ár, sem nú er liðið í
aldanna skaut, fær vafalaust
þau eftirmæli að fyrir íslensku
þjóðina sé það með bestu árum.
Hjálpast þar flest að.
Þau hörmulegu sjóslys, sem
urðu nú í lok ársins, varpa þó
skugga þar á.
Hvað Norðurlandskjördæmi
vestra varðar þá er ljóst, að
íbúar þess hafa ekki notið
hlutdeildar í góðærinu í sama
mæli og aðrir landsmenn.
Landbúnaðurinn á í vök að
verjast og samdráttur hefur
orðið í framleiðslu landbúnaðar-
afurða. Þetta hefur að sjálfsögðu
alvarleg áhrif á afkomu bænda.
Þar sem stærri hluti íbúa þessa
kjördæmis býr í sveitum en í
öðrum kjördæmum, hljóta áhrifin
að verða alvarlegri héren annars
staðar.
Og ekki nóg með það; Þessi
samdráttur hefur að sjálfsögðu
áhrif í þeim þéttbýlisstöðum,
þar sem úrvinnsla landbúnaðar-
afurða og þjónusta við sveitirnar
er veigamikill þáttur í atvinnu-
lífinu. Vil ég í þessu sambandi
sérstaklega benda á staði eins og
Blönduós, Hvammstanga og
Sauðárkrók. Þessi áhrif eru
þegar farin að koma í ljós og
munu koma fram af fullum
þunga á þessu ári. Ég óttast að
menn hefi ekki gert sér grein
fyrir, hve alvarlegt mál er hér á
ferðinni. Sem dæmi má nefna,
að þær hugmyndir hafa vaknað
að öll þrjú mjólkurbúin á
Norðurlandi vestra verði lögð
niður svo og að minnsta kosti
einhver sláturhúsanna.
Fregnir berast nú einnigafþví
að á nýliðnu ári hafi íbúum
Norðurlands vestra fækkað um
1-2% meðan landsmönnum
fjölgaði um tæpt 1%. Þetta sýnir
betur en flest annað hversu mjög
við eigum í vök að verjast. Á það
má einnig benda, að undanfarin
ár hafa meðaltekjur á íbúa verið
lægstar í þessu kjördæmi.
Ég vil leyfa mér að vona að
íbúar þessa kjördæmis beri gæfu
til að standa saman um að snúa
þessari óheillaþróun við. Sú
togstreita og tortryggni sem ríkt
hefur á milli þéttbýlis og
dreifbýlis og jafnvel einstakra
þéttbýlisstaða verður að hverfa.
Við verðum að leysa þessi mál
sjálf, það gerir það enginn fyrir
okkur.